Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 5
Suaaadagur 20. aav. —iié ií-;i 1949 ; ÞJOÐVILJINN • .- • —<.----------------------.. ■ - Gunnar Bensdiktsson: Um dagina og veginn. Bókaútgáfa PáJma H. Jónssonar, Ákúreyri 1949. Útvarpið er stundum gott. Þó er Gunnar ‘Ben'ediktsson rithöfundur að jafnaði betri. Sönnunin er þessi: Þegar Gunn ar talaði hér á árunum um daginn og veginn var gott að vera hlustandi — betra en í fiesta aðra tíöiá. Þegar hann nú hefur safnáð brotum úr þessum erindum saman 5 bók, þá hefur orðið úr því lítil- fjörleg bók. Ég flýti mér að koma í vag fyrir hugsanlegan misskiln ing: bókin er ekki vond. Ef höfundaxnafn liennar væri, segjum, Sigurður Bjarnason eða V. S. V. þá væri þetta rneira að segja góð bók. En úr því höfundurinn er nú einu sinni þessi þá stendur bók hans honum mjög að baki. Hér er auðvitað margt um prýðilegar og drengilegar at- huga. Hjá því gat aldrei farið. En þegar maður verður samt fyrir vonbrigðum með verkið þá er strax ljóst mál hvert orsakarinnar ber að leita, hvar hana er að finna. Þettá eru brot úr erindum um daginn og veginn. Yfirleitt, og hjá flest- um, eru það leiðinlegustu er- indi útvarpsins, þótt Gunnari tækist oftast að blása lífi í sín erindi. En þegar þaU koma saman í bók dyljast eðlisgallar þeirra síður. Þessi liður út- varp-dagskrárinnar er sem sé fyrst og fremst vettvangur þeirra sem geta talað enda- laust — án þess að segja neitt. Þar má aldrei taka afstöðu til neins máls, málefnið er heitur grautur, fyrirlesarinn er kötturinn sem fer í kringum hann, því stærri liringi því á- kjósanlegra er erindið. Eins og aðrir varð Gunnar Benedikts- son að haldá sér innan þeirra takmarká sem „hlutleysis“-af- staða Rikisútvarpsins setti hon um. Og er maður þá kominn á nýjan leik til upphafsins': þessi' höfundur hefur aldrei verið „hlutlaus". rabbari, og maður vill ekki að hann gerist- það. Hann er nú hættur að tala í útvarpið. Við-skulum- því bara vera róleg —.á meða-a v.ið j bíðum .eftir bákmenataíegura og „pólitískum . veður£réttum“ frá honum.. rJakob Jónssoa: í kirkju og Jitan. Iðunnarútgáfan. Reykjavík Í949. Bók séra Jakobs,. með.hinu klaufalega nafai f kirkju og utan, er skipt í þrjá kafla. Fyrst eru sér greinar um ís- lenzk skáld, vestan hafs og austan, síðan eru gréinar og ræður um ýmis mál, að lokum nokkrar prédikánir. í heild ber þessi ‘bók vitai greindum marrni og gegnum, lausum við allt djúpsæi, sæmilega sneyddum öllum sannfæringarhita. Þá ber hún einnig með sér að einstakir hlutar hennar eru mikið flýtis- verk, samdir á hlaupum, og það vottar varla nokkursstaðar fyrir listrænum stíl eða skarp- lega sögðum setningum. Hug- myndirnar koma í belg og biðu, þræðir efnisins' eru sjaldan dregnir saman, niðurstaðan því oft og einatt óljós, tilgangur ræðnanna sýnist iðuglega sá einn að fylla út í tímann. Jakob Jónsson getur talað um skáld án þes3 að vera upp- fullur klerklegrar mæðrar, án þess að vera með sífelldan guð á vörunum — og það er gott. Annars held ég að ekki sé mjög mikið á þeim greinum að græða. Og það er bezt að segja það eins og ' er að ég| hafði mest gaman af þeirri grein bókarinnar sem. höfundur leggur minnst í frá sjálfum sér: Þegar Nýja Island varð sjálfstætt ríki. Auður og ör- birgð í írlenzkri prédikun síð- ustu hundrað árin er presti merkilegt viðfangsefni. En þessi ari grein séra Jakobs er alltof þröngur stakkur skorinn. Hann hefði þurft að leitá víðar til fanga 'til þess hún héfði nógu almennt gildi. En það var guð sem ég ætlaði að drepa á. Það er undarlegt hve auðvelt er að skjóta sér bak við hann þegar maður vill vera óskýr og segja sem ailra minnst. Lítum t. d. á ræðuna Með lýð- ræði — móti hersetu. Þar talar höfundur um það að hin ís lenzka kirkja muni „heils hug- ar boða landslýðnum þá kenn- ingu, að frelsi í hugson og frelsi til að láta í ljós skoðan- ir- sínar og játa trú sína sé grundvallað á guðíbarnarétti mannsins.“ Mér er spurn: Hver er meiningin? Hvað er guðs- barnaréttur? Það er óútskýrt mál. Síðar í ræðunni er prestur in'n kominn undir áhrif klerk- legrar óskhyggju. 'Við eigum að forðast „íilskú, hatur og hefndarhug", „reyna .... að nálgast hver annan sem bræð- ur“. Látum nú þetta þýðingar- litla hjal vera. En það er pylsu endi — og þar er rúsína: „Vér verðum að treys'ta því, að sá guð, sem gaf oss þetta land, svipti oss því ekki, nema af því, að það sé sjálfu guðsrík- inu í hag, að vér hættum að vera til sem þjóð“ (leturbr. mín). Það var þá kannski eftir allt saman ekki. annað en þjón- ustusemi við hag guðsríkis sem knúði íhaldsflokkana þrjá til að samþykkja aðild íslands að Atlanzhafsbandalaginu — röskum tveimur mánuðum eftir að séra Jakob flutti prédikun sína. A. m. k. uppfyllti sú sam- þykkt það skilyrði að stefna tilveru þjóðarinnar í beinan voða. Slgurbjörn Einarsson: Draumar landsins. Útg. Þórhallur Bjarnason Reykjavík 1949. Ræður og ritgerðir þessarar Vinur minn Karl Isfeld hef- ur nýlega boðað blaðamenn ^á sinn fund og lagt fyrir þá nokkurskonar fimm ára áætlun viðvíkjandi væntanlegri þýð-r ingu sinni á finnska þjóðkvæða bálkinum Kalevala. Eftir því, sem frá var skýrt, verður þetta mikla fyrirtæki kostað af ís- lenzka ríkinu, auk nokkurrar meðgjafar frá Finnum sjálfum. Það upplýstist einnig, að um- rædd þýðing verður gerð undir handleiðslu og eftirsjá að minnsta kosti tveggja útlendra prófessora og þýðandinn sjálf- ur skal „sitja jöfnum höndum“ í Reykjavík, Helsingfors og Uppsölum, meðan á verkinu stendur. Þá var og frá því sagt, að Karl hafi nú þegar dvalið í Finnlandi um sjö vikna skeið til skrafs og ráðagerða, eins og það heitir. Þetta eru gleðileg tíðindi. Ég hef árum saman haft miklar mætur á Kalevala, þótt ég vissi raunar lengi vel ekki tii fullnustu hvað um var að ræða. Ég var nefnilega um skeið leýnilega trúlofaður finnskri smámey, sem hét Hillan Van- hatalup og í einfeldni minni hélt ég að Kalevala væri amma hennar. Stúlkan sveik mig að vísu í tryggðum. eins og oft vill verða, en mér hefur alltaf síðan verið einkennilega hlýtt til þeirrar fjölskyldu. Jæja, nú hefur þessi gamla kona, sem ég hugði vera, farið hamförum heldur en ekki betur og er nú orðin að frægum bókmenntum, goðasagnakvæðum og hetjuljóð um, og vill láta þýða sig á bókar eru prentaðar í réttri tímaröð í bókinni, sú elzta er fyrst, sú yngsta síðust. Það er áreiðanlega skynsamlega gert, auðveldar lésandanum áð rekja sig eftir þróunarferli höfundar. Eitt vekur sérstaka athvgli mína í þessu sarjibandi. Ég var hér áðan að hnýta í annan prest fyrir óíjóct taí um á- þreifanlega hluti. 1 fyrri hluta bókar sinnar liggúr séra Sigur- birni guð mjög á vörum. Eftir að ræða hans, á bls. 98, snýst að alvarlegustu málum okkar. hinum bandarísku utanríkismál um Islendinga, sneyðist mjög um guð í máli hans. Líklega hefur hann gengið því dýpraj inn í hjartað. En hvað sem; því liður virðist það 'ek-ki' hvarfla að séra Sigurbirni aöj afnám Llendinga af jörðinnij gæti verið í þágu einhvers ó- blutbundins og óþekkts guðs-i ríkis, enda hefði afturhaldið og auðvaldið í landinu ekki óttazt ræðu hans svo mjög sem það gerði ef hún hefði verið stíluð: á þann mátann. Svo lítið sem! ég skil í mörgum hlutum í fyrri þáttum bókarinnar, svo and- stætt sem mér er margt í rökfærsln þeirra, jafn vel skil ég seinni ræðurnar að flestu, jafnhrifinn er ég af þeim í heild, þótt ekki myndi ég undirskrifa þær án fyrirvara. Og þannig hefur það sjálfsagt ekki verið íslenzku, hvað sem það kostar. Hvaða læti ebu þettal Aannars hefur líka gengið mik- ið á í Finnlandi út af þessum kvæðum. Rússar vildu fyrir hvern mun komast yfir þau, þóttust hafa ort þau - sjálfir, og þurfa nauðsynlega að. brúka þau á móti Bandarikjamönnum, þegar þar að kæmi. En Finnar, sem eru gáfaða3ta smáþjóð í heimi, skutu þeim ref fyrir ' rass og komu kvæðunum und- an á siðustu stundu. Þessvegna eru þau hingað lcomin, og er þetta liklega í fyrsta skipti, sem rússneska ofbeldið verður öðrum til blessunar. Það er og skemmtileg til- viljun að Karl Isfeld skyidi veljast til þessa virðulega en erfiða starfs. Hann er einn áf okkar slyngnustu mönnum, mikið skáld og frægur þýðandi, eins og allir vita. Hann hefur sennilega íslenzkað fleiri neðan málssögur en nokkur annar núlifandi maður, auk þess hef- ur hann talað í útvarp og orð- ið aðnjótandi margskonar sóma, sem vonlegt er. Og þegar ég nú þakka hon- um af heilum huga fyrir þetta tilvonandi meistaraverk, vil ég nota tækifærið til þess að mót- mæla eindregið og opinberlega þeirri kennisetningu gömlu mannanna, að andleg þrekvinki séu ævinlega unnin í kyrrþey, án skrums og skjalls — þótt ég af sérstökum ástæðum geti ekki rökstutt það nánar. / ' I Guðs friði. Steinn Steinarr. annað en réttur skilningur á viðhorfi áheyrenda hans flestra sem olli þessum aðskilnaði fastrar jarðar og fljótandi himins í ræðum hans. En sá skýrleikur sem við þetta vinnst má öllum vera fagnaðarefni — heiðingjum ekki síður en öðr- um. Nóg um það. ÞaC er auðveit að vinna sið- ferðilegan sigur á auðvaldinu íslenzka og leigumönnum þess. Séra Sigurbjörn vann einn slíkan persónulegan sigur á því í vetur: Hann galt mál- flutning afturhaldsins aldrei í sömu mynt, enda mundi það á fárrp heiðarlegra manna færi. Að nokkurr lej'ti er þetta styrk ur rreCum hans. Fyrir kurteisi mjilflutnings hans verður hann manni nærgönguili en ella, gengur dýpra inn í mann, mað- ur trúir einlægni máls hans, hinum mjúk'u töfrurn þess-, hinni yfirlætislausu list þess. Eók hans er einnig merk frá bókmemitalegu sjónarmiði einu saman, þótt hún í dag hljóti auðvitað fyrst. og fremst að metast eftir pólitísku gildi sinu, og má nú hver taka stórt upp í sig sem vill. En við skulmn bara sjá hvort bókmenntalegir fagurkerar Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins eiga eftir að Framliald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.