Þjóðviljinn - 23.05.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.05.1975, Qupperneq 1
Föstudagur 23. mai 1975—40. árg. —113. tbl. Sjómenn styrkja útgerðina um 23 þúsund á mánuði. Sjá siðu 3 Fólk lifir á orlofsfénu. Sjá baksíðu Niðurstaða baknefndar Alþýðusambandsins VERKFALLSBOÐUN Baknefnd 9-manna- nefndar ASi kom saman til fundar í Reykjavik síðdeg- is í gær. Samþykkti nefnd- in samhljóða að fara þess á leit við verkalýðsfélögin að þau öf luðu sér heimildar til þess að boða verkfall 11. júní næstkomandi. Mörg félögin hafa þegar slíka heimild. stöðum fundarins meðal annars gert ráð fyrir þvi að kauphækkan- ir og visitölubætur mælist eftir Rætt við j forustumenn í baknefnd A fundi baknefndarinnar var fjallað um samningamálin og var þar mótuð meginstefnan fyrir þá kjarasamninga sem nú standa yf- ir við atvinnurekendur. A fundin- um var mótuð stefnan að þvi er varðar visitölumálin, kaupkröfur og um launagrunninn. Er i niður- Lénharður fluttur út Fulltrúar leiklistardeila nor- rænu sjónvarpsstöðvanna halda fund i Reykjavik þessa daga, 21.—23. mai. A fundinum eru 10 fulltrúar frá öllum Norðurlöndun- um auk fulltrúa islenska sjón- varpsins. Skoðað hefur verið leik- ið efni frá öllum stöðvunum, það „rætt og gagnrýnt og skipst á dagskrám”, segir i fréttatilkynn- ingu, sem blaðinu barst i gær frá sjónvarpinu. Þá segir i tilkynn- ingunni: „tslenska sjónvarpið sýndi þarna „Lénharð fógeta”. Var mikið um myndina rætt, og er- iendu fulltrúarnir, sem flestir munu mega teljast sérfræðingar um gerð sjónvarpsieikrita og kvikmynda, létu I ijós mjög já- kvætt álit á henni. Akváðu þeir allir að taka myndina tii sýning- ar, og mun hún þvi verða sýnd i sjónvarpi á öllum Norðurlöndum I næstu viku og mánuðum”. Allt stefnir að átökum hófst um kl. 14 og stóð fram á átt- unda timann i gærkvöld. 1 dag verður haldinn samninga- fundur ASÍ og Vinnuveitenda- sambandsins og þar munu full- trúar Alþýðusambandsins, 9- mannanefndin, gera atvinnurek- endum grein fyrir niðurstöðunum af fundi baknefndarinnar. Það var logn og sólskin, einhver fegursti dagur sumarsins það sem af er, þegar fundur bak- nefndar Alþýðusambands tslands hóft kl. 14 I Tjarnarbúð i Reykja- vik i gærdag. En hinsvegar var ekki eins bjart yfir hjá verkalýðs- forystunni, þegar spurt var um hvað framundan væri i kjarabar- áttunni. Sumir vildu litið segja fyrr en eftir fundinn. 1 þeim hópi var Björn Bjarnason form. Lands- sambands iðnverkafólks, sem sagði að erfitt væri að segja neitt um stöðuna fyrr en nefndin hefði sinu fáist ekki viðunandi samn- ingar fyrir 1. júni nk. Vilborg Sigurðardóttir Verkl.fél. Vestmannaeyja Mér sýnist að ekki fari á milli mála að fólk ætlast til þess að eitthvað gerist i kjarabaráttunni 1. júni nk. ef ekki þokast i áttina fyrir þann tima. Astandið er orðið þannig hjá almenningi að þetta á- stand getur ekki varað áfram. 1 bráðum heilt ár hefur allt hækkað uppúr öllu valdi nema kaupið og það sjá allir að slikt er allsendis óviðunandi. Mér sýnist þvi allt stefna i þá átt að til átaka komi á vinnumarkaðinum 1. júni, þvi miður. Böðvar Pétursson VR Ég fæ ekki séð hvernig komist verður hjá átökum 1. júni nk. Það virðist ekkert þokast i samkomu- lagsátt og verkalýðshreyfingin þolir ekki þetta ástand öllu leng- ur. Mér sýnist þvi ástandið allt annað en bjart framundan. Svo er eftir að sjá hver samstaðan verð- ur innan verkalýðshreyfingarinn- ar þegar úti alvöruna er komið. —S.dór. frá 11. júní. Meginstefnan mörkuð í samninga- málunum varðandi kaupkröfur og vísitölu Benedikt Daviðsson, formaöur Sambands byggingamanna, Vilborg Sigurðardóttir, formaður Verka- kvennafélagsins Snótar i Vestmannaeyjum og Snær Karlsson, frá félagi byggingamanna á Húsavik og á minni myndinni Böövar Pétursson fulltrúi Landssambands verslunarmanna kemur til fundar bak- nefndar i gær. rætt saman, en greinilegt var á öllu að menn eru áhyggjufullir um framtiðina. Eðvarð Sigurðsson form. Dagsbrúnar Það er ósköp erfitt að meta stöðuna núna en ég fæ ekki betur séð en að allt stefni i átök um mánaðamótin. Og ég tel, að ein- mitt á þeim fundi sem nú er að hefjast verði menn að gera það upp við sig hvort farið verður úti átök eða ekki. Að minum dómi er ekki um annað að ræða hjá verka- lýðshreyfingunni en beita afli Eðvarð krónutölureglu, en ekki eftir hlut- fallsaðferðinni. Fundurinn samþykkti meginat- riðin i niðurstöðum sinum sam- hljóða. I baknefndinni eiga sæti um 40 manns. Fundur hennar SPÁIR SAMDRÆTTI 15-16% skerðing kaupmáttar ráðstöfunartekna heimilanna, en 7% skerðing þjóðartekna á mann ÞjóðhagS’ stofnun Þjóöhagsstofnunin gerir ráð fyrir að „kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna verði að meðaltali 15—16% minni á mann 1975 en 1974”. Þetta kemur fram I greinargerð dagscttri 20. mai frá Þjóöhagsstofnun, en greinargerð þessi hefur verið kynnt forustu- mönnum aðila „vinnumarkaöar- ins” á sérstökum fundum. 1 skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar. Þegar spáð er 15—16% skerð- ingu á kaupmætti ráðstöfunar- tekna heimilanna er miðað við það verðlagsútlit sem nú er og að kjarasamningar frá 1. júni verði i svipuðum dúr og gengið var frá 26. mars sl. Enda þótt gert sé ráð fyrir svo mikilli skerðingu á kaupmætti ráðstöfunartekna, er taiið að framleiðslumagn sjávarafurða hafi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs aukistum 5% en nokkru minna ef miðað er við fyrstu fjóra mánuðina. Þá er spáð 4% afla- magnsaukningu fyrir allt árið 1975 miðað við allt árið 1974. Tek- ur Þjóðhagsstofnun fram að hér sé ekki gert ráð fyrir langvinnum verkföllum né verkbönnum. Þá er gert ráð fyrir 14% magnaukningu útflutnings, en 17—18% magn- minnkun innflutnings á vörum. 1 heild bendir spá Þjóðhags- stofnunar til 2% magnminnkunar þjóðarframleiðslu 1975 og um 6% minnkunnar raunverulegra ráð- stöfunartekna þjóðarinnar vegna versnandi viðskiptakjara. Raun- gildi þjóðartekna á mann virðist þvi munu minnka um 7—8% segir Þjóðhagsstofnun, i greinargerð sinni. Gjaldeyrisstaðan slæm — samdráttur atvinnu í greinargerðinni kemur fram að gert er ráð fyrir 4—5% magn- minnkun f jármunamyndunar milli ára, um 12% i atvinnuvega- fjárfestingu og um 5% minnkun fjárfestingar i ibúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir samdrætti á sviði opinberra framkvæmda, nema i orkumálum. Þar er búist viö aukningu þannig að i heild aukast opinberar framkvæmdir að talið er um 10%. Gert er ráð fyrir að á árinu verði 12 miljarða vöruskiptahalli og upplýst er að nú um miöjan mai hafi gjaldeyrisstaðan nettó verið minus 1617 miljónir króna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.