Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Vísnaþáttur____ Guttormur J. Guttonnsson Guttormur J Guttormsson fædd- ist að Víðivöllum viö íslendinga- fljót í Kanada 21. nóvember 1878, skömmu eftir að foreldrar hans festu sér þar byggð, þá nýfluttir þangað vestur um haf. Sjö ára gam- all missti Guttormur móður sína og föður sinn tíu árum síðar. Vann hann þá á næstu árum við járn- brautarlagningu, skógarhögg og hveitiþreskingu og fleira böðuls- bjástur. Þá gerðist hann landnáms- maður í Grunnvatnsbyggð í Mani- toba og bjó þar um þriggja ára skeið en hraktist á ný til Winnipeg og gerðist þar umferðarsah og bréf- beri. Ekki undi hann þar í borgar- ysnum og fluttist aftur á landnáms- jörð síná í Grunnvatnsbyggð en seldi jörðina tveim árum síðar og gerðist meðeigandi í verslun í Manitoba. Árið 1911 festi Guttorm- ur kaup á landnámsjörð foður síns á Víðivöllum og bjó þar til elli. Ástarvísu þessa orti Guttormur undir annars nafni fyrir borgun. Vonandi hefur sú greiðsla skilað sér betur til höfundar en þá Ólafur Kárason Ljósvíkingur orti ástar- vísumar fyrir Nasa forðum. Vísan hljóðar svo: Til þín ennþá, elskan mín, augunum renni ég glaður. Upp ég brenn af ást til þín. Ég er kvennamaður. Jón Thoroddsen yngri gaf út ljóða- kverið Flugur 1922. Bar ótímabært lát hans að með þeim hætti að hann varð fyrir sporvagni úti í Kaup- mannahöfn og varð hann mörgum samferðamanninum mikill harm- dauði. Eftir hann kveður Guttorm- ur. Laufgrein brotin er nú af íslands skáldameiði. Ég finn ilminn yfir haf upp af hennar leiði. Ljóðakver Guttorms, Bóndadóttir, kom út 1920. Á eintak Klettafjalla- skáldsins Stephans G. ritaði Gutt- ormur þessa vísu: Þegar nótt á land og lá leggst og hljótt er inni, blundaðu rótt á beði hjá bóndadótturinni. Til Káins kveður Guttormur svo: Þegar K.N. kom til mín kærri en vissi nokkur, Bíldfells klára kampavín kunnuga gerði okkur. Næsta vísa er heimsádeila og hggur Guttormur ekki á skoðun sinni á auðmennsku og okkur hinum bet- ur stæðu. Vísa hljómar þannig: Þó þeir gangi gleiðir í góðverkanna kápu, skila þeir aldrei aftur því atgervi sem þeir drápu. Eitthvað hefur meðalmennskan veriö Guttormi til angurs þó nú sé hún tignuð og hið eina rétta. Er Guttormur aö fára fram á slíka Vísnaþáttur Valdimar Tómasson smámuni sem þá að eitthvað þurfi aö búa meira í þeim er ganga menntaveginn. Svo kveður piltur: Skólafræðsla mörgum manni er veitt mikil eöa lítil, sama er eitt: O’n í daufan Geysi sápa er sett, svo hann geti tómri froðu skvett. Næsta vísa ber yfirskriftina Öfug- mæli en er kannski ekki svo mikil öfugmæli ef að er gætt: Betra er að vera af guöi ger greindur bóndastauli, heldur en vera hvar sem er, hámenntaöur auli. Vel kveðin sléttubönd eru alltaf til yndisauka. Þannig kveður Gutt- ormur: Riddu gandi Ijóða létt, léttu anda dráttinn. Bíddu landi! Sláðu slétt sléttubandaháttinn. TIL SÖLU FORD F-350 double cab, 4 dyra, árgerð 1992, ekinn 19 þús. mílur, 38" dekk, 351, bensín, leðurklæddur, o.fl. o.fl. „Einn glæsilegasti bíll landsins". Uppl. hjá P. Samúelssyni hf., s. 634450. Matgæðingur vikurmar Lundir á aust- urlenska ví su „Þar sem ég er að vinna ahán daginn í verslun minni reyni ég að hafa fljótlegan mat virka daga og læt þá ímyndunarafhð ráða hveiju sinni. Mér finnst leiðinlegt að eyða alltof löngum tíma í matargeröina, vh heldur hafa kvöldið lengra. Það er þó skemmtilegt þegar maður er með matarboð. Þessi uppskrift sem ég býð upp á er mjög fljótleg og einföld. Ég læt kjötið ekki alltaf marinerast í hálf- tíma enda var ég ekki nema um fjörutíu mínútur að útbúa svona máltíð núna í vikunni og hafði þá líka hvítlauksbrauð með,“ segir Edda Sverrisdóttir, matgæðingur vikunnar og verslunarmaður. „Mér líkar alltaf best að nota þumalputtaregluna þegar ég elda þannig að mælieiningar höföa ekki til mín. Mér finnst líka að fólk geti breytt og bætt eftir sínu höfði. Ég nota fljótsteikt kjöt í þessa upp- skrift og steiki ahtaf í potti. Mér finnst oft gott að hafa fínan mat tvisvar í viku til að stytta vikuna, sérstaklega á vetrum. Þá hefur maður frekar snarl á laugardög- um,“ segir Edda. Hún segist hafa mjög gaman af að prófa nýja rétti og les mat- reiðslubækur sér th skemmtunar. „Ég er lítið fyrir fastsettar upp- skriftir en reyni frekar að fá hug- myndir með því að lesa þær enda er ég alltaf að breyta þeim. Þessi uppskrift sem ég gef hér er dijúg og dugar vel fyrir fjóra. Ef óvænta gesti ber að garði ætti frekar að bæta við gijónin heldur en kjötiö," segir Edda enn fremur en hér kem- ur uppskriftin. 500 g beinlaust kjöt, t.d. svína-, Edda Sverrisdóttir, matgæðingur vikunnar og verslunareigandi. DV-mynd ÞÖK nauta- eða lambalundir, innanlæri eða kjúkhngabringur. 2 msk. sojasósa 2 msk. ostrusósa 4-5 dropar tabasco-sósa 1 tsk. marinn hvítlaukur 1/2 msk. mulið koriander 1/2 tsk. karrí „paste“ (blautt karrí) salt eftir smekk Öllu blandað saman í víða skál. Kjötið skorið mjög þunnt í sneiðar (á stærð við tíkall) og sett í marin- eringu. Ath! að dreifa marinering- unni vel yfir kjötið. Látið standa á borði í hálfa klukkustund. Þó er það ekki nauðsynlegt ef fólk er að flýta sér. Kjötið er síðan steikt í 50 g af kókósfeiti (Cream Coconut) og 1 tsk. af rifinni ferskri engiferrót. Sósa 200 g hthr heilir sveppir eru brún- aðir í mataroliu þar til þeir eru ljós- brúnir. Þá er 1-2 msk. af ostrusósu og slurk af sojasósu dreift yfir þá og brúnað áfram smástund eða þar til sveppirnir eru þaktir í sósunni. Þá er ijóma, svona einum og hálf- um dl, heht yfir sveppina og látið sjóða í augnablik. „Með þessum rétti ber ég fram hrísgijón og meðlæti sem er mjög gott með kjöti jafnt sem fiski en það eru smátt skorin hálf agúrka, smá- vegis sojasósa og rauðvínsedik og u.þ.b. matskeið af sesamfræjum yfir. Þessi blanda er mjög góð og passar nánast með hveiju sem er.“ Regnbogasalat lambhagasalat radicchio rosso salat tómatar gul paprika Salatið rifið niður, tómatar og paprika skoriö í bita og lagt í skál. Dressing eftir eigin smekk. Best er að bera fram salatið á eftir heita réttinum því þá meltist það mun betur. „Ég ætla að skora á Steingrím Guömundsson, trommuleikara og verslunareiganda, að vera næsti matgæðingur en hann er sá flink- asti sem ég þekki að búa til úr tofu. Hann er eldklár að elda austur- lenskan mat,“ segir Edda Sverris- dóttir, matgæðingur vikunnar. Marinering Hinhliðin Ólafía Hrönn er uppáhaldssöngkonan - segir Hávar Sigurjónsson leikstjóri Havar Sigurjónsson leikstjóri sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Hann er nýbúinn að setja upp leikritiö Taktu lagið, Lóa! sem feng- ið hefur góða dóma. Hávar lærði leikstjórn úti í Lon- don og kom heim frá námi 1983. Fyrstu árin eftir heimkomuna starfaði hann viö auglýsingagerð og blaðamennsku jafnhliða leik- stjórn. Síðustu þrjú árin hefur hann eingöngu fengist við leik- stjórn og hefur verið fastráðinn leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu frá 1993. Fullt nafn: Hávar Siguijónsson. Fæðingardagur og ár: 3. september 1958. Maki: Hhn Sveinbjömsdóttir. Börn: Siguijón, 10 ára, Hróhur, 5 ára, og tvíburarnir Auður og Svein- björn, 8 mánaða. Bifreið: Mercedes Benz, árg. ’77. Starf: Leikstjóri. Laun: Aldrei nóg. Áhugamál: Fyrir utan leikhúsið eru þaö hestar og svo þykir mér gaman að gera við bíhnn minn. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að leika við bömin mín. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þegar ég þarf að setjast niöur undir morgun til að klára eitthvað sem ég var búinn að lofa fyrir löngu. Hávar Sigurjónsson. Uppáhaldsmatur: Lambasteik. Uppáhaldsdrykkur: ískalt vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Mér líst ágætlega á Magnús Scheving. Uppáhaldstímarit: Se og hör. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Auður dóttir mín er ógurlega sæt. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg myndi gjaman vilja eyða tíma með Peter Brooks leikstjóra. Uppáhaldsleikari: David Thewhs, aöalleikarinn í kvikmyndinni Naked, er ágætur. Uppáhaldsleikkona: Franska leik- konan Juhette Binoche. Uppáhaldssöngvari: Ólafía Hrönn er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Svav- ar Gestsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ég á enga. Uppáhaldssjónvarpsefni: Taggart. Uppáhaldsveitingahús: Við Tjörn- ina. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Næsta bók sem ég ætla að lesa er Grandavegur 7. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1 er ágæt. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi bara á Sjón- varpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Ég fer ekki á svoleiðis staði. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ekkert. Stefiiir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að halda mínu striki. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég var mestan tímann heima með ný- fæddu tvíburunum og æfði mig að skipta á þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.