Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mal 1975 PJÚDVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR , OG ÞJÖÐFRELSIS ÍJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjdðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann iRiístjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. STYRJÖLD VIÐ HVERN, HVERS VEGNA? Fyrir einu ári eða svo voru miklar svipt- ingar i islenskum stjórnmálum. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði þá nýverið ásamt fylgifiskum sinum neitað að standa að nokkrum efnahagsráðstöfunum, og — fyr- ir kosningarnar 1974 hét hann þvi að stöðva verðbólguhraðann. Voru birtar miklar vandlætingargreinar i ihaldsblöð- unum um stjórnleysi vinstristjórnarinnar i þessu sambandi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst i stjórnarstólana fyrir tilstyrk Framsókn- arflokksins skildist hvað talsmenn ihalds- ins áttu við þegar þeir sögðust vilja stöðva verðbólguna: Þeir vildu lækka kaupið, en verðlagið átti að fá að hvina á bökum launafólksins eins og svipa án þess að nokkuð væri gert til þess að lina sársauk- ann. Nú er komin 9 mánaða reynsla á ihaldið enn á ný og aðferðir þess og eftir með- göngutimann blasir við að sett hefur verið met i verðhækkunum og met i kjaraskerð- ingu. 1. mai sl. var framfærsluvisitalan 426 stig og hafði hún þá hækkað frá þvi að hægristjórnin tók við um 43,4%. Á sama tima hafði visitala vöru og þjónustu hækk- að um 45,8%. Hér er um algert Islandsmet að ræða, verðbólgan i tið vinstristjórnar- innar bliknar gjörsamlega i þessum sam- anburði, þegar þess er lika gætt að þá var kaupið látið fylgja verðlaginu og kaup- máttur launa hækkaði geysilega og hefur aldrei komist hærra en á valdatima vinstristjórnarinnar. Og ekkert lát virðist vera á verðhækk- anaskriðunni. Á siðustu þremur mánuðum fram til 1. mai hækkar visitala um 14,5 af hundraði, eða sem svarar 58% á ári. Menn hafi i huga að þessar hækkanir hafa allar dunið yfir án þess að almenningur hafi fengið þær bættar i kaupi að nokkru marki. Þannig þyrfti kaup Dagsbrúnar- verkamanna að hækka um 38% nú, miðað við visitöluna 1. maí, til þess að samning- arnir frá i fyrra væru í gildi, og kaup ann- arra hópa þyrfti að hækka um liðlega 68%. Kaupgreiðsluvisitala 1. mai sl. var 179,03 stig, en greitt er kaup samkvæmt visitöl- unni 106,18 stig! Svo kemur Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra fram fyrir alþjóð i sjónvarpi og breiðir sig út yfir skerminn sem hans heilagleiki: Stjórnin vill ekki skerða kjör- in umfram það sem óhjákvæmilegt er. Þjóðartekjur hafa minnkað og við verðum öll að bera byrðarnar! En staðreynd er hins vegar að á sl. ári skertust þjóðartekj- ur islendinga um 1% — eitt prósent — og það þarf ekki að skerða kjör Dagsbrúnar- manna eða annars láglaunafólks um 38—50% til þess að mæta þeim breyting- um, — nema rikisstjórnin vilji vísvitandi lækka kaup fólksins i þágu gróðastétt- anna. Og það er það sem hefur gerst. Þess vegna er það ríkisstjórnin sem á i átökum við launafólk. Þess vegna er það sem verkfall á togurunum hefur nú staðið í sex vikur, þess vegna er verkfall i ríkisverk- smiðjunum, og þess vegna er það sem al- þýðusamtökin í heild tygja sig nú til átaka er bráðabirgðasamkomulagið rennur út 1. júni Eðvarð Sigurðsson, formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, svaraði for- sætisráðherra i umræðum um þessi mál á siðustu dögum þingsins. Eðvarð sagði m.a. að „aðgerðir stjórnvalda hafa orðið til þess að meiri kjaraskerðing hefur nú orðið en við þekkjum dæmi til. Hvort tveggja er met, — verðhækkanirnar og kjaraskerðingin”. Og ennfremur: „Tvær gengislækkanir hafa að sjálfsögðu haft i för með sér verðhækkanir á erlendum vörum og einnig verulega hækkun á inn- lendum iðnaðarvörum vegna innfluttra hráefna, þannig að með óbreyttu kaupi og þessum verðhækkunum hefur orðið geysi- legur tilflutningur f jármagns i þjóðfélag- inu frá launastéttunum til atvinnurek- enda. Siðan geta menn sjálfir svarað þvi hver stendur i styrjöld við hvern þegar málin eru skoðuð i þessu ljósi. ...Það er einmitt eitt einkennið á þeim átökum sem. nú eiga sér stað á vinnumarkaðnum, hafa verið, eru og eiga áreiðanlega enn eftir að magnast til muna, að launafólkið er i styrjöld við afleiðingarnar af gerðum stjórnvalda. Þetta sem hér er haft eftir Eðvarð er kjarni málsins. Eftir með- göngutima ihaldsins og framsóknar fæddust met i verðhækkunum, met i kjaraskerðingu og stórstyrjöld við afleið- ingarnar af gerðum rikisstjórnarinnar. —s. Njörður Njarðvík, fyrrverandi formaður útvarpsráðs um Lénharð: Þetta samþykkti útvarpsráð ekki Sjónvarpsmyndin Lén- við gerð myndarinnar, og Ijóst að myndin kostar um harður fógeti fær slæma þá kom m.a. í Ijós, að upp- 20 miljónir. dómaií falöðum þessa daga haflega var gerð kostnað- Njörður P.Njarðvík var for. I vetur urðu blaðaskrif araætlun sem nam 4.5 maður útvarpsráðs, þegar tekin nokkur vegna kostnaðar miljónum króna. Nú er var ákvörðun um gerð sjónvarps- NB 27 NB 32 Vörubíla hjólbaröar VERÐTILBOD 825-20/12 Kr. 22.470,- 1.000-20/16 Kr. 35.630,- 825-20/14 — 26.850,- 1.100-20/14 — 35.900,- 1.000-20/14 — 34.210,- 1.400-24/16 — 59.440,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 leikrits eftir leikriti Einars Kvar- ans, og Þjóðviljinn spurði hann hvernig á þvi hefði staðið, að leik- rit, sem átti að kosta 4.5 miljónir breyttist i kvikmynd sem kostar 20 miljónir — geta einstakir emb- ættismenn Rikisútvarpsins farið með peninga þess að vild? ,,Jón Þórarinsson, stjórnandi Lista- og skemmtideildar kom með þá tillögu á fundi útvarps- ráðs vorið 1973, að Lénharður fó- geti yrði jólaleikrit sjónvarpsins það ár. Þetta var rætt i april/mai það ár og lögð fram kostnaðará- ætlun upp á 4.5 miljónir”, sagði Njörður. ,,Þá um vorið fannst okkur i út- varpsráði að undirbúningur væri skammt á veg kominn, og ég bar fram tillögu um að Vér morðingj- ar yrði jólaleikrit, en stefnt skyldi að upptöku á Lénharði fógeta sumarið 1974 á grundvelli þeirrar fjárhagsáætlunarsem fyrirlá. Og skyldi Vésteinn Lúðviksson skrifa handritið. Nú var mér vel ljóst, að Lén- harður fógeti er ekkert snilldar- verk i islenskum bókmenntum, en mér fannst þó vel réttlætanlegt að sjónvarpið sýndi leikrit eftir Ein- ar H. Kvaran þvi að sjónvarpið þarf að sinna eldri leikritum okk- ar. Nú, næst var það sumarið 1974, að sögusagnir fara að berast af ó- trúlegum kostnaði við upptöku á Lénharði fógeta og þær sögur bárust mér fyrst til eyrna i út- varpsþætti sem Páll Heiðar stjórnaði. Þá fór útvarpsráð að láta málið til sin taka og krafðist upplýsinga um kostnað við þessa kvik- myndatöku. 1 haust lágu fyrir upplýsingar frá Magnúsi Bjarn- freðssyni sem opinberuðu að á- ætlaður kostnaður væri 17-18 miljónir. Andrési Björnssyni út- varpsstjóra, Gunnari Vagnssyni fjármálastjóra og Pétri Guð- finnssyni, framkvæmdastjóra sjónvarpsins var ókunnugt um þessi gerbreyttu viðhorf i fjár- málum Lénharðs fógeta. Siðan barst greinargerð frá Jóni Þórarinssyni, stjórnanda Njörður P. Njarðvfk. LSD sjónvarpsins. Þá kemur i ljós, að Lénharður fógeti hefur breyst úr áætluðu 90 minútna löngu leikriti i tveggja klukku- tima kvikmynd. Sagði i greinar- gerðinni að m.a. hefði verið sam- inn alveg nýr kafli inni leikrit- ið,og hefði Ævar Kvaran gert það”. Ævar tók við samningu kvikmyndahandritsins af Vé- steini eftir að handhafi höfundar- réttar (Ævar og fl.) höfnuðu handriti Vésteins. útvarpsráð samþykkti aldrei „Útvarpsráð samþykkti aldrei gerð kvikmyndar eftir Lénharði fógeta fyrir 17-18 eða 20 miljónir. Ég tel að með þessu hafi dag- skrárstjóri sjónvarpsins farið út fyrirstarfssvið sitt. Hinar breyttu forsendur átti hann að bera undir yfirmenn sina. Það gerði hann ekki. Nú kemur það svo i ljós, að i endanlegri gerð er Lénharður hvorki 90 minútna leikrit eða tveggja tima kvikmynd, hann er Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.