Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 16
14 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 eftir hvannarótum og kannski borðað hrossakjöt með, því hrossaganga í Herðubreiðarlindum var talin til hlunn inda áður fyi’r. Fyrir allmörgum árum síðan var kofinn endurbyggður, og þá notaðar sömu hraunhellurnar í þakið og áður. Það var Fjalla-Bensi, sem leysti það verk af hendi, en hann gisti stundum í kofanum í eftirleitarferðum. Allt er þögult. Heiðasvanirnir lieilla okkur ekki með söng sínuin þetta kvöld í Herðubreiðarlindum. Við sáum enga, utan cinn ófleygan álftarunga. Hvergi er 'unaðslegra að hverfa yfir takmörk svefns og vöku en í tjaldi inni á regin öræfum, þar sem ekkert rýfur þögnina nema lágt hvískur lindarinnar sem aldrei þverr. GÖNGUFÖR Á HERÐUBREIÐ Miðvikudagsmorgunn (10. júlí). Giaðlegar raddir sam- ferðafólksins vekja mig af værum svefni. Það er einn þessara mildu, en mátulega svölu morgna á öræfum.Prýði legt gönguveður. Þeir árrisulustu eru farnir að hita kaffi. Farangurinn er tekinn saman og tjöldin felld. Nú skulu þeir fjallsæknustu ganga á lícrðubreið, meðan bílarnir fara næsta áfangann: norður í Grafarlönd. Tvisvar verða þeir að fara yfir Lindaána á þeirri leið. Kannski reynist hún ófær og þá verðum við að fara sömu leið til baka suður fyrir Dyngjuf jöll. Liðskönnun. Tíu sveinar og fjórar meyjar vilja þreyta göngu á Herðubreið. Nestistöskur eru spenntar um mittið eða hengdar á öxlina. Kaðall er tékinn með. Klukkan 9 leggur hópurinn af stað vestur hraunhólana. Eftir klukkustundargöngu erum við komin að fjallsrót- „Brautryðjendur“ í Ódáðahrauni. (Ljósm. Þorbergur Guðlaugsson). unum. Okkur finnst Herðubi’eið ekki lengur falleg heldur brött og hrikaleg, og við finnum væntanlega þreytuverki í fótum og baki, þegar við sjáum þessar snarbröttu lausagrjótskriður og gilskorninga. Upp yfir okkur gnæfa móbergsklettarnir ókleifu og bera við himinn. Á milli þeirra verðum við að komast. Því miður höfðum við ekki aflað okkur upplýsinga um hvar gengið skyldi á Herðubreið, og átti sú slysni auðvit- að eftir að verða okkur að falli. Við lögðum því til upp- göngu þar sem við komum að fjallsrótunum. Ofan við móbergsklettana urðu skriðurnar brattari og um leið hættulegri vegna grjóthruns. Með smáhvíldum er haldið áfram, fast upp að blágrýtisklettunum, er sperra fyrir okkur „veginn“ og reynast algerlega ókleifir. Efsta spöl- inn förum við með hjálp kaðalsins. Þannig að einhver sá fóthvatasti í hópnum, klifrar með endann upp í klettana og bindur honum þar við stein. Er þangað var komið urðu flestir ásáttir með að snúa til baka niður fjallið. Hólarnir, sem áður fálu okkur sýn, voru þúfur einar héðan að sjá. Herðubreiðarlindir og Grafarlönd líktust einstökum bóndabæjum, hér inni í miðri auðninni. „STIGINN", SEM VAR OF STUTTUR! Við vorum fjögur, þrír piltar og ein stúlka, sem ákváð- um að freista uppgöngu á fjallið annarstaðar. Kaðalinn fengum við til fullra umráða. Einhvern grun höfðum við um það, að helzt væri að leita uppgöngustaðar norðar á f jallinu. Handan við næstu klettanöf var skál inn í fjallið, þakin hjarni upp að ókleif um klettaveggnum. Við gengum í sporaslóð þvert 'yfir skálina. Sá fremsti hjó spor með hælunum og studdi ann- ari hendi við hjarnið, en hélt með hinni um kaðalinn. Við hin fylgdum í slóðina. í næsta viki, handan við næstu snös, náði lijarnið alveg upp á brún. Skyldi þetta ekki ein- mitt vera staðurinn, sem við leitum að ? Við erum svo viss um þetta, að við leggjum strax af stað, skáhallt upp í vikið. Um miðbik þess er brúnin mcinleysisleg að sjá, hér að neðan, og við smá fikrum okkur upp eftir hjarninu, sem stöðugt verður brattara. Það er svipað og ganga upp handriðslausan stiga, að því viðbættu að við smíðum þrepin í hann sjálf, jafnóðum, með höndum og fótum. Að lokum eigum við ekki eftir nema á að gizka tvær mannhæðir upp á hjarnbrúnina, sem slútir dálítið fram yfir okkur. , Upp við hengjuna skagar steinn fram úr hjarninu. Tveir okkar komast upp á hann, og annar byrjar þegar að grafa með höndunum inn í hjarnið. Eina leiðin til að komast upp á brúnina, var að grafa l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.