Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 6
í Í6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. janúar 1955 - þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- raundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar Eins og vænta má eiga stjórnarblöðin erfitt með að "Verja stöðvun bátaflotans. Fréttablaðið Tíminn virðist ekki enn hafa uppgötvað að flotinn er allur bundinn fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar, og Morgunblaðið grípur í gær til þess ráðs að halda því fram að nú sé Þjóðvilj- inn farinn að verja bátagjaldeyrisskipulagið og vilji ólm- nr að því sé haldið áfram óbreyttu! Það tekur því auðvitað ekki að spyrja þetta málgagn forsætisráðherrans hvenær Þjóðviljinn hafi lýst fylgi sínu við bátagjaldeyrisskipulagið. Aðstandendur Morgunblaðs- ins vita fullvel að þeir eru að fara með ósannindi, vegna þess að þeir geta ekki varið sig með neinum rökum. Þjf' ðviljinn hefur ævinlega barizt gegn þessari ranglátu skr ttheimtu — sem jafngildir gengislækkun — og gerir það enn. Og það er ekki einu sinni svo vel að ríkisstjórnin húgsi sér að lækka bátagjaldeyrisálagið; það hefur henni aldrei til hugar komið. Hún hefur aðeins verið að reyna að flytja einhvern hluta af skattinum frá bátunum til tog- aranna — og jafnframt mun meira að segja hafa komið til fals að auka enn listann yfir þær vörur sem báta- gjaldeyrir leggst á. Það er því enn ein fölsun hjá Morg- nnblaðinu að gefa í skyn að um það sé að ræða að draga «r bátagjaldeyriskerfinu. Auk þess er þetta öldungis ekki kjarni málsins. Það eru fyrst og fremst vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem vekja furðu og reiði. Ríkisstjórnin hefst ekki handa um viðræð- ur við útvegsmenn fyrr en um leið og vertíð á að hefjast — og þau vinnubrógð hafa það 1 för með sér að flotijnn stöðvast allur. Enda þótt góðgjarnir menn vildu ímynda sér að eitthvert vit væri í tillögum ríkisstjórnarinnar um nýia skiptingu á bátagjaldeyrinum eru vinnubrögðin al- gerlega ófyrirgefanlegt hneyksli og þau verða ekki afsök- uð með neinu móti. Hvers vegna gat ríkisstjórnin ekki 3agt fram tillögur sínar tímanlega fyrir áramót og lokið viðvæðum og samningum áður en vertíð átti að hefjast? Það er mikið rætt og ritað um erfiðleika atvinnuveg- anna og að þeir þurfi á fjárhagsaðstoð að halda, t.d. er sagt að togaraflotinn þurfi 40 milljónir króna. En þáð er varlega áætlað að gjaldeyristapið af stöðvun bát- anna nemi tuttugu milljónum króna þá fimm daga sem liðnir eru frá áramóum. Þetta eru fjármunir sem kastað hefur verið á glæ og fást ekki aftur. Það er ekki von að vel fari þegar þannig er á málum haldið, og sú rík- isEtiórn sem þannig hegðar sér getur engu um kennt öðru en sjálfskaparvítum. Burt með herinn Utanríkisráðherra hefur lýst yfir því að hann hafi svikið fyrri loforð sín um að Hamilton-félagið hætti öll- iim störfum hér um þessi áramót. Mun það halda áfram að starfa hér að margháttuðum framkvæmdum „fram eftir þessu ári“ — og er enn óséð hvað það orðalag kann að merkja. Jafnframt er svo samið um að annar erlend- ur aðili — kallaður verkfræðingadeild hersins — sjái um flugvallargerðina, og mun ekki langt bilið milli hans og Hamilton-félagsins. Annars er allt tal Framsóknar um Hamilton sett fram til þess að blekkja. Það á að reyna að láta líta svo út sem starfsemi þessa félags sé meginatriði hernámsins og að allt sé fengið þegar búið sé að hefta það — og jafn- vel koma því af landi burt. En auðvitað er Hamilton- félagið algert aukaatriði hjá vist herliðsins sjálfs, enda eru þær hvatir sem stjórna átökum ríkisstjórnarinnar við Hamilton fyrst og fremst runnar frá hagsmunum grc Jamanna, sem vilja fá sem mestan hermangaraauð til skintanna. Krafa íslendinga er: Burt með allan erlendan her af islaiidi, og sú krafa verður hvorki þögguð niður með íltítekkingiim né beinni andstöðu. Hér fer á eftir síðari hluti af ræðu Einars Olgeirssonar í umræftunum á Alþingi uni hervæðingu Vestur-Þýzka- lands og inngöngu þess í Atlanzliafsbandalagið. Hver er þá tilgangur Banda- ríkjanna með því að óska nú eftir Vestur-Þýzkalandi inn í Atlanzhafsbandalagið? Hver var seinasti aðilinn, sem Banda- ríkin gerðu sáttmála við, bandalag við? Það var Spánn. Franco- Spánn. Bandaríkin eru nýbúin að gera samning við Franco- Spán, ég efast ekki um, að það sé til að vernda lýðræðið, — og Bandaríkin munu núna vera að hefja miklar flotaæfingar á Atlanzhafi með Spáni. Og sam- tímis hafa kröfur Francos gegn Bretum farið mjög vaxandi. Og Bandarílsin hafa greinilega lýst því yfir, að Spánn sé trygg- asti bandamaður þeirra á meg- inlandi Evrópu. Bandaríkjun- um er alveg ljóst, að England og Frakkland, Noregur og Dan- mörk, máski meira að segja fs- land, séu ótryggir bandamenn. En Spánn, það er öruggur bandamaður fyrir „lýðræðið“ í veröldinni! Bandalag við Spán — gegn hverjum? Hvað er aðferð Bandaríkj- anna, hver er taktík þeirra í sambandi við það að fá Spán í bandalag með sér? Spánn er e. t. v. ekki þýðingarmestur fyrir Bandaríkin í því stríði, sem þau hefur oft langað til að koma af stað við sósíalist- ísku ríkin í heiminum, en Spánn er hins vegar þýðingar- mikill sem ógn við Frakkland og England. Og við, sem mun- um Hitlerstímann, munum eft- ir bardagaaðferð Hitlers í þessu sambandi. Bardagaaðferð Hitl- ers var sú að vinna Spán, steypa lýðræðisstjórninni á Spáni, koma á einræðisstjórn á Spáni og fá þar með öruggan bandamann á móti Frakklandi. Og Hitler beitti þessari bar- dagaaðferð með slíkum klók- indum að honum tókst að fá England og Frakkland, ensku og frönsku stjórnina, til að hjálpa sér við þetta, fá þær til þess að svíkja lýðræðið á Spáni, þegar það barðist upp á líf og dauða. Og Bandaríkjum Norð- ■ur-Ameríku er að takast þetta sama í dag. Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku helzt það uppi að gera bandalag við Franco- Spán, gera bandalag við fas- ismann á Spáni, án þess að England og Frakkland hreyfi legg né lið, án þess að þau mót- mæli einu orði, án þess að þau hafi nokkuð við það að athuga, að auðvitað sé Atlanzhafs- bandalagið þetta ágætís lýð- ræðisbandalag eftir sem áður! Bandalagi Bandaríkjanna við Spán er beint ekki hvað sízt gegn Frakklandi og Englandi, ef þau tvö ríki skyldu fara að verða óþægari heldur en þau eru nú. Og nú eftir að Banda- ríkin eru búin að fá Franco- Spán, búin að fá fasismann í opinbert bandalag við sig, þá á nú að taka næstöruggasta bandamann Bandarikjanna á meginlandi Evrópu, hálffasist- ískt Vestur-Þýzkaland í Atlanz- hafsbandalagið. Með öðrum orð- um: Bandaríkin eru smám sam- an að hirða allar leifarnar af Hitlersbandalaginu: Spán, Vest- ur-Þýzkaland, Japan. Það er . verið að endurreisa anti-Komin- tern-bandalagið undir forustu Bandaríkjanna, sem sjálf með hverjum mánuði sem líður eru að verða meira og meira fas- istísk. V estur-Þýzkalancl næstöruggastur bandamaður Illt var að setja okkur ís- lendinga inn í Atlanzhafsbanda- lagið, bandalag nýlendukúgar- anna í veröldinni. Enn verra er að bæta nú Vestur-Þýzka- landi, hálffasistísku Vestur- Þýzkalandi, þama inn í og fara þannig, auk þess sem fasistísku öflin vaxa í Ameríku, að gera Atlanzhafsbandalagið mun fas- istískara heldur en það var áð- ur. Og við skulum nú athuga, hvað Bandaríkin ætla sér með því að taka á þennan hátt Vest- ur-Þýzkaland inn í Atlanzhafs- bandalagið. Það er tvenns konar tilgang- ur tneð því. í fyrsta lagi sá, sem alltaf hefur verið mjög opinber og alltaf er sá hættu- legasti í sambandi við Atlanz- hafsbandalagið, það er sá til- gangur að fá með Vestur- Þýzkalandi hæfilega hermanna- sveit, sem hægt sé að beita gegn sósíalistísku ríkjunum í því heimsstríði, sem Bandarík- in vilja reyna að hleypa af stað við þann þriðjung mann- kynsins, sem nú þegar hefur komið á hjá sér sósíalistísku skipulagi. Þetta höfum við rætt það oft að ég ætla ekki að gera það frekar að umtalsefni. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að það, sem Bandaríkin og þeirra fasistar á Spáni og Vest- ur-Þýzkalandi stefna að með pólitík sinni er hvað snertir baráttuna við sósíalistísku rík- in að undirbúa það að hleypa af stað heimsstyrjöld, og okkur hlýtur að vera ljóst, hver af- leiðingin yrði af því. Þar er hinsvegar við svo voldugt afl að eiga að það er ekki að vita, hvenær þessi ríki, Bandaríkin og þau, þora að leggja til slíkr- ar skelfingar. Þýzkaland svipa á Frakkland og England En það er annað líka sem Bandaríkin miða að með því að fá nú Vestur-Þýzkaland inn í Atlanzhafsbandalagið. Það er auðsjáanlega miðað að því að fá aðila á meginlandi Evrópu, sem hægt sé að beita gegn Frakklandi og Englandi, og jafnvel fyrst og fremst gegn Frakklandi. Og af hverju? Af hverju hugsa Bandaríkin sér að geta notað Vestur-Þýzka- land sérstaklega á móti banda- mönnum sínum í Vestur-Ev- rópu? í fyrsta lagi af því að auð- mannastéttir Englands og Frakklands hafa sýnt sig nokk- uð nízkar á það að gefa upp þær nýlendur, sem. þær hafa í heiminum, eða að sleppa þeim forréttindum, eins og í sambandi við brezka heimsveld- ið, sem þau hafa tryggt sér í sambandi við sín efnahags- mál. Bandaríkin hafa alltaf verið að knýja á með að ná frá Englandi þeim nýlendum, sem þau áður áttu, ná tökúm á þeim og ná þannig undir sig þeim auðlindum, sem brezka auðvaldið hafði sölsað undir sig víðá um heim. Sama er með það fránska. Af eðlilegum ástæðum er enska og franska auðvaldið nokkuð nízkt í þessu sambandi, og það er litlum efa bundið, að þýzka auðvaldið og rýtingur þýzka hervaldsins að baki Frökkum á að vera nokk- urt vopn, beitt vopn, til þess að knýja Frakkland og Eng- land til þess að láta að vilja Bandaríkjanna í þessum e£n- um. Þá er enn ein ástæða íll r stafar € € Þýzki þess, að Bandaríkin telja sér nauðsynlegt að fá VestUr- Þýzkaland til þess að geta beitt því gagnvart Englandi og Frakklandi. Þess hefur nokkuð orðið vart, að enska auðmanna- stéttin gerir sér ljóst, að heims- stríð, nýtt heimsstríð munöí þýða algera tortímingu fyrjr brezku þjóðina. Brezka auð- mannastéttin virðist í æ ríkari mæli gera sér þetta ljóst, og það er meira en sagt verður um íslenzku auðmannastétt- ina. Þar af leiðandi er brezka auðmannastéttin og öll brezka þjóðin hrædd við nýtt heirns- stríð, hrædd við atómstríð. Og þess vegna, eins og greinilega hefur komið fram í yfirlýsing- um brezka utanríkisráðherrans, Mr. Eden, þá hefur brezka stjórnin jafnvel afstýrt því, þegar Bandaríkin hafa verlð komin á fremsta hlunn með að hleypa af stað nýrri heimS- styrjöld, eins og í sambandi við Indó-Kína. Bandaríkja- stjórn þykir Bretastjórn veraí of þung í taumi hvað þessa hluti snertir, þykir hún ekkl nógu talhlýðin. Þess vegna viU Heimsfriði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.