Þjóðviljinn - 19.04.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.04.1958, Blaðsíða 12
Ríkisstjórnin in 10 rnn aðstoð við vange: I,2SS arp* éik Brýn þörí á stoínún nýrra íyrir vangeína hæla Við 1. umræöu frumvarpsins um aðstoö við van- gefið fólk skýröi Hannibal félag'smálaráðherra svo frá, aö forvígismenn hins nýstofnaða félags til styrktar van- gefnum heföu haft samráð við ríkísstjómina um þær (fjáröflunarleiðir sem frumvarpiö kveöur á um, og styöji ríkisstjórnin frumvarpið. En hitt hefði þótt heppilegra aö fá flutningsmenn úr öilum flokkumi þingsins til að skapa einhug um málið. Á fundi efri deildar Alþingis í gær var málið til 1. umræðu og flutti Alfreð Gíslason, fyrsti flutningsmaður ýtarlega fram- söguræðu og fer hér á eftir meginefni hennar. Eins og ikunnugt er hafa sálfræðingar aðferðir til að mæla almenna greind manna. Með sérstökum prófum reikna þeir út svonefnda greindarvísi- tölu, og er meðalgreind tákn- uð með tölunni 100. Fari vísi- talan niður fyrir 75, er greind- arskorturinn talinn óeðlilegur eða sjúklegur og nefndur fá- vitaháttur. Er venjulega greint á milli ’priggja stiga hans, þótt skörp takmörk sé þar raun- ar hvergi að finna. Þannig hafa örvitar greindartölu ' neðan við 30 og geta svo til ekkert num- ið, hálfvitar hafa greindarvísi- tölu á milli 30 og 50 ög ná áldrei vitsmunaþroska 13 ára bams, og loks eru fáráðlingar með visitöluna 50—75, og er það stigið lang fjölmennast. Eru um íslandi ? 1600 vangefnir á Engar öruggar skýi-slur eru til um fjölda fávita hér á landi, enda hafa aldrei farið fram neinar vííjtækar rannsóknir þess efnis. En í ýmsum ná- grannalöndum okkar hafa slík- ar athuganir verið geraðar og leitt í Ijós, að um 2% íbú- anna eru sjúklega vangefnir. Er þá markið sett við greind- artöluna 75. Sé hinsvegar létt- ustu tilfellunum sleppt og þeir aðeins taldir, sem hafa greind- artölu undir 70, þá lendir þar í flokki aðeins um 1% íbúanna. Það mun óhætt að gera ráð fyrir því, að hlutfallstala fá- vita hér sé svipuð og í ná- grannalöndunum, og samkvæmt því ættu þá að vera á Islandi nálægt 1600 manns svo van- gefnir, að greindarvísitala þeiria liggur fyrir neðan 70. Þótt hér sé um ótvíræða fá- vita að ræða, fer því fjarri, að allur sá hópur1 þarfnist vistar á hælum. Hitt ei1 vafa- laust, að öllu vangefnu fólki þurfi að veita betri uppfræðslu og leiðsögu og virkari aðstoð til sjálfsbjargar en það hing- að til hefur átt kost á. Sérfróðir menn áætla, að tala þeirra fávita, sem nú þarfnast hælisvistar hér, sé um 500. Er þá miðað við þá örvita og hálfvita, sem veru- legum og stöðugum erfiðleik- um valda í heimahúsum. I fávitahælum landsins dveljast nú liðlega 120 vistmenn, svo að mikið vantar á, að þörfinni sé fuúnægt i þessu efni. Fjög- ur fávitahæli eru á landinu. Að Sólheimum í Grímsnesi eru 32 vistmenn, í Skálatúni 26, á Kleppjámsrevkjum 26 og í Kópavogshæli 39 vistmenn, og öll munu hælin vera yfirfull. í Kópavogi hefur ríkið reist fávitahæli, en þvi miður hefur mikill seinagangur verið á framkvæmdum þar. Fullgerð húsalkynni eru ætluð 30 vist- mönnum. þótt. 39 dveljist þar nú. Ný bygging er í smiðum og langt komin, og á hún að • rúma um 45 vistmenn. Gallinn er sá, að rúmafjöldinn í land- inu kemur ekki til með að aukast sem þessu nemur, þvi að ráðgert er að leggia Klepp- járnsreykjahæ’ið niður og flytja þær 26 vangefnu stúlkur sem þar dveljast, í Kópavogs- hælið. , Fyrirhuguð er að reisa þriðja húsið í Kópavogshæli, álíka stórt og hvort hinna, sem þeg- eru risin af grunni. Enn þá er sú framkvæmd ekki hafin, og enn er starfsmannahús óreist, sem mikil þörf er þó fyrir. Það er því óhætt að segja, að mik- illa umbóta er ekki að vænta í þessum hælismálum, nema, rösklegar verði tekið til hendi en tíðkazt hefur til þessa. Brýnust þörfin á fávitahæluin Á aðalfundi Læknafélags ís- lands var fyrir fáum árum rætt um sjúkrahúsaskortinn í landinu. Gætti þeirrar skoðun- ar þar mest, að einna brýnust væri þörfin á aukningu hús- rýmis fávitahælanna, og var þó þörfin talin brýn viðar í þeim efnum. Landlæknir er, að því eg bezt veit, sömu skoðun- ar. Einnig hefur borgarlækn- irinn í Reykjavík hvað eftir annað bent á þessa nauðsyn. En það verður að gera fleira en býggja hæli. handa þéim hundruðum fávita, sem verst eru farnir. Það er líka þörf á að koma upp dagheimiium og æfingaskólum handa þeim van- gefnu börnum, sem geta. dval- izt heima hjá sér. Með slík- um stofnunum má mikið létta byrði raunamæddra foreldra og samtímis kenna þessum ógæfu- sömu börnum og þjálfa þau. Vangefnu ungu fólki þarf að sjá fyrir starfslkennslu og síðar starfsmöguleikum eftir því sem við verður komið. Leiðbeinandi eftirlit ætti að hafa með þessu fólki. Því betra sem slíkt eftir- lit er, því færri verða vand- ræðamennirnir í þjóðfélaginu. Félagsskapur stofnaður Hér er um að ræða mikið mannúðar- og menningarmál. Verkefnin eru mörg og flest óleyst. Þessvegna ber að fagna því, að nýlega var stofnað til félagsskapar um þetta mál; Styrktarfélag vangefinna var myndað 23. marz sl. og hefur þegar 'agf Þetta félag því, 1. að komið verði handa vangefnu nauðsynlega þarf að halda, Framhald hönd á pióginn. hyggst vinna að upp hælum fólki, sem á hælisvist síðu. Laugardagur 19. apríl 1958 — 23. árgangur — 89. tölublað Sænsk bókasýning opnuð á morgun í bogasal Þjóðminjasafnsins mmsÆsm Asgerður sýnir vefnað Þar verða til sýnis 1800 — 2000 bækur írá 33 sænskum bókaútgáfufélögum Á morgtin kl. 2 e.h. verður opnuð sænsk bókasýning 1 bogasal Þjóðminjasafnsins. Eru það ísafoldarprent- smiðja og bókaútgáfan Norðri, er gangast fyrir henni. I gær var fréttamönnum boð- ið að skoða sýninguna, þegar verið var að ganga frá henni. Á henni eru 1800—2000 bæk- ur af öllum tegundum, mest þó ýmis sænsk skáldverk og þýð- ingar eriendra verka, er ekki hafa verið gefin út hér á landi. Þarna verða sem sagt bækur við allra hæfi og margar mjög gimilegar fyrir bókamenn. Og allur ytrí' biiningur bókanna er svo vandaður og smekk- legur, að íslenzkir bókaútgef-’ endur gætu margt af þessari sýningu iært. Al'ar bækurnar, som á sýn- ingunni eru, hafa hinir sænsku aðilar gefið sýningamefndinni og munu þær væntanlega fengnar Menntamálaráðuneyt- '■S>—------------------— inu í hendur til ráðstöfunar. Bækurnar verða því ekki til sölu á sýningunni sjálfri en með hverri sýningarskrá verður látinn fylgja pöntunarseðill, sem sýningargestir geta útfytilt, og munu forlögin, er að sýn- ingunni standa annast útvegun brVnna fyrir menn. I tilefni af sýningunni em komnir hingað til lands fimm Svíar. Herman Stolþe, útgáfu- stjóri, sem er fuiitrúi samtaka sænskra bókaútgefenda, Ey- vind Johnson, rithöfundur, Sven Rinman, yfirbókávörður við konunglegu bókhlöðuna í Stokkhólmi, Áke Runnquist, ritstjóri B.L.M. og Greta Helms, sölustjóri stærsta bóka- út.gáfufyrirtækis Svía, Bonn- iers. Sænski sendiherrann hér á 'andi, Sten von Euter-Ohelnin, mun opna sýninguna á morgun, en auk hans munu t.aia við Ásgerður Ester Búadóttir og Benedikt Gunn- £ arsson halda samsýningu í Sýningarsalnum Jman svo og Gvlfi Þ, Gíslason menntamál aráðherra. Svning bessi er í alla staði bin mvndariégásta og ber bví ví+ni, að Sv'ar mi niikti bóka- bióð. en í Svíbióð eru srefnar út ár'etra 5—6 búsund. bækur. b\ ■ð->r sreta bess, eð t.d í Ba.ndaríkiunu'm Ikorna óVks út ártega ne+na öm 12 búyund, 'bæVur Ov bema er trl f.vnis mo-oÝ rif öndvnajsverk- Tr»ri sænskra bókmennta. Myndvefnaður og glermyndir Sýningin verð'ur opnuð í dag kl. 4 fyrir boðsgesti og fyrir almenning kl. 5. Sýningin er opin daglega frá kl. 2—10 og stendur yfir til 1, niaí. Benedikt Gunnarsson er f. 1929. Hann lauk námi frá Handíða- og myndlistaskólan- um 1948, stundaði síðan nám við Listaháskólann og Ríkis- listasafnið í Kaupmannahöfn, dvaldi síðan um skeið á Frakk- landi og Spáni. Hann hélt fyrstu sjálfstæðu málverkasýn- inguna 1953 í Galerie Saint Placid i París. Árið 1954 hélt hann sjálfstæða sýningu í Listamannaskálanum. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum íslenzkra mynd- listarmanna bæði hérlendis og erlendis, síðast í alþjóðasam- sýningunni í Moskvu. Þetta er fyrsta sýning Bene- dlkts á glermyndum en hann hefur málað sl. ár á gler með þar til gerðum litum sem hleypa vel ljósinu í gegnum sig. Hann hefur haft myndir áður á samsýningum í Sýning- arsalnum og hefur í hyggju að setja upp stóra einkasýn- ingu í haust. Búadóttir og mynd- ; Ásgerður Bster hóf nám í Handíða- listaskólanum, en innrlitaðist síðan, haustið 1946, í Kon- unglega Akademíið í Kaup- mahnahöfn og stundaði þar mynd'istanám næstu þrjá vet- ur. Eftir að Ásgerður kom heini hefur hún lagt stund á myndvefnað og átt verk á Færeyskt sjómaimalieimili vígt hér í Reykjavík í gærdag í gær vór fram vlgsla á nýju að þessari byggingu með fjár- Sveinbjörn léns- boðinn tsl Hingað kom í fyrra leikflokk- ur frá Norsk Riksteter í Osló og héit sýningar víðsvegar um land. Var komu þessara góðu gesta vel fagnað, að verðleikum. Sveinbjörn Jónsson formaður Bandalags ísl. leikfélaga sá um móttöku leikflokksins hér og hefur flokkurinn nú boðið hon- um til háifs mánaðar dvalar í Noregi til þess að kynna sér norska leiklist. Fer Sveinbjörn Jónsson til Noregs í dag. m r a sjómannaheimiii Færeyinga sem stendur við Skúlagötu. Var margt manna viðstatt vígsluna, þar á meðal ambassador Dana Knuth greifi, Djurhus lögmaður í Færeyjum, Joenssen prófastur í Þórshöfn, en hann vígði hús- ið, Eysteinn Jónsson ráðherra, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Ásmundur Guðmundsson biskup. Margar ræðuf voru fluttar og skýrt . frá hve.rj.ir hefðu staðið íramlögum,. en auk færeyskra all- > og danskra fjái'framlaga gaf LÍÚ 15000 kr. til heimilisins. Heimilið er vistlegt og all- stórt og verður opið daglega til afnota fyrír færeyska sjómenn. Henry Andreassen og Miiller Petersen veita heimilinu for- stöðu, Er ástæða til að óska fær- eyskum sjómönnum til hamingju méð þetta vistlega heimili þeirra. . . .. . Benedikt sýnir glermyndir nokkrum sýningum, nú síðast á samraorrænu sýningunni í Gautaborg, þar sem henni var boðið að sýna þrjá vefnaði. Einnig átti hún vefnaði á al- þjóðlegu sýningunni í Múiichen sumaði 1956. og hlaut þá gull- verðlaun sýningarinnar fyrir éina mynd sína. Þetta er þó í fyrsta sinn, som hún ofnir til sjálfstæðrar sýningar. Ásgprður sýnir nú 10 vefn- aði, sem allir eru unnir úr ís- lenzku bandi. Bæjarráð hefur t'amkvæmt tillögu yfirlæknis Hvítabands- spítalans og borgarlæknis fall- izt á að ráðinn verði fastur svæfingalæknir að Hvítabands- spítalanum og annist hann jafnframt ýmis rannsóknar- störf. Hefur þessúm störfum verið gégnt að undanfömu af Þorbjörgu Ma gnúsdóttur lækni en hún aðeins veríð lausráðin. Viðræðum þeirra Adenauers og Macmillans lauk með ■ tveggja Jílst fundi í London í gær._

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.