Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 32
30 1 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 rakningasaga Axeis Péturssonar skrlfucl aí Slgursteliei Maguússyul CHafsfirili Það er þriðjudaginn 26. febrúar á því herrrans ári 1946. Axel Pétursson, sjómaður í Ólafsfirði gengur frá heimili sínu til sjávar, hrindir báti sínum á flot, f jögurra tonna opnum trillubáti og hyggst að fara til Siglufjarðar eftir 10 pokum af kolum. Og allt gengur sinn vana gang, Bát- ur Axels, nýlegur, sterkur og vel af Sveinbirni Zophanias syni gerður, heldur út Ólafsfjörðinn, þessa leið, sem hann svo oft og mörgum sinnum hefur farið áður. Nú sem oftar er Axel einn á báti sínum. Þegar út úr firðinum kemur er norðan garri, dumbungsloft og hríðar- útlit til hafsins, og dálítið undiralda. En allt gengur vel. Áfram miðar jafnt og þétt. Bjargið, Hvannadalir, Reyðar- áin, Siglunesið, allir hverfa þeir að baki, þessir gömlu kunningjar, og Siglufjörðurinn blasir við. Báturinn er bundinn við bryggju og Axel hefur hraðan á við að koma kolunum um borð. Hann stanzar örlítið hjá kunningjum sínum, drekkur*þar kaffi og heldur svo af stað aftur til Ólafsfjarðar. Hann hefur ásett sér það á leiðinni vestur að reyna að liomast frá Siglufirði kl. 5, til þess að hafa birtuna sem lengst af leiðinni, þar sem veðurútlit var tvísýnt og við öllu mátti búast á þessum tíma árs. Og það tekst. Rögnvaldur, en svo nefnist bát- ur Axels, skríður út Siglufjörðinn, fyrir nesið og á rúm- sjó út á leið til Ólafsfjarðar. Vindur er kominn norðvest- an og talsvert kul með þéttri undiröldu. Það byrjar að birta og hríðarkólgan í lofti færist nær. Axel stendur við stýrið, rólegur og ókvíðinn að vanda. Ef til vill berast hugsanir hans þá að þessum dygga kunningja, sem fleyt- ir honum svo léttilega yfir öldurnar á þessu svala djúpi, e. t. v. þykir honum vænna um hann nú, í einverunni og náttmyrkrinu en nokkru sinni fyrr, e. t. v. hefur hann aldrei fundið það eins vel og nú hve báturinn hefur stórt hlutverk að vinna að skila honum aftur að landi til konu og margra barna sem bíða heima. — Allt í einu kemur hnykkur á bátinn, hann rís upp að framan eins og honum væri rennt á sker. Um leið heyr- ir Axel brothljóð. Hann hendist úr stýrishúsinu fram í og sér þegar hvers kyns er: báturinn hefur rekizt á eitt- • hvað, sennilega tréhnyðju, og brotnað. Sjór streymir inn og pallarnir fara á flot í einu vetfangi. Vélin smáhægir á sér unz hún stöðvast. Án allra umsvifa þrífur Axel kola- pokana hvern af öðrum og fleygir þeirn fyrir borð, hleyp- ur fram í lúkar og sækir gamalt segl til að stöðva með Axel Pétursson lekann. Hann finnur fljótt að kjalsíðan er rifin frá kjöln- um á löngum kafla. Treður hann nú svo fljótt sem hann má seglinu í rifuna og tekst þannig að stöðva mesta innrennslið. Að því loknu er hann orðinn stígvélafullur og blautur allur að neðan og upp fyrir axlir að ofan. Tók hann þá til að ausa og jós með fötu allt hvað af tók, þar til svo mikið var ausið að hann gat gefið sig að því að koma upp seglum. Tókst honum það. Setti hann upp hvorttveggja, stórsegl og fokku og lét nú berast fyrir vindi og sjó, því aldrei gat hann farið að stýri vegna austurs. Tók nú að syrta í lofti og fyrr en varði var komin kafaldshríð. — Náttmyrkur færðist yfir og sá nú vart út yfir borðstokkinn. Þannig liðu klukkutímar, einn af öðrum. Vindstaðan virtist óbreytt, norð-austan, og taldi Axel víst að bátinn myndi reka inn og austur undir Gjögra og gerði sér vonir um að hann bæri allt inn undir Látur, en það er eyðiþýli, og var yzta byggð austan Eyjafjarðar. Þannig líða 9 klukkustundir, þá rofar fyrir landi. Svartir, gínandi bakk- ar með hvítri brimröst undir. En hér verður ekki snúið frá landi. Hvernig sem land- takan reynist, hvort sem hún kostar líf eða dauða verð- ur hún ekki umflúin. Og Axel hugleiðir málið, rólegur og ókvíðinn. Honum er það Ijóst að mesta hættan liggur í því að hann verði undir bátnum, sérátaklega ef honum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.