Þjóðviljinn - 16.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — XXJÓÐVIUrNTSr — Miðvi'fcudlaiguir 16. septdmlber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Hvers vegna verðbólga? "y/erðbólgan er sífellt umræðuefni í fjölmiðlunar- tækjum og manna á tmilli, en ekki eru þær umræður allar til þess fallnar að skýra vandann. Þeir sem vilja átta sig á eðli verðbólgunnar þurfa um fram allt að gera sér grein fyrir því að hún er meðvituð aðferð ítil þess að breyta tekju- og eignaskiptingu í þjóðfélaginu; hún er hagsmuna- mál fyrir þá sem græða á slíkum breytingum, en þeir sem tapa ættu að sama skapi að vera and- vígir verðbólgunni. Þessi þróun er í meginatrið- um tvíþætt: Verðbólgan er aðferð atvinnurekenda og fé- sýslumanna til þess að raska kjarasamningum þegar eftir undirskrift þeirra. Þeir atvinnurek- endur, sem það geta, neita að taka á sig þær skuld- bindingar sem í samningum felast, en velta þeim í staðinn út í verðlagið með því að hækka verð á vörum og þjónustu. Útflutningsatvinnuvegimir ge’ta ekki beitt þessari tafarlausu aðferð, en eig- endur þeirra vita að óðaverðbólga er ávisun á nýjö gengislækkun sem jafnar að lokum metin í þeirra þágu einnig. Með þessu móti er verðbólg- an aðferð til þess að ómerkja alla kjarasamninga. 2 Verðbólgan er aðferð til þess að breyta eigna- skiptingu á hliðstæðan hátt. Hér á landi er naumast til fjármálaauðvald sem hafi hag af því að halda verðgildi krónunnar óskertu. Peninga- eignin í þjóðfélaginu, í bönkum og öðrum fésýslu- stofnunum, er fyrst og fremst sparifé almennings, ýmist á einkareikningum eða í sameiginlegum sjóðum, atvinnuleysistryggingasjóði, lífeyrissjóð- um o.s.frv. Atvinnurekendur og fésýslumenn ráð- ast í framkvæmdir á þann hátt, að fá léð fé almenn- ings, og þeim er það að sjálfsögðu kappsmál að endurgreiða minna en þeir fengu. Verðbólgan er aðferð til að tryggja slík viðskipti. Hver króna seim fengin er að láni er ævinlega endurgreidd með miklu minni krónu, en fasteignir og fyrirtæki halda verðgildi sínu óskertu og þar kemur gróð- inn fram. Þannig er verðbólgan sjálf gróðamynd- unaraðferðin í íslenzku þjóðfélagi. yerðbólgan er afleiðing af því að hér er stétta- þjóðfélag, og þróun hennar er í samræmi við sérkenni þessa þjóðfélags. Því verður óðaverð- bólgan ekki stöðvuð með neinskonar uppáfinning- um hagfræðinga og stjórnmálamanna, hversu hug- vitsamlegar sem þær kunna að virðast, heldur ein- vörðungu með pólitísku valdi. Eina þjóðfélagsafl- ið sem hefur hag af að stöðva verðbólguna og getur tryggt sér það vald sem dugar er verklýðs- hreyfingin. En þá verður verkafólk að átta sig á þeirri staðreynd að hefðbundin kjarabarátta og stjómmálabarátta verða að haldast í hendur, sam- heldni við kjörborðið er jafn mikilvæg og ein- ing í verkföllum. •— m. Augu og eyru ríkisstjómarinnar. — Ger eykur hárvöxtinn. — Fer Gunnar til Ankara? Deila námsfólksins í Man- chester og Guðonundur í. Guðmundsson ar er efni fyrsifca bréfsins að þessu sinni, en þvi næst rekur „Skalli“ áróð- ur fyrir geri, og fullyrðir, að það auki mjög á bárvöxt. Loks kemiur svo hugleiðing frá Uglu um Gunnar Thor- oddsen og Dubcek. Allir þekkja nú hina ein- kennilegu deilu, sem upp er risin milli sendiherrans í London, Guðmundar í. Gu'ð- mundssonar, og námsfólks í Manchesfcer. Stendur þar orð gegn orði, og trúa allir sem ég hefi hitt námsmönnunum, en enginn sendiherranum. Þetta er ekki í fyrsta eða annað skipti, sem Guðmund- ur í. er lýstur ósanninda- maður. Er eftirminnilegast, þegar dr. Kristinn, sem þá var sendiherra lýsiti því yfir, að G. í. G., sem þá vair ut- anríkisráðherra, færi með vís- vitandj ósannindi. Mundd það naaimast hugsanlegit annars- staðar í heiminum, að bæði sendiherrann og utanríkisráð- herrann sætu áfram í stöð- um sínum eftir þau orða- skipti. Vissu aliir þá að Kristinn sagði satt, en G. í. G. fór með lygi. Það er sagt mjög skáldlega að utanríkisþjónustan sé augu og eyru ríkisstjóxnar- innar. En mér er spurn: Hvaða gagn hefur ríkissitjórn- in af manni, sem bæði er værukær og einnig ósann- inðamaður? Er ekki bæði betra og billegra að hafa eng- an mann í London ef ekki fæst maður sem hefur ein- hvem áhuga á starfi sínu og auk þess getux sagt satt, ef þörf er á? Einar Jónsson. Kæri Bæjarpóstur! Frá því að bárið á mér fór a'ð þynnast, hef ég beitt öll- um mögulegum andsvörum, og þau eru óteljandi skalla- meðulin, sem ég hef nofcað, án teljandi árangurs. Eitt sinn frétti ég, að laukur hefði örvandi áhrif á hár- vöxt, en áður en ég gat þraut- reynt það ráð, mótmælti fjöl- skylda mín vegna sterkjunn- ar af lauknum. Ég hef því þuxft að sætta mig við að missa ógrynni hára árlega, og nú er svo komið, að umhverf- is glansandi skalla er að- eins þunnur hárkragi. Þetta eru hörmúleg örlög fyrir hé- gómlegan roann á fimmtugs- aldri. Núna um daginn hitti ég svo þjáningarbróður minn, og veitti því strax athygli, að talsverð spretta hafði orð- ið á kolli hans yfir sumar- mánuðina. Er ég ympraði á þessu við hann, hló hann og kvaðst hafa dottið niður á stórkostlegt ráð til að aufca hárvöxtinn. Hann væri far- inn að taka inn ger kvölds og morgna með þessam greinilega árangri. Auðvitað fer ég strax á stúfana til að ná mér ; ger, en þá kemur á daginn a'ð það er ófáan- legt, og líklega er bannað að selja það, af ótta við að fólk noti það til bruggunar og ég er j afnsköllóttur ef tir sem áður. Ef þú kemur þessu bréfi á framfæri, Bæjarpóstur minn, gæti ég trúað að einhverjar tilslakanir verði gerðar, og sköllóttir menn geti ef til vill fengið ger gegn lyfseðl- um. Með fyrirfram þakklæti, „Skalli“. Nú á bara eftir að sendat hann Gunnar Thoroddsen til Ankara, — datt mér í hug, þegar ég las í Mogganum, að bænarskrá 60 lögfræðinga hefði ekkd haft áhrif, og Gunnar yrði vegtyllulaas í fyrirsjáanlegri framtíð. í sama tölublaði Moggans gat nefnilega að lita frétt um valdabaráttu í Tékkósióvakíu, þar sam ástandið er málað sterkum litum, og mér sýn- ist valdabaráttan í Sjálfstæð- isflokknum vera að hneigjast í svipaða átt, þótt hún sé tek- in öðrum tökum í helzta mál- gagni hans. Gunnar Thorodd- sen er á góðri lei'ð með að verða jafnmikill píslarvottur og Dubcek, og það veafður fróðlegt að vita, hvaða úr- lausn mála hann fær. Ugla. BJÖRN BJARNASON: Samningar Iðju og í blaðinu Nýtt land frjáls þjóð, sem út kom 10. sept. s. 1., er greinarkorn efltir Ólaf Hannibalsson um sdðustu samn- inga Iðju og eru þedr svo frek- lega rangtúlkaðir að ekki má vera ósvarað. 1 þessum samningi var farið inn á þá leið að flokka störfin eftir því hversu mikils þau krefjast af viðkiomandi starfs- manni. Að þessu sinni náöist ekikí samkomulag um flleiri flokka en þrjá, en stefnt er að því að fjölga þeim í framtíð- inni. Þessir flokkar eru byggðir á starfsmati er fram fór í verksmiðjunum fyrir nokkrum árum, en í því mati eru flokk- amir sex. Allir, sem eitthvað þekkja til starfa í verksmiðju- iðnaðinum, vita að þar er um að ræða mjög mismunandi störf í hinum ýmsu greinum og einn- ig á sama vinnustaðnum, svo mismunandi að alger fásinna er að ætlast til að þau séu öll goldin sömu launum. Af þedm sökum var það að samnimga- nefnd Iðju fór inn á þá braut að skipta þeim í mismunandi launaflokka eftir störllum, en án alls tillits til hvort starfið væri unnið af karii eða konu. Ég er þeirrar skoðunar að launa- jafnrétti karla og kvenna bygg- ist á því að starfið sé jafnt launað, hvort sem það er unn- ið af kar!li eða komu. Þessari grundvallar rcglu er hvergi haggað í síðustu kjarasamning- um Iðju, þó Ólafur haldi hinu gagnstæða fram. Hann fúllyrðiir að i 1. launa- flokki sóu talin öll kvenna- störiin, með öriáum undantekn- ingum. Lítum nú á þessa full- yrðingu. í þessum fllokíki er almennur sauimaskapur, en um helmingur þeirra er vinna við hann vinnur ákvæðisvinnu, en eftir eins árs starf er ákvæðis- vinnumanni tryggð lágmarks- laun 20% umfram mánaðarlaun í viðkomandi flokki. Með því ákvæöi er konu, sem vinnur ákvæðisvinniu í 1. flokki tryggð 20% hærri laun en karli í sama fldkki, sem er á mánaðar- launum. Auk þess er svo fjöldi starfa, sem nær eingöngu eru unnin af konum í 2. oig 3.®, flokiki, mætti þar nefna t. d. vinnu við herrafatnað, sport- fatnað, vélpökkun, átöppun, deigblöndun, netalhnýting, tvdnn- ing og kembing o. fl. og fl., sem ailt eru störf í öðrum flokfci. Þegar Ólafur kemur að 3. flokknum færist hann í auk- ana hvað viðkemur rangfærsl- unum. Hann fullyrðir að undir hann falli eingöngu ábyrgðar- störf, en traust hans á konun- um er ekfci medra en svo að hann slær því föstu að þar komi þær alls efckj til greina. í upptalningu sinni á störium í 3. flokki sleppir hann mörg- um störfum, sem tmnin eru jafnt af konum sem körilum, mætti þar nefna súkfculaðilögun og vinmslu, lóskurð o. fl. í dúkvefnaði, brjóstsykursgerð o. fi. og fl. Niðurstöður Ólafs eru svo þær að með starfsmatinu sé verið að brjóta landslög og níðast á kvenfólkinu í Iðju, með lúalegum hætti. Ég er hins vegar þeirrar sfcoðunar að með starfsmatinu hafi samninganefnd Iðju farið inn á rétta braut, og eins og ég sagði í upphafi, er stefnt að því að fjölga fliokkunum að Bjöm Bjamason. minnsta kosti upp í 6 flofcka. Um hitt gefcur svo risið ágreiningur hvort störfin sóu rétt flokkuð, en starfsmaður sem telur að starf hans ætti að vera í hærri fflokki gefcur alltaf óskað eftir endurmati. Rétt er að geta þess, að ef sfcarfsmaður vinnur mdnnst 2 stundir dag- lega í hærra flokki en aðal- starf hans er í, skal homum goldið eftir hærri flokknum. Með þessum fáu orðum von- asfc ég til að mér hafi tekizt að sýna fram á að hér er síður en svo um nofckra árás á launa- jafnréttið að ræða. Opinber stofnun óskar að ráða Vélrítunarstúlku Auk leikni 1 vélritun er krafizt nokkurr- ar kunnáttu í tungumálum (ensku og dönsku). Skriflegar umsóknir ásaimt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist af- greiðslu blaðsins fyrir n.k. laugardag 19. þ.m., merkt: „Vélritun“. BRIDGESTONE HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga frá kl. 8—22, einnig um helgar GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.