Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 Neytendur Skiptibókamarkaðir: Nú þegar skólarnir byrja fara framhaldsskólanemar í bókabúðir og kaupa sér skólabækur. Kostnaður gétur verið mjög mikill ef menn kaupa einungis nýjar bækur. Á fyrsta ári í framhaldsskóla getur kostnaður farið upp fyrir 40 þúsund krónur. Hins vegar er hægt að koma honum niður fyrir 20 þúsund krónur með því að versla á skiptibókamörk- uöum og spara á annan máta. Til dæmis er hægt að athuga hvort ætt- ingjar og vinir geta lánað bækur. Hægt er að spara mjög í bókakaupum með þvi að nemar bókalista og hefja bókaleit á skiptibókamörkuðum. versla á skiptibókamörkuðum. í dag fá margir framhaldsskóla- Við skiptibókamarkað Pennans í Kringlunni. DV-mynd BG Penninn lægstur Söluverð á nýjum bókum er nánast alltaf hið sama hjá bókaverslunum þar sem útgefandi ákveður verð. Hins vegar er verðið mismunandi á skiptibókamörkuðum. Það er sama hvert maður fer með bækurnar sínar maður fær ávallt inneignamótu upp á jafn háa prósentu af upphaflegu verði bókarinnar, 45%. Hins vegar er álagning bókaverslana mismun- andi. Penninn leggur minnst á og selur bækurnar á 65% af verði nýrr- ar bókar. Mál og menning og Ey- mundssop selja bækumar á 70% af verði nýrrar bókar. Samkeppnin Ekki hagnast bókaverslanir mjög á skiptibókamörkuðunum sjálfum. Hins vegar nota þær markaðina til þess að auka önnur viðskipti, t.d. á ritfóngum og nýjum skólabókum. Þess vegna er nokkur samkeppni í þessum viðskiptum. Gengur sam- keppnin út á að hafa úrval mikið og láta bókalista standast. Mikil læti og troðningur fylgja oft mörkuðum þessum og því er einnig eftirsóknar- vert að láta viðskiptin ganga sem þægilegast fyrir sig. Nemendur ganga oft á milli áður en þeir byrja að versla og skoða úrval, bæði á bók- um og öðrum vörum. Uppstilling og verð á skólatöskum, svo dæmi sé tek- ið, gætu því haft áhrif á viðskipti á skiptibókamörkuðum. markaði er hægt að nota til kaupa á ■ hvaða vöru sem er í verslununum. Séu námsmenn t.d. að hætta námi er hægt að selja inneignarnótur þeim sem þurfa hvort sem er að kaupa ritfóng og fá þannig peninga fyrir bækurnar. Lægst í Pennanum - skiptibókamarkaðir kaupa á s vipuðu verði Kjör á skiptibókamarkaði - verö á bók sem kostar 1000 kr. ný - □ Innkaupsverö E3 Söluverö Penninn Mál og menning Eymundsson ÍDV; Orkuspamaður Við íslendingar njótum þess að íslensk orka er að miklu lejrti hrein. Slíku er því miður ekki að heilsa víða erlendis. Því er mikilvægt að hún sé ekki notuð að óþörfu á ferðalögum í útlöndum. Þegar við spörum orku spörum við líka verðmæti svo að eftirfarandi leiðir til orkusparnaðar geta að vissu leyti nýst hér á landi. Svona getum við sparað orku: Matseld er orkufrek. Kveikið ekki á ofni fyrr en sett hefur verið í hann. Afþíðið frystar vörur í kæliskáp, þá nýtist kuldinn til orkusparnaðar. Hafið ljós slökkt í herbergjum þar sem enginn er. Hafið glugga ekki opna nema þess sé þörf. Best er að lofta út með því að galopna glugga í dálitla stund en loka þeim svo aftur áður en íbúðin nær að kólna niður. Þegar við erum stödd erlendis megum við yfirleitt búast við að mengandi orka hafi farið í að hita upp vatnið sem við j* notum. Þess vegna er til dæmis ráð- legt að fara í stutta sturtu fremur en bað. Æskilegt er að þvottur sé þurrkaður utan dyra ef hægt er. Tauþurrkari gleypir mikla orku. Heimild: Græna bókin um neytendur og umhverfi eftir Garöar Guðjónsson. Gefin út af Neytendasamtökunum, Norræna félaginu og grænu fjöiskyidunum í Kópavogi. DV Hægt er að lækka kostnað mjög Ungt fólk er farið að nota skipti- bókamarkaði meira en áður. Undan- farið hafa starfsmenn bókaverslana tekið eftir því að námsmenn fara betur með bækur sínar með það í huga að selja þær að notkun lokinni. Skiptibókamarkaðir geta minnkað útgjöld töluvert. Svo dæmi sé tekið er hægt að kaupa bók sem kostar venjulega 1000 krónur á 650 krónur í Pennanum og selja hana svo að ári á 450 krónur. Afnotin á einu ári þurfa því ekki að kosta meira en 200 krón- ur í því tilviki. Inneignarnótur sem fást fyrir gamlar bækur á skiptibóka- Hvar eru skiptibókamarkaðir? Eymundsson starfrækir sex skipti- bókamarkaði: við Suðurströnd, Austurstræti, Hlemm, í Kringlu, Borgarkringlu og Mjódd. Mál og menning rekur skiptibókamarkaði viö Síðumúla og Laugaveg. Penninn rekur slíka markaði í Kringlu og við Hallarmúla. Einnig eru reknir skipti- bókamarkaðir í mörgum framhalds- skólum. Er réttast að athuga kjör á þeim þar sem þau geta oft verið góð. Ekki er þó fjallað nánar um þá hér þar sem úrval á slíkum mörkuðum er mjög takmarkað. Tveir skipti- bókamarkaðir eru starfræktir í bókaverslunum á Akureyri. Laxveiöar: Veiðin snöggsteikt Veiðimenn hafa verið að toga lax upp úr ám um allt land í sumar. Nóg er af laxinum en nú þarf bara að matreiða hann. Kemur nú í ljós hvort menn eru jafn góðir matreiðslumenn og veiðimenn. Ingvar Sigurðsson, matreiðslumeistari á Argentínu, gef- ur okkur hér uppskrift að snögg- steiktum laxi á pesto tómötum. Segir Ingvar að þetta sé ekki matreiðsla af gamla taginu, rétturinn sé af allt öðrum toga en menn hafi séð hingað til. Uppskriftin er fyrir fjóra og er svona: 800 g roð- og beinhreinsaður lax 8 tómatar 1 rauðlaukur Ólífuolía 1 matskeið pesto Svartur pipar 1/2 græn paprika Safi úr 1/2 sítrónu Salt Skerið laxinn í u.þ.b. 100 g bita, veltið upp úr krydduöu hveiti og snöggsteikið á einni mínútu í olíu á vel heitri pönnu. Takið fiskinn til hhðar af pönnunni. Skerið tómatana í eins sentímetra þykkar sneiðar og leggið í smurt eldfast form. Smyrjið pestoinu yfir. Saxið rauðlaukinn og paprikuna og stráið yfir tómatana. Kreistið sítrónuna yfir, skvettið nokkrum dropum af ólífuolíunni á Ingvar Sigurðsson, matreiðslumað- ur á Argentínu, kennir hér veiði- mönnum að matreiða lax. og kryddið með smásalti og nýmulda piparnum. Setjið fatið undir grillið í ofninum í tvær mínútur. Takið það þá út og raðið laxabitunum ofan á tómatana og setjið aftur undir grillið í þrjár til fjórar mínútur. Berið fram með fallegu salati. DV Bókalistar koma oft seint til verslana frá skólum. Bókalistar komaseint Margir framhaldsskólar hafa gert bókaverslunum erfitt fyrir og ekki enn skilað þeim listum yfir bækur sem nota á við kennslu í vetur. Gerir þetta það að verkum að ýmsar bækur sem nota á verða ekki til í verslunum fyrr en skólaárið er hafið. Betri blýantarhjá Eymundssyni í verðkönnun á ritföngum á neytendasíðunni á þriðjudag var verð á blýöntum boriö saman í mismunandi verslunum. Munu blýantarnir ekki alltaf hafa verið sambærilegir. Gerði þetta það að verkum að Eymundsson kom verr út en skyldi. Voru góðir blý- antar þar með strokleðri á endan- um bornir saman við lakari teg- und hjá Pennanum. Einnig ber að taka fram að Eymundsson sel- ur ekki lengur þær skólatöskur sem fiallað var um í könnuninni og var verðið þaðan gamalt. Tilboð hjá Eymundssyni Eymundsson býður upp á sér- tilboð á ritföngum í tilefni þess að nú eru skólar að hefjast. Ekki eru þetta í öllum tilfellum tilboð á ódýrustu vöru hverrar gerðar vegna þess að gæðin eru mjög mismunandi. Til dæmis eru 3,5 tommu disklingar seldir á 570 krónur í stað 630. Endurunnar gormastílabækur með rifgötun og 160 blöðum kosta 288 í stað 325. Glósubækur kosta 98 í stað 120. 500 vélritunarblöð kosta 380 í stað 411. 100 vinnubókarblöð kosta 136 í stað 158. Hægt er að kaupa aðstoð í gegn- um sima frá Tæknivali. Símaþjónusta Tæknivals Tæknival býður nú upp á þá nýjung að gefa fólki kost á að hringja og fá ráð og upplýsingar er það lendir í vandræðum með tölvurnar sínar. Þessi þjónusta kostar 500 krónur fyrstu fimmtán mínúturnar og fer greiðsla fram með kreditkorti. Einnig bjóðast viðskiptavinum þrjú símtöl á fyrstu 60 dögunum eftir að þeir eru búnir að kaupa sér nýja tölvu hjá Tæknivali. Tæknival réð tvo starfsmenn í vor til þess að sinna þessari þjón- ustu og hafa þeir verið í þjálfun eftir það. Aldrei hefur slík þjón- usta boðist áður þótt fólk hafi getað hringt og beðið um hjálp. í slíkum tilvikum var þjónusta aldrei tryggð því tæknimenn eru oft uppteknir við viðgerðir og út- köll. Þessa þjónustu er t.d. hægt að nota þegar fólk bætir við vél- búnaðinn, setur minniskubba og disklingadrif í tölvurnar. Einnig er hægt að nota hana er menn eiga í vandræðum með hugbúnað sinn, Windows, Excel o.fl. Getur þetta sparað mikla pen- inga þar sem menn þ’urfa síður að fara með tölvur á staðinn að fá hjálp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.