Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 5. júni 1973. Viðlagasjóður auglýsir Auglýsing nr. 3 frá Viðlagasjóði um bætur fyrir tekjumissi. í 26. grein reglugerðar nr. 62, 27. marz 1973 um Viðlagasjóð segir: ,,Nú verða tekjur manns, sem búsettur var i Vestmannaeyjum 22. janúar 1973, lægri á árinu 1973 en þær voru á árinu 1972 af ástæðum, sem ekki verða raktar til annars en náttúruhamfaranna. Skal sjóðnum þá heimilt að greiða honum bæt- ur allt að þvi sem þessum mun nemur. Með tekjum er hér átt við launatekjur, hreinar tekjur af eigin atvinnustarfsemi eða eignum og allar tekjuskattskyldar bætur almannatrygginga, svo og greiðslu frá lifeyrissjóðum og atvinnuleysis- tryggingum. Sjóðnum er heimilt að greiða bætur þessar með þeim hætti, að veita bótaþega leiguivilnun búi hann i hús- næði á vegum sjóðsins. Þegar bótaþörf manns er metin, skal við það miðað, að hann hafi neytt þeirra atvinnutækifæra, sem sanngjarnt getur talizt að ætlast til af honum við þessar aðstæður.” Skv. 27. gr. skal sá, sem vill fá bætur skv. 26. gr. senda umsókn til sjóðsins i þvi formi sem sjóðsstjórn ákveður og með þeim gögnum sem hún krefst. Hér með er auglýst eftir slikum umsóknum frá einstaklingum. Skulu þær sendar skrifstofu Viðlagasjóðs, Tollstöðinni við Tryggvagötu i Reykjavik og; skal fylgja þeim afrit af skattframtali 1973 (tekjuárið 1972), lýsing á þvi hvaða tekjur um- sækjandi hefur nú hvaða atvinnu hann stundar og atvinnuhorfum og tekjuáætlun fyrir árið 1973. Stjórn Viðlagasjóðs Viðlagasjóður auglýsir Auglýsing nr. 4 frá Viðlagasjóði um bráðabirgðalán til fyrirtækja. í 29. grein reglugerðar nr. 62, 27. marz 1973 um Viðlagasjóð segir: ,,Nú skortir atvinnufyrirtæki, sem starf- rækt var i Vestmannaeyjum 22. janúar 1973, en hefur orðið að hætta starfsemi sinni þar,fé til að standa við greiðsluskuld- bindingar sinar eða skortir fé til að hefja starfsemi sina aftur i landi, og er sjóðnum þá heimilt að veita þvi bráðabirgðalán vegna þessa, enda séu rök að þvi leidd, sem stjórn sjóðsins metur gild, að fjár- skorturinn sé afleiðing náttúruham- faranna i Vestmannaeyjum. Umsóknir um lán þessi skulu vera i þvi formi og studd þeim gögnum, sem stjórn sjóðsins ákveður. Auglýst skal i blöðum um lán þessi.” Lán þessi verða veitt til allt að eins árs, enda gert ráð fyrir að þau verði gerð upp með bótum sem lántaki kann að fá úr sjóðnum, en ella verður samið um þau sið- ar. Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán skv. framangreindu. í umsókninni skal gerð grein fyrir þeim ástæðum sem til fjárskortsins liggja og taldar upp þær greiðslur, sem verja skal lánsfénu til. Umsókninni skal fylgja afrit af skattfram- tölum 1972 og 1973 (tekjuárin 1971 og 1972) og greiðsluáætlun fyrir árið 1973. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Viðlagasjóðs, Tollstöðinni við Tryggva- götu i Reykjavik. Stjórn Viðlagasjóðs. Alsey r Alsey var afhent í síðustu viku Slippstöðin hefur smíðað 5 skip fyrir Einar Sigurðsson Þann 30. mai afhenti Slippstöð- in h.f. á Akureyri 150 iesta stál- fiskiskip til Hraöfrystistöövar- innar i Reykjavik h.f. — Einar Sigurðsson. Skipið var sjósett 17. marz s. 1. og hlaut þá nafnið „M/B Alsey VE 502”. Þetta skip er það fimmta, scm Slippstööin afhendir Einari Sigurðssyni á þessu og síðasta ári og jafnframt siöasta skipið, sem Slippstöðin h.f. smiðar fyrir Einar aö sinni. Með smiði þessara fimm skipa tók Slippstöðin h.f. upp raðsmiði 150 lesta fiskiskipa, og hefur sú raðsmiði gefið mjög góða raun, þar sem betur er hægt að koma við staðlaðri hlutasmiði, sem leiðir til aukinna afkasta. Starfs- menn stöðvarinnar eru rúmlega 200. Slippstöðin h.f. hyggst enn um sinn smiða fleiri 150 lesta fiski- skip og er nú verið aö smiða tvö næstu skip og nýlega búið að semja um smiði þess þriðja. „M/B Alsey” er útbúin til linu-, neta-, tog- og nótaveiða, og er togbúnaöurinn gerður fyrir neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smáse ia Einar Farestveit & Co Hf! Bergstaðastr. 10A Slmi 1G995I skuttog, sem er nýjung. Skipið er búið öllum nýjustu siglinga- og fiskleitartækjum, og má þar nefna tvær ratsjár af gerðinni KELVIN HUGHES og DECCA, ATLAS-fisksjá, og asdic af gerð- inni SIMRAD. Aðalvél er af gerð- inni MANNHEIM, 765 hestöfl og reyndist ganghraði 12 1/2 mila i reynsluferð. Auk þess eru tvær hjálparvélar af gerðinni BUKH, 84 hestöfl hvor, sem geta fram- leitt 72 kgw. samtals. t skipinu er innbyggður hraðamælir af gerð- inni SAL-LOG 64. Senditæki eru af gerðinni SAILOR T 122,16 rása og viðtæki 23 rása. Lengd skipsins er 31 metri og breidd 6,7 metrar. All- ar ibúðir, sem eru fyrir 12 manns, eru i afturskipi. Skipstjóri á „M/B Álsey” er Ölafur Kristinsson og vélstjóri Pétur Sveinsson. Skipið heldur strax á togveiðar. ”—— ÞEGAR DÝRIN^IKNARh HÖFÐU MÁL EFFEL 9 d. J i ./ \\ Og nú ætlar kollegi okkar, Héroso, að koma fram og herma eftir mink.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.