Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur 15. desember 1974. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 19 Cannabis saliva heitir þessi planta á latinu,en úr henni má bæbi vinna Katrín Guðjónsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög TÖKUM LAGIÐ! hass og niöslerkan pappir. ur en þeir sem koma frá rofnum fjölskyldum. Næst var athuguð staða neyt- enda, hvort neytendur gengju i skóla eða væru i vinnu eða hvor- ugt. Það virtist litil áhrif hafa á neysluna. Þó var aðeins hærra neysluhlutfall hjá þeim sem voru i skóla. Hins vegar voru fimm manns i öllum hópnum hvorki i Kröfuaftgerð um frjálsa sölu cannabis I Bandarikjunum. Fremst á myndinni er skáldift Allen Ginsberg,en hann hefur verið nefndur hirftskáld cannabisneytenda. skóla né vinnu, né féllu þeir i hóp húsmæðra. Fjórir af þessum voru neytendur. Af þeim sem voru i skóla voru flestir i mennta- eöa háskóla. Athugað var hvort neytendur hefðu siður lokið prófum i skóla en þeir, sem ekki höfðu reynt efn- ið.Kom i ljós að22,8% þeirra sem lokið höfðu prófum voru neytend- ur en 26.8% þeirra sem ekki höfðu lokið prófum. 1 könnunum sem geröar hafa veriö erlendis hefur yfirleitt komið fram miklu meiri munur sem bendir til erfiðleika neytenda viö að aðlagast skóla- kerfinu. Menningarkiminn kannaður Tengsl freginna við aðra neyt- endur voru könnuð og kom i ljós að tæplega 70% kváöust kannast við slikt fólk. Hins vegar vilja að- eins tæplega 50% kannast viö aö vinir þeirra séu neytendur og 10% eiga vini sem lent hafa i yfir- heyrslum hjá lögreglu vegna neyslu sinnar. Er hlutfallið i öll- um tilvikum hærra meðal neyt- enda og þeirra sem aldrei hafa reynt cannabis. Unga fólkið var spurt að þvi hvort það gæti útvegað annað hvort cannabis eða LSD eða hvorttveggja á 2—3 dögum. Um þriðjungur kvað já við þvi. 51 treysti sér til að útvega cannabis, ein stúlka kvaðst geta útvegað LSD og 23 sögðust geta útvegað hvort tveggja. 16.4% voru alveg vonlaus en um helmingur var ekki viss. Tvær spurningar miðuðu að þvi að kanna viðhorf freginna til efn- anna. Afstaðan til þess hvort selja bæri efnin á frjálsum markaði skiptist þannig: 3.6% neytenda vildu leyfa sölu á bæði LSD og cannabis en 1.1% þeirra sem ekki neyttu efnanna. 26.8% neytenda vildu leyfa frjálsa sölu cannabis en aðeins 6.3% ekki-neytenda. Enginn vildi leyfa sölu á LSD einu. 57.1% neytenda vildu hvor- ugt efnanna frjálst og 86.9% ekki- neytenda. Alls voru þvi 79,7% freginna andvig þvi að gefa annað hvort eða bæði efnin frjáls, 12.9% vildu leyfa cannabis eða hvort tveggja og 7.3% voru ekki viss i sinni sök. Hin spurningin var sú hvort unga fólkiö gæti hugsað sér að reyna cannabis ef tryggt væri að lögreglan kæmist ekki að þvi. Við þessari spurningu komu mjög at- hyglisverð svör. Aðeins 16.7% af öllum hópnum gat hugsaö sér að reyna það þótt 23.9% hefðu þegar reynt það. Karlar voru mun fús- ari að reyna efnið en konur. Neytendur voru spurðir hve oft þeir hefðu neytt cannabis siðustu 30 dagana áður en viðtaliö fór fram. 41 eða 73.2% höfðu aldrei neytt þess, 8 1—3 sinnum, 4 4—10 sinnum og 3 oftar en 10 sinnum. Þarna kemur fram kynskipting þvi aðeins 4 konur höfðu neytt þess siðasta mánuðinn á móti 11 körlum og aðeins 1 kona hafði neytt þess oftar en 4 sinnum. Hjá hverjum fékkstu efniö fyrst? voru neytendur spurðir. 48 eða 85.7 höföu fengið það hjá fé- lögum sinum, 6 eöa 10.7% hjá „einhverjum sem viðkomandi þekkti varla” og aðeins 2 eða 3.6% hjá ókunnugum. Hér á landi virðast þvi mun fleiri komast fyrstyfir efnið fyrir tilstilli félaga sinna en erlendis og dregur Þór- unn þá ályktun af þvi aö cannabis sé svo til eingöngu flutt inn til notkunar fyrir kunningjahópinn en ekki til að selja Pétri eða Páli. Næst er kafli um neyslu LSD en þar sem aðeins 6 manns viður- kenndu aö hafa prófað það getur það vart talistmarktækt og mun- um við þvi hlaupa yfir þann kafla. Enginn greinar- munur Siðasti kaflinn er hins vegar mun athyglisverðari, en hann fjallar um islensku löggjöfina um neyslu efnanna, áróður og loks eru almennar hugleiðingar um cannabis og viðhorf manna til þess. Þórunn bendir á að i lögunum sem banna dreifingu, varðveislu, afhendingu, innflutning, fram- leiðslu o.s.frv. á cannabis og LSD o.fl. efnum sé enginn greinar- munur gerður á efnunum, þ.e. lögin gera ráð fyrir sömu há- marksrefsingum fyrir innflutning á hassi og heróini. Siðan varpar hún fram þeirri spurningu hvort almenningur geri það nokkuð frekar en lög- gjafinn. Ekki er til nein könnun á islensku almenningsáliti i þessum efnum en Þórunn vitnar I norska könnun þar sem menn voru beðn- ir að svara þvi hvort menn yröu frekar vanabundnir einu efni en öðru af fimm efnum sem upp voru gefin: morfin, cannabis, tóbak, róandi lyf og áfengi. Var útkoman sú i stórum dráttum aö fólkið taldi meiri hættu á að menn yrðu háðir cannabis en morfini eftir stöðuga notkun i einn mánuð. Einnig voru þeir fleiri sem álitu meiri hættu á þvi að menn yrðu háðir tóbaki en róandi lyfjum. Einnig var áberandi i þessari könnun að menn álitu áfengi mun skaðminna en cannabis þótt flest- ir læknar séu á öndveröum meiði. ,,Af þessu sést að fólkið virðist hafa fengið rangar upplýsingar um skaösemi og áhrif hinna ýmsu efna. Ætli það sé nokkuð ótrúlegt að áætla að ástandið sé svipað hérlendis” segir Þórunn. Hún veltir fyrir sér þeim möguleika að þetta stafi af þvi að áfengi er hér selt hverjum sem hafa vill og fólk telur sig þekkja áhrif þess en cannabis þekkja menn einungis af afspurn og flestir af umtali fjölmiðla. En hvernig er þvi um- tali háttað? Skapa skynsamleg viðhorf „Umræður um cannabisefni hafa frá upphafi verið samflækt- ar umræðum um aðra og óviðkom- andi hluti, þ.e. umræðum um sterkustu eiturefni, svo sem mor- fin og ópium. 1 fjöímiðlum koma fram alls konar valdamenn og segja hryllingssögúr um að allir sem neyti ópiums hafi byrjað á cannabis og fleira og fleira. Út frá samfélagslegu sjónarmiði hlýtur það að vera mjög óheppilegt að yfirvöld geri engan greinarmun á t.d. cannabis og morfini. Árang- urinn verður sá, að stór hluti ungs fólks sem sjálft hefur reynt efnið dregur þær ályktanir að upplýs- ingar yfirvalda hafi verið rang- ar... Þetta getur leitt til „con- fidence gap”, þ.e. traust fólks á þvi hvað yfirvöld segja minnkar, lika á þvi sem þau hafa aö segja um önnur málefni en cannabis”. Þórunn veltir þvi fyrir sér hvaða afleiðingar það hefði ef sala cannabisyrði gefin frjáls hér á landi og segir svo: „Og er rétt að gera um 25% fólks i Reykjavik á aldrinum 18—24 ára lögbrjóta fyrir þær sakir einar að hafa fikt- að eitthvað við cannabisefni?” Lokaorð skýrslunnar og jafn- framt þessarar greinar eru þessi: „Þetta eru punktar á sitt hvorum enda á sömu stöng. i fyrsta lagi aö „dramatisera” cannabisneyslu, gera hana jafn alvarlega og neyslu sterkra stungulyfja (sbr. lögin), i öðru lagi að gefa hana frjálsa. Raunhæft bann er óraun- verulegt. En e.t.v. er enn timi til að skapa skynsamleg viðhorf gagnvart cannabis og öðrum vimuefnum með umræðum og réttum upplýsingum”. —ÞH tók saman Lagið i dag kannist þið áreiðan- lega flest við, en það er þekktur mótmælasöngur gegn striði og hefur veriö þýddur á mörg tungu- mál. Texti við þetta lag er m.a.s. til á islensku, en þar sem mein- ingin hefur alveg glatast og ein- hver væmni verið sett i staðinn I þýöingunni höldum við okkur við enska textann. WHERE HAVE ALL THE FLOWERS GONE? G C D7 Where have all the flowers gone, long time passin? G a D7 Where have all the flowers gone long time ago? G Where have all the flowers gone? c D7 Gone to young girls everyone. C G When will they ever learn? C D7 G When will they ever learn? Where have all the young girls gone, long time pass- in’? Wherehavealltheyoung girls gone, long time ago? Where have all the young girls gone? Gone to young men everyone. When will they ever learn? When will they ever learn? Where have all the young men gone, long time pass- in’? Where have all the young men gone, long time ago? Where have all the young men gone? Gone to soldiers everyone. When will they ever learn? When will they ever learn? Where have all the soldiers gone, long time passin’? Where have all the soldiers gone, long time ago? Where have all the soldiers gone? Gk>ne to graveyards everyone. When will they ever learn? When will they ever learn? Where have all the graveyards gone, long time passin’? Where have all the graveyards gone, long time ago? Where have all the graveyards gone? Gone to flowers everyone. When will they ever learn? When will they ever learn? a-hljómur. G-hljómur. G-hljómur. D'-hljómur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.