Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Suoaadagnr- .20.. aóv. 1949 Strætisvagninn, jeppinn Fyrir kosningar var Thn- inn mjög berorður Um AI- þýðuflokkinn og forystu- menn hans og felldi um þá óvægilega dóma. Hann lýsti því hvernig ráðamenn flokks ins hefðu í einu og öllu venð erindrekar og handbendí íhaldsins, hvernig Ásgeir Ás- geirsson væri einn af þrem- ur fremstu forustumönnum auðstéttarinnar í Reykjavík, hvernig þeir Emil og Finnur Jónssynir, að ógleymdura amtmanninum Stefáni Jó- hanni, væru aðeins vikapilt- ar kaupmangara og fjár- plógsmanna. Hann tók sam- an í einni setningu vinnu- brögð þessara manna á þá leið að forustulið Alþýðu- flokksins væri eins og lítil jeppakerra aftan í strætis- vagni íhaldsins, og taldi það meginverkefni kosninganna að brjóta á bak aftur hinn sameiginlega meirihluta íhaldanna beggja á Alþingi og í öllum þeim nefndum og ráðum sem stjórna þessu landi. Sjálfum sér lýsti Fram sóknarflokkurinn hins vegar sem hinni algeru andstæðu Alþýðufiokksins, sem ótrauð um baráttufiokki og lagði fast að kjósendum að veita sér forustuhlutverk í þjóð- málunum; þá myndi vel farn ast. * Framsóknarflokknum varð að ósk sinni, hann vann á í kosningunum einn flokka. Að visu var aukningin ekki stór vægileg, flokkurinn vann að- eins hluta af tapi sínu 1946, en þingmannaaukning in varð veruleg vegna kjör- dæmaskipunarinnar, flokks- þingmönnum fjölgaði raun- verulega úr 12 í 17 miðað við kosningarnar 1946. Jeppa kerra Alþýðuflokksins lenti hins vegar í einu slysinu enn, og hinn sameiginlegi meiri- hluti íhaldanna á þingi fór veg allrar veraldar. Það átti að vísu að heita að þau hefðu réttan helming þing- manna, én þó virtist sá helra ingur næsta brothættur. Framsóknarflokkurinn fékk þannig það forustuhlutverk sem hann hafi falazt eftir, og í samræmi við það flutú formaður flokksins boðskap sinn á sigurhátíð Framsókn- armanna á Hótel Borg að afstöðnum kosningum: flokk ur bændanna hafði ákveðið að „bjóða verkalýðnum sam- starf.“ * Allt til þessa er þróunin rökrétt, atburðirnir eru í samhengi. En svo fara undr- in að gerast, torráðin undur þeim sem trúðu á boðskap Tímans fyrir kosningar. Nokkrum dögum eftir boð- skap Hermanns Jónassonar lcom þing saman og nú skyldi reyna á forustuhlutverk Framsóknarflokksins. Sú reynsla er nú á allra vitorði Mennirnir sem töldu hinn sameiginlega meirihluta íhaldanna beggja á Alþingi, kerran í nefndum og ráðum mesta böl íslenzkra stjórnmála hafa nú lagt sig alla fram til að tryggja þennan meiri- hluta áfram í öllum þeim nefndum sem enn hafa verið kosnar! Aðeins á einu sviði mistókst þetta; „án óska og vitundar Framsóknarmanna" voru tveir af forustumönn- um flokksins kosnir forsetar Alþingis, og aldrei hefur nokkur flokkur beðið jafn innilega fyrirgefningar á nokkrum hlut og Framsókn- arflokkurinn á þeim mistök um. Það kom þannig ekki að sök þó jeppakerrunni hlekktist á, Framsóknar- jeppirin var þegar reiðubúinn til aðstoðar. En hvað þá með verka- lýðinn, hefur hann gle.ymzt í þessu kerrustússi? Síður en svo, Tíminn hefur daglega helgað honum mikið rúin. Svo sem til að undirstrika boðskap Hermanns Jónas- sonar hefur ekki linnt botn- lausum svívirðingum í blaði hans um meirihluta íslenzks verkalýðs og flokk hans, Sósíalistaflokkinn. Hvað sem öllum óskadraumum líður er það staðreynd, sem ekki tjóir að mótmæla, að meirihluti þeirrar stéttir, sem Hermann Jónasson kvaðst vilja hefja samstarf við, forustulið þeirrar stéttar, fimmtungur þjóðarinnar, skipar sér af ai- hug um Sósialistaflokkina og stefnu hans. Mönnum kann að líka þetta betur eða verr, en hver raunsær stjórnmálamaður horfist í augu við þennan veruleika. Þess vegna er það þvætting- ur og fíflska að tala í öðru orðinu um samstarf við verkalýðinn en telja í hinu orðinu meirihluta hans óal- andi og óferjandi. * ^® v«»i e< *(«• ?! *? tr n» % y % * y » Það er athyglisverð stað- reynd að i níðskrifum Tím- ans um íslenzkan verkalýð er ekkert talað um innanlands mál, þau mál sem þó hljóta að verða hin alvarlegu verk efni næstu stjómar. Tilefni niðskrifanna er sótt út fyr- ir landssteinanna. Afbrot verkalýðsins er það að hann neitar að taka þátt í því að svívirða þjóðir þær sem eru að koma á hjá sér samvirk um þjóðfélagsháttum, neitar að trúa því að tveir fimmtu hlutar mannkynsins séu villimenn undir stjórn glæpahvskis. Þessi viðhorf til alþjóðamála gera verka- lýðinn óhæfan til samvinnu að sögn Tímans, skoðanir á fjarlægum atburðum yfir- gnæfa þannig hina eðlilegu og sjálfsögðu samstöðu vinnandi fólks til sjávar og sveita á íslandi og þær geig vænlegu hættur sem vofa yfir alþýðu manna. Sé þetta af heilindum mælt hjá Tím- og jeppa anum verður því aðeins líkt við geðbilun eða blint trúar ofstæki. Engum sósíalista myndi til hugar koma að telja hinar fávísu, skamm- sýnu og glámskyggnu skoð anir Tímamanna á alþjóða- málum nokkurn hættulegan þröskuld í vegi hugsanlegs samstarfs um brýnustu vandamál alls almennings. ~k Það er um það talað þessa dagana í Alþýðublaðinu, Morgunblaðinu og Tímanum að sósíalistar séu á biðils- buxum, þeir vilji ólmir taka þátt í því að mynda stjóm, og ritsnillingar þessara blaða telja þetta mikið skopefni. Það er rétt, sósíalistar eru á ■ biðilsbuxunum, þeir telja | að nú sé eitt öðru nauðsyn | legra: samfylking alls vinn- andi fólks til verndar hags munum sínum. Sósíalistar gera sér fyllilega Ijósar þær hörmulegu hættur sem framundan eru, þeir hafa varað við þeim að heita má daglega undan farin þrjú ár; og það er blindur maður sem ekki sér nú að þessar aðvaranir voru allt of sannar. Ef ekki tekst að koma á samvinnu verka- ! lýðs, launamanna og bænda mun dynja á þjóðinni fyrr en varir kreppa og atvinnu- leýsi ásamt harðvítugri stéttabaráttu og kúgunarað gerðum auðmannastéttarinn- ar í skjóli sívaxandi banda- rískrar ágengni. Sá sósía!- isti er ekki til sem ekki vill snúast gegn þessum hættum með raunhæfum og ábyrgum aðgerðum. ..'.„wr -"»99SS»SSm ★ Sú er einnig afstaða flestra óbreyttra kjósenda Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins. En meðal liðs oddanna eru annarleg áhrif að verki. Fyrir kosningarna^* var nefnilega ekki aðeins jeppakerra Alþýðuflokksins bundin strætisvagni íhalds- ins, heldur skottaðist einnig jeppi Framsóknar aftan í, rammlega festur. Og nú er á ný verið að treysta þann hnút sem raknaði í sjálfri kosningabaráttunni. Fyrir kosningarnar sagði kunningi minn, mikill og ötull Fram- sóknarmaður, að nú hefðu vinstri nienn flokks- ins tekið vöídin og myndu ekki sleppa þeim aftur; fyrr skyldi flokkurinn klofinn. Nú reynir á stóru orðinn. Nú reynir á það hvort al- þýða Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hefur þrek til þess að rísa gegn ódyggum forustumönnum, knýja þá til hlýðni eða yfir gefa þá, og mynda bandalag vinnandi fólks, reist á sam- eiginlegum hagsmunum og lífsviðhorfum,. óháð trúarof stæki og geðbilun. Málverkasýning Gunnars Gunnarssonar í Listamannaskálanum er opin daglega frá kl. 11—11. Árnesingafélagið heldur '■ DANSSKEMMTUN í Tjamarcafé (niðri) í kvöld kl. 9. Hljómsveit hússins leikur. Aðgöngumiðar seldir við innganginn frá kl. 8. Skemmtinefndin. AÐALFUNDUR AfgreiðsIumannadeiM. deildarinnar verður haldinn n.k. miðvikudagskvöld kl. 8,30. í Baðstofu iðnaðarmanna. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÖKNIN. f-------------- TILKYNHING um greiðslur ellilífeyris til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi. á Hinn 1. desember n.k. kemur til framkvæmda milliríkjasamningur milli íslands, Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæmar greiðslur ellilífeyris. Sainkvæmt samningi þessum, eiga danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar, sem dvalist hafa samfleytt að minsta kosti 5 síðustu ár á íslandi og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til elli- lífeyris á sama hátt og íslenzkir ríkisborgarar. Enn- fremur eiga þeir rétt á lífeyri með börnum sínum yngri en 16 ára, sem hjá þeim dvelja og eru á þeirra framfæri, og koma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur til jafns við íslenzka ríkisborgara. Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningur þessi tekur til og vilja njóta þessara í’éttinda, eru hérmeð áminntir um að snúa sér til umboðsmanna Ti’ygg- ingastofnunarinnar, hver í sínu umdæmi, með um- sóknir sínar, fyrir 1. desember n. k. og leggja fram sönnunargögn fyrir því, að þeir hafi dvalið hér á landi samfleytt 5 síðustu ár. Islendingar, sem dvelja og dvalizt lxafa í ein- hverju hinna Norðurlandanna samfleytt síðustu 5 ár og náð hafa lífeyrisaldri, eiga rétt til ellilífeyris í dvalai'landi sínu eftir sömu í'eglum og ríkisborg- arar hlutaðeigandi lands. Reykjavík, 11. nóvember 1949. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.