Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞfóÐVILJINN Fimmtudagur 7. maí 1964 ATHUGASEMD VIÐGREINUM SÓLARHRINGSHLUT SKIPSTJÓRA í Morgunblaðinu 5. þ. m. er grein, þar sem rætt er um aflahlut eins síldarskipstjóra yfir einn sólarhring. Tilgangur greinarinnar virðist vera sá einn að nota ummæli skip- stjórans. sem komu fram í við- tali við dagblað s. 1. sunnu- dag, til þess að réttlæta verð- ið á vorsíldinni núna til bræðslu. Þetta verð var á- kveðið með dómi á móti at- kvæðum seljenda í marzmán- uði s.l. og gildir fram til 15. júní. Það fer ekki leynt. að út- vegsmenn og sjómenn eru mjög óánægðir með verð á bol- fiski og síld á yfirstandandi vertíð. En þrátt fyrir óhæfi- lega lágt verð er annað verra og hættulegra, en það er sú túlkun laganna, að aðeins einn maður hafi vald til þess að ákveða verðið til sjómanna og útvegsins. Undanfarnar verðákvarðanir hafa verið mjög ónákvæmlega undirbún- ar og verðlagsgrundvöllurinn alls ekki nægilega traustur til viðmiðunar. Sem dæmi um handahófið í verðlagningunni, má nefna verðið á 1. fl. gotu, sem var ákveðið kr. 8,18 með uppbótum, en gangverð til frystingar var frá kr. 12—14,00 pr. kg. Einnig er fituprósenta síldarinnar mjög misjöfn á tímabilinu og ef viðmiðun á að vera við fituna, ber að fitumæla farmana og greiða samkvæmt því misjafnt verð eftir gæðum síldarinnar. Það er vitað. að fitan getur verið frá 5 — 14°/n á tímabilinu og enn liggja ekki fyrir nægileg gögn, sem sýna „rétta” með- alfitu. Það, sem útvegs- og sjómenn vilja, er að sannvirði sé grundvöllur við verðlagn- ingu en ekkert handahóf og kák. En núverandi verð er m'ðað við 3% nýtingarfitu eða 6% búkfitu. Mörgum er tíðrætt um tekj- ur síldarsjómannsins og um leið hörmungarvæl útgerðar- mannsins. Umrædd grein mun enn auka á slúðrið um útgerð- ina og sjómennina. I greininni var sagt, að skipstjórinn hafi verið með um kr. 19.885.00 á einum sólarhring og hann hafi samt sem áður talið sig vera að vinna í ,.þegnskyldu”. Rétt er að benda á þá staðreynd, að veiðiferðum báðum lauk á tæplega tveimur sólarhringum og er því hér krítað liðugt um sólarhringstekjur. Ennfremur er rétt að benda á það, að enn eru sárafá skip á veiðum og vonandi er að svo verði í mót- mælaskyni við verðið. Vær' hins vegar svo, að allur flot- inn stundaði veiðar og afli væri sæmllegur, þá kæmi þeg- ar í stað til löndunarstöðvun- Fráleit- ar staðhæfinear Það er háttur sumra fs- lenzkra blaðamanna að birta hinar fráleitustu staðhæfing- ingar í trausti þess að þeir þurfi ekki að færa sönnur á mál sitt og standa við um- mæli sín. Séu fullyrðingar af þvílíku tagi hraktar, eru þær ekki leiðréttar og þáð- an af síður beðizt afsökun- ar á þeim, heldur eru þær aðeins endurteknar af meiri áfergju en fyrr. Dæmigerð firra af þessu tagi eru svo- felld ummæli hjá Hannesi á hominu í Alþýðublaðinu í gær: ,,Það er staðfest, að lægst launuðu verkamennirn- ir hefðu á síðastliðnu ári getað fengið meiri hækkun en raun varð á, ef gengið hefði verið frá þeirra mál- um fyrst. En því var neitað og því fór sem fór“. Manni er auðvitað spurn hver hafi staðfest þessa sögu; hverjir hafi boð'ð verka- mönnum meiri hækkun en þau 15°/n sem um var sam- ið í desember- og hverjir hafi neitað því boði? En auð- vitað verður þeim spuming- um aldrei svarað. fjarstæð- an aðeins endurtekin af meri áfergju en nokkru sinni fyrr. Beðið um staðfoct-íncm Annars er það hámark blygðunarleysis þegar Al- býðubiaðið þykist bera sér- staka umhyggju fyrir kjör- :m ófaglærðra verkamanna. því viðreisnarstjórnin hefur lagt einstakt kapp á það að koma í veg fyrir að þau yrðu bætt. Þegar vísitölugreiðslur á kaup voru felldar niður, gerði viðreisnarstjómin al- mennt kaupgjald Dagsbrún- armanna að einskonar vísi- tölu. I hvert skipti sem sá taxti hækkaði, einatt eftir hörð verkföll, taldi ríkis- stjórnin sjálfsagt að allir aðrir fengju sömu hlutfalls- hækkun fyrirhafnarlaust. Og þar er ekki aðeins átt við launþega allt upp í kaup- hæstu embættismenn, heidur og atvinnurekendur, heild- sala og kaupmenn; fraktir hafa meira að segja verið hækkaðar með þeirri röksemd að Jón Jónsson við höfnina hafi fengið 5% kauphækk- un. Á þennan hátt hefur við- reisnarstjórnin svarað hverri kauphækkun verkamanna með því að hækka alla aðra liði f bjóðarbúskapnum, þar til verkamenn stóðu f sömu sporum og áður — ef ekki lakar settir. Með þessu hugð- ist viðreisnarstjórnin „sanna“ Dagsbrúnarmönnum að kjara- barátta væri vonlaus og til- gangslaus. En við skulum gera ráð fyrir því, f trássi við langa reynslu og almenna skyn- semi. að hin skyndilega um- hvggja Alþýðublaðsins sé vottur um óvænta hugarfars- breytingu. Þá þurfa ráðherr- ar Alþýðufiokksins aðeins að „staðfesta" hana með tilboði um séi-staka kauphækkun láelaunafólks í samningavið- ræðum þeitn sem nú eru hafnar milli viðreisnarstjórn- arinnar og verklýðssamtak- anna. — Austri. ar og ekkert skip hefði þá möguleika á að fylla sig tvisv- ar á sólarhring. Einnig er það margreynt, að eins mánaðar afli er varla yfir 10000 tunnum, en umrætt skip fékk 3500 tunn- ur á mjög stuttum tíma. Það er því ljóst. að ágæt mánaðar- veiði gefur um kr. 670,000,00. Af þessari veiði verður út- gerðin að greiða minnst 50% til skipshafnar með aukahlut-^ um. Það er því ekki stórt, sem kemur í „hlut” skipsins eftir mánuðinn. Verðmæti venjulegs skips í dag með góðri síldar- nót er 11 — 12 miljónir. Það er því svo augljóst, sem nokk- uð má vera, að ekkert óhapp má koma fyrir, ef nokkur minnsti möguleiki á að vera til þess að standa í skilum. Það er athyglisvert hvað verðlag á síld er hér á landi miklu lægra en t.d. í Noregi. Engin viðunandi skýring hefur verið gefin á því, en alkunna er, að síldarverksmiðjur hér hafa undanfarið mokað inn pen'ngum. Þetta er eðlilegt. því að hin mikla aukning skip- anna hefur sem betur fer auk- ið heildaraflamagnið verulega og verksmiðjurnar hafa feng- ið miklu lengri vinnslutíma og þar með getað dreift miklum fastakostnaði á miklu meira magn og lengri tíma. Rétt er að benda sérstaklega á, að vor- síldarveiðin kemur hreinlega inn sem auka-innlegg fyrir verksmiðjumar og ætti það að vega mikið í verðlagningu á vorsíldinni. Við sjáum ekki ástæðu til þess að fjölyrða meira um sfldarhlutina og verðið, en allt er þetta mikið mál og væri vel þess vert að þetta væri gaumgæfilega rætt og athugað frá grunni af hæfum mönnum. Reykjavík, 6. maí 1964. Jón Árm. Héðinsson. Baldur Guðmundsson. Sigurður Pétur»»on. Fundur um gildi auglýsinga hér Félagið Sölutækni efnir til hádegisfundar á Hótel Sögu á morgun föstudaginn 8. þ.m. kl. 12.15. Tilefni fundarins er að próf- essor Max Kjær-Hansen, sem hér er staddur í boði Háskóla Islands, hefur góðfúslega orðið við tilmælum félagsins um að flytja erindi sem hann nefnir „Reklamens betydning og dens vilkár i Island“ Max Kjær-Hansen er einn þekktasti fræðimaður á Norð- urlöndum á þessu sviði, en hann er prófessor við Verzlun- arháskólann í Kaupmannahöfn. Sölutækni er sérstök ánægja að kynna þetta þýðingarmikla umræðuefni fyrir íslenzkt við- skiptalíf, enda hefur félagið á- vallt talið það megin hlutverk sitt að kynna nýjar skoðanir og nýja tækni. sem ryður sér til rúms á sviði verzlunar og viðskipta. AÐALFUNDUR Þjóðdansafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 12. maí að Fríkirkjuvegi 11 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. S T J Ó R N I N . Múrarar óskast Til að múra stigahús utan og innan. Upplýsing- ar gefur Guðmundur Bjömsson byggingarmeist- ari sími 33526, 15605 og 3616C Radíóviðgerðarmaður Flugfélag íslands h.f. óskar eftir að ráða vanan radíóviðgerðarmann sem fyrst. Umsækjendur snúi sér til Aðalsteins Jónssonar í síma 16600, sem gefur nánari upplýsingar. TlMARIT MÁLS 0G MENNINGAR 1. hefti 1964. Ný smásaga eftir Halldór Laxness: DÚFNAVEISLAN Meðal annars efnis: Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit eftir Halldór Laxness. Grein um Davíð Stefánsson eftir Kristin E. Andrésson. Bandarísk bylting eftir James Boggs Bænaskráin eftir Sverri Kristjánsson. Umsagir um bækur eftir Herann Pálsson, Jóhannes úr Kötlum, Jón frá Pálmholti, Friðrik Þórðarson, Loft Guttormsson, Björn Þorsteinsson, Jakob Benediktsson. MÁL OG MENNING Laugavegi 18. VINNUSKÓLI REYKJAVfKUR Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mán- aðarmótin maí — júní og starfar til mánaðar- móta ágúst — september. í skólann verða teknir unglingar, sem hér segir: Drengir 13 — 15 ára incl., og stúlkur 14 — 15 ára incl., miðað við 15. júlí n. k. Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem verða 13 ára og stúlkur, sem verða 14 ára fyrir n.k. áramót. Umsækjendur á þeim aldri verða þó því aðeins teknir í skólann, að nemendafjöldi og aðr- ar ástæður leyfi. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar, Hafnarbúðum við Tryggvagötu, og sé umsóknum skilað þangað fyrir 20. maí n. k. RÁÐNINGARSTOFA REYKJAVÍKURBORGAR. TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að sam- kvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins í 1. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1964, fer önnur úthlutun gjald- eyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1964 fyrir þeim inn- flutningskvótum, sem taldir eni í I. kafla auglýsingar- innar, fram í júní 1964. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka Islands eða Útvegsbanka Is- lands fyrir 1. júní næstkomandi. Landsbanki íslands Útvegsbanki Islands. VERKAMENN Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða verkamenn til starfa nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjórn Rafmagnsveitunn- ar, Barónsstíg 4, kl. 10—12 f.h. daglega". Rafmagnsveita Reykjavíkur. VORSÝNING Myndlistarfélagsins í Listamannaskólanum opin fró klukkan 1-10 e.h. P

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.