Þjóðviljinn - 19.07.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.07.1962, Blaðsíða 6
bJÓÐVlUlHN Útgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Hættuleg viðskiptastefna C’jórinn umhverfis ísland er sú gullkista, sem átt hef- ur ríkastan þátt í sköpun iþeirrar velmegunar, sem við höfum búið við tvo síðustu áratugi. Og eng- in þjóð önnur á jafn dugandi sjómannastétt til þess að sækja gullið í greipar ægis. Eftir að bægt var frá rányrkju erlendra aðila á fiskimiðum okkar með út- færslu landhelginmar, hafa enn opnazt möguleikar til auki^.nar hagsældar fyrir íslenziku þjóðina. En til þess að svo megi verða er nauðsynlegt, að stjórnarvöld landsins hafi va'kandi auga með því að nýta aflann, sem á land berst, svo að hann verði sem verðmætust útflutningsvara og einnig að tryggja sem öruggasta markaði fyrir þessar vörur. Cjómenn okkar moka nú upp sumarsíldmni og er það ^ vissulega ánægjulegt, að húii virðist ætla að verða ökkur imikill búhnykkur að þessu sinni. Ekki er held- ur ástæða til að örvænta um sölu þess afla. En nú hefur reynslan sýnt, að unnt er að stunda síldveiðar með góðum árangri árið um kring hér við land. Þar með hafa skapazt enn ný viðhorf í framleiðslulífi okk- ar. í nýbirtri skýrslu síldarsaltenda á Suðvesturlandi kemur í ljós, að söltun á því svæði hefúr numið ná- lægt 110 þúsund tunnum s.l. ár. Meginhlutinn af þess- ari síld hefur verið seldur til sósíalísku landanna og talið er að þar sé markaður fyrir mun meira magn. Cíldarsaltendur á Suðvesturlandi eru hins vegar svart- sýnir um áframhaldandi sölúhorfur til þessara landa. Og ástæðan er sú, að með viðskiptastefnu nú- verandi ríkisstjórnar er unnið markvisst að því að loka þessum mörkuðum, enda þótt engar horfur séu á aukinni sölu til annarra viðskiptalanda okkar. Á að- alfundi Félags síldarsaltenda á, Suðvesturlandi núna nýlega var skorað á ríkisstjórnina að greiða fyrir sölu Suðvesturlandssíldar ,,-nú og framvegis“.‘ í fréttatil- kynningu Fél. síldarsaltenda segir ennfremur: ,,Varð- andi sölumöguleika í Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeniu segir í greinargerð fyrir tillögunni, að nauðsynlegt sé að athuga rækilega alla möguleika á hagstæ’ðum vörukaupum frá þeim í því skyni að skapa möguleika á sölu saltsíldar þangað. Þessi lönd hafa keypt mikið magn lá undanförnum árum af saltsíld frá Jslandi og byggist síldarsöltun á Suðvesturlandi mestmegnis á þeim mörkuðum auk rússneska markaðsins. Varðandi ‘vörukaup frá þessum löndum er, í sambandi við Rúmeníu, sérstaklega bent á• kaup á olíum þaðan. í lók greinargerðar- innar segir, að yfir vofi sú 'ííœila, að sildáfsöltun <£,, §úðvesturlandi sé stefnt í voða.,ref ekki séu gerðar ráðstaf anir jtii að halda þeim mörkuðum öllum, sem saltsíldarframleiðslan surmanlands hafi býggst á á undanfömurri árum“ í:iJ" rkki er unnt að draga upp skýrari mynd af þeirri hættu, sem felst í viðskiptástefnu núverandi rík- isstjórnar. Það er ekki nægilegt að eiga einhver allra gjöfúlustu fiskimið heimsins og dugandi sjómanna- stétt, þegar dáðlaus ríkisstjórn fefYiirHgðbvöld í land- inu. Það er höfuðnauðsyn að tryg.gja - .fif^tplpiðjd-úat- vinnuvegum okkar örugga markaði, hvar sem . því verður við komið. Með pólitísku ofstæki í viðskipta- málum er núverandi ríkisstjórn að spilla lífsbjargar- möguleikum þjóðarinnar. Þessari stefnu og þessari stjórn verður þjóðin að votta vantráust -sitt, næst þegar gengið verður að kjörborði. — b. i s*.>Gbí BÍ£i Hallvaröur pullskór dvaldi í Reykholti, sem Hákon konungur taldi sína eign eftir að Snorri bóndi Sturluson var þar af lífi tckinn að hans ráði. tHalvard Lango kom teinnig í Reykholt, og sést hér fremstur á myndinni ganga frá Sturlungareit. Við hlið hans er Guðmundur í. Guðmundsson. Á honum að takast að leika hlut- verk Gizurar jarls? Sumarið 1261 sendi Hákon konungur Hákonarson hingað til lands snjallasta manninn í utanríkisþjónustunni norsku, Hallvarð gullskó, og dvaldist honum hér. á landi þar til. ís- lendi.ngar höfðu játað jýoregs- konu.ngi skatti og æ'yaíandi ti’únaði og með því leitt yfir sig 600 ára hörmungár. Um Hallvarð gullskó segir svo í Sturlungu (ailar tilvitnánir í þá útgáfu sögunnar er Magnús 'Jónsson, guðfræðiprófesscr stóð fyrír): „1261 um sumarið eftir kom skip í Hvítá í Borgarfirði, var þar stýrimaður Hallvarður gull- sk'ir. Hann fór með bréfum H';konar konungs“ (Sturlunga I bls. 528). 1261. „En, er Sighvatyr') reið heiman fór hann með leynd. — Hann reið í Reykholt. Var þar Hallvarður gu.llskór. Hann hafði komið út með sumarið með boðskap Hákonar konungs. Var hann þá virður mikils-). Gekk þá skattur yfir land, sem mörgum mönnum er kunnugt orðið, og vitum vér þar eigi. fleira af, en þó eru þar mikil söguefni. (Síðar er sagt irá sáttafundi Hrafns .Oddssonur og Sighvats i í :Ba\<garási -í Biskúpstungum) -rr :.,.Var þar margt' talað í ,;hlióði, en. symt opinberlega. Gekk þá .sætt saman. — — Skvldi dæma fyrir hönd 'Sig- hvafs Stnrla1) og Haílvarður. er verið hafði lögmaður og vinur stund á leggja eftir því sem kon- ungur hafði orð til sent. Hall-<s> varður fór til vistar í Reykja- holt. Þeir jarl fundust um haustið, eftir því sem þeir liöfðu áður rætt, ,og sóru þá nokkurir bændur konu.ngi trún- aðaréiða og þeir' sumir er áðu.r höfðu mjög á móti. staðið. ,Þorg!lIs'i) — — -Um sumarið • •■..«* - íi ■ i - • < k »../ eU'r fóru he'r utan með Hall- varði Sighvatur og Sturla“. (Sturbmga II b's. 224—226). „1261. Nú er að segia frá H'allvrrði gullskó. Brátt er hann kom út, fór hann að finna jpr) 0<j flu.ttí d’arleffa konungs erind'. fvrir honnm. Jarl tók því ve1 og kvaðst þar sky’du mikla tía f) Böðvarsson -) Léturbr. hér •'ð ■ Þórðarson '•} Er konungur hafði áður sent - til Islands, en drepinn var á Hrafnagili Jarl sat um veturinn fyrir norðan land, og átti hann þá tal við bændur, hvert ráð skyldi fyrir gera þelm áköllum er hann vissi, , er konungsmenn fóru með cg hann hafði kon- unginum heitið. Fór þá upp allt hið sama, hverju hann hafði konunginum játað. Var þá það ráð fyrir gert, að bænd- ur héti'. jarli stórfé að leysa það vald. er á var kallað. Hétu sumir tveim hundruðum. sumir einu hundraöi, sumir tólf aur- um, sumir muni minna. Og er Hallvarður spurði þetta, segir hann, að konungurinn vildi eigi, ?ð bændur væri píndir til svo mik'ls fégjalds. Segir hann að konungurinn vill hafa hlýðni af bændum og slíkan skatt af landi, sem þeim yrði sízt af- arkostur í að gjalda, og hét þó. þar í rpót, hlunnindum og ,rétt- apbptum. Hrllvarður flu.tU og komipgsmál við Vestfirðinga, og kó.m því syp, að allir hétu að koma tij Þórsnesþijigs um vori.ð og .sverja konunginum þar land cg þegna. Var þetta ritað norður til jarls og.nei.tt- öllum "ijjeim alcgum. sgjp .jiýur hafði hann samið við bændur norður þar. En er jarl varð vís þessa, þá stefndi hann bændum til Hegra nesþings og lét þar nokkra rnenn sverja konungi land. En Hrafn Oddsson kom eigi til Þórsnesþings, og því fór Hall- varður eigi. þangað. Var þá þecsu máli skotið til Alþingis, og di’ógu allir hinii' stærstu menn á Vestfjörðum saman stórflokka, er leið að þingstefn- unní. Þeir sendu menn á fund þeirra bræðra Lofts og Sighvats Hálfdánarson og svo Andrés- Hér hefur undanfarna viku dvalið norskur stjórnmálamað- - ur að nafni Hallvard Lange, að því lótiðer í veðri vaka til að skoða landið og veiða lax, en suma grunar að heimsókn hans hafi í og með annan og alvarlegri tilgang, þar sem hann er nýkominn fró Briissel úr viðrœðum við œðstu menn Efnahagsbandalags Evrópu - Það er því ekki úr vegi að rifja upp það sem skrifað er ó gömlum, íslenzkum_bókum um heimsókn annars HALLVARÐS frá Noregi Á sagan að endurtaka sigl ? Hákonarhöllin í Björgvin, sem Hákon konungur lét reisa sania árið og Hallvarður guilskór dvaldi á fslandi. Þar mun Hallvarður hafa flutt konungi pær fregnir, að íslendingar heí'öu svarið honum ævinlegan skatt. scnum að þeir skyldu ríða til þings með öllum afla sínum fyrir austan Þjórsá. Þorvarður Þórarinsson hafði og heitið að koma með Austfirðingum. Gizur jarl fjölmennti mjög norðan um land. Reið á þing með honum Ásgrímur Þorsteins son, og mundi jarl eigi hafa færra en tólf hundruð manna. Hrafn fjölmennti og mjög vestan, og reið með honum á þing Hallvarður gullskór, Einar Vatnsfirðingur, Vigfús Gunn- steinsson, Sturla Þórðarson og nær allir hinir beztu bændur úr Vestfjörðum, og mundu þeir hafa sex hundruð manna. Segir Hallvarður þá, að flokkar voru saman dregnir fyrir vestan heiðar og höfðu allir heitið að ganga undir skatt og konungs- mál og ætluðu að ríða til þings og flytja þar konungsmál, ef eigi gengi ella við. En er jarl spurði þetta átti hann tal við vini sína um ráðagerðir. En er því tali lauk, ílutti jarl kon- ungsmál bæði við Norðlendinga og Sunnlendinga, bað þá til góðum orðum, en kallaði fjör- ráð við sig, ef eigi gengi þeir undir. Þetta varð auðfluttast við Norðléndinga. Eftir þetta var skipuð lög- rétta, og sóru þessir bændur fyrir Norðlendingafjórðung: Ás- grímur Þorsteinsson, Hallur kvistur, Guðríkur úr Eyjafirði; Hallur af Möðruvöllum, Þor- varður úr Saurbæ, Guðmundur frá HraínagiU;. úr . Skagafirði sóru þessir: Geir auðgi Þor- valdsson, Kálfur og Þorgeir Brandssynir; fyrir vestan Vatns- skarð: Bjarni af Auðkúlustöð- um, Sigurður úr Hvammi, 111- ugi Gunnarsson. Sóru óg af Sunnlendingafjórðungi .fyrir ut- an Þjórsá Hákoni konungi land og þegna og ævinlegan skatt með slíkum skildaga, sem bréf það vottar, er þar var eft- ir gert. Á því þingi sættust Gizur jarl og Hrafn. Voru þá tryggðir veittar. Gizur jarl gekk þar til, Hrafn og Sturla, sonur hans, og tókust þeir í hendur fyrir kirkjudyrum á Alþingi. Hallvarður gullskór fór utan um sumarið af Islandi cg fann Hákon konung í Björgvin og segir honum þau tíðindi áð ís- lendingar hefðu svarið Hákoni konungi ævinlegan skatt. Kon- ungur þakkaði honum sína ferð vel. — (Sturlunga II bls. 280— 282). • , Nú er hér á Islandi á ferða- lagi öðru sinni fræknasti rnáð- ur norskrar utanrikisþjónustu, Hallvarður langi (lesist með framburði Sigurðar von Vigur). Vonandi kostar það ekki öð'ru sinni 600 ára hörmungar ís- lenzku þjóðarinnar, eða annað verra. að sjálfum sér Ungverjar haía löng- um þótt léttlynt íólk, og þótt á ýmsu hafi gengið fyrir þeim síðustu ára- tugina hafa -þeir ekki misst hæfileikann til að skopast að sjálfum sér. Vitnisburður um það er greinin sem hér fer á eftir í úrdrætti, en hún birtist í Nepszabadsag, málgagni Verkamanna- flokks Ungverjalands, undir fyrirsögninni „At- hugasemdir um síðustu 17 ár”. Götumynd frá Búda- pest. Byggingin til hægri er þjóðleik- húsið og bakvið það er blaðhús „Nepsza- badsag”. 1945,... 1 bæjunum var ekk- ert að borða, :og þá töldu- lækn- arnir ekki eftir sér að í'ara útt4 ;ó;land. Gqtusíteinar Voru allstað- .ar rifnir :upp, en þá vorum viðf enn fullir tinínaðar.trausis og : héjdum, að einhverp! tíma yrðui þeir lagð.ii' á. sinn-.stað attur. Á sporyögnunum hékk fólkeins> og vínþrúgur, en,jþá héldum viðf: að jafnvel það mundi takai enda. Verzlunin hafði þá ekkii spma skrifstofubákn og nú.... Þannig .var ástandið þegar við hófum endurreisnina. Sv.o kom 1948. „Ár umskipt- anna“. Við þjóðný.ttum verk- smiðju.rnar. , Verkalýðsílokk- arnir tveir sameinuðust. Hinni nýju stefnu gáfum við fyrir- frám fé og trúnaðartraust. Síðar var hætt að heimta trún- aðartraust, aðeins fé: Fólkið var dáiítið hrætt- á- þessum ár- um. Mjólkin var nefnilega ekki flutt í húsin á morgnaná. Af sömu ástæðu varð maður strajx*' srheykiuf i ef hringt var dyra- bjö'.lu snemma morguns, end,a:' þótt viðkcmanði'' kæhii kannski aftur eítir eina viku' eða 'svo. Einstöku fjölskyldum itókst' einstaklega vel að sameiha hin- lar ýmsu: stjófrtmáÍaStefnur:1'' Báfnið vár Skírt Matyas'. Á þEnhöhátt tókst að þjóha tveirh” herrum samtímis. áð slíku1 Var ekki áð fágna. . Nú rann ’úpp sú tíð ór „liinn va.ti meðatbóndi”' áKrárpaði "ilugrhánninh’ á fíúiveiiirrúm 'Ukáeri stárf=bróðif“. Þfö" keyrði ' íyrist um þVerbak. þegar for- 'finginn fyrír ' ; grá'fafásveitinni | ,;Nýtt lif“ :frá kifkjugarðitiium Earkasfet kállaði héraðslækn- . •ifm starfsbróður "sínn. Var'kár- ■sfjnir. og . glaðiiv Og þá hófum við-,að byggja heðanjarðarbfáut- ; ipá,;íqBúdapest.. Áætlunin var ■dálítið.úrbjartsýn, en sumt í henni var framkvæmt í rau.n og veru, og staðreyndin er; að *það. var rau.nverulega byrjað á byggingai'Vinnunni.'-...... Félagi Matthildur Allir voru ávarpaðir „félagi“. Þetta kom frám í furðulegum myndum. „Félagi".. var t d. . Matthildur frænka upp á fjórðu hæð. Hún var góður félagi, því hún hristi aldrei. afþurrkunar- klútinn eftir kl. 10 á kvöldin og lánaði hverjum, sem hafa vildi brauðkvörnina sína. Þá harðnaði stéttabaráttan stöðugt meðal níu milljóna fé- laga. Síðar komumst við að því, ir ménn kölluðu alla „híbýla- íélaga". Þeir sögðu sem svö, að það gæti ekki leitt til neinna vandræða, því einhversstaðar urðu allir að búa. Við fengum 5-ára áætlunina. Hún lofaði svo sem ekki neinu, bara því að þetta aldagamlá og frumstæða landbúnaðafland skyldi á fimm árum breytast í háþróað iðnaðarland með vax- andi bæjum og ríkulegri upp- skeru, hver unglingur átti að verða læknir eða verkfræðing- ur, lífskjörin að batna margfalt og allir að verða hamingju- Oúlleggf Rakosi Við ákváðum að borða ékki þær hænur sém „ver-pa gull- eggjum á morgun“ ((uppáhalds- crðatiltæki Matyas Rakosi). Af sö,mu ástæðu höfum við heldur enga hænuna , eti.ð árum sam- an, því enginn vissi hver þeirra myndi verpa gullegginu. Áhyggjurnár og erfiðleikarn- ir urðu skjótt- algengari. Til þess að missa ekki móðinn þurítum við ákveðinn skerf af menntu.n. Þess vegna hlupum við á íund eldsnemma hvern morgun og hlýddum á einhvern :»• sem hai'ði íarið enn jyrr á fæt- . ur, lesa upphátti úr Szabad " Ncp. 1 • 1:' ^ 1 bláðamennskunni byrjuðum Við annar's. snemma að nota sj „fyri rír.am. tilbýna hluti“. Dag- blöðin í dág eru sannkallaður tævintýralestur miðað við það ísem þá var. * Við úU-.ýmdum dansmúsíkinni |úr útvarpinu — virkur liður í undirróðri heimsváldasinna .. Af mikilli hrifningu gagu,i;ýpd- um við bæði sjálfa okkur og' aðra. á sunnudögum Stéttabarátta Stéttabaráttan heldur ekki hvíldaidagi'rin heilagan. Hún er þvert á'móti h'árðari þá, þvi þá hafa menn betri tíma. Mann- kynsfræðarai; .gengu hús úr húsi og fyrir glataðan sunnudag íengu þeir ánægjuna af því að hafa eyðilagt hann fyrir öðr- ■ Um' i.vV .V,-:.- Kvenfatátízkan tók á liessunr árum a sig mýndir, sem elcki freistuðu tií framhjáhalds. Púð- , ur og varalitur var bannað með öllu, við þörðumst á móti Eau de Cologne, af því að það gaf tJ'konum okkar heimsborgarlegan ilm, og neglur mátti ekki fram- ar lakka. 1956, þegav f-ersónudýrkunár hnrfu persónurnar fýrst síðan dýrkunin .... Frá 1957 tóku strangari um- ferðareglur gildi, nú mátti ekki lerigur víkja til vinstri né taka fram úr ti.l hægri. Samtímis hóíum við baráttu gegn hinum vinstrisinnuðu, hinum hægri- svnnuðu og þeim í miðið. Við komumst að raun um það að barátitan gegn hinum isíðast nefndu var að vísu ekki eríið- ust en langvinnust ........ Framhald á 10. síðu. 4 £5) — ÞJÖÐVILJINN — Fimrntudagur 19. júlí 1962 Fimmtudagur 19. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.