Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1974. ÁRNI BJÖRNSSON: ÞJÓÐFRÆÐAGUTL TÓBAKIÐ HREINT Islendingar munu fyrst hafa byrjað að brúka tóbak á önd- verðri 17. öld. Fyrstur mör- landa, sem spurnir eru af að hafi iðkað þetta, er Jón ólafsson Indiafari árið 1615, þegar hann sigldi burt með ensku skipi. Hann segir svo frá: „Einn maður var þar innan- borðs, Rúben að nafni. Hann sá ég fyrst tóbak með hönd hafa og hvert kvöld taka, og þá list að læra gjörðist minn tilsagnari”. Köld náttúra og vott eðli En Jón var tiu ár i útlöndum, og um 1630 var tóbak enn svo litt þekkt á Islandi, að sjálfur Arn- grlmur Jónsson lærði ritar Óla Worm, fornfræöingi Danakon- ungs, þessa fyrirspurn árið 1631: „Mig fýsir að fræðast sem fyrst um, hver áhrif tóbakið hef- ur, þegar menn draga það að sér gegnum pipu, svo reykurinn kemur út um munn og nef, hve skammturinn á að vera mikill og hve oft á að taka það, hvort menn eiga að neyta þess á fast- andi maga, eins og sjómenn hafa sagt mér, eða á annan hátt. Sumir segja, að þegar menn draga að sér reykinn á þennan hátt, þá sé það hollt fyrir höfuð og brjóst. Sumir segja lika, að þegar menn tyggja það vel, svo það leysist upp, þá leysi það slim úr maganum og hreinsi hann, með þvi móti að menn selji upp. Sjómenn tiöka þessa lækningu. Þeir hafa með sér strengi, sem búnir eru til úr þessari jurt, mylja þá svo að þeir geti komist i pipuna, og þurrka þá loksins svo kviknað geti i þeim”. óli Worm svarar séra Arn- grimi árið eftir: „Jurtin er kaldrar náttúru, og einkum holl fyrir þá, sem eru vots eðlis, ef þeir neyta hennar aöeins i hófi, einsog annarra læknislyfja. Ef menn draga að sér reyk hennar gegnum pipu, einsog sjómenn tiðka, hreinsar hún slim úr heilanum og skiln- ingarvitunum”. Þessi fróðleiksfýsn séra Arn- grlms minnir á einn dáðasta fræðimann Islenskan, sem var að spyrja helmingi yngri kol- lega sinn um yngri skáldin hér. Þá segir sá yngri um eitt þeirra, að hann sé nú vist allur kominn i eiturlyfin. „Hvaða eiturlyf?” spurði sá gamli fullur áhuga. „Ég er búinn að prófa svo mörg, og ekkert hrifur”. Guðleysi tóbaksins Tiu árum siðar eða um 1640 virðast skólapiltar i Skálholti þó vera farnir að þekkja tóbak, þvi Stefán Ólafsson, sem þar var þá námspiltur, drepur á það i ljóðabréfi, að menn reyki i gegnum nefið. Er þetta enn eitt dæmi þess, hve námsmenn eru gjarnir á að taka upp ósiði, þeg- ar máttarstólpar þjóðfélagsins ætla að mennta þá i sina þágu og fósturjarðarinnar. Enda llður ekki á löngu, þar til sögur fara af forföllnum tóbaksmönnum. Þá og lengi sið- an virðist það kallaö að „drekka tóbak”, þegar menn tóku i nefið. Seiluannáll segir árið 1650 frá einum slikum: „Það bar til vestur i Selárdal, að maöur þar nokkur vanrækti kirkjuna á helgum dögum, þá predikað var, en lagðist i tóbaksdrykkju um embættis- timann. Var hann þar um á- minntur af prestinum, en gegndi þvi ekki og hélt fram sama hætti. En svo bar til einn sunnudag, að hann var enn að drekka tóbak, og gekk svo út og upp á kirkjuvegginn. Var þá lit- ið eftir af predikun, sofnaði svo strax og vaknaði aldrei þaðan af. Lá svo dauður, þá út var gengið”. Prestur I Selárdal hefur þá verið sr. Páll Björnsson, sem auk lærdóms sins hefur orðið einna þekktastur fyrir ofsóknir sinar á hendur galdramönnum. Það er þvi varla ófyrirsynju, að hann tekur svo til orða i einni predikun sinni: „Aldrei verður evangelium svo kiprað saman I predikunar- stólnum, að það sé ekki oflangt, þótt tóbakið sé ennþá á milli tannanna á þeim, sem sitja á kirkjubekknum. Sú nýja svi- virðing, af hverri himinninn mætti dofna, er eigi fyrir mörg- um árum i söfnuði guðs hér inn smogin og varir enn nú. Og eigi nægir alla sunnudagsmorgna að sitja við öskustóna og fylla hjartað með slabbi og samræð- um, nema til dægrastyttingar sé tönnlað tóbakslaufið.... Náir þvi og stybban guðleysisins aö rjúka úr baðstofunni hjartans, áður en guði skuli hjartanu offra, og þetta er sætara en „manna” milli tannanna”. Jákvæðir tóbaks- menn Samtlðarprestur Páls, Hallgrimur Pétursson, fer öllu vlsindalegri orðum um tóbakiö og reynir að segja á þvi kost og löst, ugglaust af eigin reynslu. Hann lýsir hér andlegum og lík- amlegum verkunum þriggja aðaltegunda þess, að sýnist einna hallastur undir munn- tóbakiö: Neftóbak Tóbak nef neyðir, náttúru eyðir, upp augun breiöir, út hrákann leiðir, minnisafl meiðir, máttleysi greiðir og yfiriit eyðir. Piputóbak Tóbak róm ræmir, remmu framkvæmir, tungu vel tæmir, tár af augum flæmir, háls með hósta væmir, heilann fordæmir og andlit afskræmir. Fjórir þekktir tóbaksneytendur okkar tima: Magnús Kjartans- son, Guðmundur J. Guömunds- son, Sigfús Daðason og Þórður frá Dagverðará. Tuggutóbak Tóbak góm grætir, gólf tiðum vætir, veislu vel bætir, vessann upp rætir, kappa oft kætir, komendum mætir, amann uppbætir. Sér Hallgrimur leit nefnilega á andleg og veraldleg mál frá ýmsum hliðum, en var ekki ein- strengingslegur trúfestumaður, einsog pokaprestar þeir Islensk- ir, sem vilja skapa hann sem mest I sinni mynd og þola þvi ekki að almenningi sé sýnt, að hann var ekki jafnleiðinlegur og þeir sjálfir. Hann ykrir þvi lika þennan lofsöng um tóbakið, þegar sá gállinn var á honum. Tóbakið hreint, fæ gjörla eg greint, gjörir höfðinu létta, skerpir vel sýn, svefnbót er fin, sorg hugarins dvin. Sannprófað hef ég þetta. Neftóbaksmenn geta veriö ærið mikilfenglegir, hvort held- ur þeir skaka struntu eða brúka guðsgafflana. Fræg er orðin þjóðsagan af Guðmundi Joð I langa verkfallinu 1955. Þá höfðu verkfallsverðir komið upp vegatálmunum við Geitháls og vfðar til að hindra vöruflutninga til borgarinnar. Athafnamenn og annaö illþýði reyndi mikið til að rjúfa þessa viglinu, og eitt sinn höfðu þeir náð I ungan röskan, en illa upplýstan krana- bflstjóra austan fyrir fjall, og nú mjakaöist hann ógnvekjandi að götuvlginu til að ryðja þvi burt með bilatrossu athafnalýðsins á bak við sig. Nú voru góð ráð dýr. Þá gekk formaður verkfalls- stjórnar fram fyrir viggarðinn i eigin persónu og fullri likams- stærð og byrjaði að taka i nefið. Hann var lengi að hella úr dós- inni á handarbakið. Ungi bil- stjórinn fylgdist með af athygli. Alltaf hellti Guðmundur meiru á handarbakið. Ungi maðurinn var dolfallinn. Svo fór Guðmundur að hagræða hrúg- unni á handarbakinu og fór sér aö engu óðslega. Bilstjórinn fylgdist hugfanginn með hverri hreyfingu. Þetta tók nokkrar minútur. Loks tók Guðmundur alltsaman I nefið. Þá var unga kranabilstjóranum öllum lokið. Hann sneri krananum við móti verkfallsbrjótunum og varð eft- ir þaö hinn skeleggasti verk- fallsvörður. Fleiri góðar sögur eru til af tóbaksmönnum, og menn mættu gjarnan senda einhverjar, sem þeir kunna. — Ég held satt að segja, að drjólinn sem ég er með 1 herbergi sé eitthvað skrýtinn, sagöi her- maðurinn. — Nú hvernig þá? — Jú, sko, i hvert sinn sem ég kyssi hann góða nótt, fer hann allur að skjálfa og þrýstir sér að mér! Arkitektinn kom á byggingar- staðinn til að sjá hvernig gengi með nýja einbýlishúsiö. — Ertu vitlaus, maður! öskraöi hann á byggingarmeistarann. — Þú hefur snúið teikningunni við! — Nú, er það? Þá skil ég hvers vegna ég dett alltaf niður á grasiö, i hvert skipti sem ég fer út á svalirnar. ■ ■ ■ Tanni var kallaður i herinn og sendur i herbúðir langt frá heimili sinu, og fékk bréf frá konu sinni á hverjum degi. En einn daginn vakti bréfiö að heiman meiri gleði en endranær. Þegar hann opnaöi það féllu nefniiega úr þvi tveir lokkar af stuttu, hroknu, dökku hári. Hann þekkti þegar I stað tegundina, og nú ættu menn að geta reiknað það út, að það var ekki tekið af höfðinu... — Sjáðu, hrópaði hann himin- lifandi til sessunautar sins. — Er hún ekki yndisleg? Félaginn tók annan lokkinn, velti honum milli þumals- og visi- fingurs og spurðu svo: — Heyrðu hún heitir þó ekki Geirþrúður? — Þeir sögðu nei! Pétur kom seint heim, mjög seint satt að segja. I svefnherberginu lá eigin- konan — en undir rúminu grillti greinilega i karlmann. Pétur byrjaði strax: — Hvað....hvað er... — Hvar hefurðu verið i alla nótt svinið þitt? hvæsti eiginkonan. — Hvað....hvaða náungi er þetta... undir rúminu? — Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að skipta um umræðuefni, svinabestið þitt.... Starfsmaður Gallup kom I hús og spurði manninn sem kom til dyra, hvorn tveggja frambjóð- enda, sem kepptu I kosningum, hann ætlaöi að kjósa. Hann svaraði: — Tja, þegar ég hugsa um þá er ég satt að segja þakklátur fyrir að aöeins annar þeirra skuli komast að. ■ ■ ■ — Fyllibyttan þin, snökkti hún. — Nú ertu oröinn fullur rétt einu sinni. Ég hata áfengi! — Nú, hikstaði hann — Þá er ekki furöa þó þú sért edrú. Þvilengur sem maöur predikar fyrir ungdómnum, þvi eldri verður hann — og þá er það of seint.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.