Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. janúar 1955 SlMÍóníuhljómsvelin Bíkisóivarpið Tónleikar í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 9. janúar kl. 3.30 síðd. Stjórnandi: RÓBERT A. OTTÓSSON Einleikari: ÍSAAC STERN Verkefni: W. A. Mozart: Forleikur að söngleiknum , ,Leikhússtj órinn' ‘ F. Mendelssohn: Fiðlukonsert í e-moll R. Schumann: Sinfónía nr. 4 í d-moll. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu Ullarefm í pils M. a. mjög falleg svört, grá og blá einlit efni. Einuig Tweed-eíni ★ ★ * f MARKAÐURINN i Bankastræti 4 Poplin - Pegnkópur Aldrei meira úrval í stórum stærðum nr. 44, 46, 48 og 50 ' MARKAÐURINN Laugaveg 100 •■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■^ Stórt fyrirtæld vantar í nokkrar afgreiðslustúlkur strax. Upplýsingar um menntun og fyrri störf send- ist í pósthólf 361 fyrir 10. janúar n.k. s i •••■*•■■■■•>■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■•••■■•••■■»■1 ísak Stern leikur é fiðlu Enn er hingað kominn rúss- neskur Bandaríkjamaður til þess að túlka fyrir oss tóna meistaranna. Isak Stern lék fyrir hlustendur Tónlistarfé- lagsins síðastliðið miðviku- dagskvöld. Ég held, að ég hafi aldrei fyrr á ævinni hlustað á jafnfullkominn fiðluleik. Hér var allt, sem hjartað girnist: leiktækni og listkunnátta á hæsta stigi, tónninn undra- mjúkur, skír og göfugur, en þó um fram allt andi, sál, lif- andi list söngs og tóna. Það er erfitt að koma orðum að því, sem manni býr í brjósti, eftir að hafa hlýtt á þennan unga meistara. Andríki túlk- unarinnar, næmleiki skynjun- arinnar, snillingstökin og til- þrifin í d-moll-sónötu Brahms til að mynda, — slíkum flutn- ingi hæfa aðeins fyllstu lýs- ingarorð tungunnar. Manni verður að spyrja, hvort það sé yfirleitt unnt hönd og huga dauðlegs manns að flytja þriðja þátt þess verks af meiri andagift en hér var gert. Og Chaconne Bachs, — skyldi nokkur fiðlumeistari nokkurn tíma hafa farið með það tónverk af fullkomnari snilld en Isak Stern á mið- vikudagskvöldið ? Á frekari upptalningu við- fangsefna er varla þörf. Hér var allt með slíkri fullkomn- un, sérhver tónn, sérhver nótnamynd, sérhver lína lags og stefs, að undirritaður myndi ekki kunna þar neins framar að æskja. — B. F. Ég sá dýrð hans verður sýnd í síðasta sinn í Stjörnubíói sunnudaginn 9. janúar kl. 14.30 L. Murdoch flytur erindi sem hann nefnir: Vonarrík framtíS. Guðmundur J.ónsson sj'ng- ur nolfþur, eip^öngslög. ,, Aðgöngumiðar afhentir ókeypis í Ritfangaverzlun Isa- foldar og í Stjörnubíói. —'Börh fá ekki aðgang nema þau séu í fylgd með fullorðnum. VERKFRÆÐINGAR Vegamálastjórnin vill ráða 1—2 verkfræðinga. Launakjör samkvæmt kjarasamningi við ríkis- stjórnina. Umsóknir sendist fyrir 17. þ. m. til vegamála- stjóra. Óla Filippusar Móðir okkar Þórunn Guðbjörg Guðmundsdóttir lézt 6. þ.m. að heimili sínu, Framnesveg 8. A Jarðarförin ákveðin síðar Ásta Björnsdóttir Jóhann Björnsson Axel Björnsson Hjartanlega þakka ég öllum, sem auðsýndu mér kærleiksríka samúð við fráfall og jarðarför sonar míns, Guð blessi ykkur framtíðina og styrki ykkur á reynslustund. Erlingur Filippusson. Innilegar þakkir vottum við öllum, sem sýnt hafa okkur vináttu og samúð við fráfall Jéns E. Bergsveinssonai Sérstaklega þökkum við Slysavarnafélagi íslands og deildum þess fyrir margvíslega hjálpsemi og höfð- ingslund. Ástríður Eggertsdóttir, börn og tengdabörn. Tímabil virku daganna — Vaxandi birta og veður- blíða — Hver spáir kulda? — Nokkur orð til K.L.M. EFTIR HÁLFS mánaðar jól er runninn upp venjulegur dag- ur, stofurnar missa smám saman hátíðablæinn, barrinu sem safnazt hefur fyrir í hornum og skotum er sópáð saman og það fjarlægt, þótt hinar örsmáu barmálar geti lengi leynzt árvökrum augum húsmððurinnar. Og þótt mað- ur sé að ýmsu leyti ánægð- ur yfir að tiiveran skuli vera orðin hversdagsleg á ný, fer aldrei hjá því að maður sakni hátíðisdaganna duggunarlítið, sakni þess að sofa út á morgnana, lesa jólabækumar, glíma við krossgátur og myndagátur og maula epli og sælgæti í tíma og ótíma. En svo kemst maður 'að raun um að meðan hátíðamar gengu yfir hefur annað gerzt, engu þýðingarminna — daginn er farið að lengja svo mjög að maður verður þess ómótmæl- anlega var. Og þegar ein- dæma veðurblíða bætist við birtuna eins og verið hefur að undanfömu, er eins og til- veran sé að gefa manni fög- ur fyrirheit um framtíðina, loforð um skjótt og gott vor og dásamlegt sólarsumar og jafnvel eitthvað enn meira. En þeir svartsýnu spá kulda áður en vorið og sumarið ná til okkar. Það væri svo sem ekki að undra þótt við fengj- um smjörþefinn af kulda og illviðrum, sem trónað höfum á eyju hlýinda og góðviðra, meðan þeir fyrir sunnan okk- ur, hverra lönd hafa aldrei verið kennd við ís og snjó hafa mátt þola búsifjar mikl- ar af völdum illviðra og kulda. En veðurblíða íslenzka vetrarins ríður ekki við ein- teyming og hamingjunni sé lof fyrir það. ★ OG VIÐ K.L.M. vil ég segja þetta: Ég má engar upplýs- ingar gefa um myndagátuna, enda ekki ábyrgur aðili um slíka hluti, en ég ráðlegg þér að halda áfram og gefast ekki UPP> Því að mér virðist þú á góðri leið og eftir svip þeirra að dæma sem lausnina vita voru engar kórvillur í því sem komið var. Eitthvað er komið af lausnum og sjálf- sagt von á meiru, meðal ann- ars frá þér ef þú heldur á- fram sem horfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.