Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 6
« ÞJÓÐVILJINN Sunaudagur.. 20. aóv. 1949 VerkalýSseining gegn lifskjaraskerSingu ALLT bendir til, að frönsku verkalýðssamböndin þrjú með um fimm milljónir með- lima muni í sameiningu heyja sólarhrings allsherjarverkfall um allt Frakkland á föstudag- inn. Almenna sambandið CGT og dvergsambandið Force Ouvriére, sem hægrikratar klufu útúr CGT fyrir tveim ár- um hafa þegar boðað verkfall og stjórn kaþólska verkalýðs- sambandsins tekur afstöðu í dag. Hægrikrötunum, sem stjórna Force Ouvriére og flokksbræðrum Bidault forsæt- isráðherra í stjórn kaþólska sambandsins er allt annað en ljúft að taka höndum saman við CGT, sem þeir hafa for- dæmt í ræðu og riti, vregna þess að kommúnistar eru meðal stjórnenda þess. En þeim er nauðugur einn kostur, óbreytt- | ir verkamenn í Frakklandi sætta sig eklci lengur við fögur loforð kaþólskra og sósíal- demókratískra marshallpóli- tíkusa, þeir krefjast aðgerða til að fá sultarkjör sín bætt. For- ystumenn Force Ouvriére hafa orðið og forystumenn kaþólskra munu að öllum lík- indum verða að láta undan þeim kröfum, annars stæðu þeir von bráðar uppi herforingj ar án hers, verkamennirnir \ myndu segja skilið við þá og ganga í CGT. Samstjórn borg- araflokkanna og sósíaldemó- krata í Frakklandi hafa hvar eftir aðra lofað, að bæta kjör verkamanna með því að lækka vöruverðið, en öll hafa þau lof- orð verið svikin. Stjórn Queuille, sem sat að völdum í ár, gaf slík loforð er hún hljóp af stokkunum. Efndirnar urðu þær, að framfærslukostnaður hækkaði um 18% á stjórnar- tíma hennar en kauphækkanir voru bannaðar með lögum. Jj^RÖFUR verkamanna um bætt kjör urðu loks stjórn Queuille að fótakefli og Moch og Mayer gáfust upp við að mynda nýja stjórn áður eti Bidault tókst það. Hann tók að erfðum frá fyrirrennara sin um almenna óánægju verka- manna, sem nú er að brjótast út í allsherjarverkfalli, sem ev gert til að árétta kröfuna um kauphækkun þegar i stað UX handa lægst launuðu flokkum verkafólks og til að mótmæla drættinum, sem orðið hefur á að stjórnin framkvæmi loforð sitt um afnám bannsins við frjálsum samningum verka- manna og atvinnurekenda. En fleiri hættur steðja að sam- steypustjórn Bidaults en óánægja verkamanna. Tveir að- al stuðningsflokkar stjórnarinn- ar, sósíaldemókratar og rót- tækir, eru á báðum áttum, hvort þeir eigi að halda áfram stjórnarsamstarfi við kaþólska, flokk forsætisráðherrans, eða fara úr stjórninni. Á flokks- þingi róttækra sem stendur yfir þessa dagana, krefst hægri armur flokksins, að ráðherrar hans fari úr stjórninni, ef ekki sé framkvæmd stefna hans um afnám opinbers eftirlits með atvinnulífinu. Aukaþing sósíal- demókrata kemur saman í des- ember og þá mun liópur þing- manna flokksins undir forystu Depreux og Boutbien krefjast þess, að hann fari í stjórnar- j andstöðu til að reyna að vinna upp fyrir næstu kosningar eitt- hvað af því óhemju fylgistapi, sem hann lrefur orðið fyrir vegna undirlægjuháttarins við borgaraflokkana í hverri sam- steypustjórninni eftir aðra. FRAMH ALDSSAG A: BROBARHRINGURINN EFTIK Miynon G. Eherhart ii i !■ 26. DAGUR, Georges Bidault forsætisráðherra Frakklands ** ÓTTÆIKIR telja sig myndu bæta aðstöðu sina við kosningar, og væri því ósárt um, að þing væri rofið fyrir 1951, þegar núverandi kjörtíma bili lýkur. En áður en nýjar kosningar fara fram vilja rót- tækir, sósíaldemókratar og gaullistar láta breyta kosninga- lögunum, afnema hlutfallskosn- ingar og taka upp einmennings kjördæmi. Aðaltilgangurinn með þessari kröfu er að fyrir- byggja að kommúnistar, stærsti flokkur Frakklands, fái þá þingmannatölu, sem honum ber miðað við fylgi hans með þjóð- inni. En svo vill til, að krafan um b'reytiögu á kosningalög- unum er ’enn ágreiningsefni meðal stjórnarflokkanna, því að kaþóskir myndu tapa á af- námi hlútfállskosninga og eru því andvígir endurskoðun kosn ingalaganna. Kommúnistar og kaþólskir hafa til samans lirein an meirihluta á franska þing- inu, svo að gegn atkvæðum þeirra beggja er ekki hægt að koma fram neinni kosninga lagabreytingu. TK'INS og allt er í pottinn bú- ið er ckki að furða, að fréttaritari brezka blaðsins „Times" í París hefur komizt að þeirri niðurstöðu að „sam- steypustjórnin er vafasamt fyr irtæki, sem búast má við að mjög reyni á bráðlega". Óviss- an og umhleypingarnir í stjórn málum Frakklands, hin sífelldu stjórnarskipti, þótt sömu flokk- ar séu alltaf við völd, stafar af því, að allar stjórnir í Frakk- landi í hálft þriðja ár hafa átt það sammerkt, að þær hafa reynt að stjórna gegn franska verkalýðnum og flokki hans I<ommúnista.flokki Frakklands. Frá því sósíaldemókratinn Framhald á 7. síðu. lögreglan né Stuart. Það var Turo Radoczi. IBrúna hárið á honum stóð út í allar .áttir. Skæru bláu augun voru í uppnámi; hann kvaðst hafa iverið sendur eftir lækninum til líkskoðunar. ! Hann flýtti sér að símanum; rödd hans berg- Imálaði um allt húsið. Það var auðséð að hann jhafði gripið það sem hendi var næst af fötum; inniskó, lina sportskyrtu, sem var opin í háls- málið og löfin flöksuðust utan á buxunum. „Líkskoðunarmaðurinn er Larnoreaux læknir“. jsagði hann, „læknir fjölskyldunnar. Já halló. jLamoreaux læknir, þetta er Turo Radoczi. Vilj- ið þér koma strax yfir til Belle Fleur? Nei, nei, það er ekki Eric — honum líður vel. Það er Yarrow dómari. Nei. Hann er dauður. Hann jhefur verið myrtur“. ; Róní heyrði hvernig læknirinn spurði og hróp- aði. Turo lagði frá sér símtólið. „Iívar er Cat- ,herine?“ „Eg veit það ekki. Hún er farin.“ Hann skimaði í kringum sig í stofunni. „Hvar skyldi hún geyma áfengið. Mér veitti ekki af strammara. Yður væri ekki vanþörf á einum heldur, eftir útlitinu að dæma. Þeir segja að þér hafið komið að honum. Var það virkilega?“ Hann þagnaði við það, að fótatak heyrðist frammi. Stuart var að korna; í fylgd með honum var lögregluþjónn í bláum einkennisbúningi með leiftrandi sylgju á beltinu; ennfremur var með honum lágvaxinn maður, dökkur yfirlitum. Stuart leit rannsakandi á Róní, Turo og stofuna. „Eg hringdi til Lamoraux læknis“, sagði Turo, „hann kemur rétt strax“. „Eru þér frú Chatonier?“ spurði dökkleiti maðurinn og sneri að Róní. Hún kinnkaði kolli. Stuart greip fram í og sagði: Lögreglan þarf að að spyrja þig nokkurra spuminga. Þetta er Moreaux foringi og þetta er Picot foringi frá leynilögreglunni". Lögregluforinginn, hár og þrekinn, í blárri skyrtu og bláum buxum, með hendina á skamm- byssuslíðrinu við beltið, gekk hratt yfir her- bergið að sveifluhurðinni. „ Er nokkur hér?“ spurði hann. Róní hristi höfuðið. „Það er bezt að ganga úr skugga um það“, mælti hann og hvarf. En Turo varð kyrr, forvitnin skein út úr bláu aug- unum. Picot, leynilögreglumaður, stuttur og dig- ur, kringluieitur með dökkbrún augu, sagði: „Sáuð þér Lewis Sedley um borð í skútunni?“ Um borð í skútunni. Róní sagði með hægð: „Nei, ég sá engan nema -— nema dauða mann- inn“. „Þangað til ég kom“, sagði Stuart, „og svo Scott, eins og við höfum sagt yður“. Þau heyrðu hratt og fast fótatak lögreglu- þjónsins uppi. Picot leit tómlátlega á Stuart. „Eg hélt að frú Sedley væri hér“. ’„Já, hún var hérna". Stuart leit til Róní, og hún sagði: „Iiún sagðist ætla upp á loft að klæða sig. Eg varð þess ekki vör, að hún færi, en ég held að hún sé ekki í húsinu“. Lögregluþjónninn kom niður stigann; hún heyrði hann fara inn í eldhúsið. Turo sperrti eyrun eins og kálfur og hlustaði. Svo opnaðist sveifluhurðin og lögregluþjónninn kom inn. „Enginn", sagði hann. Picot leit á Róní. „Nefndi frú Sedley ekkert hvert hún væri að fara?“ „Nei. Eg vissi ekki að hún væri farin fyrr en mér fannst svo undarlega hljótt í húsinu". „Hún hefur farið til þess að hjálpa Sedley að komast undan“, sagði Moreaux. „Það ér bezt að ég láti gefa henni gætur. Hafi henni tekizt að ná í bíl —“ „Já, það er bezt“.‘ Picot starði dökkbrúnum augun á Róní. „Eg ætla að verða kyrr og taka skýrslu af frú Chatonier. Fáið þér yður sæti, frú. Hérna“. Hann ýtti til hennar stól. Hátterni hans var kurteislegt og hálfsmeðjulegt í senn. Augun voru deyfðarleg. Moreaux dró fram skammbyssu sína, athug- aði hana eins og hann væri að fullvissa sig um að hún væri hlaðin. „Við náum þeim áreiðanlega ef þau reyna að komast eftir þjóðveginum", sagði hann um leið og hann fór, og skildi dyrnar eftir opnar. Hurðin skall aftur á hæla honuni. Picot sneri sér að Turo. „Hafði frú Sedley bíl?“ „Nei, hún á engan bíl. Hún hefur fengið litla bílinn hjá Eric, þegar hún hefur þurft á bíl að halda“. „Einmitt það“, sagði Picot, „viljið þér fara og gá að, hvort litli bíllinn eðanokkur af Chatoniers bílunum hefur verið tekinn ?“ „Ha“. Turo hrökk við, drap > tittlinga þegar hann mætti dreymandi augnaráði Picots. „Já, ég skal gera það“, sagði hann og fór. Það var ljóst, að honum var þvert um geð að þurfa að fara; inniskórnir drógust eftir gólfiau. Picot sneri sér að Róní. „Jæja þá, frú Chatenier, við hvað eruð þér hræddar?“ Það varð einkennileg þögn. Stuart vildi gjarna koma henni til hjálpar, eða vara hana við. Hugskeytin lágu í loftinu. En hann vissi ekki, að Lewis Sedley hafði verið inni. Hún varð að segja þeim frá því. Nú var einmitt rétti tíminn til þess. Hiklaust. Strax. Hún gerði það. „Lewis Sedley var hérna“, sagði hún. „Hér!“ Stuart flýtti sér til hennar. „Sedley hér“, hrópaði Picot. „Hvenær? Hvað gerði hann? Hvert fór hann? Bíðið við, hvar er síminn. jú, þarna“. Hann skálmaði þvert yfir stofuna, lík- astur stórum gúmmíbolta og þreif símann. „Eg þarf að fá samband við Chatoniers-hús- ið. Fljótt". Hann leit til hennar. „Hvert fór BAVÍ fc0V~

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.