Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 Hvað ætlar þú að gera við launin þín? Örn Thomsen matreiðslumaður: Ég ætla að fara í frí og kaupa dekk und- ir bílinn. Linda Friðriksdóttir húsmóðir: Ég fæ engin fóst laun því ég er heimavinn- andi. Kristófer Páll Guðnason skósölu- maður: Kaupa mér mat og fót. Jenný Björk Þorsteinsdóttir nemi: Kaupa mér skóiabækur. Sverrir Sigursveinsson, vinnur hjá IKEA: Kaupa mér bíl. Jón Þórarinn Þorvaldsson nemi: Ekki neitt. Lesendur dv Kínverskt álver úr Kínaheimsókn? Frá Kínaheimsókn forseta íslands. - Móðgun við Taiwanbúa? Lárus Guðmundsson skrifar: „Ljúft er að láta sig dreyma," sagði í einum okkar vinsælu dægurlaga- texta fyrri ára. Við erum miklir draumhyggjumenn, íslendingar. Og alltaf trúum við þvi að hingað sæki erlendir auöhringir og framtaks- menn til fjárfestingar. En við höfum þurft að bíða. Hér er aðeins um tvö slík fyrirtæki að ræða; Álverið í Straumsvík og svo Grundartanga- verksmiðjuna. Bæði hafa mætt and- úð frá íslenskum einangrunarsinn- um. Löngum hafa þeir sem vinna hjá álverinu i Straumsvík þóst vera óánægðir með sitt hlutskipti. Og það þótt þeir uppskeri hærri laun en tíðk- ast t.d. meðal verkafólks almennt í landinu. Þeir áfellast stjórnanda ál- versins einn daginn fyrir að þekkja ekkert inn á verkalýðssamninga og annan daginn áfellast þeir yfmstjórn- ina í fjarlægu landi og segja að hún hugsi bara um að græða en ekkert um þá sem vinna verkin. - Skyldu menn hafa heyrt þennan söng áður? Svo komu Ameríkanar sem gerðu sig líklega til að byggja annað álver, ekki íjarri því gamla, svissneska. Þeir sáu náttúrlega hvers kyns var hér á vinnumarkaðnum og hurfu á braut, fegnir málalokum. Og nú er kominn fiðringur í Kín- verja sem ítreka vilja sinn til að taka þátt í álversframkvæmdum hér á landi. Þetta ætti að gleðja starfsmenn í Straumsvík sem áreiöanlega líta Guðmundur S. Jónsson skrifar: Þegar ég lít yfir farinn veg löggæsl- unnar hér í Reykjavík finnst mér henni hafa hrakað. Mér finnst eins og slappleiki sé meira einkennandi og áhuga vanti hjá rannsóknarmönn- um. Einn þáttur löggæslunnar stend- ur þó upp úr. Það er forvamarstarf- semin. Þar virðast starfsmenn bregð- ast viö á réttan hátt. Þeir eru vinsam- legir og duglegir en þó ákveðnir. Þeir eiga oft frumkvæði að umfjöllun um vandamál sem snerta borgarana og eru áhugasamir um að útskýra fyrir fólki þau mál sem um er fjaúaö. Þeir Björn Sigurðsson skrifar: Ég vil lýsa fullum stuðningi vlð Rúnar Júlíusson hljómlistarmann vegna hans stóru áforma um að flytja frá Keflavík i Reykjanesbæ til annars staðar á landinu. Ég leyfi mér að koma meö tiUögur honum til handa um nýja búsetu. Margir staðir munu efiaust keppast um að fá hann til sín til að geta bað- að sig í frægðarljóma tónlistar- mannsins. Ég nefni dæmi: Patreks- flörð í Vesturbyggð, Ólafsvík í Snæ- fellsbæ, Borgarnes í Borgarbyggð og WMSiiMþjónusta allan sólarhringinn 9041S Aöeins 39,90 mlnútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 með velþóknun á að geta þá skipt um vinnuveitanda sem greiðir þeim samkvæmt samningunum haldgóöu. Og ekki er að spyrja að Kínverjum, þeir eru nú þekktir fyrir rausnar- skapinn í garð verkalýðsins! Það verður gott að vinna hjá Kínveijum, þar á verkalýðurinn hauk í horni. Ráðamenn hér á landi segja það fagnaðarefni að Kínverjar skuli hafa ítrekað áhuga sinn á álveri. Þaö sýni að hugur fylgi máh. Og í október mun þetta ráðast þegar hingað kemur sendinefnd frá Kína til viðræðna. Þennan áhuga Kínverja má væntan- fylgja málum vel eftir og eru lagnir við að fá fólk til samvinnu. Ég tel að þrátt fyrir erfiðleika á ýmsum sviðum hafi ásýnd lögregl- unnar breyst til batnaðar og skiln- ingur á störfum hennar hefur aukist með auknu samstarfi við fólkið. Það á a.m.k. við um íbúa höfuðborgar- innar og nágrennis hennar. Ekki veit ég hversu áhugasamur iögreglustjórinn er um að byggja upp starfsemi lögreglunnar en mér hefur fundist sem sumir yfirmenn og of margir aðrir lögreglumenn hafi lít- inn skilning á uppbyggilegum vinnu- þá ekki síst Búðardal í Dalabyggð. Nú, eða þá, hafi hann í hyggju að yfirgefa „skerið", þá eru staöir eins og Beijing (Peking), Mayjanmar (Burma), Zimbabwe (fyrrum Ródes- ía). Eða feta í fótspor Eiríks rauða og Leifs heppna og halda í vesturátt, til landsins græna og upphefja bæi eins og Nuuk (Godthaab), Illuhssat (Jakobshavn) eða Tasiusaq (Ang- magssahk). lega ekki rekja til kvennaráðstefn- unnar í Kína þessa dagana? Eöa Kínaheimsóknar forseta íslands á sama tíma? Nú verðum við bara að biðja th guðs að forsetinn okkar fari ekki að heimsækja Taiwan í bráð svo að Kín- veijar snúi ekki við blaðinu og segi áhugann á álverinu hafa dvínað vegna samskipta okkar við þá bann- setta þijóta, í þeirra augum. - En meðal annarra orða: Hvort værum við íslendingar nú betur settir með samvinnu við Taiwanbúa eða Kín- veija? Svari því hver fyrir sig. brögðum og verði til þess, kannski óafvitandi, aö gera góðu og hæfi- leikaríku fólki erfitt um vik. Mér finnst allt of margir ráðamenn, bæði hjá lögreglunni og annars stað- ar, reyna að koma sér hjá aö taka á erfiðum málum og þora ekki að þróa og reyna nýja hluti þrátt fyrir ólíkar skoðanir og viðhorf í hita augna- bliksins. Lögreglustjóri á t.d. hik- laust aö taka afstöðu með þeim sem áhuga hafa, vilja vinna og geta tekist á við viðfangsefnin. Margir þeirra eru nefnilega ekki í lögreglumanns- starfinu vegna launanna. Hvað sem svo þessu líður og hvar sem Rúnar Júlíusson setur sig niður óska ég honum velfarnaðar á nýjum stað og þeim sem klófesta kappann til hamingju með fenginn. - Rúnar á allt gott skilið fyrir framlag sitt til tónhstar hjá okkur og margur hefur brugðist harðar við af minna thefni en þvi að lenda í sjálfheldu í gömlum og rótgrónum bæ með nýju nafni. Kína 09 EB-aðild íslendinga Jón Sigurðsson hringdi: Það hljóp aldeihs á snærið hjá forsætisráðherra og ríkisstjórn- inni i Kína sl. miðvikudag. Út- varpið greindi frá því að áhugi Kínverja á íslandi væri ekki síst th kominn vegna þess að íslend- ingar væru utaíf EB-landanna. Það er þvi kominn nýr og óvænt- ur stuöningur við stefnu forsæt- isráðherra í EB-máhnu. Það er svo annar handleggur hvort sá stuðningur er okkur þóknanleg- ur; að Kína fari aö móta framtíð- arstefnu okkar í utanrikismálum. Við sjáum hvaö setur í framhald- inu. Tveggjaflokka kerfi Ágúst skrifar: Það eru flestir sér meðvitandi um að margfiokka stjórnmála- kerfi það sem hér hefur veriö við lýði hefur skaöað þjóðina veru- lega. Tveggja flokka kerfi er mun hentugra á allan hátt. Óskandi er aö félagshyggjuflokkunuiti takist nú að koma því svo fyrir að þeir sameinist í einum flokki. Spurning er um Framsóknar- flokkinn, hvort hann yrði áfram eins konar miðjuflokkur sem stæði opinn sem þriðji kostur kjósenda. En kerfiö í dag er hreint fyrirgreiðslukerfi og glat- aö að halda því úti. Framtíðin sýndi klæmar-ogvann Guðjón skrifar: Nú hefur Verkakvennafélagiö Framtíðin samiö við ríkið um 9-11 þús. kr. launahækkun á mánuði fyrir ófaglært starfsfólk eða um 15% hækkun. Þetta segir formaður Framtíðarinnar að hafi náöst fram með því aö sýna klærnar. Það skhi árangri. Eflaust alveg rétt hjá formannin- um sem er áreiðanlega kjama- kona. En mér er spum: Því hafa formenn annarra verkalýðsfé- laga ekki sýnt klæmar? Þeir hafa náð fram launahækkun sem nemur um tvisvar sinnum 2700 kr. á samningstímanum! Þetta er náttúrlega orðið eitt endemis rugl og því tekur fólk bara saman fóggur sínar og flýr land. VaknarSÍS-ris- innáný? E.K.O. hringdi: Öilum er nú ijóst að þessi ríkis- stjóm var löngu ákveöin næöu flokkamir tveir meirihluta at- kvæða. Það skyldi þó aldrei hafa átt að vera eitt af verkefnum hennar að reisa við SÍS-risann sem svo snilldariega var um rætt í fréttum nýlega. Hann heföi ekki orðið gjaldþrota heldur lagst í eins konar dásvefn. Seinkunhjá ArcticAir -oghvaðmeðþað? Þórður hringdi: Mér finnst eins og verið sé að reyna aö draga fram i umræðuna byrjunarerfiðleika hjá Arctic Air. Líkt og fram kom í sjónvarps- fréttum hjá Stöð 2 sl. þriöjudags- kvöld er þess var getið sérstak- lega að um seinkun hefði verið að ræða í fy rsta fluginu og farþeg- ar hefðu veriö fáir. Þaö ætlar að verða þrautin þyngri að fmna góðan valkost gagnvart Flugleið- um hf. í flugi mihi íslands og út- landa. Það væri þess viröi að kanna hverjir það em sem gera allt til að koma í veg fyrir aö ann- ar íslenskur aðili sinni farþega- flugi frá íslandi. En þorir einhver að gera slíka könnun? Ég held ekki. Og því verðum við að sæta því sem að okkur er rétt i þessum efhum. Rúnar Júliusson tónlistarmaður. - Björn óskar þeim sem klófesta kappann til hamingju. Löggæslu hefur hrakað Áform Rúnars um brottílutning: Hver klófestir kappann?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.