Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 10
2 Kau pahotum hans Gísla í Gröf Vegna margra og endurtekinna óska birt- um við þennan texta eftir Loft Guðmunds- son; sem Haukur Morthens hefur sungið á hljómplötu. Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf er glettin og hýr á brá. Hver bóndason þar á bæjuniun er brennandi af ástarþrá. ÖIl sveitin í háspennu hlerar ef hringt er að Gröf síðla dags, og Jói eða Jón heyrist hvískra: „kem í jeppanum eftir þér strax'*. Já, kaupakönan hans gísla í Gröf. — þeir sofa ekki, — svei mér þá. Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf er glettin og hýr á brá. Hver bóndason þar á bæjunum er brennandi af ástarþrá. Hann Siggi á Farmalnum syngur um svásana háfleygan brag. Og Geir, sem er roskinn og reyndur, hann rakar sig tvisvar á dag. Já kaupakonan hans Gísla í Gröf, hún gerir þá alveg frá, já kaupakonan hans Gísla í Gröf, — þeir sofa ekki, — svei mér þá. __________________________________________J Nýtízkudama VII Nú höfum við fcngið teikningar af „nýtízku- dömum“ frá Eyrarbakka, úr Biskupstungum og frá Reykjavík. Við birtum þær í þeirri röð, sem þær bárust til blaðsins. Þessi mynd er frá vin- konu okkar Önnu í Grænuhlíð. Hún segir svo í bréfi, sem íylgdi nayndinni: . . . „Ég scndi þér hérna eina nýtízku- dömu frá Eyrarbakka. Þær geta nú verið snotr- ar þar líka. Svona "líta þær út, þegar þær eru hættar í frystihúsinu og búnar að snyrta sig og komnar í fin föt. . .“. Já, það er satt, Anna í Græguhlíð, snotur er íulltrúi ykkar, enda hef- ur margur rennt hýru auga til þeirra á Bakk- inum, fyrr og síðar. En ' lesendum viljum við segja það, að myndin hérna í blaðinu er ekki r.ema svipur hjá sjón, því að Anna í Grænu- hlíð er listamálari og hefur málað myndina af undra nákvæmni og gætt hana ljóma hinna feg- urstú lita. Hún notar vatnsliti. Við getum sagt ykkur t.d. að hárið er grænt, en það er hrein Parísartízka. Þar hafa sumar tízkudömurnar lit- að hár sitt grænt, og má segja að það sé í samræmi við vorgróður- inn. Litli vikadreng- urinn Kæra Óskastund. Komdu sæl og blessuð. Mig lang- ar til að segja þér frá vísu, sem er svona: Iátill stubbur Óli er alltaf svona glaður, þú ert aftur koiuinn hér. þú ert fiskimaður. Björn H. Árnason, H ára, Reykjavík. ■3 Hlynur Berglandsson ávarp ” I Gellur hátt i faamraköU- ar Berufjarðarstúlkuna itm *• asta blaði, að Hlynur Berglandsson myndi taka til máls og ávarpa Beru- fjarðarstúlkuna. Okkur grunar, að Hlynur sé Samkeppnin Framh. af 1. síðu. um, Vopnafirði, fyrir myndina Konan með prjónana. — Önnur verð- laun hlaut SteinUnn Þor- bergsdóttir, 11 ára, Pi’est- bakka á Síðu, fyrir myndina Jón litli á stóra steininum. Þriðju verðlaun hlaut Ásdís Gunnarsdóttir, 10 ára, Hnappavöllum í Öræfum fyrir myndina Lítill fjár- maður. — Viðurkenn- ingu í þessum flokki hlaut Guðmundur Haf- steinsson, 10 ára, Kambs- vegi 33, Reykjavík, fyr- ir myndina Svanur í sefi. Dómendum þótti þetta raunar vera bezt tekna myndin og væri vel fall- in til þess að gefa hana út á póstkorti, en töldu hinsvegar að þetta væri of algeng mynd frá Reykjavíkurtjörn, svo að ekki væri hægt að taka hana fram yfir vel gei’ð- ar myndir með sérein- kennum. Við þökkum öllum þátttakendum fyrir send- ingarnar. f þetta sinn birtum við mynd Helga: Sr.úlkan með siæðuna. einn af kunnustu lista- mönnum þjóðarinnar og renni huganum oft til Berufjarðarstranda. Hlyn- ur segir svo: —- „Hér með þakka ég Addý í Berufirði austur fyrir hennar ágætu vísnaparta í Óskastund- inni, og minnir hún fag- urlega á eina af okkar hálfgleymdu skrautsveit- um austur þar og Bú- landstindinn minn gamla, góða, sem trauðlega á sinn líka á landi hér og þó víðar sé leitað. — Einnig sendi ég hér til- raunir mínar til að botna vísur Addýar. Addý: Norðurljós í björtum, breiðum bogalínum gullnum kvika. Hlynur: lTPP á fjarrum undra- leiðum Óðins fákar léttan stika. Addý: Bráðnar gaddur, brotnar múr, bregður skjótt til hlýju. Hlynur: Foldarhacldur fékk sér dúr, fagnar sumri nýju. (Foldarhaddur mun tákna grasið.) Addý: Búlandstindur brattur rís bysgður tröllum. Addý: Bcrufjörður blár og tær, ber af sínum grönnuni. Hiynur: Addý mín er orðin Ikær otal fínum mönnum. Aths. Bragðavellir eru innst við Hamarsfjörð að sunnanverðu, svo að þéttings kallfæri er þangað úr Búlandstindi. í Bragðavallalandi var það, sem Jón Sigfússbn bóndi þar fann eldfornar Paparústir og m.a. róm- verska peninga, sem gerðir eru um 500 árum fyrir landnámstíð. Eldspýtnaþrauf <S>--<í>-- <s>----------«>----------4> <é>---$>---4- Hér er 16 eldspýtum raðað þannig, að þær mynda fimm féminga. Getur þú með því að fiytja til þrjár spýtur, fækkað ferningunum þannig að þeir verði fjórir? Ekki mega tvær spýtur liggja hlið við hlið og enga spýtu má taka alveg burtu, Þú verður að nota allar spýturnar. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. mai 1956- Akurnesingar sigruðu Reykvíkinga Framhald af 9. síðu. Hitt er svo annað mál að hefðu Reykvíkingar notfært sér öll þau tækifæri, sem þeir fengu, hefði munurinn getað orðið miklu minni eða í mesta lagi 1 til 2 mörk. Sjaldnast var það fyrir hnitmiðaðan samleik, þó honum brygði fyrir stöku sinn- um. I sóknarloturnar vantaði þann kraft, sem til þurfti, og þá nákvæmni í sendingarnar til þess að samfelldur samleikur tækist. Nokkrar svipmymiir úr léiknum Á 5. mín: Þórður Þ. er hættu- lega nærri marki R. Ólafur bjargar. Á 11. mín.: Gunnar Gunnarsson skaut af stuttu færi en skotið fór í mótherja. Á 13. mín.: Halldór Halldórsson skaut af löngu færi knetti er hann fékk úr loftsendingu og strauk hann þverslá ofanverða. Á 15. mín.: Gunnar Gunnars- son á fast skot af löngu færi, en Hejvi ver. Á 21. mín.: Rík- arður skorar fyrsta mark Akra- ness með fallegu vinstrifótar skotí Á 21. mín: Aukaspyma á Akranes. Þröng við markið. Sigurður „mokar“ knettinum yfir úr krappri aðstöðu. Á 28. mín.: Hiimar er í góðu færi en sparker framhjá markinu. Á 30. mín.: Þórður Jónsson fær send- ingu yfir og skorar. Hvar var Hreiðar? Eða markmaðurinn? Á 31. mín.: Gunnar Guðmanns- son átti gott skot á mark, en Helgi varði. Á 34. mín. Sveinn Teitsson sendir lágan knött til Þórðar .Tónssonar, sem skorar strax. Á 35. mín.: Hilmar Magnússon er í allgóðu skotfæri, en skýtur himinhátt yfir. Á 37. mín.: Halldór Sigurbjörnsson tekur horn, Ríkarður, ótruflað- ur af vörninni, gerir mjög glæsi- legt mark með skalla. Á 43. mín.: Karl Bergmann skorar fyrir Reykjavík eftir sendingu frá Sigurði Bergssyni. Síðari hálfleikur Á 1. mín.: Ríkarður skaut hörkuskoti, en beint á Ólaf sem varði. Á 3. mín.: Hilmar í færi, en mistekst. Á 9. mín: Gunnar Guðmannsson skorar með föstu skoti, varnarmaður lokaði Helga útsýn. á 12. mín.: Hreiðar ver á línu. Á 15. mín.: Horn frá hægri. Rikarður nær knettinum og skorar með vinstri fæti með hörkuskoti í hornið. Á 20. mín.: Helgi Björgvinsson skorar síð- asta mark Akraness. Á 28. mín.: Þórður Þórðarson kominn inn- fyrir, en er of fljótur á sér og skýtur framhjá. Á 30. mín.: Þórður Jónsson á skot á mark, en Ólafur ver í hom. Á 35. mín.: Gunnar Guðmannsson átti opið tækifæri en skaut framhjá. Liðsmenn Ólafur Eiríksson, Einar Hall- dórsson og Ámi Njálsson voru þeir einu, sem höfðu frískleik á borð við Akurnesinga, og sluppu vel frá leiknum. Halldór Halldórsson varð að yfirgefa völlinn vegna smá- meiðsla um miðjan fyrri hálf- leik og Jens Sumarliðason kunni ekki sömu tökin á Ríkarði og Halldór. Hinn ungi Eiður Dal- berg lofar góðu en í svona stóra leiki þarf leikvana menn; þó sýndi hann enga minnimátt- | arkennd og reyndi oft að byggja upp samleik. Hreiðar var ekki sá sami sem við sáum í svo mörgum leikjum í fyrra. Það er erfitt að gera upp á milli framherjanna, enginn var lélegur og enginn góður. Þeir fundu ekki hvern annan til þess að sameinast um verk sem þeir eiginlega kunnu skil á hver fyrir sig. Þeir komu ekki af stað já- kvæðum samleik. Þeir nafnarnir Gunnar Guðmanns og Gunnar Gunnarsson, og enda Karl Berg- mann sluppu þó skárst frá leikn- um. Reykjavikurliðið mun ekki hafa verið kallað saman til um- ræðna um skipulag í leiknum, og virðist það þó næsta eðlilegt. Vörn Akraness virtist stund- um nokkuð opin einsóg tækifæri Reykvikinga báru nokkurt vitni um. Jón Leósson er duglegur og ákveðinn sem bakvörður, en full harður. Guðjón Finnbogas. átti góðan leik og þeir Sveinn Teits- son og hann liöfðu miðju vall- arins oft á valdi sínu, enda gengu flest áhlaupin fram miðj- una, þar sem þeir dreifðu þeim síðan út á jaðrana til að draga frá markinu og náðu þá góðum skiptingum. Þeir Þórðarnir og Halldór áttu allir góðan leik. Því skal enn spáð að þetta lið Akraness verði torsótt í sum- ar. Dómari var Guðjón Einarsson og dæmdi vel. ILofíleiðir bjóða Framh. af 3. siðu að ýmsir Þýzkalandsvinir hér í bæ fréttu um þetta, tóku að berast frá þeim tilmæli um að mega bjóða börnunum að dvelj- ast á heimilum hér í Reykjavík og nágrenni þann tíma, sem þau verða hér á landi. Fyrir því liefur stjórn Loft- leiða nú ákveðið áð gefa þeim, sem vilja, kost á að bjóða börn- unum til sín, en ætlazt er þó til, að þau taki öll þátt í sameigin- legum ferðalögum, sem ráðgerð eru. £r ekki að efa, að margir vinir Þýzkalands, einkum meðal þýzkumælandi fjölskyldna, muni nota þetta tækifæri til að endur- gjalda gamla þakkarskuld eða knýta ný vináttubönd. Þeir sem hug hafa á að bjóða til sín barni eða bömum úr þessum hópum, hafi samband við skrifstofu Loftleiða hið allra fyrsta. Gísli Sigurbjörnsson mun einn- ig gefa nánari upplýsingar varð- andi þetta mál. Segir Gísli svo frá að von sé á þýzkum sjón- varps- og kvikmyndatökumönn- um hingað til lands í júní. Pípulagningar- menn Framh. af 3. síðu Kristjánsson, gjaldkeri Harald- ur Salómonss., ritari Hallgrím- ur Kristjánsson og meðstj. Sigurður J. Jónasson. Stjórn styrktarsjóðsins skipa þessir: Formaður Bergur Jóns- son, gjaldkeri Tryggvi Gíslason og ritari Jóhann Pálsson. Stóraukin dónsk- sovézkviðskipti Á mánudag verður undirritað- ur nýr viðskiptasamningur milli Sovétríkjanna og Danmerkur og er gert ráð fyrir stóraukinni verzlun milli landanna. Samn- ingurinn er til tveggja ára og er gert ráð fyrir 275 millj. d. kr. vöruskiptum hvora leið hvort árið. Danir selja bæði landbúnað- arafurðir og iðnaðarvörur, m. a. smjör, kjöt, hraðskreið' kaup- skip pg kæliskip, en fá í staðinn m. a. kornvörur, timbur og kol. • Bretar oíí Frakkar selja Israel vopn Fréttaritari frönsku fréttastof- unnar AFP í London segir, að Bretar og Frakkar muni á næst- unni hefja sölu á vopnum til ísraels til að koma aftur á því „jafnvægi" í vígbúnaði þess og Arabaríkjanna sem raskaðist við kaup Egypta á vopnum frá Tékkóslóvakíu. Bandaríkin hafa ekki viljað fallast á að taka þátt í þessum vopnasendingum. Afhenti trúnaðar- bréf í gær Dr. D. U. Stikker afhentl I gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt sem ambassador Hollands á íslandi við hátíðlega athöfn að viðstöddum utanríkisráðherra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.