Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1949, Blaðsíða 4
 t. '• ÞJ<KyvnJŒKN > % ' V Simánflagru::;; f- ™ , i ...,■■'■!.. , , , i m.■.,■■■, ■■■■■■ ■ - ; ii^.i , milj iii'i ixi.!ria> ÞlÓÐVtLllNN Útgsísadi: Samalntngartlokkar mlþýða — Sóaíaliatatlokkurlna Rltityórar: lCagnúa KJartanason C4b.). Slsurður Ouðmundaaon VMtterttatJórl: Jón Bjarnaaon Bhflwn: Arl K&raaon, lÆaynna Tarfl Olatamn. Jónaa Ixnaaon Anctýategaatjóri: Jónateinn HmMmw i ■ angtýstngar. prontemiSJa: aUkfMt- atig U — Slml 7580 (þrjftr önor) jLakrtftarrarS: kr. 1X00 ft mftnuSl — Laoaaaðlavaifl 50 aor. stnt Prontamiðja ÞJÓSvOJana ki. BóafaHateflokkarlnn. ÞórogStn 1 — Siml 7518 íþrjftr Unar) Saltfisksmennirnir munu fá dóm 20. október birti Þjóðviljimi uppljóstranir Geirs H. Zoega um saltfisksöluna á ftalíu og Grikklandi og krafðist þá þegar tafarlausrar opinberrar rannsóknar, og á þeirri kröfu var síðan hamrað hér í blaðinu. dag eftir dag. 21. október skýrði Tíminn frá hneykslismálinu og tók undir kröfuna um tafarlausa opinbera rannsókn. 22. október birti Tíminn aðalgrein á forsíðu um málið, og þykir Þjóð- viljanum rétt að rifja hana upp til athugunar handa stefni varginum Vilhjálmi Þór og félögum jians. Greinin sem heimilisblað Vilhjálms birti (fyrir kQsningar!) var á þessa leið: „Ákærur þær seua komið hafa fram á hendur þeim aðilum sem fara með sölumál ísleazka saltfisksins vekja mikla athygli meðal almennings, enda er hér um svo al- varlegt mál að ræða að reynist áburðurinn að einhverju leyti saanur ber að svipta þessa aðila tafarlaust umboði sínu og koma í veg fyrir frekarí skemmdarstarfsemi þeirra á erlendum mörkuðum, svo að ekki sé minnzt á hið f jár- hagslega tjón sem þjóðin býður við braskið, ef milljónir eru gefnar með saltfískinum úr vasa almennings sem út- flutningsuppbætur. ,4 g*r heyrðist ekkert um það að dómsmálaráðherra hafi fyrírskipað rannsókn í þessu alvarlega máli, ekki einu sinni málamyndarannsókn, eins og honum er gjarnt að grípa til þegar slá þarf pólitísk vimdhögg. „Það er athyglisvert í sambandi við þessi saltfisk- sölumál S.Í.F. að með aðstoð Hálfdáns og félaga hans á Italíu mun SÍF ekki treysta sér til að greiða nema kr. 1.60 fyrir kg. af saltfiskinum, miðað við pakkaðan fisk. Hins vegar liggja fyrir í landinu órækar sannanir fyrir því, að ðanskt fisksölufirma getnr greitt mun hærra verð fyrir fiskinn, eða kr. 1.83 fyrir kg„ og er þar miðað við ópakk- aðan fisk. Pökkunin kostar varla minna en 11 til 12 aura á kg., þannig að raunverulega bjóða danskir kaupsýslu- menn 35 aurum hærra verð fyrir hvert kíló af saltfiski en hinir íslenzku einkaútflytjendur telja sig.gpta greitt. Er þó ástæðulaust að ætla annað en hinn danski kaupmaður v-ilji fá citthvað I sinn hlut, og varla mimna en 1 Vz% til að verða jafndrættingur við Hálfdám í Geraúa.“ En kröfur stjórnarblaðsins Tímans höfðu ekki meiri ■áhrif á dómsmálaráðherra landsins — æðsta mann afurða- sölunnar — en kröfur Þjóðviljans. Þvert á móti greip hann til þess ráðs sem orðið hefur meginregla í allri stjórn hans á lögum og rétti: Ef upp.kemst hneyksli um einhverja volduga ríkis- stjórnarmenn, íslenzka eða bandaríska, skal höfða mál gegn þeim sem Ijóstruðu upp um hneykslið fyrir móðgauir við afbrotamennina. Þessu ráði hefur Bjarni Benediktsson sem kunnugt er beitt aftur og aftur, t. d. í sambandi við hneykslisástandið á Keflavíkurflugvelli og í sambandi við misnotkun flug- valla stjóra ríkisins á aðstöðu sinni, svo að aðeins tvö dæmi séu nefnd. Lögin skuiu þannig notuð til að vernda afbrotamennina en refsa þeim sem hrefjast þess að lög- um sé hlýtt. Sex af saltfisksmönnunum hafa nú fyigt snjallræði dómsmálaráðherrans. Þeir skulu þó gera sér Ijóst að kraf- an um opinbera rannsókn verður ekki látin niður falla, og rannsókn verður fyrr eða síðar framkvæmd. Þeir hafa þeg- »r fengið dóm sinn hjá þjóðinni. Hæpinn. vitnisburðnr. Útvarpshlustandi skrifar: „Eg sat við útvarpið kvöld eitt um daginn og hlustaði á fréttirnar. Það var verið að segja frá breikkun Lækjargötu, var hún sögð sú breiðasta á landinu. Fannst mér það hæp- inn vitnisburður um umferðar menningu íslendinga. Það sting ur nefnilega að manni þeim ó- viðfelldna sannleika að allar brautir landsins eru mjórri en Lækjargata. Það eru til met í öllu, en um sum þeirra er bezt að þegja. Væri ekki t. d. bezt að halaa því leyndu að bezti spretthlaupari okkar væri helm ingi seinni en tíðkast erlendis? □ Inið verðar að kenna þessnm þul að tala. „Svo er það kapítuli út af fyrir sig, hvernig þulurinn til- kynnti fornar og nýjar breiddir á hinum ýmsu hlutum þessarar frægu götu, akbrautum og gang stéttum. Það, sem áður var tvo komma fimm metra breitt, kvað nú vera fjóra komma fimra metra breitt. Annað var eftir þessu. Út af þessu legg ég fram eftirfarandi ályktun: Það verður að kenna þessum þul að tala. En það er kennara skortur i landinu, og nemendur efri bekkja barnaskólanna og enn æðri skóla ættu eingöngu að sinna þeim verkefnum sem eru kunnáttu þeirra samboðin. Þess vegna vil ég, að einhver tíu ára eða yngri drengur eða stúlka verði fengin til að setja þennan þul á kné sér og kenna honum íslenzka beygingu orð- anna einn, tveir, þrír, fjórir. Allmörg önnur einföldustu atr- iði málfræðinnar þyrfti þessi þulur líka að kynna sér. Ef þetta mistekst, væri Ríkisút- varpinu treystandi til að svip- ast um eftir betri þul í sam- bandi við næsta Grænlandsleið- angur. Eskimóar kunna nefni- lega að telja upp að sex. Eg kalla Vilhjálm Stefánsson til vitnis um það. — Hlustandi.“ □ Einkunnagjafir. [ Fyrir skömmu birti Bæjar- pósturinn bréf frá K. J. um kvikmyndagagnrýni P. B. Hér kemur svar frá P. B. „Öilum kvikmyndum, eins og öðrum listaverkum, er ætlað aö verða fólki til geðs á einhvern hátt. Vmist eiga þær að vera skemmtimj'ndir, fræðslumyndir, hugvekjur, hrollvekjur eða enn annað. Það er nú hlutverk kvik myndadómarans að meta, hversu vel myndin hefur náð tilgangi sínum. Hann á að telja helztu kosti og galla myndar- innar, en eigi dómurinn að verða fólki leiðbeining um val mynda, er nauðsynlegt að gefá til kynna heildaráhrifin, útkom una, þegar kostir og lestir hafa verið lagðir saman. Þetta er einmitt það, sem K. J. kallar að skipta myndum í gæða- flokka. Það er það, sem ég geri, þegar ég gef einkunnir. í mörg um erlendum kvikmyndaritum eru þessir gæðafiokkar táknað- ir með stjörnum, allt upp í fimm fyrir beztu myndir. Aðrir láta sér nægja lýsingarorð, eins og sæmileg, afbragð, einskis virði o. s. frv. Eg kaus fyrir mitt leyti einkuaastigann 0— 10, vegna þess, að hann er al- menningi svo kurmugur úr skól unum. □ Farðu í reiptog vlð sjáif- an þig. „Einu sinni var þingmaður á íslandi, sem lagði til, að flutt ir yrðu hérar til landsins. í greinargerð fyrir frumvarpinu komst hann þó að þeirri niður- stöðu, að innflutningur á hér- um væri skaðlegur mjög fyrir fátæklegan skógargróður á Fróni, og bæri því að sporna við athæfi þessu. K. J. fer líkt að ráði sínu. Hann biður mig hætta þessu „fáránlega hátt- erni, sem fær ekki staðizt“ (skiptingu kvikmynda í gæða- flokka), en æskir svo þess, að kvikmyndum verði skipt í gæða flokka! Kæri K. J.! Eg vil allt fyrir þig gera, en báðar þessar bón- ir get ég ekki uppfyllt, þó að ég væri sjálfur Stalín. Nú legg ég til, að þú farir í reipdrátt við sjálfan þig til að ákveða, hvora bónina þú leggur ríkari áherzlu á. Svo lengi sem leikur inn stendur mun ég halda upp- teknum hætti um einkunnagjaf- ir fyrir kvikmyndir. P. B.“ 9TM* HÖFNIN: Surprice kom úr slipp i fyrra- dag og fór á veiðar í gær. Jón Þorláksson fór á veiðar í gærmorg un. Karlsefni fór í slipp í fyrra- dag, og Laxfoss var einnig tekinn úr slipp eftir langa viðgerð. Skúli, Magnússon var væntanlegur frá útlöndum kl. 6 í gær. BIKISSKIP: Hekla er á Austfjörðum á norð urleið. Esja er x Reykjavík. Herðu breið er væntanleg til Reykjavíkur í dag frá Austfjörðum. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkvöld til Breiðafjarðar. Þyrill er á leið frá Norðurlandi til Reykjavíkur. Helgi fer frá Yestmannaeyjum annað kvöld til Reykjavíkur. E I M S K I P : Brúarfoss hefur væntanlega far- ið frá Gautaborg í fyrrakvöld 18.11. til Reykjavíkur. Dettifoss fór væntanlega frá Rotterdam í gær 19.11. til Hull og Reykjavíkur. Fjallfoss er i R'eykjavík. Goðafoss fór frá Husavík síðdegis í gær 19.11. til Akureyrar. Lágarfoss fói/ frá Reykjávík í gærkvöld 19.11 til Hamborgai', Póllands og Kau; mannaliafnar. Selfoss fór fri Kotka í Finnlandi 16.11. til Ham borgar. Tröllafoss fór frá Reykjak vík 9.11. til N. Y. Vatnajökull fór frá Keflavík 14.11. til London. Næturakstur í nótt og aðra nótl annast Hreyfill. — Sími 6633. Helgidagslaeknir: Úlfar Þórðar- son, Bárugötu 13. — Sími 4738. JSINA.BSSON&ZOEGA: Foldin er í Reykjavík. Linge- stroom er í Færeyjum. MESSU'R.l DAG: Oúmkirkjan. Messa klíii •f. Ih. - Séra J ón Auð- uns. Messa kl. 5 e. h. — Sérá. Bjarni Jónsson. Altaris- ganga. Laugarnesprestakall. Messa kl. 2 e. h. —■ Séra Garðar Svavars son, Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Nesprestakall. Messa kl. 2.30 í Mýr arhúsaskóla. — Séra Jón Thorár- ensen. Fríklrkjan: Messa kl. 2 e. h. Minnst verður 50 ára. afmæli safnaðarins. Séra Sigurbjörn Ein- arsson, próressor. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. —— Sími 1330. 1 dag verða gef in saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, Guð- rún hjúkrunar- kona Jónsdóttir, Guðjónssonar fyrrv. bæjarstjóra á Isafirði og Jón húsasmíðameistari Halldórs- son, Jónssonar á Arngerðareyri. I dag verða þau stödd í Faxaskjóli 18. — I gær voru gefin saman i hjónaband af séra Bjarna Jóns- sjmi, ungfrú Þórunn Halldórsdóttir og Þórarinn Guðgeirsson klæð- skeri. Heimili ungu hjónanna vérð ur að Karlagötu 9. '— I gær voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Auðuns, ungfrú Sæunn And- résdóttir, Hrísateig 10 og Sigurður Sigurðsson, bifreiðastjóri. Ennfrem ur ungfrú Elin Ragnarsdóttir, Stórholti 25 og Hilmar Mýrkjart- ansson, bifreiðastjóri. 55 ára verður á morgun (mánu- dag) Kristján Guðmundsson, Skóla vörðuholti 13, Reykjavík. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Kristjana Sigrún Gísladóttir, Langholtsvegi 164 og Sveinn Hannes son, Brekkukoti, Reykholtsdal, Borgarfirði. 11.00 Morguntón- leikar. 15.45 Mið- degistónl. 18.30 Barnatími (Þorst. '. Stephens.). 19.30 Tónleikar. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson). 20.35 Erindi: Brennivín og bind- indi (Oscar Clausen rithöfundur). 21.00 Einsöngur: August Griebel óperusöngvari syngur; við hljóð- færið dr. Victor Urbantschitsch. 21.30 Upplestur: Halldór Kiljan Laxness rithöfundur les úr kvæða- kveri sínu. 21.45 Tónleikar. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrúrlok. Framhald á 7. síðu A t b u g i ð vönimerkið um leið og þér kaupið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.