Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 3
Fímmtudagur 7. maí 1964 HÖÐVILJINN SÍÐA 3 McNamara hótar Kúbu njósnafluginu áfram WASHINGTON 6/5 — Robert McNamara, landvarnaráð- herra U.S.A., sagði í dag á fundi með blaðamönn- um að njósnaflugi Bandaríkjamanna yfir Kúbu yrði hald- ið áfram, þrátt fyrir öll „gífuryrði“ Kúbumanna um það. McNamara bætti við að stjórn- ir Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna hefðu orðið ásáttar um að alþjóðleg nefnd hefði eftirlit með því að engin þau flugskeyti væru á Kúbu sem nota mætti 1 árásarskyni. Hins vegar hefði Kúbustjóm neitað að fallast á það samkomulag og því væri Bandaríkjunum sá kostur nauð- ugur að láta njósnaflugvélar sínar fljúga að staðaldri yfir Kúbu til að fylgjast með hem- aðarmannvirkjum þar, og því flugi yrði haldið áfram, hvað svo sem Kúbumemn segðu. Fullveldisbrot Ástæðan til þessarar yfirlýs- ingar McNamara er vafalaust þau ummæli Castros forsætisráð- herra fyrir skemmstu að Kúbu- menn gætu ekki bolað til lengd- ar þessi stöðugu brot gegn full- veldi þeirra og sjálfstæði. 1 ræðu sem hann hélt í Havana komst hann svo að orði: „Við unnum málstað bylting- arinnar, við þráum að sjá drauma okkar rætast. en ef við verðum að greiða það því verði að þola þessar ögranir möglun- arlaust, að við verðum að krjúpa á kné, fóma virðingu okkar, sóma og þjóðarmetnaði, — ef friðurinn er sá ömurlegi friður, þá kjósum við ekki slíkan frið. Engin fræði. engin kennisetning, ekkert byltingarlögmál skuld- bindur okkur til að gangast und- ir slíkt“. Og Castro hélt áfram: „Við skulum vera við öllu búnir, félagar. Við skulum bú- ast til varnar á landi, á sjó og í lofti. Við skulum hafa loftvarn- arskeyti okkar tilbúin. Heims- valdasinnamir eiga leikinn". AÐALFUNDUR Flugfélags íslands h.f. verður haldinn daginn 3. júní 1964 í Súlnasal Hótel hefst kl. 14:00 miðviku- Sögu og DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöllinni (4. hæð) 1., 2. og 3. júní. S T J Ó R N I N . AKIÐ SJÁLF NÝJUM BÍL Almenna bífreiðaleigan h.f. Klapparst. 40-Sími 13776. KEFLAVÍK Hringbraut 106 — Sími 1513. AKRANES Suðurgata 64. Sími 1170. Skólavörðustíg 36 Szmí 23970. INNHEIMTA CÖGÞRÆOl&Tðfír Norðurlandaferð 17. júlí til 6. ágúst — 21 dagur. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur efnir til ferðar fyrir félaga sína og gesti hinn 17. júlí n.k. ■ Flogið til Gautaborgar. ■ Dvöl á vinsælustu baðströnd Svíþjóðar. ■ Farið á vörusýningu Japana um borð í stóru sýningaskipi í Gautaborg. ■ Dvöl í Kaupmannahöfn. ■ Ferðalag um Suður-Svíþjóð til Stokkhólms. ■ Dvöl í Stokkhólmi. ■ Á leið til Oslo — 3 daga ferð um fegurstu héruð Svíþjóðar. ■ Dvöl í Oslo. ■ Flogið til Reykjavíkur. Hvarvetna á leiðinni verða famar kynnisferðir og fjöldi sögu- og merkisstaða skoðaðir. — Verð kr. 13.320,00. f verðinu eru innifaldar allar ferðir, allar gistingar ásamt morgun- verði, auk aðgangseyris að söfnum og sýningum. Upplýsingar á skrifstofu V.R., sími 15293 og Ferðaskrifstofunni Lönd og Leiðir, sími 20800. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Myndin er tekin í höfninni í Saigon eftir að bandarí&ka skipinu var sökkt þar. fyrir skönunu, Skœruliðar sœkja ó 75.000lesta skipi sðkktí Skæruliðar þjóðfrelsishreyfingárinnar Vietcong í Suð- ur-Vietnam láta æ meira til sín taka og er nú svo komið að Bandaríkjamenn og leppar þeirra geta ekki einu sinni verið óhultir um sig í hÖfuðborginni; Saigon. Það sést glögglega af því að fyrir helgina sökktu skæruliðar 15.000 lesta bandarísku skipi þar í höfninni. Þetta var skip sem sérstak- um alla höfnina og skipstjór- lega var gert fyrir flutninga inn telur að það muni taka á flugvélum og var nýlega _______________________________________ komið með einn flugvélafarm til bandaríska hersins í Suður- Vietnam, þyrlur og orustu- þotur, sem beita á gegn fá- tæklega vopnuðum sveitum skæruliða. Skipið hafði hins vegar tekið allmargar þyrlur sem orðið höfðu fyrir skemmd- um í bardögunum. Sprengt undir sjávarmáli Skæruliðar höfðu komið fyr- ir sprengiefni við borðstokk skipsins, sem heitir „Card“, undir sjávarmáli og varð sprengingin snemrna á laugar- dagsmorguninn. Stórt gat kom á skipið og það tók þegar að sökkva. Settist það á hafnar- botninn og stóð aðeins brúin og flugvélaþilfarið uppi. All- ir skipverjar björguðust, en sumir naumlega, þvi að skip- ið fylltist þegar af vatni. Mikil hætta var á að skip- inu myndi hvolfa, sagði skip- stjórinn, en Saigonfljótið, sem höfnin stendur við, er þama um 15 metra djúpt. Margar vikur Sprengingin var svo öflug að stálmolar úr skipinu þeyttust margar vikur að gera skipið aftur haffært. Þetta er í fyrsta sinn sem .bandajjsku skipi er sökkt 1 striðmu í Suður-Vietnam, en skipum hefur áður verið sökkt þarna. Þegar Frakkar áttu í stríði í Indókína sökktu skæru- liðar Vietnaminh frönsku her- flutningaskipi þarna og liggur flak þess þar enn. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun reka sumardvalarheimili fyrir fötluð böm að Reykjadal í Mosfellssveit frá 15. júní til 31. ágúst. — Upplýsingar í skrifstofu félags- ins að Sjafnargötu 14, sími 12523. Máttur auglýsingarinnar verður umræðuefni próf. Max Kjær-Hansen á hádegisfundi fé- lagsins Sölutækni á Hótel Sögu n.k. föstudag kl. 12,15. Allir sem áhuga hafa á þessu umræðuefni eru velkomnir á fundinn. SÖLUTÆKNI 1 HAPPDRÆTTS HÁSKÓLA ÍSLANDS Á mánudag verður dregið í 5. flokki. 2.100 vinningar að fjárhæð 3.920.000 kr. Á morgun er seinasti heili endurnýjunardagurinn. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 5. FLOKKUR. 2 á 200.000 kr. 2 á 100.000 — 52 á 10.000 — 180 á 5.000 — 1.860 á 1.000 — Auka vinningar: 4 á 10.000 kr. 2.100 400.000 kr. 200.000 — 520.000 — 900.000 — 1.860.000 — 40.000 kr. 3.920.000 kr. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.