Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. janúar 1955 Erich Maria REMARQUE: « '• Að elsha. ... og deyja 22. dagnr 1 „AlLt í lagi. Þegiðu svo. Þú getur beðið á morgun. Eða bíddu að minnsta kosti þangað til lestin er komin af staö“, sagði einhver þreytulega. „Ég ætla að biðja. Ég verð að komast heim. Ég fæ ekki leyfi til að fara heim, ef ég er settur á sjúkrahús hér. Ég verð að komast til Þýzkalands. Konan mín er hjalp“. með krabbamein. Hún er þrjátíu og sex ára. Varð þrjá- tíu og sex ára í október. Hún er búin að liggja fjóra mánuði í rúminu“. Hann leit á einn af öðrum með þjáningarsvip. Eng- inn sagði neitt. Þetta var svo algengt. Klukkustundu seinna lagði lestin af stað. Maðurinn sem klifrað hafði út um hinar dyrnar hafði ekki sýnt sig. Sennilega höfðu þeir haft upp á honiun, hugsaði Graber. Um hádegi kom liðsforingi inn til þeirra. „Vill einhver héma láta raka sig?“ „Hva'ð segirðu?” „Raka sig. Ég er rakari. Ég hef ágæta sápu. Afgang frá Frakklandi". „Rakstur meðan lestin er á hreyfingu?" „Auðvitað. Ég er að koma úr liðsforingjavagninum“. „Hvað kostar það?“ „Fimmtíu pfenniga. Hálft mark. Það er ódýrt, miðað við það að ég verð fyrst að klippa af ykkur skeggið". „Gott“. Einhver tók upp peningana. „En ef þú skerð mig, færðu ekki neitt“. Rakarinn setti frá sér skálina og tók upp úr vasa sínum skæri og greiðu. Hann var með stóran bréfpoka sem hann setti afklippta hárið í. Svo fór hann að búa til froðu. Hann stóð hjá glugganum. Froðan var hvít eins og hún væri úr snjó. Hann var afar leikinn. Þrír menn létu raka sig. Særðu mennirnir afþökkuðu það. Gráber var hinn fjórði sem settist. Hann horfði á menn- ina þrjá Sem búnir voru. Þeir voru undarlegir útlits. Andlit þeirra vom rauð og veðurbarin; hökurnar hvítar og gljáandi. Þetta voru hálf hermannsandlit og hálf heimamannaandlit. Gráber heyrði urgið í rakhnífnum. Hann varð léttari í skapi við raksturinn. Þetta var þegar orðið heimalegt, þótt ekki væri nema það að yfir- maður var að stjana við hann. Honum fannst eins og hann væri kominn í borgarabúning. Síðari hluta dags nam lestin aftur staðar. Fyrir utan var eldhústjald. Þeir fóm út til að taka við matar- skömmtum sínum. Lúttjens fór ekki með þeim. Gráber sá að varir hans bærðust í sífellu. Á meðan hélt hann heilbrigðu hendinni krepptri utanum reifuðu höndina. Þeir fengu sænskar næpur. Þær vom moðvolgar. Það var komið kvöld þegar þeir komu að landamær- unum. Lestin var tæmd. Hermennirnir 1 leyfi vom kall- aðir saman og farið með þá á aflúsunarstöð. Þeir af- hentu fötin sín og sátu naktir í skálunum til þess að láta lýsnar drepast á líkama sínum. Salurinn var heit- ur, vatnið heitt og það var sterk sótthreinsunarlykt af sápunni. í fyrsta skipti í marga mánuði sat Gráber 1 vel heitu herbergi. Á vígstöðvunum höfðu stundum verið ofnar, en þá var manni aðeins heitt á þeirri hlið sem að ofninum sneri. Hin var ísköld. Allt þetta her- bergi var funheitt. Beinin í manni gátu smámsaman þiðnað. Beinin og höfuðkúpan. Lengst hafði kuldinn og frostið bitnað á höfuðkúpunni. Þeir sátu í hring, leituðu að lúsum og mörðu þær undir nöglunum. Gráber hafði engar lýs í höfðinu. Teppalýs og fatalýs settust ekki að í höfðinu, það var föst regla. Lýs fóru ekki inn á yfirráðasvæði hver ann- arrar. Milli þeirra voru engar styrjaldir. Hitinn gerði hann og syfjaðan. Hann sá föla líkama félaga sinna, kuldapollana á fótum þeirra og rauð örin. Allt í einu vom þeir ekki lengur hermenn. Einkennis- búningar þeirra hengu 1 gufu einhvers staðár; þeir voru naktir mennskir menn að merja lýs og samræður þeirra tóku breytingum í samræmi við það. Þeir töluðu um mat og konur. „Hún á barn“, sagði maður sem nefndur var Bern- hard. Hann sat við hliðina á Gráber og veiddi lýsnar úr augabrúnunum með aðstoð vasaspegils. „Ég hef ekki komið heim í tvö ár og barnið er fjögurra mánaða. Hún segir að það sé fjórtán mánaða og ég eigi það. Auk þess minntist hún aldrei á það, fyrr en fyrir tíu mán- uðum. Aldrei áður. Hvað segið þið um þetta?“ „Svona lagað er alltaf að gerast“, svaraði sköllóttur maður kæruleysislega. „Uppi í sveit er fjöldi barna eign- aður stríðsföngum“. „Ég mundi reka kvenmanninn á dyr“, sagði maður sem var að reifa á sér fæturna. „Þetta er viðurstyggi- legt“. „Viðurstyggilegt? Hvað áttu við?“ Sköllótti maðurinn bandaði hendinni kæruleysislega. „Á stríðstímum er allt með öðrum hætti. Þið verðið að skilja það. Hvort er það drengur eða stúlka?“ „Drengur. Hún skrifar aö hann sé líkur mér“. „Ef það er drengur, geturðu haldið honum. Hann get- ur komið að gagni. Uppi í sveit er alltaf þörf fyrir „En heyrðu mig. Hann er hálfur Rússi —“ „Hvað gerir það til? Rússar eru Aríar. Og föðurlandið þarf á hermönnum að halda“. Bernhard lagði frá sér spegilinn. „Svo auðvelt er það ekki. Þú getur trútt um talað. Þetta kom ekki fyrir þig“. „Kysirðu þá heldur að einhver feitur, úrkynjaður landi þinn ætti barn með konunni þinni?“ „Nei, alls ekki“. „Nú, jæja“. „Hún hefði getað beðið eftir mér“, sagði Bernhard lágt og feimnislega. Sköllótti maðurinn yppti öxlum. „Sumar bíða og aðr- ar ekki. Þú getur ekki ætlazt til neins ef þú kemur ekki heim árum saman“. „Ert þú líka kvæntur?" „Nei, guði sé lof að ég er það ekki“. „Rússar eru ekki aríar“, sagði rottulegur maður með niðurmjótt andlit og lítirm munn allt í einu. Harm hafði þagað fram að þessu. Allir litu á hann. „Þér skjátlast“, sagði sköllótti mað- urinn. „Þeir eru aríar. Einu sinni sömdum við þó við þá“. Glens og gaman Hún: í>ú hugsar meira um þetta nýja útvarpstæki en um mig. Hann: Það truflar mig minna.. Kennari: Hvað er helmingur- inn af einum tíunda hluta? Baddi: Það veit ég ekki ná- kvæmlega, en það getur ekki verið mikið. Hann (eftir langa deilu): Mér þætti fróðlegt að vita hvað gerðist ef við yrðum einhvern- tíma sammála. Hún: Það hefði ekkert annað gerzt en það, að ég hefði haft rangt fyrir mér. —o— Kennari: Hver er helzta út- flutningsvara Vesturindía? Nemandi: Ég veit það ekki. Kennari: Hvaðan fáum við sykurinn okkar? Nemandi: Við fáum hann lán- aðan hjá henni frú Nikulás- son. Hann: Þú ert alltaf að óska. einhvers sem þú hefur ekki. Hún: Hvers annars ætti ég að óska? Hann: Ég er búinn að bíða eftir þér hvorki meira né minna en þrjú kortér, og ég hef orðið að standa allan tím- ann eins og fífl. Hún: Því miður get ég ekki gert að því hvemig þú stend- ur. Q0 eimilisþáitnr Venusmál eftir hæð og aldrí Það er ekki eingöngu Venus Fyrirmyndarmálið er því um- frá Milo sem hefur skilið eftir fram allt háð líkamsstærðinni. líkamsmál sín sem sígilda fyr- Hæðin er að sjálfsögðu mæld irmynd, — frá alda öðli hafa án skóa. Brjóstmál og mjaðma- konurnar sótzt eftir ýmsum mál á að vera svipað, mittið á fegurðarfyrirmyndum. En það að gizka 25 sm grennra. Aðrar gleymist oft að ekki er hægt að stærðir skipta minna máli, því gefa upp fullkomið mál nema að hvaða máli skiptir það að stærð konunnar og líkamsbygg- við höfum háls og fótleggi eins ing sé tekin tíl greina. Enn- og Venus frá Milo ef aðalmál- fremur verður að athuga að því in eru röng ? nær engar konur hafa sama Hér á eftir koma fyrirmynd- þunga alla ævi, og því skiptir armál fyrir hina ýmsu aldurs- aldurinn einnig miklu máli. og þyngdarflokka: Aldur Hæð Þyngd Mjaðmir Mitti Brjóst 20-30 1,55 m 48 kg 81 sm 61 sm 82 sm 20-30 1,65 m 57 kg 87 sm 62 sm 86 sm 20-30 1,70 m 62 kg 92 sm 66 sm 89 sm 20-30 1,75 m 66 kg 96 sm 70 sm 92 sm 30-55 1,55 m 50 kg 84 sm 64 sm 85 sm 30-55 1,65 m 59 kg 90 sm 65 sm 87 sm 30-55 1,70 m 64 kg 98 sm 68 sm 99 sm 30-55 1,75 m 69 kg 100 sm 76 sm 102 sm Engiferrúllur ... 120 g smjör (eða smjörlíki) 120 g hveiti 120 g dökkur púðursykur 120 g síróp i/2 tsk engifer Smjörið mulið í hveitið, púð- ursykri og sírópi bætt smám saman í og þessu er hnoðað saman í þykkt deig. Gerið úr því litlar bollur og þrýstið á þær á plötunni, sem smurð er með smjörlíki. Gætið þess að hafa langt á milli þeirra — hafið ca 6 á liverri plötu, því að deigið rennur mjög mikið út. Bakist ca stundarfjórðung í heitum ofni. Lyftið kökunum varlega af plötunni með pönnu- kökuhníf og vefjið þeim volg- um utanum skaftið á trésleif. Þegar þær eru kaldar eru rúll- urnar fylltar með þéyttum rjóma eða smjörkremi. Annars bragðast þær vel tómar líka. MÁNUDAGS FRIKADELLUR Ca. 250 g steikt eða soðið kjöt hakkað í hakkavélinni ásamt 100 g af reyktu fleski og þrem hveitibrauðsneiðum sem bleytt- ar eru upp í dálítilli mjólk. Farsið síðan hrært með einu eggi, pipar, rifnum lauk og salti ef þarf, öllu hnoðað vel saman og búnar til litlar kúlur sem velt er upp úr raspi og steiktar í brúnuðu smjöri eða smjörlíki. Grænmetisjafningur, eða soðnar kartöflur og brún sósa eða brúnað smjörlíki borið með.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.