Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. mai 1975 WÓÐVILJINN — StÐA 5 af erlendum vettvangi Réttarhöldin gegn Baader-Meinhof Óhætt mun aö fullyröa aö þessa dagana dragi engar per- sónur i Evrópu noröan Pýrenea- fjalla aö sér meiri athygli en Baader-Meinhof-hópurinn, eöa Rote Armee Fraktion (Rauöa- hersbrotiö), eins og hópurinn kallar sig sjálfur. Um þessar mundir eru að hefjast gegn fjórum meintum fyrirliöum hópsins réttarhöld i Stuttgart, aöalborg vesturþýska fylkisins Baden-WUrttemberg. Fara þau fram i byggingu, sem reist var sérstaklega af þessu tilefni og er enginn venjul. kofi, sem best má sjá af aö htin hefur kostað samhaldssama skattborgara Vestur-Þýskalands sem svarar nærri miljaröi islenskra króna. Salur þessi er svo rammlegur aö hann á aö standast sprengju- árásir hvort heldur sem þær væru geröar af láöi eöa úr lofti og auk þess girtur gaddavir, skiögaröi og þræivopnuöum mannhring. Aörar eins varúðarráðstafanir hafa ekki veriö geröar viö nokkur réttar- höld i Vestur-Þýskalandi siöan réttaö var yfir fyrirmönnum nasista í NUrnberg foröum og engin réttarhöld i landinu hafa vakið meiri athygli siöan þá. Þegar haft er i huga hve litlu Bader-Meinhof-hópurinn hefur i raun og veru komiö i verk veldur þaö undrun, hversu gifurlega hræðslu þessum örfáu manneskjum hefur tekist að vekja i vestur-þýska velferðar- þjóðfélaginu, sem flestum öðrum . auðvaldsþjóðfélögum fremur virðist ganga eins og vel smurö vél. Akæruvaldið sakar hópinn um aö hafa drepið fimm manns og sært og slasað sjötiu og einn og auk þess rænt nokkur hundruð þúsund mörkum úr bönkum hingað og þangað um landið. Þetta er auðvitað tals- vert, en þó ekki meira en margur ópólitiskur bófaflokkur hefur komið i verk. Ástæður óttans Allt frá stofnun vestur-þýska sambandslýðveldisins hafa yfirvöld þess rikis aldrei gert sér viðlika fyrirhöfn til að sigrast á nokkrum meintum eða raunverulegum afbrota- mönnum. Ljúgvitni hafa verið fengin til með mútum, lögum breytt i fasiska átt og fjár- veitingar til lögreglunnar margfaldaðar. En ekkert dugar. Yfirvöldin telja sig að visu hafa kjarna Baader-Mein- hof-hópsins á bakvið lás og slá, en engu að siður heldur nýjum og nýjum liðsmönnum hópsins áfram að skjóta upp hér og hvar og valda yfirvöldunum nýjum hrellingum. Einn daginn nema þeir á brott ihaldspólitikus i Vestur-Berlin, annan hertaka þeir vestur-þýska sendiráðið i Stokkhólmi. Hér er þvi greini- lega um að ræða annað og meira en „fáeina rugiaða brodd- borgarasyni”, eins og eitt vestur-þýska heimilisritið lét það heita. Ljóst er að Baader- Meinhof njóta meiri samúðar en i fljótu bragði mætti ætla. Sú samúð er óneitanlega ein ábendingin I þá átt að vestur- þýska velferðarsamfélagið sé ekki eins velsmurð og fullkomin vél eins og forráðamenn þess vilja vera láta. Sú uppljóstrun, sem felst i úthaldi Baader- Meinhof og samúðinni sem hóp- urinn nýtur á laun, er efalaust skýringin á þeirri hræðslu og hatri, sem hópnum hefur tekist að vekja i Vestur-Þýskalandi. Ósannaðar sakir i Vestur-Þýskalandi er þegar almennt talað um Andreas Baader, Ulrike Meinhof, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe — þau fjögur ákærðu i Stuttgart — sem „glæpamenn” „morðingja” og „hryðjuverka- menn”. Og það er ekki einungis vestur-þýska pressan, sem lætur sér slik orð og þviiik um munn fara, heldur og ábyrgir stjórnmálamenn i Bonn. Þó gerir Vestur-Þýskal. kröfu til að kallast réttarriki, þar sem ein meginreglan á að vera, aö sak- borningur skuli kallast saklaus, svo lengi sem sök hans hefur ekki verið sönnuð. Og ennþá er ósannað, hvort þau fjögur, sem nú svara til saka i sprengju- helda salnum i Stutgart, hafa átt þátt i nokkru þeirra verka, sem eignuð eru Baader-Mein- hof-hópnum. Leigðvitni og lagabreytingar Hvað sem sönnunum liður er ljóst að yfirvöldin ætla einskis að láta ófreistað til að koma dómi á fjórmenningana. Það sýndi sig þegar i réttarhöld- unum gegn Horst Mahler, lög- fræðingi sem 1973 var dæmdur i tólf ára fangelsi fyrir samkruli við Baader-Meinhof. Aðalvitnið gegn honum var Karl-Heinz nokkur Ruhland, en siðar upp- lýstist að hann fékk á hverjum mánuði útborgaða peningaupp- hæð, og var sú slóð rakin til yfirvaldanna. Einnig komst upp að Ruhland hafði svariö falskan eið gegn Mahler. Ofan á þetta hafa yfirvöldin gert margháttaðar ráðstafanir til að takmarka möguleika hinna ákærðu á að koma vörnum fyrir sig. Sambands- þingið var látið samþykkja lög, sem heimila að lögfræðingur sé útilokaður frá réttarhöldum, ef grunur leiki á að hann sé i vit- orði með skjólstæðingi sinum. Þessi teygjanlega lagasetning hefur verið hagnýtt til að visa frá þremur lögmönnum, sem Andreas Baader hafði valið sér sem verjendur. Lögmenn þessir höfðu árum sam. búið sig undir vörnina, en nú missir Baader liðsinnis þeirra á siðustu stundu. 1 staðinn skipar dóms- valdið honum lögmenn, sem hann vill hvorki heyra né sjá, og jafnvel þótt út frá þvi sé gengið að þeir væru óvilhallir, hafa þeir engan möguleika haft til að setja sig inn i málið á svo stuttum tima, sem var til stefnu. Onnur lagabreyting vegna Baader-Meinhof er á þá leið að hægt er að halda réttarhöld- unum áfram að þeim kæröu fjarstöddum, ef þau sjálf eru völd að fjarvistinni til dæmis með hungurverkföllum. Það var gömul aðferð striðsglæpa- manna úr liði nasista, meðan réttarhöld stóðu yfir þeim, að tefja þau endalaust með þvi að útvega sér læknisvottorð upp á veikindi. Við þau tækifæri sá vestur-þýska þingið ekki ástæðu til að gera lagabreytingar til að flýta réttarhöldum, en ljóst er að slikum silkihönskum á ekki að taka Baader-Meinhof- hópinn. Þetta er út af fyrir sig skiljanlegt þegar haft er I huga að i vesturþýska embættis- mannakerfinu og hægri armi stjórnmálamanna úir og grúir af „fyrrverandi” nasistum. Þriðja lagabreytingin opin- berar ef til vill betur en nokkuð annað feiknlega hræðslu yfir- valdanna við þennan örsmáa og einangraða hóp borgarskæru- liða. Hún er á þá leið að hinum ákærðu skuli bannað að taka til máls i réttinum hvenær sem er. Yfirvöldin eru greinilega dauð- hrædd um að þeim ákærðu kunni að takst að tala svo vel sinu máli, að það hafi áróðurs- áhrif þeim i hag. Árangur Baader-Meinhof Við þetta má bæta þvi að f jár- veitingar vestur-þýsku fylkjanna til lögreglu sinnar hafa verið auknar um helming siðan Baader-Meinhof fóru að láta á sér kræla og f járveitingar til sambandslögreglunnar hafa á sama tima verið sexfaldaðar. Stofnuð hefur verið sérstök lög- regludeild, sem á að hafa baráttu við borgarskæruliða sem meginhlutverk. Það hefur verið yfirlýstur vilji Baader-Meinhofhópsins að knýja vesturþýska auðvalds- þjóöfélagið til þess að kasta af sér lýöræðisgrimunni og sýna hiö rétta andiit auövaldsins. Ekki verður annað séð en að þeim sé að takast þetta. Það, sem hér hefur verið taliö upp, bendir til þess að Vestur-Þýska- land sé á góðri leið með að breytast úr tiltölulega andlits- sléttu „réttarriki” i hálffasiskt iögregluriki. Og ihaldsöflin i stjórnmálunum, með menn eins og Franz-Josef Strauss i Bæjaralandi fremstan i flokki, berja i borðið og heimta að miklu lengra sé gengiö i þá átt. Eins og eðlilegt má kalla, hefur vinstrisinnað og frjálslynt fólk, bæði i Vestur-Þýskalandi sjálfu og nágrannalöndum þess, þungar áhyggjur af þessari þróun. öllum er vel ljóst að vesturþýska „lýðræðið” hefur enn ekki skotið rótum djúpt. dþ Gudrun Enssiin og Andreas Baader, tvö af meintum forkóifum Baader-Meinhof-hópsins, sem nú eru fyrir rétti i Stuttgart. Mitterand — sósialistaleiðtoginn, sem á leiklistarhátíðlnni 1 Nancy var kjörinn „besti leikari hátiöarinnar’ai Parisarblaðinu Le Quotidien. ENGIN BISNISS- HÁTIÐ Rabbað við Elísabetu Þorsteinsdóttur sem var i för með Inúk-hópnum á leikhúshátiðinni í Nancy Leikflokkur Þjóðleik- hússins gerði garðinn frægan á leiklistarhátíð í Nancy í Frakklandi þar sem hann sýndi Inúk. Leiknum var forkunnarvel tekið og f lokknum boðið að sýna hann í Þýskalandi, Hollandi og víðar í Frakk- landi. En á þessari hátið bar fleira á góma en Inúk. Þar voru saman- komnir leikflokkar frá öllum heimsálfum, sérlega valdir af út- sendurum hátiðarinnar. Aðeins tvær sýningar voru valdar frá Norðurlöndunum þannig að það eitt má teljast upphefð að vera boðin þátttaka. 1 för með leikflokknum var Elisabet Þorsteinsdóttir, eigin- kona Þórhalls Sigurðssonar leik- ara. Við náðum tali af henni og inntum hana eftir þvi hvernig henni hefði likað hátiðin. — Hún var alveg dýrðlega skemmtileg. Móttökurnar voru frábærar, við fengum ókeypis miða á allar sýningar og m.a.s. i strætó að leikhúsunum. Það var enginn bisnessbragur af þessari hátiö, þarna voru samankomnir úrvalsleikhúsmenn og öll hátiðin var frökkum til mikils sóma. — Þarna hefur verið sitthvað merkilegt að sjá. — Já, ég nefni td. portúgalina, þeir voru mjög kátir og sýndu hvernig þeir tættu af sér fjötrana og gengu siöan hver i sina átt, táknrænt fyrir byltinguna. Þarna voru lika spánverjar sem lyftu þungum hlössum en japanir sýndu táknrænt verk um góða og illa anda. Söngur hnetunnar um .sólarlagið hét það,og þvi lauk með flugeldasýningu. En minnis- stæöust var þó sýning vestur- þýsks leikflokks, Rote Rube. Hann sýndi dagskrá sem bar heit- ið Dagbók frá Chile, magnað stykki sem skaut óspart á tengsl vestur-þýskra fjármálamanna við herforingjastjórnina og illa meðferð á chilenskum flótta- mönnum i Vestur-Þýskalandi. — En leikflokkurinn frá iran fékk ekki aö sýna á hátiðinni. Stúdentar i Nancy höfðu efnt til mótmælaaðgerða vegna þess að rithöfundur einn i Iran hafði verið myrtur og þeir kenndu keisaran- um um. Leikflokkurinn var viður- kenndur af stjórninni i íran og þegar hann ætlaði að hefja sýn- ingu settist fjöldi stúdenta upp á svið og kom i veg fyrir að hann gæti sýnt. — Það má svo nefna það að Brynja Benediktsdóttir kom fram i sjónvarpi ásamt stjórnmála- manninum Mitterrand. Hann hafði móttöku fyrir leikarana, nokkurs konar auglýsing fyrir hann. Þetta var alveg eins og i brjálaðri franskri biómynd, tugir blaðamanna, ljósmyndara, sjón- varpsmanna og kvikmyndara. Brynja hnippti i einn þeirra og sagði honum að hún væri frá Is- landi og þá var öllum myndavél- um beint að henni. Það var skrif- að um þessa móttöku Mitterrands i franska blaðið Le Quotidien i gamansömum tón og hann sæmd- ur titlinum „besti leikari hátiðar- innar”. Hátiðin i Nancy er árlegur við- burður og þetta var i 10. skipti sem hún var haldin. Stóð hún i hálfa aðra viku og á þeim tima sýndu islensku leikararnir Inúk sjö sinnum. —ÞH Jón G. Tómasson í Kjaradóm Fjármálaráðherra skipaði i gær Jón G. Tómasson, skrifstofu- stjóra, dómanda i Kjaradómi, sbr. lög nr. 46/1973, 15. gr. og ákvæði til bráðabirgða i þeim lögum. Jón er skipaður dómandi i stað Jóhannesar Eliassonar, bankastjóra, sem lést nú fyrir skömmu. Skipun Jóns G. Tómassonar, gildir frá 15. mai 1975 til 30. sept. 1977, eða sama tima og annarra dómenda i Kjaradómi, sem skip- aðir voru frá 1. október 1973. Fjármálaráðunmeytið, 21. mai 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.