Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. janúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN Rœða Einars Framhald af 7. síðu. munað að Bandaríkin gerðu styrjöldina í Indó-Kína að kjarnorkustyrjöld, og Bretland raunverulega hefði komið í veg fyrir það, sem hins vegar hefði þýtt, að þá hefði farið af stað heimsstyrjöld. Svona tæpt hefur friðurinn staðið hvað eft- ir annað, og nú á að taka Vest- ur-Þýzkaland inn í Atlanzhafs- bandalagið og fá þýzku her- foringjunum atómvopn í hend- ur, að því er utanríkisráðherr- ann segir til þess að „auka friðarhorfurnar“! Má ég minna hæstvirtan ut- anríkisráðherra á, af því að við þekkjum báðir dálítið til Þýzkalands eftir 1918, hvað viðkvæðið var hjá þeim, sem sáu hvert þá stefndi, og var það þó snerryna séð á þeim ár- um, sem við vorum báðir í Þýzkalandi. Haft var að mál- tæki titill á bók eftir frægan þýzkan höfund, sem hijóðaði svo: D& Kaiser ging, die Gen- erale blieben (Keisarinn fór, en hershöfðingjarnir voru kyrr- ir). Og það sýndi sig á endari- um, 1933, að herforingjarnir með Hitler sem framkvæmda- stjóra tóku þar völdin og steyptu heiminum út í skelfing- ar síðustu heimsstyrjaldar. 1945 gerðist* það' sama aftur: Hitler ging und die Generale blieben (Hitler fór, en hers- höfðingjarnir voru eftir). Og það er búið að endurreisa þá í Vestur-Þýzkalandi. Það sama herforingjavald er komið upp aftur. Og það eruð þið, mínir herrar, hér, meirihl. á Alþingi, sem ætlið að fá þessum hers- höfðingjum, sem tvisvar sinn- um eru búnir að steypa Evrópu út í styrjöld í okkar kynslóð, fá þeim atómvopnin í hendur. Sjálfir fara þessir herforingj- ar ekkert dult með, hvað þeir ætla sér. Þið þurfið ekki að afsaka ykkur með þyí, að þeir séu neitt að ljúga að ykkur. Þeir vita alveg hvað þeir ætla að gera, enda tala þeir eins og stríðsbrjálaðir menn, og svo segir hæstvirtur utanríkisráð- herra við okkur: „Þetta er allt undir öruggu eftirliti, undir öruggu eftirliti Englands og Frakkland". Þegar Þýzkaland væri búið að koma aftur upp fjölda herdeilda með atóm- vopn í hönd, þá ættu þessar fjórar herdeildir Bretlands á meginlandinu að hafa eitthvað að segja! Eins og það séu allir búnir að gleyma Dunquerque. Nei, við skulum alveg gera okkur Ijóst, að hafi friðurinn verið í hættu í sambandi við styrjöldina í Indó-Kína, þá er verið að gera leik að því að stofna honum í hættu með því að vopna nú herforingjaklíkuna og endurreistan þýzka herinn. Ogrun við alþýðu- ríkin Við skulum svo ennfremur gera okkur Ijóst, og hugsa það rækilega, að hervæðing Vest- ur-Þýzkalands er slík ögrun við sósíalistísku ríkin í Aust- ur-Evrópu að nálgast friðslit. Við skulum alveg gera okkur Ijóst að þau ríki og þær þjóðir Evrópu, sem þjáðust und- ir árás Hitlers, þau vita bezt, hvað endurreisn þýzka her- valdsins þýðir. Þess vegna gera þessi ríki og þessar þjóðir heim- inum alveg ljóst nú, hvað það þýðir, ef Vestur-Þýzkaland verður tekið inn í Atlanzhafs- bandalagið og verður hervætt á ný. Þjóðirnar í Austur-Ev- rópu, sem Hitler trampaði und- ir fótum, þær gera sér ljóst, að það dugir ekki að horfa að- gerðarlaust á að þýzka her- valdið verði endurreist og Þzýkaland vopnað að nýju. Ég vil að menn geri sér Ijóst að styrjöldinni 1945 er formlega séð enn ekki lokið. Það er aðeins vopnahlé, sem gert hefur verið; að enn sem komið er eru Sov- étríkin í bandalagi við Frakk- land og England, í bandalagi við Frakkland og England um að ráða niðurlögum þýzka her- valdsins. Með samningum eins og í Jalta og Potsdam er sleg- ið föstu að þýzki militarism- inn skuli upprættur með öllu, og England og Frakkland hafa samningslega skuldbundið sig til þess að vinna að því með Sovétríkjunum að uppræta þýzka militarismann, þýzka hervaldið, með öllu. En endur- hervæðing Vestur-Þýzkalands þýðir að koma hervaldinu f þýzka aftur á fót, því hervaldi, sérh Ölí styrjöfdin 193!)—’45 v8r háð gegn. Við skulúm gera okkur þetta ljóst, hvað sem hæstvirt ríkisstjórn vill gera með það. Þá vil ég víkja að einni hlið þessa máls, sem ég býst ann- ars ekki við að við ræðum sérstaklega mikið hérna. Það er sú hlið, sem snýr meira að þýzku þjóðinni og okkur ís- lendingum. Við skulum alveg gera okkur það ljóst í sambandi við þennan samning, að með þessum samningi er Þýzkaland endanlega, að minnsta kosti um marga áratugi, klofið í tvennt. Þýzku þjóðinni er sundrað. Eftir að þýzku auð- mannastéttinni og þýzku her- foringjunum í Vestur-Þýzka- landi hafa verið fengin aftur vopnin í hendur koma þeir til með að beita harðari og harð- ari ráðstöfunum gegn þýzku alþýðunni í Vestur-Þýzkalandi. Koma til með að búa sig undir styrjöld, austur á bóginn eða vestur á bóginn. En í öllu falli: um friðsamlega sameiningu Austur- og Vestur-Þýzkalands verður auðsjáanlega' ekki að ræða. Og við skulum alveg gera okkur ljóst, íslendingar, hvort við viljum leggja okkar lóð í vogarskálina, þegar það er á okkar valdi og valdi okk- ar einna, við getum einir ráðið því, hvort þýzka þjóðin verður klofin á þennan hátt í tvennt, hvort við viljum vinna það nið- ingsverk á þýzku þjóðinni, á þýzku alþýðunni, að kljúfa hana þannig í tvo hluta. Samþykkt þeirrar þingsálykt- unartillögu sem hér liggur fyr- ir er sá argasti fjandskapur við þýzku þjóðina, sem nokkurn tíma hefur verið lagt til að fremja hér á Alþingi. Hann er tilræði gagnvart þjóðareiningu Þýzkalands, gagnvqrt einni menntuðustu og gáfuðustu þjóð í Evrópu. Þjóð, sem er okkur skyld og þjóð sem við höfum oft átt margt sameiginlegt með. ,,Herrenvolk“ og ís- lenzk manngildis- hugsjón Hins vegar býst ég við, að það séu varla til meiri and- stæður hvað allan þjóðararf og lífsaðstöðu snertir innan germanska kynstofnsins heldur en yfirstéttin í Vestur-Þýzka- landi og við íslendingar. Við fslendingar höfum van- izt því frá upphafi vega að skoða alþýðuna sem þjóðina. Að líta á lýðræðið, ef það orð væri ekki misnotað, sem ráð hins vinnandi fólks, völd al- þýðunnar sjálfrar. Yfirstétt Vestur-Þýzkalands eru auð- menn og junkarar sem hafa meira að segja í sínu máli gef- ið yfirstétt Evrópu öll harð- svíruðustu orðin yfir yfirstétt, orðið „Herrenvolk“ orðið „Herrenmensch“. Allt var þetta það sem þýzka yfirstéttin, junkararnir og auðmennirnir þýzku, höfðu öldum saman skapað og alið á, hugmynda- ■ heimur herramannsins, sem drottnar yfir alþýðunni. Yfir- stétt Þýzkalands hefur, í síð- ustu 1000 ár fyrst og fremst vanizt því, að geta trampað á alþýðu Þýzkalands, trampað á henni pólitískt og andlega. Við íslendingar höfúm aldrei eign- azt þann hugmyndaheim, sem vesturþýzka yfirstéttin er alin upp í. Það eru ekki til meiri andstæður innan germanska kynstofnsins heldur en íslenzka þjóðin og vesturþýzka yfirstétt- in hvað þetta snertir. Og við sjáum hvernig vesturþýzka yf- irstéttin nú er að byrja á því að banna verkalýðsflokkana í Þýzkalandi. Við íslendingar höfum vanizt því frá upphafi vega, að skoða friðinn sem eitt æðsta hnoss. Það hefur verið afstaða okkar þjóðar sem vinnandi þjóðar, að líta á það sem gæfu, að eiga frið og öðlast frið og fá að njóta friðar. Vesturþýzka yfirstéttin hefur tignað stríð, hefur tignað hermennsku og tignar hana enn og reynir að ala þjóðina, sem hún drottnar yfir, upp í hermennskuandan- um. Það eru ekki til meiri andstæður innan germanska kynstofnsins heldur en íslenzka þjóðin og vesturþýzka yfir- stéttin. Við íslendingar höfum verið vanir því frá upphafi vega að líta á mennina sem jafn rétt- háa. Við höfum skoðað mann- gildið sem sjálfsagðan hlut. Og okkur hefur þótt sjólfsagt að bóndinn og verkamaðurinn gætu sýnt fulla djörfung gagn- vart höfðingjunum. Vestur- þýzka yfirstéttin hefur slíkan hroka til að bera, að í hvert skipti sem maður kemst í kynni við hann, þá ógnar manni sá hroki álika mikið eins og manni blöskrar undirgefnin, sem tek- izt hefur að skapa hjá hluta af þýzku alþýðunni gagnvart þessum hrokafullu drottnum. Það er engin tilviljun að orð eins og Kadavergehorsam eða önnur slík eru orð, sem þýzk- an ein leggur til. Mál þýzku yfirstéttarinnar hefur lagt til í Evrópu öll auðvirðilegustu dæmin um undirgefni, um alla þá eiginleika sem við íslend- ingar hötum mest. Þýzka al- þýðan hefur þar til nú, að hluti af henni hefur losnað undan kúguninni, aldrei megn- að að gera byltingu, sem gæti bylt aðlinum og auðvaldinu í Þýzkalandi frá völdum. Borg- aralega byltingin sjálf kóriist aldrei í gegn í Þýzkalandi. Og við búum að því ennþá, að þýzka yfirstéttin er þess vegna sú harðsvíraðasta og ófyrir- leitnasta í Evrópu. Glæpaslóð nazism- ans hræðir Við íslendingar höfum verið vanir því að skoða menningu sem eitthvað, sem við tignuð- um og vildum gera að okkar hlutskipti. En sá maðurinn, sem Morgunblaðið á sínum tíma dáðist mest að vegna dugnaðar hans í aðgerðunum gagnvart þýzku þjóðinni, Gör- ing, sagði: „Þegar ég heyri menningu nefnda, þá gríp ég til skammbyssunnar“. Menning vesturþýzku yfirstéttarinnar: Belsen, Buchenwald, Auswitsch, hefur sett slíkt brennimark á Evrópu á þessari öld að það verður seint afmóð. Og þann dag í dag, nú síðustu vikurn- ar, er verið að tigna sömu stríðsglæpamennina, sem stjórn- uðu fangabúðunum. Það kveða við ópin í Þýzkalandi í dag, þegar einhverjir dirfast, að tala á móti hervæðingu Þýzka- lands: Þú ættir heima í fanga- búðunum. Þú hefur sloppið frá gasofnunum. Eg held, að meiri hlutinn hér á Alþingi hefði gott af þvi að líta á verksummerkin, sem sjást ennþá eftir þýzka her- valdið. Eg býst við, að jafnvel háttvirtir þingmenn meiri hlut- ans, sem sjaldan virðast hugsa í þessum efnum, mundu þó komast við, ef þeir kæmu inn í stofurnar í Auswitsch, þar sem bamaskórnir ná upp að loftinu, hrúgurnar af þeim, skórnir af börnunum, sem voru teknir af þeim áður en þau voru brennd í gasofnunum. Eg býst við að brosið færi af hátt- virtum þingmönnum, ef þeir sæju leifarnar af níðingsverk- unum, sem nazistarnir hafa ffamkvæmt, og þeir hugsuðu sig kannski tvisvar sinnum um, hvort þeir ætluðu að sleppa þessum stríðsglæpa- mönnum lausum á Evrópu aftur. Auðhringar og griðníðingar Við fslendingar höfum verið vanir því, að bændur vildu verða frjálsir sjálfseignar- bændur á sínum eigin jörðum. Við höfum átt bágt með að skilja þá bændur Þýzkalands, sem hafa orðið að una öld eft- ir öld við kúgun þýzku júnk- aranna, það sama júnkaravald, sem enn í dag drottnar í Vest- ur-Þýzkalandi. Við íslendingar erum vanir því í dag að álíta stóriðjuna, sem hér er verið að reisa, sjálfsagða sem ríkiseign en ekki einstakra auðhringa. í Vestur-Þýzkalandi er Öll stór- iðjan í eign þeirra manna, sem voru dæmdir sem stríðsglæpa- menn eftir siðasta strið, i eign örfárra auðhringa, þeirra auð- hringa, sem komu af stað og reru undir tveim síðustu heims- styrjöldum. Þýzki verkalýðurinn veit, hvað þetta þýðir og hvert þessi þýzka yfirstétt stefnir. Þess vegna mótmælir verl^alýðurinn í Vestur-Þýzkalandi ...þgj, sem nú íít verið. að fremja. Óg að siðustu: Ef einhver skyldi halda því fram í dag, að þrátt fyrir alla sögu yfir- stéttarinnar í Vestur-Þýzka- landi, þá væri okkur óhætt sff treysta hennar samningum ný. þá vil ég minna þá hina sömjR menn á, að þó að við íslend- ingar álítum griðrof eitt það svívirðilegasta sem til sé, þá er griðrof sú bardagaaðferð, sem vesturþýzka yfirstéttin sérstaklega skarar fram úr í. Eg held þess vegna að það væri rétt fyrir meiri hlutann hér á Alþingi, fyrir þingmenn stjórnarflokkanna, í eitt skipti, að hugsa um hvað þeir séu að gera, að reyna að afla sér ein- hverrar ofurlítillar þekkingar á því, sem er ætlazt til að þeir leggi dóm sinn á, að ana ekki í algeru þekkingarleysi og blindni út í það, sem ríkis- stjórnin segir þeim að gera. Alþýða Evrópu gegn hervæðingu Vestur- Þýzkalands ■ Utanríkisráðherra sagði, að það væri óskipt almenningsálit í Vestur-Evrópulöndunum á bak við þennan samning. Það er ekki satt, eins og Finnbogi R. Valdimarsson sýndi hér greini- lega fram á í ræðu sinni. Það má meira að segja fullyrða, að meiri hluti brezka verkalýðsins er á móti hervæðingu Vestur- Þýzkalands. f atkvæðagreiðsl- unni í Labour Party vissu menn hvað litlu munaði. Og hvernig tókst samt sem áður þeirn, sem voru fylgjandi end- urhervæðingu, að fá meiri hluta? Af því að skriffinnarnir í nokkrum af brezku verka- lýðssamböndunum gátu notað atkvæði stórra verkalýðssam- banda, þar sem samböndin voru sjálf á móti hervæðingunni, til þess að greiða atkvæði með henni. Það er engum efa bundið, að meiri hluti brezka verkalýðsins er á móti her- væðingu Vestur-Þýzkalands, að meiri hluti frönsku þjóðarinn- ar, eins og Finnbogi R. Valdi- marsson sagði réttilega, er á móti hervæðingu Vestur-Þýzka- lands. Því fer fjarri, að það sé öruggt að þessi samningur verði fullgiltur. Til allrar ham- ingju er það ekki öruggt. Og það er engin ástæða fyrir fs- land til þess að ana út í for- aðið á undan öðrum. Ef menn endilega vilja teyma ísland út á þá glapstigu, sem hér er lagt til, þá er a. m. k. nóg að gera það á eftir. Örlagarík ákvörðun Einu sinni ætti þó Alþingl íslendinga að geta sýnt þann manndóm að þora að taka sjálf- stæða ákvörðun, þingmenn að þora að hugsa eitt mál sjálfir, brjóta það til mergjar sjálfir, komast að niðurstöðu sjálfir og gera ekki bara það, sem þeim er sagt og það sem þeim er skipað, án þess að hafa hug- mynd um hvað þeir séu að gera. Einu sinni ætti Alþingi ísiendinga að þora að vera fulltrúi friðar í heiminum: að segja nei við því að þýzki naz- isminn verði endurvakinn, að þýzka herveldinu verði fengin atómvopn í hönd. Nú höfum við valdið, og það vald eigum við að nota. Við stærum okk- ur af því, sem okkar forfeður hafi getað gert á örlagarikum stundum í okkar sögu. En get- um við aldrei verið menn til þess að feta í fótspor þeirra sjálfir?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.