Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR.il. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Verðstýrð heilsa Heilbrigðisráðherra á kost á betri leiðum til að gera heilbrigðiskerfið ódýrara en að taka upp tilvísanakerfi að nýju. Hægt er að beita mildari stýritækjum en því að leggja eitt kerfi niður í heild sinni og taka annað eldra upp í staðinn, en ná samt fram ekki minni spamaði. Raunar hefur ekki verið sýnt fram á, að sparnaður sé fyrir þjóðfélagið af tilvísanakerfinu, sem á að hefja göngu sína eftir rúma viku. Sparnaður ríkisins sjálfs er sagður um 100 milljónir, en er að mestu á kostnað not- enda, svo að spamaður þjóðfélagsins er nær enginn. Spamaður er torsóttur, af því að þjónusta sérfræðinga utan sjúkrahúsa er tiltölulega ódýr og mun ódýrari en þjónusta sérfræðinga á sjúkrahúsum. Hin nýja reglugerð mun meðal annars fela í sér flutning frá ódýrari þjón- ustunni yfir til hinnar dýrari á sjúkrahúsum landsins. Þetta vegur á móti þeim spamaði, sem fæst af því, að heimilislæknar og heilsugæzlustöðvar taki við hluta þjónustunnar, sem nú fæst beint hjá sérfræðingum. Hafa verður í huga, að þjónusta sérfræðinga utan sjúkrahúsa er ekki miklu dýrari en heilsugæzlulækna og -stöðva. Einnig má taka með í reikninginn, að ríki og sveitarfé- lög hafa mikinn kostnað af byggingu og rekstri heilsu- gæzlustöðva, sem ekki er af húsnæði og húsbúnaði sér- fræðinga utan sjúkrahúsa. Hinir síðamefndu verða að sjá um sig sjálfir og borga það af eigin tekjum. Samt sem áður getur heilbrigðisráðuneytið haft gildar ástæður til að ætla, að hagkvæmt sé að reyna að stýra viðskiptum sjúkhnga frá sérfræðingum til heilsugæzlu- stöðva. Þar með væri stefnt að því, að sem flest mál yrðu afgreidd á frumstigi og án aðildar sérfræðinga. Þetta má gera með því að breyta kostnaðarhlutfalli ríkisins, þannig að gert sé ódýrara fyrir fólk að fara til heilsugæzlustöðva en til sérfræðinga utan sjúkrahúsa, en ganga ekki svo langt að neita að taka nokkum þátt í kostnaðinum, þegar fólk fer beint til sérfræðinga. Um leið og fólk er hvatt til að fara heldur til heimilis- lækna en til sérfræðinga utan sjúkrahúsa væri einnig æskilegt að hvetja fólk til að nota fremur ódýra þjónustu sérfræðinga utan sjúkrahúsa en dýra þjónustu sjúkra- húsa, ef mál em ekki svo flókin, að þau kosti legu. Með mildri stýringu af þessu tagi getur heilbrigðis- ráðuneytið sparað ríkinu 100 milljónir króna og náð þannig þeim árangri, sem stefnt er að með nýju reglu- gerðinni. Sá árangur mundi líka nást í raun, en ekki vera ímyndaður eins og árangur tilvísanakerfisins. Ef hægt er að komast að niðurstöðu, sem friður ríkir um, losnar ríkið við þann kostnaðarsama vanda, að þjón- usta sérfræðinga utan sjúkrahúsa flyzt inn á sjúkrahús- in. Sá vandi mun án efa leiða til þeirra aukaverkana, að ríkið fari að mkka meira fyrir þjónustu sjúkrahúsa. Heilbrigðisráðuneytið gæti lært mikið af stýritækjum íj ármálaheimsins. Þar em smávægilegar tilhliðranir á vöxtum notaðar til að halda jafnvægi á markaði. Á sama hátt væri eðlilegt að nota verðbreytingar í stað kúvend- inga til mildrar stýringar á heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið er ekki þekkt að mikilli þekk- ingu á sviðum hagstjómar og markaðsmála. Yfirstjóm þess hefur þvert á móti töluvert verið í fréttum vegna óstjómar og minnisleysis. Það magnar efasemdir um, að reglugerðir, sem þar verða til, séu fyllilega nothæfar. Enn er tími til að víkja frá einstefnu reglugerðar ráðu- neytisins og taka upp markaðsvæna verðstýringu, sem heldur sæmilegum vinnufriði í heilbrigðisþjónustunni. Jónas Kristjánsson Refjar Mitter- rands flækja val eftirmanns Aödragandi forsetakosninganna í Frakklandi í vor verður flóknari og flóknari. Fyrst urðu hausavíxl hjá hægri mönnum. Edouard Baliadur, sem Jacques Chirac, for- ingi gaullista, gerði að forsætisráð- herra, svo aö hann gæti sjálfur ein- beitt sér að forsetaframboði í þriðja sinn, ávann sér slíkar vinsældir að hann stóðst ekki mátið og ákvað að gefa kost á sér, enda með yfir- burði yfir Chirac í skoðanakönn- unum. Francois Mitterrand hefur verið forseti í fjórtán ár fyrir veldi sós- ialistaflokksins sem hann samein- aði úr sundruðum brotum en gerir sig líklegan til að skilja við hann í öngþveiti. Fyrst hrakti hann vin- sælan keppinaut sinn, Michel Roc- ard, úr forsætisráðherraembætti. Svo skaut sig annar forsætisráð- herra sósíalista, Pierre Bérégovoy, eftir kosningaósigur 1993 og ásak- anir um að hafa þegið ósæmilegar fégjafir af fornvini Mitterrands, Roger Peiat. Sá slapp við réttarhöld fyrir innherjaviðskipti í krafti upp- lýsinga úr ríkjakerfinu með því að falla frá. Annar uppflosnaður vinur og fyrrum aðstoðarmaður Mitterr- ands, Francois de Grossouvre, skaut sig ári síðar í sjálfri forseta- höllinni, Elysée. Eftir það mögnuð- ust um allan helming sögur um fjármálaspillingu undir handar- jaðri forsetans. Michel Rocard var orðinn foringi sósíalista og talinn sjálfsagður for- setaframbjóðandi þeirra. í kosn- ingum til Evrópuþings síðastliðið sumar lagðist Mitterrand á sveif með sérframboði undir forustu kaupsýslumannsins Bernards Tapies. Varö það til þess aö sósíal- istar biðu afhroð og fótunum var kippt undan Rocard sem sagði af sér flokksforustu. Við henni tók Henri Emmanuelli, skjólstæðingur Mitterrands, en ekki talinn mikill bógur. Er litið svo á að forsetinn hafi hugsað sér formennsku hans tii bráðabirgða meðan sá sem hann hefur helst augastað á, Laurent Fabius, fyrr- verandi forsætisráðherra, er að verjast ásökunum um að ábyrgð falli á hann af því aö frönsk heil- brigðisyfirvöld létu dragast úr hömlu að skima blóð til blóðgjafa við eyðniveiru og má kenna því um að hundruð blóðþega smituðust. Fram eftir vetri mændu franskir sósíalistar á Jacques Delors, fráfar- andi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til forseta- framboðs, þar sem kannanir sýndu að hann einn úr þeirra flokki var líklegur til að hafa í fullu tré viö Balladur. En um áramótin lýsti Erlend tíðindi Magnús Torfi Ófafsson Delors yfir að hann gæfi ekki kost á sér, þar sem hann gæti engum stefnumálum komið fram við nú- verandi skipan þings. Áttu nú sósíalistar úr vöndu að ráða og var ákveðið að greiða at- kvæði um frambjóðandaefni. í upp- hafi gáfu þrir kost á sér, Emmanu- elli, Jack Lang fyrrum menningar- málaráðherra og Lionel Jospin fyrrum menntamálaráðherra. Rétt fyrir atkvæðagreiðsluna dró Lang sig í hlé og er fullyrt að það hafi verið fyrir þrýsting frá Mitter- rand og tilgangurinn verið að auka sigurlíkur Emmanuellis. Jospin er bandamaður erkifjandans Rocards og vill eins og hann aö endurnýjun sósílalistaflokksins fari fram í sós- íaldemókratískum anda, þar sem gömlum stéttabaráttukenningum sé varpað fyrir róða. Niðurstaða kosningarinnar var að Jospin hlaut nær tvo þriðju at- kvæða. Með vali hans má segja að sósíalistaflokkurinn hafi brotist undan ægivaldi Mitterrands sem leiddi hann fyrst til sigurs en bak- aði honum svo niðurlægingu í lok forsetaferils síns. Komið er á daginn að þessi úrslit falla frönskum kjósendum vel í geð. f skoðanakönnunum er Jospin kominn upp fyrir Chirac og slagar hátt upp í fylgi Balladurs. En jafn- framt kemur í Ijós að rúmlega tveir þriðju franskra kjósenda hafa ekki enn gert upp hug sinn varðandi hvern styðja beri til forseta og næstum jafn hátt hlutfall ungra kjósenda er óánægt með frammi- stöðu Balladurs í stjórnarforustu. Enn er því fylgið að miklu leyti óráðið og þar að auki hefur enginn frambjóðandi komið fram fyrir miðflokkana. Úr þeirra röðum koma einkum til greina Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum forseti, og Raymond Barre fyrrum forsæt- isráðherra. Nú er því fleygt í París að Mitterr- and heiti Barre stuðningi bjóði hann sig fram. Tilgangurinn sé að koma í veg fyrir að Jospin komist í aðra umferð forsetakosninganna 7. maí en þá eigast efstu menn við fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð 23. apríl. Lionel Jospin (t.v.), forsetaefni sósialista, fær heillaóskir keppinautar sins, Henris Emanuellis, á flokksþinginu sem valdi milli þeirra. Símamynd Reuter Skoðanir aimarra Nefndin bjargar málinu „Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna gripu til elsta bragðsins af þeim öllum þegar virkilega reynir á norrænt samstarf: Þeir settu á fót norræna embætt- ismannanefnd sem á að athuga máliö. Áþreifanleg- asta sönnun norrænnar samvinnu, opin landamæri og ferðalög án vegabréfs milh Norðurlanda, er í mikilli hættu eftir 40 ár. Það þarf ekki að skoða málið lengi til aö slá því fóstu að Noregur og ísland eiga ekki annarra kosta völ en að gangast undir Schengen-samkomulagið um opin landamæri ESB.“ Úr forustugrein Dagbladet 8. febrúar Hættan í Alsír „Ef bardagarnir (í Alsír) magnast og verða að opnu stríði er augljós hætta á að önnur Norður-Afríkuríki dragist inn í það. Þaö hefði í för með sér bylgju flótta- manna til Spánar, Ítalíu og þó sérstaklega til fyrrum nýlenduherranna, Frakka. Þessir flóttamenn mundu áreiðanlega taka klofning sinn og ágreining með sér.“ Úr forustugrein Washington Post 8. febrúar. Ráðist gegn glæpum „Það eru engar sannanir fyrir því að allir þeir milljaröar dollara sem varið er til að byggja ný fang- elsi leiöi til færri ofbeldisglæpa. Fangelsisrými tvö- faldaðist og rúmlega það á níunda áratugnum en ofbeldisglæpum fækkaði ekki. Það eru aðrar leiöir til að draga úr glæpum en stjórnmálamenn í Was- hington eru of önnum kafnir við aö sanka að sér atkvæðum með fiálglegu tali til að hlusta á þá sem vita eitthvað um málið, kjörna fulltrúa sveitar- stjórna." Úr forustugrein USA Today 6. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.