Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Blaðsíða 26
ÞJÓÐVILJINN Jólin 1946 24 yður þetta hótel og öll önnur hótel i ofanálag, ef yður langar nokkuð til að eiga þau.“ . Rithöfundurinn þakkaði, og sagði, að þetta væri höfð- inglegt boð, sem þó yrði ekki þegið. „Höfðinglegt — þetta er 'djöfullinn dúsi mig rétta orð- ið. Eg er höfðingi. Við fáum okkur einn ærlegan sjúss, og ef nokkuð er að nokkru, þá er bara að láta mig vita. Eg skal nokk dírigera heila gillinu". Rithöfundurinn afsakaði sig og vildi helzt komast á brott, en konsúllinn þreif í hann og keyrði hann niður í stólinn í horninu hjá sér. Það var pantað vín og alls kon- ar kræsingar. Konsúllinn veitti, en fór jafnframt fram á þáð, að hinn eldgáfaði og ágæti rithöfundur opn- aði augu almennings fyrir því, að Jón Jónsson væri innst inni og bak við allt — skáld. Konsúllinn fór með heil kvæði eftir sjálfan sig. Fyrst kom drápa um skáldið sem sló hörpu á háum kletti úti í reginhafi, en umhverfið var æðandi stormur og haugabrim. Þá komu ástakvæði, því konsúllinn var alltaf ástfanginn. Það voru vísur um svart- hærða stúlku og ljóshærða stúlku, augun brúnu og augun bláu. Svo kom feiknalegt kvæði um hafið — það var bæði hafið sem við siglum á og fáum þorsk úr og margt annað gott, en þetta var þó engu síður sálarhaf konsúlsins, sem svall ógnþrungið og ægilegt eða það var himinblítt með gullnum geislum. Svo vitnaði Jón Jónsson í Egil Skalla- grímsson og Gretti Ásmundsson. Þeir voru honum and- lega skyldir jafnt og Napóleon og Cæsar, sem báðir höfðu kunnað að meta kvenlega fegurð og yndisþokka. Rithöf- undúrinn borðaði og drakk og sagði já og nei eftir því sem við átti. Síðan þakkaði hann fyrir sig og ætlaði að kveðja, en konsúllinn var orðinn klökkur og sagði að þeir tveir væru vinir alla ævi og ekkert skyldi aðskilja þá. Hann vildi aðeins umgangast göfuga menn og mikla menn. Síðan tók hann svo fast í hönd rithöfundarins, að það ætl- aði að líða yfir hann. Kveðjan endaði m"ð svardögum um óslítandi vináttu og tryggð. VL Rithöfundurinn gekk heim og hugsaði málið. Síðan skrifaði hann nýjan ritdóm um kvæði Jóns Jónssonar. Og daginn eftir kom konsúllinn svífandi inn til vinar síns og heimtaði að hann — konsúll og dirigent tilverunnar í Þorskavík — fengi að „vera vert“ eins og hann kallaði það. Boðið var afþakkað. Rithöfundurinn gat ekki verið þekktur fyrir að taka á móti slíkum höfðingsskap. Jón Jónsson ætlaði alveg að tryllast. Hann tók fimm hundruð krónur upp úr veskinu sínu og gaf rithöfundinum það sem riokkurskonar premíu fyrir að vera til. Þeir tveir voru — þegar allt kom til alls — eitt — báðir skyldir Agli Skalla- grímssyni og Skáld-Rósu. Rithöfundurinn lét að síðustu til leiðast, og það var farið á knæpu. Eftir fyrstu staupin spurði hann með sinni venjulegu hæversku, hvort konsúllinn hefði nokkuð á móti að lesinn væri ritdómur um kvæði Jóns Jónsson- ar. Það var auðsótt. Þetta var fyrirtaks ritdómur, því þarna var konsúlnum sýnt fram á, að hann, Jón Jónsson, væri alveg príma skáld. Það var minnzt á Egil Skalla- grímsson, Hallgrím Pétursson, Grím Thomsen og fleiri góða menn, en síðast í lestinni kom Jón Jónsson. Hann var arftaki hins rammíslenzka og stórfellda stíls. Og það var sannarlega þörf á slíkum manni, þegar allt landið var að fyllast af leirskáldum, andlegum aukvisum og málskemmdarmönnum. Það var enginn vafi á því, að þetta mikla skáld sem var hvorttveggja í senn, hádrama- tiskur og fínlyriskur, mundi syngja sig inn í hjarta hvers manns að síðustu. Kvæði hans mundu standa sem minnis- varði þess manns, er hæst hefði haldið merki hins stór- fellda og kraftmikla á þessum síðustu tímum smekk- leysis og úrkynjunar á hinum andlegu svioum. Konsúllinn stóð upp og ætlaði að halda nokkurs konar þakkarræðu. Aldrei hafði hann upplifað neitt sem var jafn göfugt og hátíðlegt. Hann drakk minni hinna fornu grísku guða og sagði, að nú yrði eitthvað að ske. Hann pantaði koníak og kampavín, púns og púrtvín, og að síð- ustu „heila lagerinn“ eins og hann lcallaði það. Síðan bauð hann öllum gestdnum, sem þarna voru, upp á hress- ingu og hélt þrumandi ræðu um gildi íslenzkrar menn- ingar. Þetta var feikna gildi og nóg af öllu, eklti sízt af vissri tegund kvenþjóðarinnar og konsúllinn elskaði þær allar rúbb og stúbb. Hann orti kvæði um stúlkurnar, hann söng og sagði brandara. Svo var hann allt í einu orðinn svartsýnn heimsspekingur, eitthvað í ætt við Nietzsche. En svo kom ein stúlkan í gljáandi silki og með stóran barm og kitlaði hann aftan á hálsinn, en konsúllinn varð aftur hinn sami og áður, og mikið meir en það, nú sagðist hann vera foli norðan úr Skagafirði, hann skyldi djöful-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.