Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 17
SuBBndagar 15. desember 1974. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 17 ÓDÝRTí KRON Bl. grænmeti Co-op 16 oz Haframjöl Co-op 680 gr Tannkrem Co-op 75 gr Shampo Co-op Handsápa Co-op 142 gr Cirkel kakó 200 gr Cirkel kakó 500 gr Cocktail ávextir 1/2 ds Kaffiduft Co-op 4 oz Bláber Krakus 345 gr Bláber Krakus 900 gr. Jarðarb. sulta Krakus 1 lbs Bláberjasulta Krakus 1 lbs Aprikósusulta Krakus 1 lbs Ananassulta Krakus 1 lbs Ferskjusulta Krakus 1 lbs kr. 64,00 52,00 57,00 95,00 33,00 59,00 138,00 98,00 189,00 112,00 173,00 93,00 93,00 93,00 93,00 93,00 KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS EIGINMENN Gefið konunni grávöru í jólagjöf. Cape, trefil, húfu eða kollý í tískuskinnunum. EINNIG SKINN í PELSA FELDSKERINN Skólavörðustíg 18. Sími 10840. ÚTBOÐ Umbúða- og sorppokar Tilboö óskast í umbúðapoka fyrir A.T.V.R. o.fl. og einnig sorppoka fyrir grindur eöa kassa til notkunar viö Ibúöar- hús o.fl. Ótboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR » Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Atvinna ■ Atvinna Skrifstofustarf Óskum að ráða mann til fulltrúastarfa við bókhald og endurskoðun frá n.k. áramót- um. Góð bókhaldsþekking nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vegamálaskrifstof- unni, Borgartúni 1, Reykjavik, sem fyrst. VEGAGERÐ RÍKISINS SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Liggur í leyni Oxlin fór úr liði, fóturinn snerist og andlitið rispaðist þeg- ar sænska óperusöngkonan Bir- git Nilsson datt i þrepum á sviðinu I Metrópolitanóperunni i New York fyrr á árinu. Marlene Dietrich varð fyrir svipuðu óhappi i byrjun ársins i Washington og I Las Vegas slasaðist Ann-Margret aö' tjaldabaki. I tilefni þessara frétta rifjar sænskur blaðamaður upp orð Birgittar i viðtali við blað hans: — öfundin liggur i leyni aö tjaldabaki! í RUSLI Forstjóri nokkur i Hamborg var vanur að setja afrakstur dagsins ekki i peningaskápinn á kvöldin, heldur i ruslakörfuna, þar sem hann hélt þvi fram, aö þjófum mundi aldrei’detta i hug að leita. En hann var aldeilis i rusli einn morguninn þegar hann hafði gleymt að taka tillit til þess, að ný ræstingakona var byrjuð á skrifstofunni og þarsem hún þekkti ekkert til þessarar venju húsbónda sins tæmdi hún ruslakörfuna með öllu sem i henni var, um 12 þús- und mörkum i seðlum. En heppniner með sumum. 11 ára strákur fór að róta i ösku- haugum, fann peningana og skilaði þeim til lögreglunnar sem fann rétta eigandann eftir nokkurn tima. Peningaskápurinn er aftur kominn i notkun. MÓTSÖGN Viö lifum i heimi fullum af timasparandi vélum, en erum þó ævinlega kúguppgefin — svotil öll. VÍSNA- ÞÁTTUR S.dór.sss : Nýtt og gamalt Okkur hafa borist margar snjallar visur, gamlar eöa nýjar eftir atvikum, og mun þessi þáttur aö mestu leyti helgaöur þeim sem hafa verið svo elsku- legir aö láta okkur hafa visur sinar. Þá byrjum við á visum sem Magnús J. Jóhannsson hefur sent okkur,og þiggjum við með þökkum fleiri visur frá honum sem fyrst, en gefum þá Magnúsi orðiö: Undirritaöur var á ferð með ókunnum manni i myrkri. Festi annan fótinn I holu og skall endi- langur: Við i gjótu aö festa fót flatur skall ég herra. Að faðma grjótið fyrir snót finnst mér allmjög verra. Undirritaöur kom að manni, er var að kljúfa rekavið með eikarfleygum: Ýmislegt er erfiöið. — Undarlegt að tarna —. Ertu að reyna að reka við i raufina þá arna. Tveir „góðtemplarar” báðu undirritaðan að kveða visu með eftirfarandi afleiðingum: Skyldi lengi rima af rögg, rjála um strengi lúna, ef ég fengi litla lögg, ljúfu drengir núna. Um fjallgöngumann: Hetjan kleif á hæsta tind, — hennar var það siður —. Loks þar stóð og leysti vind, laumaðist siöan niöur. Magnús J. Jóhannsson. Þá eru hér tvær visur eftir vin okkar Valdimar Lárusson, þann snjalla hagyrðing úr Kópavogi: Vorvísur Undir þaki ei frið ég fæ, frjóar vaka grundir. Fuglar kvaka um fold og sæ fjöllin taka undir. Grundin brosir blómum prýdd, búin flosi vænu, hæð og kvos er skógar-skrýdd skarti mosagrænu. Staka Þegar villir þokan mig þykk og ill á vegi. Gott er,hylli, aö þekkja þig, þú mér spillir eigi. ! Vilhjálmur Einarsson frá Sel- fossi sendir okkur þessar vísur: Ekki tjáir um að kvarta eða neinum segja frá, heldur bera harm i hjarta hvað sem gengur á. Lifa kátur list mér máti bestur, þó að bjáti eitthvað á úr þvi hlátur gjöra má. Ei skal kvlða ævitíö áfram liöur svona þverr um siöir þetta strið þess er aö biöa og vona. Betra aö fleiri væru svona bjartsýnir, þá væri ekki margt að. * SH er greinilega ekki hrifinn af kirkjubyggingarfarganinu: Hefði Kristur heimsins völd hlyti að breytast viða, kannski lét’ann i eina öld enga kirkju smiða. N. sendir okkur þessar vlsur: Það er inntak allra vona um að sigra lifsins þraut, ef að bæði karl og kona keyra sömu þroskabraut. Ihaldið vill okkur fá EFTA traustu hlekki. Svava vildi sitja hjá en sendiherrann ekki. Þ. sendir okkur þessa: Kviði ég þvi sem koma skal kuldanum úr fjallasal. Ef himi ég einsog Hannibal að höggva við i Selárdal. Má ég biðja um undirskrift? Undirskrift gangi enn á ný um meðal landsins barna. Varnarland þurfum að vera i og veröa amerisk stjarna. SVB Frelsi Frelsi það sem fólkið nýtur fólgið I þessu er: að ráða menn að ráða menn að ráða yfir sér. SVB Loks eru svo hérna nokkrir botnar viö siðasta fyrripartinn en þeir bárust of seint fyrir siðasta þátt! Ýmsum þykja atómljóöin einskis viröi: Pundið jafnt og léttu lóðin leti yrði. Að rimiö sjálft og háu hljóðin hugurinn myrði. Að betur diki brimiö og flóðin bragurinn stiröi. Samt er hún þarna söngvaglóöin sem ég viröi. Aum er hún veröld axli þjóðin enga byröi. Eins ég væri upp i móðinn ef ég þyrði. Hart er I búi ef ég óðinn úti giröi. Gullkornin i sjónarsjóðinn samt ég hirði. Kvæðin likt og fögur fljóðin fyrir mér viröi. Stormurinn blés en storma- slóðin storminn kyrröi. FB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.