Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 6
SfÐA ÞJÓÐVILJINN Pimmtudagur 7. mai 19S4 „Kaupmenn dauðans" raka saman gróða Vopnaframleiðendur sakaðir um stórfellt fjársvikabrall Nýlega komst það upp 1 Bretlandi að hergagnaverk- smiðja þar hafði rakað saman hundraða miljóna króna á framleiðslu flugskeytis og nú er komið upp stórfellt fjársvikahneyksli í Vestur-Þýzkalandi, þar sem vopna- framleiðendur eiga einnig í hlut. Enn veit enginn hve umfangsmikið það mál er, en ýms heimskunn fyrirtæki koma þar við sögu. Upp komst um þetta hneyksli í síðustu viku þegar þau óvæntu tíðindl bárust út. að vesturþýzka iögreglan hefði handtekið einn heizta stóriðju- frömuð landsins, Fritz Aurel Goergen, forstjóra og aðaleig- anda hinna heimskunnu Hensc- hel-verksmiðju. Þá þótti þeg- ar vitað að eitthvað meira en Ift'ð væri f bígerð, því að ’ af því tagi verða að brotið mikið af sér 1 r-Þýzkalandi til þess að við þeim sé hreyft. Aðeins upphafið Það er nú fullyrt í Bonn, að handtaka Henschels sé aðeins upphafið að einu umfangs- mesta hneykslismáli sem upp hefur komið í Vestur-Þýzka- landi eftir stríð. Blaðið ,,Frank- furter Rundschau'* segir að enda þótt rannsókn málsins sé aðeins rétt byrjuð hafi þegar komizt upp um fjársvik, sem nemi 10 miljónum þýzkra marka. Þetta fé hefur verið svikið út úr vesturþýzka lahdvarnaráðuneytinu með ök-' urálagningu á vopn og vara- hluti og öðru svindilbraski. Óþægileg auglýsiug „Frankfurter Rundschau" segir að þau heimskunnu fyr- irtæki sem við málið eru rið- in séu að sjálfsögðu harla ó- jánægð með þá heldur óheppi- legu auglýsingu sem málið er þeim. — En þeir sem svíkja fé út úr allri þjóðinni af yfirlögðu ráði hafa enga kröfu á að tek- ið sé á þeim með silkihönzk- um vegna þess að svonefndir æðri hagsmunir séu í húfi. Framferði þessara fyrirtækja er því forkastanlegra sem hér var ekki einungis um að ræða gróðafýkn. heldur einnig algert tillitsleysi, sem kostað gæti okkar eigin hermenn lifið, seg- ir blaðið og bætir við: — Þeir tímar eru að minnsta kosti iiðnir þegar hægt var að halda því fram að ekki væri setlunin að neinn græddi á hervæðingunni. Orðrómur Alls konar sögur eru á sveimi í Bonn, segir fréttarit- ari norska ,.Dagbladets“. Eng- in opinber tiikynning hefur enn verið gefin um málið, en von Hessel landvamaráðherra á að gefa landvamanefnd sambandsþingsins skýrslu um það. Akæruvaldið mun hafa rök- studdan grun um að stjóm vesturþýzka fyrirtækisins (Henschel) hafi haft samvinnu við bandarískt fyrirtæki um svindlið. 1 sameiningu hafa fyrirtækin þannig komið verð- inu á vissum varahlutum i skriðdreka af bandariskri gerð úr 40 mörkum í 840. Vesturþýzki herinn er tal- inn hafa tapað um 200 miljón- um króna skriðdrekaviðgerð- um sem Henschelverksmiðjum- ar framkvæmdu. Þetta er að vísu engin risafúlga miðað við vígbúnaðarkostnaðinn í heild, en menn telja víst að fyrst fyrirtæki á borð við Henschel hefur ekki skirrzt við slíkri ó- ráðvendni, sé pottur víðar brot- inn. Kunnur iðjuhöldur Goergen hefur haft orð á sér fyrir að vera einn umsvifa- mesti og harðsnúnasti fésýslu- maður í Vestur-Þýzkalandi, og er þá allmikið sagt. Hann var framkvæmda&tjóri stórfyrir- tækisins Phoenix-Rheinrohr þar til fyrir tveimur árum. og fékk greiddar rúmar tvær milj- ónir marka að loknu starfi sínu hjá því. Það fé notaði hann til að komast yfir Hensc- helverksmiðjumar, sem heims- kunnar eru fyrir smíði hvers konar þungaflutningatækja. Þær voru þá heldur illa stadd- ar, en Goergen tókst með harð- fylgi að reisa þær við, svo að nú er árleg velta þeirra um hálfur miljarður marka og starfsliðið 14.000 manns. Verði Goergen dæmdur^ myndi það sennilega eyðileggja afkomu fyrirtækisins þar sem það myndi missa öll hin ábata- sömu viðskipti við vesturþýzka ríkið. Goergen liggur nú á fengelsissjúkrahúsinu í Kassel. 63 prósent gróði Um svipað ieyti og upp komst um svindlbraskið í Vestur-Þýzkalandi átti brezka stjómin í vök að verjast á þingi, þegar þar var rætt um þá uppljóstrun, að brezka fyr- irtækið Ferranti Ltd. hefði hagnazt um hundruð miljóna króna á smíði flugskeyta af gerðinni ,,Bloodhound“ fyrir brezka herinn. Ihaldsstjórnin hafði fyrir- skipað smíði þessara flugskeyta árið 1957 og fyrstu flugskeyt- in voru afhent árið eftir, en samningur um verð þeirra var ekki gerður fyrr en árið 1960. þegar tveir þriðju flugskeyt- anna höfðu þegar verið smíð- aðir. Samningurinn var fyrir- tækinu svo hagstæður að gróði þess á viðskiptunum nam 5,4 miljónum sterlingspunda (650 Scotland Yard að leysa gátuna? VarðmaBur handtekinn fyrir eitt af „nektarmorðunum" jrwk Síðan í vetur hafa fjórar gleöikonur fundizt myrtar í London og hafa líkin öll verið allsnakin. Það ásamt öðrum atvikum hefur verið talið benda til þess að sami maðurinn hafi veriö að verki í öll skiptin. Nú hefur lögreglan handtekið mann nokkurn sem hún sakar um eitt morðanna. Maður þessi heitir Kenneth Archibald. er varðmaður að atvinnu og 54 ára gamall. Hann er sakaður um morð á 26 ára gamalli stúlku, Irene Lockwood, en nakið lík henn- ar fannst í Thames 8. april og dánarorsökin var úrskurð- uð drukknun. Lögreglan tel- ur sig hafa nægar sannanir fyrir sök hans og hann var úrskurðaður í varðhald fram til 8. maí. Lögreglan átti erfitt með að komast að þvi af hvaða stúlku líkið var sem fannst i Thames. Hún gat þó ráðið það af mynd sem rist var á hægri handlegg hennar. Það var mynd af leg- steini og orðin: „Til minning- ar um John“. Þetta nægði til að koma lögreglunni á spor- <3> Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík AÐALFUNDUR safnaðarins verður haldinn i Fríkirkjunni að lokinni messu, kl. 3 e.h., næstkomandi sunnudag, 10. mai 1964. Safnaðarstjómin. ið. Lockwood hafði komið til stórborgarinnar fyrir átta ár- um og bráðlega gerat vænd- iskona. Hvað veit Christine? Lögreglan telur sig hafa á- stæðu til að ætla að Chri&tine Keeler, sem frægust varð allra brezkra gleðikvenna, geti veitt upplýsingar sem kæmu að gagni við frekari uppljóstrun ,.nektarmorðanna“ og hefur því sótt um leyfi að fá að yf- irheyra hana í Hollowayfang- elsi, þar sem hún afplánar níu mánaða refsidóm sinn fyr- ir meinsæri. Ungfrú Keeler bjó um tíma ásamt hinum þeldökka elsk- huga sínum, Johnny Edgecom- be, rétt hjá þeim stað þar sem ein hinna myrtu kvenna, hin 22 ára gamla Helen Barthlemy, fannst myrt. Lögreglan telur að þau hjúin geti af sérstakri þekkingu sínu á lífi stórborg- arinnar veitt henni upplýsing- ar sem leitt gætu fil hand- töku morðingjans, ef hann er annar en Archibald sá, sem þeg- ar hefur verið fangelsaður. miljónum króna), og nam hann 63 prósentum af heildarkostn- aðinum. Hinn sjálfvirki meirihluti I- haldsflokksins á þingi felldi auðvitað vantraust Verka- mannaflokksins á ríkisstjóm- ina fyrir afskipti hennar af þessu máli, og endurskoðun ríkisins hefur verið neitað um að fá að fara yfir bækur Ferr- ant.. Glataður orðstír Framsögumaður Verka- mannaflokksins James Gallag- han sagði í umræðunum á þingi: „Eitt er að minn&ta kosti Ijóst. Það orð sem farið hef- ur af íhaldsmönnum að þeir væru góðir stjómendur og fé- sýslumenn er úr sögunni. Ég myndi ekki einu sinni trúa þeim fyrir sparibauki í sunnu- dagaskóla“. ■ Tangan-bar eða Zanzi-íka? Eins og kunnugt er af fréttum hafa nýfrjálsu rfkin tvö f Aust- ur-Afríku, Tanganika og Zanzibar, ruglaö saman reitum »ín- um og stofnað með sér sambandslýðveldi, »em nú er farið að kalla ýmist Tangan-bar eða Zanzi-íka, þó ekki séu þau heí jinber. Forsetar ríkjanna, þeir Karúme og Nyerere, stað- festa samkomulagið með handabandi. Tillögu Ulbrichts líklega hafnað Ve^ur-þýzka stjórnin vill ekki afnám blaðasölubanns í Bonn er það talið nær fullvíst að vesturþýzka stjóm- in muni hafna þeirri tillögu Walters Ulbricht, forseta Austur-Þýzkalands, að aflétt verði að nokkru þeim hömlum sem eru á sölu blaöa milli þýzku ríkjanna. Bannað hefur verið að dreifa austurþýzkum blöðum í Vest- ur-Þýzkalandi, og sams konar bann hefur verið á dreifingu vesturþýzkra blaða 1 Austur- Þýzkalandi. ^ Fyrir skömmu gerði Ulbricht það að tillögu sinni að létt yrði á þessum hömlum. þannig að leyfð. yrði sala málgagns austurþýzkra kommúnista „Neues Deutschland“ í Vest- ur-Þýzkalandi, en jafnmikil sala vesturþýzku blaðanna ,J3uddeutsche Zeitung" og ,.Die Zeit“ í Austur-Þýzkalandi. Þessi vesturþýzku blöð eru bæði talin heldur frjálslynd. en þó algerlega andstæð stjórn- arfarinu í Austur-Þýzkalandi og ráðamönnum þar . sönnur á að þeir þurfi á slíkri lesningu að halda vegna starfs síns. Þá hafa talsmenn stjórnar- innar í Bonn borið því við að ekki komi til mála að au&t- urþýzkir ráðamenn fái að hlut- ast til um, hvaða vesturþýzk blöð kæmu í staðinn fyrir „Neues Deutschland“. Þetta er þó aðeins talinn fyrirsláttur; tillaga Ulbrichts hefur komið Bonnstjóminni í slæma klipu og afhjúpað einkar greinilega hversu annt henni er í raun- inni um skoðanafrelsið. Talsmenn stjómarinnar í Bonn hafa tekið illa í þessa tillögu Ulbrichts. Þeir hafa vísað til þess að ekki sé hlaup- ið að því að leyfa sölu „Neues Deutschland" í Vestur-Þýzka- landi, þar sem til þess þurfi lagabreyingu. Sala blaðsins. svo og annarra austurþýzkra blaða, er bönnuð með lögum, á þeirri forsendu að þessi blöð myndu grafa undan ,.hinu frjálsa skipulagi" í landinu. Nú verða menn að sækja um sérstaka undanþágu til að fá að lesa austurþýzku blöðin og er hún aðeins veitt, ef menn geta fært Sundnámskeið eru að hefjast í Sundhöll Reykjavíkur. Nánari upplýsingar í síma 14059. SUNDHÖLLIN. A ðstoðarheknisstaðu Staða aðstoðarlæknis viö rannsóknadeild Land- spítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Um- sóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspít- alanna, Klapparstíg 29, Reykjavík, fyrir 6. júní n.k. Reykjavík, 4. maí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. t I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.