Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJðÐVILJINN Fimmtudagur 7. maí Í964 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurdur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla. auglýsingar. nrentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Heilsuvernd 'J'ekin hefur verið upp barátta gegn hjartasjúk- dómum á íslandi, en þeir eru sagðir vera ein af afleiðingum svokallaðs velmegunarþjóðfélags. Hefur verið stofnað félag í þessu skyni með mik- illi þátttöku, og hér hefur dvalizt víðkunnur bandarískur sérfræðingur og lagt mönnum lífsregl- ur. Hefur hann lagt áherzlu á að hjartasjúkdóm- ar geti m.a. stafað af hóglífi, skorti á líkamlegri áreynslu, og skorað á menn að stíga út úr lúxus- bílum sínum og ganga annað veifið. Hafa blöð- in lýst þessum boðskap sem miklum og merki- legum sannindum, Alþýðublaðið birt forustugrein um nauðsyn hæfilegrar áreynslu, auk þess sem forsætisráðherra fslands má naumast stika bæj- arleið án þess að honum sé lýst sem brautryðj- anda í þeirri merkilegu og sjaldgæfu íþrótt að nota fæturna til að ganga á þeim. yonandi ber baráftan gegn þessari tegund hjarta- sjúkdóma mikinn og góðan árangur, en í öllu þessu hóglífistali sakar ef til vill ekki að minna 'á að það eru fleiri sjúkdómar sem hrjá íslenzku þjóðina um þessar mundir. Á sama tíma og sum- ir komast jafnvel hjá þeirri áreynslu að ganga á milli húsa, verða aðrir að leggja á sig stórauk- ið líkamlegt erfiði. Það er algengt á íslandi að erfiðisvinnufólk til sjávar og sveita verði um þess- ar mundir að strita tvöfalt lengur en eðlilegt er talið í nágrannalöndunum, og margir eru útslitn- ir langt fyrir aldur fram. Þess eru jafnvel dæmi að fólk verði þegar á tvítugsaldri að leita læknis- hjálpar vegna afleiðinga vinnuþrælkunar. Þetta mikla og háskalega erfiði er ekki til marks um velmegunarþjóðfélag, enda stafar það af því að kaupgjald er svo lágt á íslandi að hvorki verka- menn, sjómenn né bændur geta dregið fram líf- ið með vinnutíma sem talinn er hámark í ná- grannalöndunum. En hætt er við að erfiðisvinnu- fólk á íslandi fylgist með því af nokkurri undrun þegar blöð og útvarp telja það nú eitt brýnasta verkefni sitt að hvetja fólk almennt til að hreyfa sig svolítið meira. Jjess gerist ekki þörf að stofna sérstakt félag til þess að berjast gegn vinnuþrælkun á íslandi; það á að vera einn tilgangur verklýðssamtakanna. En þeim ber þá einnig að leggja mikla áherzlu á það í þeim samningum sem nú eru hafnir, að einn þáttur þeirra verði að vera stytting á vmnu- tímanum í áföngum unz eðlileg dagvinna ein saman nægir til sómasamlegs lífsframfæris. Það er ekki aðeins félagslegt réttlætismál, heldur og nauðsynleg fieilsuvernd, ekki síður en baráttan gegn hóglífissjúkdómunum. Til þess þarf að biæyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu verulega, en samkvæmt niðurstöðum lækna setti slík jöfnun á tekium einmitt. að geta orðið heilsuvernd fyrir alla aðila. — m. Áætlanir um kísilgúrverksmi&ju verii teknar til endurskoiunar ÞINCSJA Þ|ODVIL|ANS Við aðra umræðu í neðri deild Alþingis um kísilgúr- verksmiðju við Mývatn, en hún fór fram 30. apríl síð- astliðinn, hélt Einar Olgeirsson langa og ýtarlega ræðu þar sem hann ræddi um þessa verksmiðju og þau vandamál sem að okkur steðja í sambandi við byggingu hennar og um stóriðnaðarmálin almennt. Tvennt mælir með frumvarpinu sagöi Einar. 1 fyrsta lagi er þama um gott hráefni að ræða eins og Baldur Líndal efna- verkfræðingur hefur sannað með sínu ágæta starfi og i öðru lagi á að reisa verksmiðj- una við Mývatn, þ.e.a.s. i dreifbýlinu Norðanlands. Að læra af reynslunni En persónulega sagðist E'n- ar vilja segja um iðnaðarmál- in, að æskilegt væri að þau yrðu rædd án tillits til stjórn- málalegs ágreinings og reynt yrði að læra af reynslunni. Okkar sérgreinar, sagði hann. eru sjávarútvegur, fisk- iðnaður og landbúnaður. En i iðnaði erum við byrjendur. Drap Einar síðan á þá reynslu sem við þegar höfum í uppbyggingu iðnaðar og benti á, hver nauðsyn væri að í læra af ýmsum mistökum sem gerð hafa verið. Minnti hann t.d. á Faxaæfintýrið og Hær- ing og um Áburðar- og Sem- entsverksmiðjuna sagði hann, að að fenginni reynslu mund- um við eflaust í dag kaupa ólíkar vélar i Áburðarverk- smiðjuna og haga tæknilegum undirbúningi betur en staðsett Sementsverksmiðjuna annars staðar. Og við höfum reynslu af glerverksmiðju og öðru slíku; nú síðast höfum við reynt með niðursuðuverk- smiðju á Slglufirði og ráðið ágætlega við það að öðru leyti en hvað sölu snertir. Hvað um Uísil- gúrsöluna? Og það er einmitt spurning- in um sölu framleiðslunnar, sagði Einar, sem fyrst verður fyrir mér af þeim vandamál- um er snerta verksmiðjuna sem hér um ræðir. Benti hann á. að höfuðatriði væri að tryggja markað fyrir fram- leiðsluna, en ljóst væri, að eins og stendur væri ekki hægt að selja fyrirfram eitt einsta tonn og engin vissa fyrir að okkur muni takast það í fram- tíðinni. Við vitum að það er markaður fyrir þessa vöru og að hún verður góð, en það höfum við einnig vitað um ýmsa aðra ágæta vöru sem hér er framleidd. sagði hann. Rifjaði Einar síðan upp for- sögu málsins, minnti á að stærsti framleiðandi kísilgúrs í V-Þýzkalandi hefði um tíma haft áhuga á vinnslunni hér en se'nna dregið sig til baka og að hollenzka fyrirtækið sem nú er verið að semja við hafi enga sérstaka markaði fyrir gúrinn þrátt fyrir fjárstyrk sinn og annars konar sölusam- bönd í Vestur-Evrópu. Við vit- um bví fyrirfram, þegar nú er útséð um að sambönd náisf við að:la sem hafa öruggan aðgang að markaðnum og stór- iðjunefnd reyndi árangurslaust að komast í samband við, að við verðum að berjast við ein- mitt bá sömu aðila til að kom- ast inn á markaðinn. Þess.a áhættu sagði Einar að menn vrðu að horfast í augu við og kæm; bptta einnig fram f at- hugaspmdum við siálft frtim- varnið bar sem segir: ..Hér er um nýia framleiðslu að ræða bér á landi. sem ipita ^pr-f markaðar víða um lönd 1 harðri samkennni við öfluaa fmmlpiðpndur. sem lengi hafa búið um sig á heimsmarkaðin- um, þótt árangur þeirra athug- ana, sem fram hafa farið til þessa, sé jákvæður, er hér ekki um svo arðvænlegt fyrirtæki að ræða í upphafi, að það geti tekið á sig veruleg áföll“. Sagðist Einar vilja undir- strika þetta og athuga síðan nánar um afkomumöguleika þessa fyrirtækis, sem ætlazt er til að ríkið festi raunverulega á milli 150—200 miljónir í. Vafasamir útreikníngar Benti Einar þá fyrst á þá staðreynd að engin einstakl- ingur utanlands né innan virt- ist hafa áhuga á að leggja fé í þetta fyrirtæki og gæti það gefið nokkra vísbendingu um gróðamöguleika af þessari framleiðslu. Síðan benti hann á ýmsar vafasamar niðurstöðu- tölur f frumvarpinu, einkum i sambandi við vinnulaun, að sá liður væri of lágt áætlaður og þar næst að við útreikning stofnkostnaðar væri undanskil- inn kostnaður við lagningu vega og byggingu íbúðarhúsa fyrir starfsfólk verksmiðjunnar en gert er ráð fyrir að það verði rnilli 50 og 60 manns. Af þessu væri augljóst að stofnkostnaður yrði mun meiri en gert er ráð fyrir (150—200 miljónir í stað 130) og afborg- anir og vextir, sem framleiðsl- unni er ætlað að standa und- ir, þar af leiðandi mun hærri en áætlað er í frumvarpinu. Sagði Einar að þessa útreikn- inga þyrfti að endurskoða og allar áætlanir að athugast bet- ur. Betur varið til annars Lagði Einar loks áherzlu á, að athugað yrði hvort því fé. ' sem festa á í þessari verk- smiðju yrði ekki betur varið á annan og arðvænlegri hátt, þó þannig, að það kæmi þeim sem kísilgúrverksmiðjunni er ætlað að verða til góðs, dreif- byggðum Norðanlands. að gagni. Bar hann fram breyting- artillögu við frumvarpið í þessa átt, en hún var felld við at- kvæðagreiðslu í neðri deild síðast liðinn þriðjudag. Var hún svo hljóðandi: Á eftir 10. gr. frv. komi sv» hljóðandi ákvæði til bráða- birgða: Nú þykir ríkisstjóminni að rannsökuðu máli tvísýnt að hefja byggingu kísilgúrverk- smiðju, og heimilast. ríkisstjóm þá að taka engu að síður lán allt að 150 milj. króna og verja því láni, sem hér segir: Ríkisstjórnin kallar saman ráðstefnu fulltrúa bæjarstjórna og sýslufélaga norðanlands. Skal vera einn fulltrúi' frá hverju sýslufélagi og hverri bæjarstjórn. Ríkisstjómin gef- ur síðan þessari ráðstefnu kost á að fá handa bæjunum og sýslunum lán, alls að upphæð 150 milj. kr.. til þess að koma upp nýjum verksmiðjum víða norðanlands samkvæmt nánari áætlun, er ríkisstjórn og þess- ir aðilar gera í sameiningu. LAUS HVERFI Langahlíð Fálkagata Afgreiðsla Þjóð- viljans, sími 17500. CONSULCORTINA ^ ^ WW“' VWAVmT' *■* Vfrr. . ^ hann er metsölubíll á Norðurlöndum Vegna hins glæsilega útlits og mörgu góðu eig- inleika, hefur CONSUL CORTINA verið met- sölubill á Norðurlöndum. Hann er stærsti bíllinn í bessum verðflokki — rúmgóður og þægilegur, með góðu bili milli sæta, sem gefur gott rými fyrir fæturna. Hann er gæddur dæmafáum styrkleika í bygg- ingu, eins og ótal akstursprófanir hafa sýnt — og því vel valinn fyrir íslenzkar aðstæður. Hann er ótrúlega sparneytinn, hefur rúmgóða farangursgeymslu, og er búinn margs konar þægindum, sem aðeins fæst í dýrari bílum. Kynnið yður álit hinna fjöl- mörgu CONSUL CORTINA- eigenda. SVEINN EGILSSON H.F • ' Laugaveg 105 t I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.