Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 Menning Bragðlaukar með hlutverk Unnendur íslenskrar nútímatónlistar ættu ekki aö hafa orðið fyrir vonbrigðum með Óháðu listahátíöina sem staðið hefur yfir síöan 18. ág- úst. A.m.k. hefur tónskáldunum okkar mikið verið hampað, og er það vel. Síðasthðið þriðju- dagskvöld voru t.d. tónleikar í Iðnó, og voru þar flutt hvorki meira né minna en fjögur verk eftir Lárus Halldór Grímsson. Þau nefnast Bragð- laukar, „Boom Boom at Berklee", Farvegir og „The Mission". Annað verður ekki sagt en mikill kraftur búi í Lárusi. Verk hans eru þrungin ákafa og spennu, og er þar hvergi dauöan punkt að finna. Tónsmiðin Bragðlaukar, sem er fyrir slagverk og tónband, er létt og hressileg, og var prýðilega flutt af Geir Rafnssyni. „Boom Boom at Berklee", sem er fyrir rafbassa og tónband, er sömuleiðis upplífgandi verk og var mjög vel leik- ið af Þóri Jóhannssyni. Mikilla djassáhrifa gæt- ir, og náði Þórir að gefa tónlistinni rétta and- rúmsloftið. Farvegir, sem er fyrir einleikspíanó, var í Tónlist Jónas Sen höndum Þorsteins Gauta Sigurðssonar. Lék hann það eins og sönnum píanósnillingi sæmir. Verkið krefst töluverðs af píanóleikaranum, en Þorsteinn Gauti hristi það samt fram úr erm- inni án þess að depla auga. Sömuleiðis var „The Mission", sem er fyrir tvö píanó og tónband, ágætlega flutt af þeim Helgu Bryndísi Magnús- dóttur og Daníel Þorsteinssyni. En þarna fannst mér þó Lárusi hafa brugðist bogahstin; tónlistin er fremur tilbreytingarlaus til lengdar; sterkt er spilað allan tímann; sömu tónhugmyndirnar koma fyrir aftur og aftur, og verður fljótt þreyt- andi á að hlýða. Einn annar íslendingur átti verk á tónleikun- um. Það var „White June“ sem er eftir Báru Grímsdóttur. „White June“ er fremur áferöar- fahegt en ekki mjög tilþrifamikið. Verkið er fyr- ir einleiksflautu og var flutt af Örnu Kristínu Einarsdóttur. Arna er hinn prýðilegasti flautu- leikari og sýndi hvað í henni bjó í „Concertino indio“ sem er eftir Ahce Gomes. Eins og nafnið ber með sér er verkið samið í einhvers konar indíánastíl, og var örugglega það aðgengilegasta (og jafnvel það skemmtilegasta) á tónleikunum. Með Örnu lék Geir Rafnsson á slagverk; hann er greinilega frábær slagverksleikari, en hefði mátt gera meira úr andstæöunum í „Rythm Song“ eftir Paul Smadbeck. Það er fyrir mar- imbu og er geysilega fallegt, en getur orðið leiði- gjarnt ef ekkert er að gert. Að lokum ber að nefna Sónötu ópus 42 eftir David Ellis. Það er fremur þungt og óaðgengi- legt, en var vel flutt af Þóri Jóhannssyni. Qg það á reyndar við um tónlistarflutninginn allan í heild sinni, sem sýndi það og sannaði eina ferð- ina enn að við íslendingar eigum flrnin öll af frábærum hljóðfæraleikurum. Arangursrík námstækni íslenska hug- myndasanv steypan hf. hef- ur gefið út bók- ina „Arangurs- rík námstækni sem bætir ár- angur í próf- um“ eftir Mic- héle Brown, í þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar. Bókin fjallar um þaö sem er öilum námsmönn- um sameiginlegt en það er aö ná betri árangri í náminu. Fjallað er um val á réttum námsgreinum, skipulagðar námsvenjur, eínbeitingu, hrað- lestur, glósutækni, próftækni, prófkvíða, upprifjunartækni, rit- gerðavinnu og heimildaleit, svo dæmi séu tekin. Bókin fæst í öll- um helstu bóka- og ritfangaversl- unum landsins. ANGUR LAUGARDAGUR LAUGAVEGIOG NÁGRENNI! Síðwstu daga^ utsölukvuái4. éEmuv meiH ve^ðlaekkuu. 7\)ýjai* kaws+vömi^ með 20% a j-slæ-fti j-östud. O0 lawga^d. Tískuvöruverslunin fö/' Laugavegi 46, sími 551-2244 af öllum vörum langan laugardag K27lOUin Laugavegi 49 • Sími 551 7742 „PUSH UP“ brjóstahaldarinn. Buxur í stíl. Stæröir: 34-36; A, B og C. Litir: Perluhvítt, svart, mokkabrúnt og dökkrautt. Verö kr. 1.995 settiö. Laugavegi 4, sími 551-4473 Falleg skólapeysa tryggir mjúka og hlýja skólabyrjun. Mikið úrval Útsölumarkaður á 2. hæð. O ® A % Bankastræti 10, s. 552-2201 iliaiM)© fflcraaQ aí? liJíDJfiúfijjjj m vtiJíjijj'sjJíJijjíJjiJijj 1KO/. avanri III «41 ■ ið og líttu á okkar frábæru tilboð HERMANN JOPÍSSON úrsmiður VIÐ IINGÓLFSTORG, S. 551-3014 É REYKJI i Laugavegí 87, síml 551 7345 kjara I I I . Kjaraseðillinn ■ gildir í | versluninni sem tilgreind I er hér til hliðar I I I L Gildir 2. sept. 10-40% afsíáttur ySi£i Verslunin flvtur 9. september í rúmbetra húsnæði að Laugavegl 66. Vorum að fá nýja sendingu af hinum sívinsælu Wonderbra í 8 litum og öllum stærðum. verð frá kr. 2.480. Póstsendum Fuil búð af glæsilegum undirfatnaði Egogþú Laugavegi 74 • Sími 551 2211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.