Þjóðviljinn - 19.04.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.04.1958, Blaðsíða 9
4) — Óskastundin Konstantín Tsjolkovskí var fyrstur til að koma fram með hugmyndina um langdrægar eldflaugar og gervihnetti, sem mætti skjóta út í geiminn. Þetta frímerki er gefið út af Ráð- stjórninni til minningar um að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. FRlMERKJAÞÁTTUR Maáurinn á frímerkinu um blöðru fyllta af gasi eins og loftbelgir eru, það hefur ef til vill orðið Laugardagur 19, apríl 1958 ■— 4. árgangur —- 13. tölublítð. Ritstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir — Útgefandi: ÞjóSviljinn Lífsins tré Konstantín Tjsolkovskí var í æsku reglulegur strákur í þess orðs fyllstu merkingu, hann var til með að gera öl) þessi venjulegu stráka- pör, sem enn tiðkast. Á sumrin lék hann sér að því með félögum sínum að byggja smá hús úr sprekum og kvistum og klifraði í trjánum. Hann vildi helzt leika sér úti og var hrifinn af íþrótt- um. Oft lék hann sér að þvi að búa til flugdreka og lét þá bera litla öskju með farþega í. Farþeginn var þá skordýr, sem hann hafði klófest í eld- húsinu heima hjá sér. Þegar veturinn kom var Kotnstantín duglegur á skautum. Þegar hann var átta ára gaf móðir hans hon- til þess að hann fór að brjóta heilann um geim- flug. Hann sagoi frá því, að sem drengur hafi hann haft gaman af að lesa og láta sig dreyma. Hann sagði svo sjálfur frá: Eg ímyndaði mér að, þar sem ég og bróðir minn vorum litlir væru allir hlutir umhverfis okkur líka litlir. Og í dag- draumum mínum gat ég stokkið hærra en nokkur annar, klifrað upp síma- staura eins og köttur og gengið á línu. í draum- um mínum var þyngdar- lögmálið ekki til“. Þegar hann var níu ára gamall varð hann al- Framhald á 3. síðu HVAÐ MERK- IR NAFNIÐ Við höfum birt nokkur karlmannanöfn í blað- inu og útskýrt merkingu þeirra. Nú ætlum við að útskýra fáein kv’en- mannsnöfn, vissulega langar stúlkurnar líka til að vita hvað félst í nafni þeirra. Kósa er komið úr lat- ínu og merkir rós. Stella er einnig komið úr latínu og merkir stjarna.' Soff iá ér grís'kt og merkir vizka. Vera er rússneskt nafn og merkir trú. Víktoría úr latínu og merk|r sigur. IliMur og Guiuiur eru norræn nöfn og merkjá bæði orústa. Ödýrar góðgerðir Umrenningur einn tók það ráð, til þess að vekja meðaumkvun, að hanu lagðist niður fyrir fram- an glugga frúar einnar mjög auðugrar, og fór að bíta gras. Frúin kom þjótandi út að glugganum og sagði: „Ósköp er að sjá tjl þín maður, ertu svona svangur, að þú þurfir að bíta gi-as?“ „Já“, sagði betlarinn og hélt áfram að naga. „Komdu þá að bakdyr- unum“, sagði frúin, „það er miklu meira gras þeim megin við húsið.“ Frá því hinir níu hnettir í • sólkerfi okkar, köstuðust út frá sólinni, hefqr líf þróast á einum þeirra, okkar eigin hnetti, jörðinni. í byrjun voru hinar smæstu lífverur, aðeins einfrumungar, en þróunin hefur haldið á- f ram og útkoman er homo sapiens þ. e. mað- urinn. Félagslega er maðurinn langsamlega þroskaðasta dýr jarðarinnar, þótt hann sé stundum grimm- ari en nokkurt villidýr- anna. Maðurinn hefur glímt við og leyst margar gát- ur tilverunnar, en ein er þó sífellt að ónáða hann og er ekki enn leyst til fulls. Það er hin mikla gáta um iífið sjálft. Hvernig varð það til? Hvað var það í upphafi, sem kom öllu þessu af stað? Hver var hinn fyrsti neisti, sem kveikti líf á jörðinni? Kristnir menn trúa því að lífið hafi orðið til fyr ir tilverknað almáttugrar veru, sem þeir kalla Guð. En visindamennirn- ir eru smátt og smátt að nálgast lausn, sem verð- ur allt önnur. Þeir hafa þegar komizt að raun um það, að við ákveðnar efnafræðilegar aðstæður getur dautt efni breytzt í lifandi. Þróun lífsins má likja við tré, sem hefur rætur sínar langt aftur í forn- öld (í Kambríutímabil- inu), þegar heimurinn var allur eitt glóandi eld- haf. Stofninn táknar hið stig hækkandi líf frá ein- frumungum til risavax- inna skriðdýra krítar- tímabilsins og greinunum <*g kvistunum má líkja við stökkið frá skriðdýr- um til spendýra og loks yfir til mannsins. Við munum í nokkrum greinum reyna að lýsa fyrir ykkur vexti þessa trés, frá myndun jarðar til nútímans. Við munum á nokkrum mínútum leiða ykkur gegnum tímabil sem telja mill- jónir ára. Dýr smá og risavaxin hafa lifað og liðið undir lok, lönd risið og sokkið, fjöll myhdazt. og hrunið, ís hefur breitt. sig yfir jörðina frá heim- skautunum og halcjið henni í frostgreipum, en lífið hefur haldið áfram að þróast. Næsta grein heitir „Jörðin verður til“*. SKRÍTLUR Kennarinn: Hver var í illu skapi þegar glataði sonurinn var kominn heim? Kobbi: Það var alikálf- urinn. Frænka: Þykir kennar- anum ekki vænt um þig Jói litli? Jói: Það held ég hljóti að vera, því hann vill alltaf að ég sé kyrr eftir hjá honum, þegar hin börnin fara. Laugardagur 19. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Ágústa og Guðmundur setíu sitt meiið hvort Á þriðjudaginn var fór fram í Sundliöll Hafnarf jarðar sund- mót sundfélagsins þar og var þátttaka mikil eða nær 60 manns. Gekk mótið vel og var hið skemmtilegasta. Ágústa Þorsteinsdóttir setti íslandsmet í 50 m skriðsundi kvenna á 30.2 sek. en eldra met hennar var 30.8. Guðmundur Gíslason setti einn- ig met í 50 m baksundi karla, og var tími hans 30.9. Hann átti sjálfur eldra; metið sem var 31.9. Úrslit urðu annars þess: 50 m skriðsund kvenna Ágústa Þorsteinsdóttir Á 30.2 Inga Helen ÍBK 37.5 Jóhanna Sigurjónsd. ÍBK 37.8 100 m bringusund kvenna Ágústa Þorsteinsdóttir Á 1.29.0 Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR 1.31.1 Sigrún Sigurðardóttir SH 1.34.2 Hf-met 200 m bringusund karla Einar Kristjánsson Á 2.49.9 Torfi Tómasson Æ 2.54.5 Birgir Dagbjartsson SH 3.05.7 50 m baksund karla Guðmundur Gíslason ÍR Guðm. Sigurðsson IBK 100 m skriðsund karla 30.9 36.0 Guðmundur Gíslason ÍR 1.00.7 Guðm. Sigurðsson IBK 1.04.3 50 m bringusund telpna Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR 42.0 Sigrún Sigurðardóttir SH 44.0 Erla Friðriksdóttir Á 45.1 100 m skriðsuiul dreugja Erling Georgsson SH 1.07.3 50 in bringusund drengja 12—13 ára Þorsteinn Ingólfsson ÍR 41.0 Karl Jeppesen Á 45.0 Sigurður Sigurðsson SH 45.6 öO m baksund drengja jKristján Stefánsson SH 35.5 Hf-met iSólon Sigurðsson Á 36.4 |Vilhjálmur Grímsson KR. 38.6 50 m bringusund drengja 14—16 ára Reynir Jóhannsson Æ 39.2 Erlingur Georgsson SH 40.4 Árni Waage KR 31.0 3x50 m þrísund tetpsui A-sveit Ármanns 2.01.6 B-sveit Ánnanns 2.10.2 A-sveit SH 2.13.7 4x50 m skriðsund tTtengja A-sveit SH 2.03.7 j B-sveit SH 2.14.2 I A-sveit KR 2.15.0 Urslitaleikir handknattleiks- ] mótsins um þessa helgi Um þessa helgi fara fram ■ síðustu leikir handknattleiks- mótsins og er úrslitaleikur í 2. fl. karla A í kvöld. Ennfremur keppa í 1. fl. karla KR og FH. I meistaraflokki verður einn leikur en það er leikur milli Vals og Aftureldingar og gæti það orðið nolckuð jafn leikur. Þó eru meiri líkur til þess að Afturelding vinni, ef lið þeirra verður allt. Þeir hafa átt það jgóða leiki í mótinu. Á morgun, sunnudag, fer fram úrslitaleikur í meistara- flokki kvenna og keppa þar Ái-mann og KR og eru Ár- mannsstúlkurnar líklegri til sigurs. Þær hafa átt góða leiki og eru heilsteypt kvennalið. I meistaraflokki er svo kom- ið að markatala getur haft úr- slitaþýðingu í mótinu, þ.e. ef FH vinnur KR. Með tilliti til þess munu iRingar gera sem þeir geta til að skora hjá Ár- manni og bæta markastöðu sína, og vafalaust vinna þeir með nokkrum mun, en Ármenn- ingar hafa stöðugt verið að harðna og því ekki að vita hvernig ÍR tekst að skora. Sjálfur úrslitaleikurinn milli FH og KR verður vafalaust skemmtilegur og jafn. Báðir eru leikvanir og hafa staðið í ströngu fyrr. Sennilega munu Hafnfirðingar taka upp lirað- an leik og neyta allra bragða til að opna hina sterku vörn KR. Það er því erfitt að spá hvernig leikar fara en eins og allt hefur gengið til undanfar- ið er ekki ósennilegt ef FH tækist vel upp að þeir vinni með litlum mun. KR vasm ÍR 20:18 Leikirnir á fimmtudaginn í hélt aðalfund sinn 15. þ.m. Þór- oddur Guðmundsson baðst uftd- an endurkjöri í formannsstarf. Stjóm félagsins skipa nú: Stef- án Júlíusson, formaður, Gísli J. Ástþórsson, ritari, Ingólfur Kristjánsson, gjaldkeri og með- stjómendur: Sigurjón Jónsson og Þóroddur Guðmundsson. Varamenn: Axel Thorsteinsson og Indriði G. Þorsteinsson. t stjórn Rithöfundasambands ís- lands voru kosnir: Guðm. G. Hagalín, Indriði Indriðason og , - iStefan Juliusson. Til vara: meistaraflokki foru þanmg að “r, ____ Þóroadur Guðmundsson. KR vann ÍR 20:18 og Fram vann Víking með 20:14. Ár- mann vann 3ja flokksmótið, vann FH í úrslitaleik 13:11. jVerður nánar sagt frá þeim leikjum á morgun. r/fbreiSiS bfóðvi/ionn Börn off unalmgar sem kunna að vilja bera Þjóðviljaim til kaupenda í sumar, hafi samband við afgreiðslu blaðsins sem fyrst. Atgieiðsla MðSVILIABS. sími 17SC0. Skemmtun Nokkrir óseldir aðgöngumiðar að skemmtuninni í Silfurtunglinu í kvöld verða seldir kl. 4—6 e.h. í Silfurtunglinu. Félag bifvélavirkja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.