Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 6
« SIIIA - ÞJOÐVILJIW’ ÞriOjudagur 5. júnl 1973. DWÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: (Jlgáfufélag Þjóftviljans Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (db.) Augiýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiftsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur). Askriftarverft kr. 300.00 á mánuOi. LausasöIuverO kr. 18.00. Prentun: BlaOaprent h.f. NATO VER EFNAHAGSLÖGSÖGU BRETA Bretar og Bandarikjamenn voru höfuð- smiðir Atlanzhafsbandalagsins. Báðir að- ilar þóttust hafa af þvi hag, einkum ef það tækist að koma sem flestum Evrópurikj- um inn i bandalagið. Bandarikjamenn tryggðu sér þar með áframhaldandi yfir- ráða- og ihlutunarrétt i Evrópu, en i striðslok voru þeir einmitt sterkasta hernaðaraflið i Vestur-Evrópu. Bretar voru hnignandi heimsveldi sem voru fegnir skjólinu og með samningum við Bandarikjamenn fengu þeir ákveðin rétt- indi sem hefðu getað reynzt þeim dýr- keypt i samkeppni. Með Norður-Atlanzhaf var svo farið i þeim samningum sem — ýmist staðfest eða óstaðfest — voru gerðir milli Bret- lands og Bandarikjanna á árunum frá striðslokum og fram yfir stofnun NATO 1949, að það skyldi vera i efnahagslögsögu Breta en hernaðarlega á valdi Bandarikj- anna. Og auðvitað fengu Bretar að halda smávegis lögregluflota til þess að verja ,,eigur” sinar. Þessari samvinnu og verkaskiptingu Breta og Bandarikj- amanna fá íslendingar nú að kynnast, þegar brezki flotinn sækir okkur heim. Hervald Bandarikjanna við norðanvert Atlanzhaf hefur m.a. það hlutverk að vernda efnahagslega aðstöðu Breta á svæðinu. Þetta er bundið i NATO-samn- ingi og i öðrum sáttmálum milli þessara forysturikja Atlanzhafsbandalagsins. Hervaldi Bandarikjanna skal aldrei beitt gegn Bretum, svo lengi sem NATO stend- ur. Þessa dagana er blekkingarhjúpurinn um NATO óðum að falla fyrir augum is- lenzku þjóðarinnar. Það er ráðizt að landsmönnum með hernaðarofbeldi af bandalagsþjóð, en svonefnt „varnarlið” hreyfir hvorki hönd né fót i varnarskyni. Forseti yfirþjóðarinnar i bandalaginu, staddur i Reykjavik, ypptir öxlum og seg- ir, að þessir tveir vinir sinir verði að leysa málin sjálfir. Með þessu visar hann þvi á bug, að bandalagið NATO sé til þess kvatt að verja minnstu þjóðina gegn árás stór- veldis. Það er nefnilega ekki rétt stór- veldi! Islendingar risa nú einn af öðrum til andstöðu við NATO og allt sem NATO fylgir. Um þetta er ástandið i Sjálfstæðis- flokknum ólygnastur vottur, en einmitt sá flokkur hefur gert átrúnaðinn á hernaðar- bandalög og forsjá stórvelda að hornsteini lögmálsins. Ungur ihaldsþingmaður opin- beraði efa sinn um NATO i sjónvarpi. Æskulýðsdeild flokksins i Kópavogi vildi ekkert hafa með NATO að gera ef það gæti ekki varið okkur fyrir Bretum. Ritstjóri flokksmálgagnsins á Suðuralndi hefur á sömu forsendum snúizt gegn þessu hand- ónýta bandalagi. Það er deginum ljósara að NATO styður það i reynd að Bretar helgi sér efnahags- lögsögu undan íslandsströndum, og segir þá um leið: Burt með lögsögu íslendinga. Þetta er á svæði sem Bandarikin hafa gert að hernaðarlögsögu sinni. Er þá nokkur furða þótt þjóðin samein- ist um þá kröfu að NATO skuli burt frá Is- landi, NATO-Bretar og NATO-herstöð. ÖRYGGI EVRÓPU OG ÖRYGGI ÍSLANDS Hin siðari ár verður þess æ frekar vart hve risaveldin i austri og vestri og hernaðarbandalög þeirra eru nátengd. Það sést i Tékkóslóvakiu þegar tilkynnt var fyrirfram til Brussel (eða var það Washington?) um innrásina. Það sést i rangsnúnum afvopnunarviðræðum þar sem sú tilhneigning er rikust að verzla með niðurskurð herafla eins og vörur milli auðhringa, án þess að vinnandi lýður, al- þýðuhreyfingar friðar og þjóðfrelsis, fái þar nokkru að ráða. Það sést i æ tiðari vin- áttuheimsóknum leiðtoganna og æ meira trúnaðartrausti þeirra á milli, að þvi skapi sem þeir missa traust almennings. Þess gætir einnig , þótt i ómerkilegu atriði sé, þegar stjórnmálahneyksli aldarinnar, Watergate-málið, er að mestu þaggað niður i fjölmiðlum bandalagsrikjanna i Austur-Evrópu. Er ekki kominn timi til að spyrja um það, hvort Varsjárbandalaginu var ekki send orðsending, þegar brezk herskip sigldu norður að Islandsströndum til hernaðarumsvifa? Þessa dagana stendur yfir i Reykjavik ráðstefna um öryggismál Evrópu. Þetta er alþjóðleg ráðstefna, og væri þvi i hæsta máta óeðlilegt að ræða þar sérislenzk málefni eins og landhelgismálið. En innrás Breta i landhelgi okkar væri þar sjálfsagt umræðuefni, að svo miklu leyti sem öryggismál smárikisins sem hýsir ráðstefnugesti eru innifalin i þvi ábúðar- mikla heiti „öryggismál Evrópu”. íslendingum kemur i sjálfu sér ekki mikið við, hvað það eru mörg herfylki, sem horfast i augu yfir gaddavirinn milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. En sú lausn á öryggismálum Evrópu sem fælist i þvi að hernaðarbandalög væru leyst upp og herstöðvar erlendis lagðar niður væri stærsta skrefið i þá átt að tryggja öryggi Islands. Herskip Breta i landhelgi okkar eru veigamikil áminning um það. Brezkur þingmaður skrifar um landhelgismálið „Styðjum Islendinga í landhelgismálinu” Þingmaður verkamanna- flokksins brezka skrifar í málgagn brezka kommúnistaflokksins um landhelgismalið. Honum ofbauð skilningsleysið sem mætti honum þegar hann mótmælti veru brezku her- skipanna hér við land. Hann hélt ræðu um málið í þinginu og sá af viðbrögð- um þingmanna að ekki veitti af uppfræðslu um málið í fjölmiðlum. Hann er mjög hlynntur málstaði Islendinga sem hann segir að Bretar eigi að gera að sínum, 26. mai sl. skrifaöi Eric Heffer þingmaöur brezka verkamanna- flokksins grein um afskipti sin af þorskastriöinu i enska þinginu. Hann skrifar grein sina i „Morning Star” til þess aö út- skýra hvers vegna hann hafi mót- mælt þeirri ákvöröun ensku rikis- stjórnarinnar, aö senda freigátur til tslandsstranda. Hann mót- mælti þessu innan veggja enska þingsins og fékk aö vonum mis- jafnar móttökur. Þess vegna vill hann koma þvi á framfæri að hann sé ekki neinn fööurlands- svikari heldur álitur hann það vera bezt fyrir togarasjómenn þar i Bretlandi að semja viö islendinga um landhelgismálið i stað þess að nota herskip. Auk þess álitur hann að fólk i Englandi bæði utan þings og innan, gangi illa aö skilja ástæðu hans um aö mótmæla stefnu brezku rikisstjórnarinnar. Hann greinir frá nokkrum helztu atriö- um i landhelgismálinu, sem eru vist öllum kunn hér, svo sem undangengna útfærslu i 12 milur og annaö slikt, einnig fullyrðingu tslendinga um aö útfærsla land- helginnar sé lifsnauðsyn. Hann minnist einnig á rýrnandi fiskstofn i N- og V-Atlanzhafi og hvernig sama þróun geti vel oröið I kringum Island ef ekkert veröur aö gert og bendir brezkum blaöa- lesendum á aö bezta lausn fyrir bæöi brezka togarasjómenn og hinn almenna neytenda þar sé aö verja fiskimiöin viö Island, svo áframhaldandi veiði sé möguleg um langan tima án mikilla verö- hækkana i smásölu. Annars blasir viö útrýming fiskistofnsins á skömmum tima vegna skjót- fengins gróöa i framtiðinni. Hann hrekur þær sögusagnir um græögi og gleypuhátt tslendinga, sem segja aö veriö sé aö bæta viö bátaflotann hér og fullyrða aö eftir aö nýju skuttogararnir séu allir komnir þá veröi veiðiflotinn jafnstór og 1960. Þá tekur Eric með þá staðreynd aö Eng- lendingar hafi sjálfir fært út fisk- veiöitakmörk sin i 12 milur 1961 og hafi þaö i reynd komiö i veg fyrir veiöar td. annarra efna- hagsbandalagsþjóöa upp undir landsteina. Jafnvei hafi fyrir stuttu verið fariö fram á þaö i enska þinginu aö bæta og heröa eftirlit landhelgisgæzlunnar, og þá einkum gagnvart skipum annarra þjóöa. Þótti honum aö vonum ein- Framhald á bls. 15. RÍS HÓTEL BERG í NJARÐVÍKUM? t LögbirtingarblaOinu er skýrt frá þvi aft þrir einstaklingar af sama ættarmeiöi hafi stofnaö sameignarfélag til hótelreksturs i Njarövikum, og ber félagiö heitiö Hótel Berg. Þarna syðra er ekkert hótel, hvorki i Keflavik né öðrum Suð- urnesjabyggðum, svo slik til- kynning er að nokkru fréttnæm. Við hringdum i sveitarstjórann i Njarðvikum, Jón Ásgeirsson, og spurðum hann eftir þvi á hvaða rekspöl málið væri komiö. Sagðist Jón hafa heyrt utan að sér að fyr- irhugaö væri að reisa mótel i Innri-Njarðvik, en slikar fram- kvæmdir væru þó ekki komnar lengra á veg en svo, að hvorki umsóknir um eitt né neitt, né þá heldur teikningar, hefðu borizt til hreppsskrifstofunnar. Suðurnesjamenn mega þvi enn um sinn biða þess að hótel, eða mótel risi þar i byggðum. — úþ. Inn í íslenzka blámann Við birtum á sunnudag nýort kvæði — 30. mai — eftir Svövu Jakobsdóttur. Slæm prentvilla komst i kvæðið hjá okkur og birt- um viö þvi upphaf kvæðisins á nýjan leik, en biðjum höfundinn og lesendur velvirðingar á mistökum. Hér kemur upphaf kvæðisins: Margt var okkur sagt fréttnæmt þennan dag, er óku þeir úr Keflavik i brynvorOum bilum inn i íslenzka blámann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.