Þjóðviljinn - 05.06.1973, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Qupperneq 16
UÚDVIUINN Þriöjudagur 5. júni 1973. Almennar upplýfeingar una læknaþjónustu borgarinnar erú-gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simj,. 18888. Nætur-, kvöld- og helgarþjón- usta lyfjabúóanna vikuna 1.-7. júni er i Vesturbæjarapóteki og i Háaleitisapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ens er opin allan sólarhring- tnn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverpdarstöðinni. Simi 21230. i gærmorgun hófst að Hótel Loftleiðum ráð- stefna um öryggismál Evrópu, sem boðað er til af um 40 íslenzkum og alþjóðlegum samtökum. Ragnar Arnalds setti ráðstefnuna með ræðu þar sem fjallað var um íslenzk vandamál i tengslum við hugsanlegt öryggiskerfi í Evrópu, þáflutti Einar Ágústsson utanríkisráðherra ræðu og fluttar voru fram- sögur um ýmsa mála- flokka. Kom fram, einkum hjá Norður- landamönnum, drengi- legur stuðningur við Skyndisöfnun Þjóðviljans Eins og fram kom i sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans hefur stjórn útgáfufélags Þjóðviljans ákveðið að fara i fjársöfnun um allt land til þess að tryggja útgáfu blaðsins i sumar. Til þess að koma i veg fyrir yfirvofandi stöðvun á rekstri blaðsins þarf að safna 1,5 miljónum króna i þessum mánuði. Til þess að undirbyggja um leið rekstur blaðsins til frambúðar verður þessi fjársöfnun tengd þeirri áskrifendasöfnun, sem unnið hefur verið að, á þann hátt að þeir sem leggja fram peninga geta fengið blaðið sent til kunningja sinna, sem þeir tilnefna, fritt til næstu ára- móta. Fyrir hverjar 10.000 krónur annast skrifstofa Þjóðviljans útsendingu á blaðinu til nýrra áskrifenda i sex mánuði og kannar svo hvort viðkomandi aðili vill ekki gerast áskrifandi. Með samstilltu átaki getum við bjargað Þjóðviljanum úr þeirri kreppu, sem hann er nú i,og tryggt blaðinu betri fjárhagsgrundvöll til frambúðar. Skrifstofa söfnunarinnar er á Grettisgötu 3 simi 18081. Ragnar Arnalds í setningarrœðu á öryggismálaráðstefnu: „Ekkert land hýsi erlendan her Ekkert öryggiskerfi á kostnað smáþjóða eða þriðja heimsins 99 málstað (slendinga í islenzka landhelgismálum og við leitni. sjáltstæðisvið- Nixon ráðlagt að gufa upp NEW YORK 4/6 Eftir siðustu uppljóstranir í Watergatemálinu lagöi Clark Clifford, fyrrum varnarmálaráðherra Bandarikjanna, það til i dag, að þcir Nixon og Agnew varaforseti scgðu af sér og I stað þeirra komi menn sem Nixon útnefni úr hópi sem tilnefndur er af þinginu. IVleð sliku móti, segir Clifford, þarf Nixon ekki að lýsa sig sekan, hcldur viðurkennir að misklið innan stjórnarinnar hafi gert hana óhæfa um að sinna hags- munum þjóöarinnar. Ýmsir öldungadeildarmenn i nefnd þeirri sem rannsakar Watergate-málið álita að yfir- heyra eigi sem fyrst aðalvitnin i málinu til að það verði ljóst sem fyrst hver staða forsetans var. 1 gær birtust i tveim blöðum yfir- lýsingar James Dean, fyrrum lögfræðilegs ráðunautar Hvita hússins, þar sem hann segir, að frá þvi i janúar og fram i april hafi hann einum 35sinnum rætt við Nixon einslega eða með öðrum og þá hafi það oftlega borið á góma, aö tilraunir hefðu verið gerðar af hálfu embættis- manna Hvita hússins að þagga málið niður m.a. með þvi að múta þeim sem ieiddir voru fyrir dóm vegna innbrotsins i Watérgate- húsið sjálft. Þvi hafi Nixon verið vel kunnugt um það, hverju fram fór. Dean hafði áður lýst þvi yfir að hann vildi ekki verða blóra- böggull fyrir forsetann i máli þessu. Talsmenn Hvita hússins hafa visað staðhæfingum Deans á bug og segja þær lið i rógsherferð blaðanna gegn Nixon með það fyrir augum að koma honum á kné. Einn af þingmönnum Demó- krata, Paul McCloskey, hefur haft frumkvæði um að taka málið upp i fulltrúadeildinni. Segir hann að deildin ráði þvi, skv. stjórnar- skránni, hvort það eigi að stefna forsetanum eða ráðherrum fyrir rikisréit eða ekki. McCloskey er mjög harðorður og segir fulla ástæðu til að ætla að forsetinn hafi reynt að koma i veg fyrir rannsókn málsins. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Akureyri Askrifendasöfnun Þjóðviljans er hafin á Akureyri. Tekið er á móti nýjum áskrifendum á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Geislagötu 10 alla virka daga kl. 9 til 11 fyrir hádegi. Þeir sem ekki fá blaðið með góðum skilum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á fyrrgreindum tima i sima 21875. Norðurland eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldinn laugardaginn 9. júni i félagsheimilinu á Raufarhöfn. Farið verður með hópferðabil frá Akureyri föstudaginn 8. júni og eru fulltrúar beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Alþýðubandalagsins simi 21875 kl. 9 til 11 f.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Stjón kjördæmisráðsins. Styrktarmenn Alþýðubandalagsins Styrktarmenn flokksins eru minntir á giró-seðla, sem sendir voru út, með siðasta fréttabréfi til greiðslu á styrktarmannagjaldi fyrir áriði 1973. ■ Ráöstefnuna sækja um 5Ú-60 fulltrúar, og skiptast þeir I þrjá nokkuö jafnstóra hópa frá Norðurlöndum, Vestur- og Austur-Evrópu. 1 ræðu sinni sagði Ragnar Arnalds m.a. aö Islendingar hefðu lengi hlakkað til þess að sjá á bak erlendum her i landinu og nú færi sú stund aö nálgast með þvi að viðræður um endurskoðun á her- stöðvarsamningnum væru aö hefjast. Sumir gætu spurt hvort ekki væri skynsam- legast að Islendingar biðu með ákvöröun i málinu þar til fundizt heföi heildarlausn á öryggismálum Evrópu. En Islendingar hafá þegar beöið of lengi. Þeir vilja gjarna meö frumkvæöi sinu vona að það hafi góð áhrif á heildar- þróunina. Brottför hersins er fyrst og fremst framkvæmd á þeirri meginreglu að ekkert land hýsi erlendan her. Við segjum að brottför hersins sé islenzkt einkamál, en eins og það er skylda hvers og eins aö gera hreint fyrir sinum dyrum, þá er það og ljóst að hernaðarbandalögin verða ekki leyst upp og öryggismál Evrópu leyst án sameiginlegs átaks. Það er hugsanlegt að litið land eins og Island standi utan við alla samninga um öryggi Evrópu — og svo verður að vera ef stórveldin leysa málin á þann veg sem er óaðgengilegur fyrir smá- þjóðir. En við treystum þvi að hægt sé að skipuleggja öryggismál Evrópu á þann veg að það tryggi tilverurétt og sjálfstæði allra þjóða og komi i veg fyrir utanað- komandi ihlutun um þeirra mál. I þessu sambandi höfum við sérstakan áhuga á friðlýsingu tiltekinna svæða og viljum nota tækifærið til að vekja athygli ráðstefnunnar á þeirri hugmynd að friðlýsa Norður-Atlanzhafið. Vonbrigði með Nato Næstur flutti ræðu Einar Agústsson utanrikisráðherra sem gaf yfirlit yfir utanrikis- stefnu tslands. Hann sagði m.a. á þá leið, aö hann heföi ávallt verið hlynntur aöild að Nato, en aö valdbeiting Stóra- Bretlands hefði valdið sér miklum vonbrigöum. Hann sagði og, að i framtiðinni mundi ekki þörf á bandalögum eins og Nato og að aðild aö Natoyröi ávallt til endurmats. Þá voru haldnar sex fram- söguræður og siöan voru umræður. Rafett var um undir- búning að öryggismálaráð- stefnu þeirri sem hefst i ' Helsinki um næstu mánaða- mót, um samvinnu i Evrópu ofl. Einar Karl Haraldsson ræddi um svæðisbundnar lausnir á öryggismálum, minnti á hugmyndir Kekk- onens i sambandi við kjarna- vopnaiaust belti á norður- slóðum og þær hugmyndir þeim skyldar, sem hér hafa komið fram. Hættur Bandarikjamaðurinn John Shippee frá friðarrannsóknar- Framhald á bls 15. Fyrsta hljóðfráa far- þegaþotan, TU-144, ferst rétt hjá París PARiS 4/6 Frönsk-sovézk rannsóknarnefnd hóf í dag rannsókn á því slysi sem gerðist á flugsýningunni á Le Bourget flugvelli við Paris í gær, en þá hrapaði sovézk hljóðfrá farþega- þota af gerðinni Tupoléf- 144 til jarðar f lendingu. Sex meðlimir áhafnarinnar fórust og svo að minnsta kosti niu manns i út- borginni Goussainville, þar sem flugvélin kom niður. Um 30 manns særöust i sama byggðarlagi. Flugvélin, sem er risastór, reif þakið af tiu húsum og féll niöur á skólabyggingu sem var auð. Þungt málmstykki úr vélinni lenti á oliubil sem sprakk og kveikti i mörgum húsum. Borgarstjórinn i Goussainville hefur i þessu tilefni farið hörðum orðum um þá aðila, sem leyft hafa flugsýningar yfir byggðum svæðum við Le Bourget. 300 þúsund manns urðu áhorfendur að slysinu. Tu-144 hafði farið i sýningarflug og sneri aftur til að lenda. Allt i einu lækkaöi vélin flugið skyndilega og i 500 metra hæð tók hún að hrapa. Fyrst rifnaði vinstri vængur af vélinni og siðan sá hægri. Moskvublöðin voru fáorð um slysið i morgun. Tu-144 var stolt sovézkra tæknimanna, fyrsta hljóðfráa þotan sem fór á loft — I árslok 1968. Nokkrum mánuðum siðar fór brezk-franska þotan Concorde i sitt fyrsta reynsluflug. Þekktasti flugvélasmiður Sovét- rikjanna, A-ndrei Túpoléf, sem lézt i fyrra, er höfundur vélarinnar, en sonur hans, Alexei, tók við starfi hans. Flaug hann þegar I þyrlu á slysstaöinn i gær. Búast má við að slysiö komi i veg fyrir, að Tu-144 taki upp áætlunarflug um áramótin 1974-75 eins og gert hafði verið ráð fyrir. Bandarikjamenn hafa þegar hætt við smiöi hljóöfrárrar farþega- þotu, og mjög mörg flugfélög hafa dregið til baka pantanir sinar á Concorde, sem reyndar tók einnig þátt I flugsýningunni i gær. Seinni fréttir herma, að sér- fræðingar reki slysiö til yfir- sjónar flugmanns en ekki til smiðagalla á vélinni. Bæði sovézkir og franskir flugvéla- smiðir hafa lýst þvi yfir, aö haldið verði áfram að prófa og bæta hljóöfráar þotur, Concorde og Tu- 144. Dementéf, sovézki flugmála- ráðherrann, sagði að Sovétmenn mundu koma á næstu flugsýningu I Paris með Tu-144 með farþega innanborðs. Verðúr sýningin haldin i Paris 1975. Fram vann Breiðablik i gær- kvöldi I fyrstudeildarkeppninni, 2:1. Staðan i hálfleik var 2:0. Nánar á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.