Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. janúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Nazistaforingjar?iir og æöstu yfirmenn hers Hitlers fyrir stríðsglœpadómstólnum í Núrnberg. í fremri röö eru frá vinstri: Göring, Hess, von Ribbentrop, Keitel, Rosenberg og Frank. í annarri röð: Dönitz, R'áder, von Schirach, Saukel og Jodl. Nú krefst ríkisstjórn Adenauers í Vestur -Þýzkalandi þess að þeir stríðsglæpamannanna, sem af- plána fangelsisdóma, verði látnir lausir og því lýst yfir að stríðsglæparéttarhöldin öll verði lýst óréttmœt. ». Bandaríkjastjórn fá sterkara vald heldur en Frakkland og önnur slík á meginlandi Ev- rópu til þess að geta otað þeim út í þá hiuti, sem brezka og franska stjórnin máski ekki fengjust út í, og til þess að geta hótað þeim með siíku. Með öðrum orðum: Því skal afstýrt að nokkuð geti gerzt í líkingu við það, er brezka og franska stjórnin hafi, ekki sízt á síðasta ári, beint eða óbeint, gert að því að hjálpa til að koma í veg íyrir að brytist út heimsstyrjöld, það á að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Bandaríkjastjórn vill koma í veg fyrir, að siík óhöpp, eins og það að heimsstríð verði hindrað, endurtaki sig, með því að fá nú Vestur-Þýzkaland inn í Atlanzhafsbandalagið. Og í þriðja lagi: Vestur-þýzk- Ur her er í augum Bandaríkja- stjórnar, að undanteknum Spánska hernum og hann er mrn hætta if íðingu itur- alands Iélegur, sá eini her á megin- landi Evrópu, sem hún gæti treyst. Það yrði ekki hægt fyr- ir Bandaríkjastjórn að treysta á lönd eins og Frakkland og Ítalíu í styrjöld, sem Banda- ríkjastjórn sigaði leppstjóm- unum þar út í, vegna þess að alþýðan í þessum löndum er á móti auðvaldinu þar, og þó sérstaklega á móti Bandaríkja- auðvaldinu. En vesturþýzkur her, skólaður með því móti að brjóta á bak aftur í Þýzka- landi allt frjálslyndi, alla rót- tækni, öll mannréttindi, ■— slíkur vesturþýzkur her, það er her, sem Bandaríkjastjórn gæti treyst, og það er slíkur her, sem hún treystir þýzku herforingjunum til að skapa. ,,Hættan“ á róttæk- um ríkisstjórnum Ennfremur: Bandaríkjastjórn er ekki viss um, hvers konar þróun kunni að verða á næst- unni í Vestur-Evrópu. Það er engan veginn loku skotið fyrir að í kosningum í Frakklandi, Ítalíu eða slíkum löndum, yrðu vinstri flokkar j slíkum meiri- hluta, að þeir myndi vinstri stjórn í Frakklandi — róttæk- ari stjórnir heldur en alþýðu- fylkingarstjómin 1936, og svo framarlega sem slíkt gerðist, þá þykir mér ekki ólíklegt að Bandaríkjastjórn þætti gott að. vitna í 4. gr. Atlanzhafsbanda- lagsins til þess að siga vestur- þýzkum her inn í Frakkland alþýðufylkingarinnar. Við skulum alveg gera okk- ur ljóst, hvað þarna er að ger- ast. Það er engum efa bundið, að Bandaríkjastjórn hefur alveg ákveðna hluti fyrir aug- um í því, sem hún er að knýja fram nú, einnig hér á Alþingi íslendinga. Með öðrum orðum: Með því að fá Vestur-Þýzkaland inn í Atlanzhafsbandalagið ætlar Bandaríkjastjórn sér að tryggja endurvakinn nazisma, endur- vakið hervald í Vestur-Þýzka- landi, sem hægt sé að nota hvort heldur er til þess að hleypa af stað heimsstríði aust- ur á bóginn eða til að beita kúgunarráðstöfunum gagnvart Frakklandi og öðrum Vestur- Evrópuríkjum, ef þau væru ó- þæg við Bandaríkin. Þetta er tilgangurinn og þessi tilgang- ur kom ef til.vill einna greini- legast í ljóst, þegar Bandarík- in settu fram þá hótun, að svo framarlega sem Vestur-Þýzka- land yrði ekki tekið inn í At- lanzhafsbandalagið, þá mundu Bandaríkin sjálf hervæða VéSt- ur-Þýzkaland og gera samn- ing við Vestur-Þýzkaland á sama hátt eins og það hefur gert við Spán. Hitlersstefnan veður uppi Nú skulum við svo gera okk- ur ljóst, íslendingar, þegar það liklega í eina skipti kemur til okkar kasta að ráða því, hvort Þýzkaland, hálfnazistískt Þýzka land, verður endurhervætt eða ekki, þá skulum við gera okkur ljós, hvað er að gerast í Vestur-Þýzkalandi. í fyrsta lagi: í Vestur-Þýzka- landi er búið að endurvekja gamla hervaldið, það er verið að skapa á ný gömlu nazistun- um möguleika til þess að taka aftur að sér forustuna, og nú vil ég biðja þingmenn að muna: Hvað var Hitler? Hitler var framkvæmdastjóri fyrir her- valdið og auðvaldið þýzka. Her- valdið og auðvaldið þýzka lif- ir enn. Og hervaldið og auð- valdið þýzka eru nú að skapa sér nýja framkvæmdastjóra. Þeir eru auðsjáanlega meir og meir að taka meira að segja upp sömu hættina og Hitler. Það er sami þjóðarhrokinn, sem nú er aftur að ryðja sér til rúms í Vestur-Þýzkalandi. Það er sama landvinninga- stefnan, sem nú reisir þar upp höfuðið aftur. Á stórum fundí í Vestur-Þýzkalandi, hljómuðu nú nýlega aftur orðin: „Gyð- ingasvín“, endurvakin í kór af þeim mönnum, sem telja sig brautryðjendur fyrir „lýðræð- issinnað“ Þýzkaland. Gyðinga- ofsóknirnar eru þegar í undir- búningi, kommúnistaofsóknirn- ar eru þegar hafnar, frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann á kommúnistaflokknum liggur þegar fyrir þinginu. Þeir hafa ekki haft fyrir því einu sinni að kveikja í ríkisþinghúsinu núna, stjórn Vestur-Þýzkalands, til þess að fá einhverja átyllu til slíks. Morgunblaðinu gefst ekki einu sinni tækifæri til að ásaka Kommúnistaflokk Þýzka- lands um að hafa kveikt í rík- isþinghúsinu á ný. Það verður ef til vill sagt í þessum umræðum, ef ríkis- stjórnin treystir sér yfirleitt nokkurn tíma út í nokkrar um- ræður um þessi mál, að nú sé gerður samningur við Vestur- Þýzkaland, nú sé gerður samn- ingur við herra Adenauer. Það hafa engir slíka sögu af samn- ingsrofum eins og valdhafar þeir sem nú drottna í Vestur- Þýzkalandi. Þýzka hervaldið og þýzka auðvaldið hefur allan þann tíma, sem okkar kynslóð hefur lifað, sýnt sig fyrst og fremst í því að svíkja hvern einasta samning, sem við það er gerður, og segja um leið og hver samningur upp úr samn- ingssvikunum var gerður: Já, þetta voru nú seinustu svikin hjá mér. Þýzkir verkamenn sjá hvert stefnir Það er engum efa bundið að jafnvel þótt í flokki Adenauers væru einhverjir menn, sem af heilum hug gerðu sér það i hugarlund að þeir mundu hindra endurvakningu nazism- ans í Þýzkalandi, þá verða slík- ir menn í minnihluta. Þróunin, sem á sér stað í Vestur-Þýzka- landi nú með degi hverjum, talar alvég sínu máli. Jafnvel þótt Mr. Adenauer sjálfur skyldi hafa það í huganum, að það væri ekki meiningin að endurvekja alveg nazismann, þá sér maður það á þróuninni í því riki, að hún kemur til með að leiða til þess. Það eina sem getur hindrað slíka þróun er vaxandi vald verkalýðshreyí- ingarinnar, þýzka verkalýðsins í Vestur-Þýzkalandi, og nú er byrjað á því að berja vestur- þýzka verkalýðinn niður. Það er ekki af engu að þýzku sósíal- demókratarnir, formaður þeirra Ollenhauer, og það verkalýðs- samband sem þeir stjórna, senda út viðvörunarorðin til Vestur-Evrópu núna. Þeir þekkja það, hvað þýzki hern- aðarandinn og þýzka hervald- ið og þýzka auðvaldið þýðir. A Krupp er orðinn jafn voldugur, eins og hann var áður, en hann hefur nú sterkari ameríska bandamenn heldur en hann hafði 1939. Ný Miinchenglöp? Utanríkisráðherra sagði hér áðan, að það væri náin sam- vinna milli Ðretlands og Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands um þennan samning og framkvæmd á honum, náin samvinna. Má ég minna ráðherrann á, að það var náin samvinna á milli Bretlands og Frakklands, á milli brezku og frönsku ríkis- stjórnanna og Hitlersstjórnar- innar í Þýzkalandi um að gera Munchensamninginn 1938. Það var náin samvinna, og hvert leiddi sú safnvinna? Hvað þýddi sú samvinna? Að meira að segja blindingjarnir í Vest- ur-Evrópu hafa séð, að með Munchensamningnum voru þeir að gera tilraun til að grafa sjálfum sér gröfina, voru þeir að reka Hitler af stað. Og það er Múnchensanmingurinn, sem er að endurtaka sig með þessum samningi við Vestur- Þýzkaland núna. Það er verið að koma þýzka hervaldinu aft- ur á laggirnar, og það er verið að fá þýzka hervaldinu það atómvopn í hendur, sem það vantaði í síðasta stríði til þess gð geta unnið það. Og það er meiningin að ísland eigi að samþykkja þetta. Eg veit að Bandaríkjastjórn treystir því í dag, að Vestur-Þýzkaland snúi vopnum sínum til austurs, það muni ráðast á Austur-Þýzka- land, Tékkóslóvakiu og önnur þau lönd, sem Hitler trampaði blóðugast undir fótunum áður. Eg veit að Bandaríkjastjórn ætlast til þess. En.ég vil vara ykkur við. Við höfum lifað það einu sinni áður að hervaldinu og auðvaldinu í Þýzkalandi þótti réttara, praktískara og handhægara að snúa fyrst vopnum sínum á móti Frakk- landi og til Danmerkur, móti Noregi, og það getur orðið svo enn. Vestur-þýzka hervaldið og auðvaldið vill gjaman ráðast þar á sem garðurinn er læg'sfc- ur. Eg vara ykkur við. Þýzkaland-Spánn- Island Þróunin á næstu árum get- ur leitt það yfir okkur, sem þið gerið ykkur ekki í hugar- lund í dag, því að þið eruð aldrei vanir, meiri hlutinn hér á Alþingi, að hugsa einn ein- asta mánuð fram í tímann, þegar þið gerið ykkar sam- þykktir um þessi mál. Eg veit hins vegar, að Vestur-Þýzka- land og Bandaríkin gera alveg sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja sér sterkari aðstöðu á fslandi í dag, heldur en þau hafa haft áður, og við sjáurri þríhyrninginn, sem á að mynda: Við sjáum Spán, við sjáum Vestur-Þýzkaland, við sjáum ísland. Það er góður þríhym- ingur í kringum Frakkland og England fyrir fasistískt her- vald Ameríku, Spánar og Vest- ur-Þýzkalands á móti þeinj ríkjum, sem þið talið mest um sem lýðræðisríki þessarar álfu. Athugið þið bara, hvað þið er- uð að gera. Það er ekki til neins að koma á eftir og fara að segja við íslenzku þjóðins, að þið hafið verið blekktir, Það er ykkar verkefni að hugsa í dag og sjá fótum ykkar for- ráð. Það er of seint eftir að búið er að gera ísland að einu slíku virki, jafnvel í innbyrðis styrjöld kapítalísku ríkjanna i Vestur-Evrópu. Við skulutn þess vegna ekki reyna að blekkja sjálfa okkur neitt ura, hvernig það Vestur-Þýzkaland verður sem rís upp með þeirri þróun, sem þar er nú, og máj þeim áhrifum sem Bandaríkin beita þar nú. Ofriðarhættan eykst Utanríkisráðherra sagði, a5 með þessax-i þingsályktunartií- lögu, sem hér liggur fyrir, væri verið að auka friðarhorfurnar, það væri verið að auka friðar- horfurnar í heiminum. Má ég minna ráðherrann á, að Mr. Eden, utanríkisráðherra Bret- lands, lýsti því yfir í þinginu í sumar, að það hefði minnstts Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.