Þjóðviljinn - 22.06.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 22. júní 1954 mmmumm 'ðtgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigrurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónssor.. Bjaml Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. A.uglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skúlavörðustíg m — Sími 7500 (S linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 ajanars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eíntakið, Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ............................................. i...—.i-e Bjygiunariaust ©fWdi Eandaríkjaauðvaldið hefur nú gert alvöru úr hótunum sínum, hafið herinnrás i rikið Guatemala í Miðameríku. íslendingar hafa fengið enn eina áþreifanlega sönnun fyrir „lýðræðisást“ og íramferði þess ríkis, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn telja mest til fyrirmyndar um „lýðræði“ og „frelsi“. Isíendingar hafa fengið enn eina sönnun þess, hve Bandaríkin virða frelsi og sjálfstæði smáþjóða, ef þær dirfast að skipa mál- UEQ sínum á lýðræðislegan hátt, í stað þess að láta auðhringa Bandaríkjanna segja sér fyrir verkum. Hér fer ekkert milli mála, aðdragandi þessarar svivirðilegu árásar Bandaríkjaauðvaldsins, er beitir fyrir sig ríkisstjórn Bandaríkjanna og fasistískum leppstjórnum, hefur farið fram fyrir opnum tjöidum. Þegar í janúar í vetur birti stjórn Guate- mala opinbera skýrslu um skjöl er hún hafði komizt yfir og sönnuðu að bandaríski auðhringurinn United Fruit Company hefði gert samsæri við stórjarðeigendur um að steypa stjórninni og fengið loforð um liðveizlu stjómarvalda Bandaríkjanna og emræðisstjórna nokkurra Suður- og Miðameríkuríkjanna. Áætlun befói verið gerð um landgöngu á Kyrrahafsströndinni og inn- rás frá Honduras, og væri verið að æfa innrásarliðið á búgörðum ajjpproza, einræðisherra Nicaragua. Hafa árásir Bandaríkjastj. orðið ósvífnari með hverjum mánuði þar til nú að látið er til ekarar skríða með innrás málaliðahers, búnum nýtízku banda- riskum vopnum. Og þarna er ráðizt á varnarlaust land að heita má, herinn um 6000 manns, illa búinn vegna þess að Bandarikja- stjóm hefur hindrað að Guatemala fengi keypt vopn. Og þessi blygðunarlausa innrás hers í sjálfstætt ríki er einmitt gerð í júní sjálfsagt ekki vegna þess að einmitt þann mánuð er Banda- ríkjamaðurinn Cabot Lodge formaður Öryggisráðsins! Hvaða rétt hafa Bandarílcin til íhlutunar um mál þessa sjálf- stæðá ríkis? Þannig mun spurt um allan heim, og svarið hlýtur að verða: Engan, Stjérn landsins byggir á lýðræðislegum meiri- hluta, fengnum í lýðræðiskosningum árið sem leið. Bak við nú- verandi ríkisstjórn Guatemala standa 46 þingmenn, en flokkar stjórnarandstöðunnar hafa 12 þihgmenn. Þessi iíkisstjórn hefur í engu gerzt brotleg við nein alþjóðaiög eða réttarreglur. Hún er nákvæmlega jafnfrjáls og Eandaríkin að því að flytja inn vopn og hvað annað sem hún sjálf kýs. Stórveldið Bandaríkin hefur angan snefil af réttarheimild til að hlutast um mál þessa sjáifstæða ríkis fremur en hvers annars sjálfstæðs ríkis. íhlutun Bandaríkjastjórnar um mál Guatemala er því ósvifin blygðun- ariaus áreitni og yfirgangur og mun þannig dæmd af almennirigs áliti heimsins. En eina „sök“ hefur hin frjálslynda ríkisstjórn Guatemala dry-gt. Bandarísk auðfélög hafa svælt undir sig mikið af bezta jarónæði landsins og búið börnurn þess sultarkjör og eymd, enda þótt náttúruauðæfi Guatemala séu næg til að allir landsbúar gætu lifað við velmegun. Ríkisstjórn landsins hefur síðustu árin tekið eignarriámi nokkuð af þessum illa fengnu eignum banda- ríeku auðfélaganna, og þó ekki farið frekar í það en svo, að tek- io hafa verið einungis óræktuð landssvæði. Þeim hefur stjórnin skipt milli hinna jarðnæðislausu bláfátæku bænda og leiguliða, seza eru um 80% lanásmanna. Það var þetta tiltæki sem kom B&ndaríkjastjórn af stað fyrir alvöra, þá fór „kommúnistahætt- 3x" fyrst að grasséra að marki í Guatcmala að dómi Foster Dull- es. en sá nafnkunni utanríkisráöherra Bandaríkjanna er einn hlKthafanna í ba.ndaríska auðhringnum United Frait Company, sem í áratugi var einráður í landinu og arðnýtti það svo að hann er eitt auðugasta félag heimsins. Þelta var „giæpurinn“ sííím Bandaríkjastjórn gat ekki látið viðgangast. Til að fella þá )ýc ræðisstjórn sem í umboði þjóðar sinnar framkvæmdi slíkt, ,te:-v,r Bandaríkjastjórn borga sig að varpa frá sér síðustu blekk- ingaRspjörum „lýðræðis“ og „ástar á smáþjóðum“ og grípur til hixs nakta blygðunarlausa ofbeldis. En álit Bandaríkjastjórnar s.ieodur nú þegar svo liöllum fæti, að ekki má miklu muna. Það er ekki einungis hér á íslandi að leppar Bandaríkjaauðvaidsins -en! komnir í algera varnaraðstöðu með hið dýrðlega „lýðræðis- ríkí“ sitt. Svo getur farið að inm-ásin í Guatemala verði Banda- ríkýunum dýr, einmitt hún verði til að fullkomna þann stórkost- lega ósigur sem blasir nú við. utanríkisstefnu Bandarikjanna l'V-ert sem litið er. Ekki er annað hugsanlegt en að ísland beiti rödd sinni i sam- eriiuðu þjóðunum til að fordæma harðíega þessari svívirðulegti irrzrds í sjálfstætt smáríki. Það muau.allir heiðarlegir Islending- ar gera. Liðin vika átti tvo útvarps- daga óslitna frá morgni og yfir á næsta dag, sunnu'daginn, sem öðru nafni heitir sjómannadag- urinn og fímmtudaginn 17. júní. Slíkir dagar eiga mjög erfitt með að vera öðruvísi en góðir, þótt stundum megi átakanlega mikið að þeim finna. Nú er hér um bil óhugsandi, að nokkur einn maður hafi næði að hlusta heila daga og fellur því margt burtu. Ég hlýddi messu Jóns Auðus dóm- próf asts á sunnudaginn,. en get hennar hér ekki fyrir það, að hún hafi verið þáttur í sjó- mannadeginum, heldur vildi ég aðeins láta þess getið, að pré- dikun hans var sérlega góð, allt að því glæsileg með köflum. — Ekki hlýddi ég á hátíðahöld dagsins í Laugarási, en kunni vel samtali Gils Guðmundsson- ar við Agnar hvalveiðiskip- stjóra. Gils kann mætavel tök á því formi. Gamanvísur Jóns Snara voru ógnarlegt þunnmeti og sjómönnum ósamboðnar, og hinn dramatiski leikþáttur Lofts Guðmundssonar var engu skárri. Það er undarlegt, að aldrei skuli vera hægt að fá sómasamlegan leikþátt á sjó- mannadaginn. Að undanförnu hafa þeir verið ruddaleg gam- ansemi. Nú átti aftur á móti að grípa til dramatíkurinnar, en þá tekur bara engu betra við, þótt líf sjómannsins búi þó sannarlega yfir dramatískum I hlutum. En hálfbrjáluð móður- sýki er næsta óviðfelldin og tví- mælalaust ósönn mynd af hug- arástandi sjómanns á lífshættu- stund. — Rímnakveðskapur prestsins í Ólafsvík var góður og sannur í anda dagsins, rímnastemmur hans og meðferð þeirra voru miklu nær því, sem ég þekkti í mínu ungdæmi, en hinna „lærðu“ kvæðamanna, sem einkum hafa látið til sín heyra í útvarpi. — Óskalög skipshafnanna voru ánægjuleg- asta atriði sjómannaútvarpsins. í vali þeirra er ekkert merki- legt, en skiptist á klassisk tón- list, ættjarðarsöngvar, ný tón- verk alþjóðlegrar stærðar og norrænir slagarar fyrstu gráðu.. Það eru glaðir og menntaðir ís- lendingar, sem velja þessi lög. 17. júní bauð margt mjög góðra hluta. Ég hlýddi seinni: hluta ávarps Fjallkonunnar, og var það hið prýðilegasta ávarp. Það er ánægjulegt að heyra, að enn eigum við Davíð í fullu fjöri. Tilkomumesta dagskrár- atriðið var söngur söngfélags verkalýðssamtakanna í R.vík, með einsöng Guðmundar Jóns- sonar. Það getur ekki dulizt, að tveri nýir ættjarðarsöngvar verða á stuttum tíma alþjóðar- dýrgripir, ,Fylgd“ Guðmundar Böðvarssonar og ,divort var þá hlegið í hamri?" eftir Jakobínu Sigurðardóttur, og flýtir það sigurför þeirra, að þeir eru fluttir alþjóð af þvílíkum krafti og glæsileik og gert var þann 17. Ég er ekki sterkur til umrreðu á sviði söngmenntanna, en þá er ég illa svilcinn, ef tónsmíðar Sigursveins Kristinssonar. við þessa texta og hinn sálþrungni söngur sjálfrar alþýðunnar með aðstoð höfuðsongsriillinganna er ekki upphaf þess, sem koma skal í sambúð söngs og þjóðar. — Ræður kvölddagskrárinnar voru þunnar, eins og við mátti búast, einsöngvararnir prýðileg- ir, þjóðkórinn og Páll ánægju- legir, Ingólfur og Hallveig sér- lega kærkomnir gestir. Þáttur þeirra er bezti gamanþáttur, sem maður hefur átt kost á að njóta um langa tíð. Leikrit laugardagskvöldsins . var ansans mikið léttmeti og fyndnin af ódýrari tegundinni. Aftur á móti var ferðaþátturinn hans Björns Þorsteinssonar framúrskarandi glæsilegur. Nú fór hann um Dalasýslu og tengdi sem áður í eitt byggð og sögu. ■ Þáttur þessi og þáttur Björns Th Björnssonar úr heimi mynd- listarinnar eru glæsileg nýmæli í starfi útvarpsins og bendir til þess, að enn megi vænta nýunga á þeim vettvarigi. Þáttur Björns Þorsteinssonar er þegar kominn á það stig, að almenningur hlakkar til þess næsta. Annar góðþáttur vikunnar var erindi Gísla Sveinssonar á föstudagskvöidið um lýðveldið tíu ára. Það var hreint og beint fagnaðarerindi. Og fagnaðar- boðskapur þess er í því fólginn, að það sýnir hvílíkur andans yngingarmáttur er í hversú litlum neista sem er af ættjarð- arást og þjóðernistilfmningu. Það hef ég alltaf fundið, að Gísli Sveinsson gat aldrei sam- lagazt ættjarðarníðingum stjórnmálanna, þótt lítt færi fyrir andstöðu hans. En hafi maður álitið, að Gísli væri orð- inn gamall maður, þá komst maður að raun um það á föstu- dagskvöldið, að maður sá, sem á neistann, sem getur glaðnað með vakningu sjálfrar þjóðar- sálarinnar, hann verður ekki svo auðveldlega gamall. Þegar menn á bezta aldri eru orðnir rámir og hikstandi af ættjarð- arsvikum og hryglan urgar fyr- ir brjósti þeirra, þá talar Gísli, þótt kominn sé á áttræðisaldur, eins og ungur maður, röddin hrein og ákveðin. Náttúrlegir hlutir Guðmund- ar Þorlákssonar voru skemmti- legir, en hann ætti að hefla af nokkra óviðfeldna aukahnikki í framsögn sinni. — Jón Þórar- insson ræddi um daginn og veg- Framhald á 11. síðu. Þorsfeinn Eriingsson á aS njóto sonnmœlis of hóifu verkalýðshreyfingorínnðr í annars'ágætisgrein um hinn nýlátna merka brautryðjanda íslenzkrar verklýðshreyfingar, Jóhannes Oddsson, sá V. S. V. ástæðu til þess að víkja að mér á fremur ósmekklegan hátt. Því fer fjarri að ég hafi nokkru sinni reynt að draga úr þeim heiðri, sem Jóhannes Oddsson og aðrir verkamenn, sem fyrstir skópu. verklýðshreyfingu ís- lands, eiga með réttu. En hitt hef ég gert að benda á hvern þátt Þorsteinn Erlings- son átti í upphafi verklýðs- hreyfingar á landi voru og dreg- ur það ekki úr heiðri hinna, •þótt hann sé látinn njóta sann- mælis. En þess virtist V. S. V. eiga bágt með að unna honum í sambandi við stofnun Verka- mannafélagsins á Seyðisfirði. Færir V. S. V. þar fram sem röksemd gegn þætti Þorsteins Erlingssonar í því staxfi atriði sem Jóhannes Oddsson mis- minnir um í frásögn sinni af stofnun félagsins, sem sé þessi staðhæfing í grein V. S. V.: „Þorsteinn kom tveim árurn seinna en vérkamannafélagið var stofnað til Seyðisfjarðar." Þetta er rangt. Félagið var í rauninni stofnað haustið 1896, en fundargerðir ekki skráðar og lög samþyklct fyrr en 1. maí 1897. samkvæmt frásögn Jóhannesar, sem V. S. V. byggir á. En Þorsteinn Erlingsson kom til Seyðisfjarðar haustið 1896 og gerðist ritstjóri „Bjarka", sem hóf göngu sína 9. október 1896. Jóhannes Oddsscn segir sjálfur í endurminningum sínum: . . . „Þorsteinn var hreyfing- unni mjög hljmntur og studdi okkur eftir mætti eítir það er hann kom til Seyðisfjarðar. Meðal annars sýndi hann góð- vilja sinn og vinarhug í verki með því að sjá um og láta prenta lög félagsins og gefa okkur allan kostnaðinn." Við skulum láta hvern hafa þann heiður, er honum ber. Og þökk íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar til Jóhannesar Oddssonar og annarra þeirra ágætu verka- manna,. sem brautina ruddu, verður ekki minni fyrir það, þótt Þorsteinn Erlingsson hafi þar einnig lagt hönd að verki. Hitt mun verða erfitt að ætla hér eftir að segja nákvæmlega til um þátt hans, enda myndi það aldrei geta dregið úr braut- ryðjendastarfi verkamannanna sjálfra. En sú skekkja má ekki ómótmælt standa að Þ. E. hafi ekki komið til Seyðisfjarðar fyrr en tveim árum eftic stofn- un félagsins.'Þessi skekkja hef- ur áður verið leiðrétt og ætti því ekki að sjást raeir. E. O.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.