Þjóðviljinn - 22.06.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 22.06.1954, Side 10
10) — ÞJQÐVILJÍNN — Þriöjuciagui La. júní 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 30. „Svona atburöir gerast bókstaflega ekki hjá okkur. í>eir gætu ef til vill gerzt í einhverju gerspilltu ríki er- iendu .... en ekki hér. Er réttarfar okkar ekki hið bezta í heimi? Við erum á undan í þeim efnum eins og öllu öðru. Hvað er réttlátara en kviðdómur? Guð minn góður! Þetta hefur gengið svona til í sjö hundruð ár.“ „Þaö gæti mælt gegn því,” svaraði Páll lágri röddu. ,,Ég hef hugsað mikið um þetta. Það er mjög eðlilegt í mínum sporum. Haldið þér ekki, herra, að kviðdómar samanstandi stundum af heimsku, fáfróðu og hleypi- dómafullu fólki sem botnar ekkert í tæknilegum atrið- um, veit hvorki upp né niður í sálfræði, lætur auðveld- lega blekkjast af röngum vitnaleiðslum og tilfinninga- sjúkri mælsku duglegs lögfræðings?“ „Hamingjan góða,“ hrópaði Birley. „Næst varpið þér auri að sjálfum dómaranum." Hin ákafa beizkja sem náð hafði tökum á Páli gerði það að verkum að hann hlaut að svara: „Maður sem á velgengni sína í lífinu undir því að^ taka líf þeirra manna sem standa frammi fyrir honum i réttarsalnum, á aö mínu áliti eins litla virðingu skil- ið og böðullinn.“ ,,Þér gleymið því, að við þurfum á böðlinum að halda.“ „Hvers vegna?“ „Fjandinn hafi það,“ hrópaði Birley. „Auðvitað til að liengja morðingjana.“ „Er nauðsynlegt að hengja þá?“ „Vitaskuld. Við verðum að tryggja öryggi í þjóðfélag- ínu. Ef glæpamennirnir óttuðust ekki gálgann, ætti maður á hættu að verða skorinn á háls fyrir fimm punda seðil á dimmu kvöldi.“ „í löndum þar sem dauðarefsing hefur verið afnumin, sýna skýrslur aö glæpir hafa alls ekkert aukizt." „Ég trúi því ekki. Henging er bezta vörnin. Og það er mannúðlegur dauðdagi, betrí en dauði í fallöxi eða rafmagnsstóli. Það væri frámunalega heimskulegt að af- nema hana.“ Páll var svo gagntekinn geðshræringu að hann gleymdi allri varúð. „Þetta sagði einmitt Ellenborough lávarður, háyfir- dómari, hér um árið, þegar Samuel Romilly reyndi að íá hengingu afnumda sem refsingu fyrir þjófnað á meira| en fimm shillingum.“ Birley setti dreyrrauðan. Hann hvæsti: „Endemis fífl eruð þér! Þér getið ekki talað svona við mig. Ég er frjálslyndur. Ég fylgi mannúðinni. Og það gerir réttarfar okkar líka. Við kærum okkur ekki um að hengja fólk. Hamingjan góða, það ættuð þér að geta skilið manna bezt. Það er alltaf hægt að fá menn náð- aða.“ „Réttarfar ykkar, bezta réttgrfar í heimi, dæmir mann fyrst sekan um morð og dæmir hann til hengingar; því næst, þegar það dregur sína eigin dómgreind í efa, snýr það við blaðinu og sendir hann í jarðneskt helvíti, fangelsi, það sem hann á eftir ólifað. Er það miskunn- semi? Mannúð? Réttlæti?“ Páll reis á fætur, náfölur og eldur brann úr augum hans. „Það var þetta sem gert var við föður minn. Hann er í Stoneheath vegna hegningar- laga sem byggja á ónákvæmum vitnisburði og vitnum sem eru ófær um að bera vitni, vegna réttarfars sem leyfir sækjendum að hnika til staðreyndum, kalla á sérfræðinga sem keyptir eru til að vitna hvað sem vera skal, ráða saksóknara sem hugsar um það eitt að koma fanganum í gálgann með einhverju móti, í staö þess að reyna að tryggja réttlæti.“ Páll var kominn í ham. Hann gleymdi Birley og hélt áfram niðurbældri röddu: „Glæpir eru afkvæmi réttarfarsins í þjóðfélaginu. Þeir sem bera ábyrgö á réttarfarinu eru oft sekari en hinir svonefndu glæpamenn. Þjóðfélagið ætti ekki að meðhöndla lögbrjóta eftir sömu reglum og þegar þeir hengdu soltinn dreng sem hafði stolið brauðhleif fyxir hundrað árum. En ef við erum staðráðin í að gjalda auga fyrir auga og tönn fyrír tönn, þá ættum við að minnsta kosti að mega vænta einhverra aðgerða frá vörðum laganna. En hvað fáum við? Einkum þegar um alvarleg brot er að ræða? Fornaldartæki á borð við gálgann, þar sem síðasti þáttur refsingarinnar fer fram að loknu kurteislegu bænahaldi.“ Páll hélt áfram með ákafa: „Það er kominn tími til að taka upp nýtt og betra skipulag; samt viljið þér að allt haldist óbreytt, allt verði áfram eins og það var „í gamla daga“. Ef til vill viljið þér fara enn lengra aftur í tímann, aftur á tíma lénsfyrirkomulagsins, þegar kviðdómar voru ein- mitt teknir upp. Jæja, þér um það. En um leið og þér er- uð fulltrúi þjóðarinnar eruð þér fulltrúi minn í þinginu. Þótt þér trúið ekki skýrslunni sem ég afhenti yður, er það skylda yðar að sjá um aö hún komist til réttra að- ila. Ef þér gerið það ekki, fer ég sjálfur út og hrópa hana af torgum.“ Allt í einu var eins og Páll áttaði sig og hann stein- þagnaði. Hann varð máttlaus í hnjánum, settist niður og brá hönd fyrir augu. Þaö varð löng þögn og hann þorði ekki að líta á Birley. Hann taldi víst aö hann hefði eyði- lagt allt fyrir sér. , En honum skjátlaðist. Þótt Birley léti sér bænir í léttu rúmi liggja, hafði festa og skaphiti oft mikil áhrif á hann. Hann dáðist að kjarki og þeir sem „stóðu í hon- um“ eins og hann tók .til, orða, féllu honum oft vel í geð. Honum fannst líka sem eitthvað kynni að vera gruggugt í þessu kynlega, óþægilega máli. Og Páll hafði komið illa við hann með því að skírskota til samvizkusemi hans. Birley gerði sér sjálfur Ijóst að vaxandi hóglífi hans og áhrifin frá ættgöfugri eiginkonu höfðu á síðari árum stundum orðið til þess að hann reyndi að koma sér undan ýmsum óþægilegum skyldustörfum. Hann gekk nokkur skref fram 'og aftur um gólfið með- Sismarf öf in Oft kemur sumarhitinn okkur á' óvart cg við þurfum að sauma okkur sumarkjólinn í bezta veðr- inu og þegar hann er tilbúinn er góða veðrið stundum fyrir bí. Sumarið er oft sorglega stutt, en við skulum vona hið bezta. Skynsamlegast er að ákveða tímanlega hvers konar sumarföt maður setlar að fá sér, til þess að komast hjá flýtisinnkaupum rétt fyrir sumarfríið, sem oft verða manni dýr og óhentug. og það kostar aldrei neitt að hugsa um sumarföt. Þvert á móti verður það ævinlega ódýraist fyrir mann að vita hvað maður vill. Og hvað er hægt að fá og hvað, í er í tízku? Það eru ekki miklar ýkjur, þótt svkrið sé: Hvað sem vera skal. Sumarkjóllinn getur^ verið svartur eða hvítur, hann má vera einlitur í ljcsum past-| eliitum eða með sterklitu mynstri. Þegar um fínni kjóla er að ræða eru rósóttu. efnin mes.t notuð og oft eru það ódýr bóm- ullarefni sem notuð eru. Ef ein- hver vill fínni efni er hægt að fá mynstruð nælonefni, en þau efnij eru svo þunn að undir þau þarf sérstaka undirkjóla og það er aukakostnaður. Rósóttu kjólarnir eru mjög kvenlegir í sniðinu og oft mjög flegnir í hálsinn. Rósótti kjóllinn frá Dior sem við er not- aður svartur stráhattur er ein- kennandi fyrir þessa tízku. Þegar um er að ræða strand- kjóla og hversdagskjóla er líka úr mörgu að vælja. Flestir þessir kjólar eru flegnir eða ermalaus- ir og við þá má nota lítinn jakka. Hvíti everglazekjóllinn er með bláu sijörnumynstri og bláu belti og kjólnum fylgir lítill blár bó- lerójakki. Þetta er fallegur kjóll, látlaus í sniðinu og mynstrið og litasamsetningin eina skrautið. Hnepptu kjólarnir sem voru farnir að láta á sér bera i fyrra virðast ætla að ná enn meiri vin- sældum í sumar. Oftast eru þess- ir kjólar ein'itir, röndóttir eða dgppóttir. Kjóllinn á myndimii er skærgrænn og alveg einlitur, skreyttur hvítum hnöppum. Við Hann tók upp á því að heim- sækja ekkjuna kvöld eftir kvöld. Hún var hin gestrisnasta, ól hann á tei og kökum og lét fara vel um hann. Að lokum spurði einn vinur hans: Ég heyri sagt að þú ætiir að fara að giftast ekkjunni þarna — er það ekki mesta snjali- ræði? Nei; ég hef reyndar verið að velta því lítillega fyrir mér — en hvar ætti ég að vera á kvö'din ef ég gerði það? Sá bjartsýni: Þetta er dásam’egt útsýni. Sá svartsýni: Huh, taktu burtu vötnin og fjöllin, og vittu hvað verður úr þvi. ÖnnUr skrítla um útsýni: Ferðalangur: Það er yndis'egt útsýni hér. Bóndi: Já, þér finnst það kannski, en ef þú þyrftir að plægja það. herfa það, sá í það, þreskja það, uppskera það o. s. frv. — ætli þér þætti þá ekki fegurðin fara að minnka. Þjónn, það er hár 3 súpunni. Rautt eða svart? Svart? Nú þá er það ekki upphafið á þjónustustú’kunni sem við sökn- um síðan í morgun. kjólinn má nota hvítan bóleró- jakka. Allir mögulegir litir af efnum eru notaðir í þessa kjóla, þó ber einna mest á hvitum og gráum efnum með þrykktum, lit- skærum mynstrum. Austurlenzk marglit mynstur eru .mjög notuð í skemmti’eg pils og sírandkjóla. Enniremur sjást emiitir silki- kjólar með miklmn plíseringum og hvítt og marínblátt er aftur Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.