Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. mal 1975 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 Á bökaþingi: Lslensk bókaútgáfa komin á vonarvöl Aöalfundur Bóksalafélags ts- lands var haldinn að Hótel Sögu á laugard. Félag þetta er eitt af elstu félögum landsins varö 85 ára á slðastliðnu ári. Upphaflega var það sameiginlegt félag bókaút- gefenda og bóksala, en frá árinu 1952 hefur félagið eingöngu verið félag bókaútgefenda og sama ár stofnuðu bóksalar sitt eigið félag, sem þeir nefndu Félag islenskra bókaverslana. A fundinum var lögum Bók- salafélagsins breytt og var ein breytingin sú, að félagið tók sér nýtt nafn og heitir nú Félag is- lenskra bókaútgefenda. Ný stjórn var kosin fyrir félagið og skipa hana: örlygur Hálfdanarson, form., meðstjórn- endur Arnbjörn Kristinsson, Valdimar Jóhannsson, Baldvin Tryggvason, Böðvar Pétursson, Björn Jónsson og Hilmar Sigurðs- son. Endurskoðendur voru kjörn- ir Guðjón Eliasson og Guðmund- ur Jakobsson. Félagið hefur nú i fyrsta sinn ráðið sér starfsmann. Ráðinn var Gisli Ólafsson, sem áður var ritari i stjórn félagsins. Að loknum aðalfundi boðaði fé- lagið til Bókaþings. Tilgangur þingsins var að fjalla um hið al- varlega ástand, sem ríkir og rikt hefur undanfarin ár i islenskri bókaútgáfu. Formaður félagsins setti þing- ið, en siðan flutti Baldvin Tryggvason ýtarlegt erindi, sem hann kallaði Vandi islenskrar bókaútgáfu i dag. Menntamálaráðherra, Vil- hjálmur Hjálmarsson, sat þingið og flutti ræðu að loknu erindi Baldvins. Siðan fluttu ávörp Sigurður A. Magnússon fyrir hönd Rithöf- undasambands Islands og Jónas Eggertsson fyrir hönd Félags is- lenskra bókaverslana. 1 ræðum þeirra örlygs Hálfdanarssonar og Baldvins Tryggvasonar kom fram að mik- ill vandi steðjaði nú að bókaút- gáfu i landinu. Bentu þeir meðal annars á að safnanotkun væri meiri hér á landi en nokkursstað- ar annarsstaðar á Norðurlöndum, og drægi það mjög úr bókakaup- um. Impruðu þeir örlygur og Baldvin á þeirri hugmynd að stöðva útlán á bókum fyrstu mán- uðina eftir útkomu þeirra. örlyg- ur benti á að margir teldu miklar auglýsingar bókaútgefenda gefa til kynna að rekstur þeirra gengi vel, en einmitt hinar miklu aug- lýsingar sýndu að bókaútgáfurn- ar berðust fyrir lifi sinu. í lok ræðu sinnar minntist örlygur þess, að oft væri komist svo að orði að islenska þjóðin ætti tilveru sina bókum að þakka, og lægi þá fyrir sú spurning hvernig færi ef bækur hættu að koma út i landinu. Baldvin Tryggvason kvað það sannast sagna að bókaútgáfa á íslandi væri furðufyrirbæri, sem samkvæmt öllum eðlilegum lög- málum ætti ekki að geta þrifist, og kæmi þar einkum til fámenni þjóðarinnar. Hann kvað meðal- upplag bóka fara lækkandi og væri það nú um 1200 eintök. Þá hefði dregið úr heildarsölu bóka og útkomnum bókum — titlum — heldur fækkað siðustu árin. Með- alsala á bókum á fyrsta ári væri nú um 800 eintök. Sagði Baldvin að svo væri komið að bókaútgef- endur ættu um tvennt að velja, sigla fyrirtækjum sfnum i strand eða hætta útgáfu á bókum, sem ætla mætti að ekki myndu að minnsta kosti 800 eintök seljast af. Baldvin sagði að fjöldi útgef- inna bóka nú seldist ekki svo mik- ið, og væri þar einkum um að ræða fagurfræðil- bókmenntir. Ábókaútgáfu siðasta ár hefði orð- ið mikið tap, sem að nokkru væri borið uppi af sjóðum, en kæmi langmest fram i skuldasöfnun og eignarýrnun bókaútgáfufyrir- tækjanna. Væri síst ofmælt þótt sagt væri að sjálfstæð bókaútgáfa I landinu væri komin á vonarvðl. Varðandi fyrirgreiðslu frá rikinu væri það ekki nema lágmarks- krafa að bókaútgáfan sæti við sama borð og dagblöðin, en þvi færi fjarri eins og nú stæðu sakir. Sigurður A. Magnússon kvað rithöfunda styðja kröfuna um af- nám söluskatts á bókum. Svofelld tillaga var samþykkt á þinginu: 2. Bókaþing Félags islenskra bókaútgefenda skorar á stjórn- völd að hlutast til um eftirfar- andi: 1. Að fella niður söluskatt af bók- um. 2. Að ætla bókaútgáfunni ein- hvern stað i bankakerfinu og viðurkenna i reynd að hún er iðnaður, sem veitir stórum hópi manna atvinnu. 3. Að koma á fót stofnlánasjóði, sem veitt gæti lán til allra viðameiri verka. 4. Að bókaútgefendum verði greitt fyrir not bóka þeirra i Framhald á 11. siðu. VISITALA framfœrslukostnaðar HAGSTŒA ÍSXANDS 16/5 1975 Fréttatllkynnlng um vfsitölu framfBrslukostnaOar. Kauplagsnsínd hofur reiknaS vísitölu íramíærslukostnaðr £ maíbyrJun 1975 og royndist hdn vera 426 stig eOa 54 stigum hærri en í febrdarbyrjun 1975. - I eftirfarandi yfirliti er sýndur grundvöllur vísitölunnar 2. jandar 1968 og niðurstöður dtreiknings hennar í byrjun febrtíar 1975 og mal 1975, ásarnt með vísitölum einstakra liöa. Ötgjaldaskipting miöuS viö 10.000 Vlsitölur kr. nettóótgjöld á grunntfma Janóar 1968 * 100 A. Vörur og þjónusta. Jan. 1968 V«br. 1975 Máí 1975 Febr. 1975 Maí 1975 Matvörur 2.671 12.255 13.242 459 496 Þar aí: BrauS, kex, mjölvara. . . 277 1.430 1.592 516 575 Kjöt og kjötvörur 743 2.958 3.164 398 426 Fiskur og fiskvörur. ..... 219 1.125 1.205 514 550 Mjóllf, mjókurvörur, feitmeti, egg 755 2.950 3.190 391 423 Avextir 235 913 984 386 419 ABrar aatvörur . . 442 2.879 3.107 651 703 Drykkjarvörur (kaffi, gosdrykkir, áfengi o.fl.) 345 1.615 1,859 468 539 Tóbak 262 985 1.132 376 432 Föt og skófatnaður 1.159 3.884 4.531 335 391 Hiti og rafmagn 384 1.600 1.916 417 499 Heimilisbdnaður, hreinlstisvörur o.fl 795 2.932 3.516 369 442 Siryrtivörur og snyrting 171 654 743 382 434 Heilsuvernd ........... 197 688 813 349 413 Eigin bifreiC 867 3.787 4.541 437 524 Fargjöld o.þ.h 159 705 860 443 541 S£ma- og póstútgjöld. ...... 128 658 663 514 518 Lestrarefni, hljóuvarp, sjónvarp, skemmtanir o.fl 1.0C2 4.017 4.651 371 430 Annað 126 534 614 424 488 Samtals 0.346 34.314 39.081 411 468 B. Hósnæði 1.608 3.596 4.196 224 261 C. EftirstöðvaliOur vegna skatta •*••»•••••••• 342 365 409 Samtals 10.296 38.275 43.686 372 424 Frá dregst: Fjölskyldubratur ... 296 1.042 1.042 352 352 Vfsitala framfærslukostnaðar . 10.000 37.233 42.644 372 426 Htekkun framfcarsluvísitölu frá febrtíarbyrjun til maíbyrjunar 1975 var nánar tlltekiO 54,1 stig eöa 14,5%. Var hér um að rroöa áframhildandi miklar hcakkanir 4 innkaupsverði aöfluttrar vöru, álirif gengisbrejrtingar 14.febráar 1975, veröhækkun bövöru 1. mars 1975, verðhækkun á innlendum iönaöarvörum og þjónustu ,o.f1. Styrkur til náms í talkennslu Menntamálaráðuneytið hefur i hyggju að veita á þessu ári styrk handa kennara sem vill sérhæfa sig i talkennslu vangefinna. Styrkfjárhæðin nemur allt að 400.000,- krónum. Sú kvöð fylgir styrknum, að kennarinn starfi a.m.k. þrjú ár að námi loknu við talkennslu i stofnunum fyrir vangefna. Umsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu fyrir 20. júni n.k., ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið, 20. mai 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir april-mán- uð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 21. mai 1975 □DDUOODDODDDDDDDDDDaDDDODQDDDDDDaaODDIlUDODDDI D I D □ n □ D □ D □ D D n D D D D D 8 D O.L . hefur allan fatnaö i sumarvinnuna fyrir börn og fullorðna. Verðið þarf ekki að auglýsa o. L. Laugavegi 71 Sími: 20141 DDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDaaDDDDaaDDDDDI Minnispeningar Félag isl. bifreiðaeigenda, mun gefa út minnispeninga i tilefni fyrstu Rally-keppninnar sem haldin er hér á landi. Minnispeningarnir eru gefnir út i 150 tölusettum eintökum, það eru aðeins fáein eintök eftir. Þvermál peningsins er ca. 4 cm og steyptur i brons. Gull og Silfursmiðja Bárðar Jóhannesson- ar, Hafnarstræti 7, teiknaði og steypir peninginn. Pöntunum veitt móttaka á skrifstofu F.I.B., simi 33614, og Email, Hafnarstræti 7, simi 20475. Maöurinn minn og faöir okkar Benedikt Stef ánsson lést á Landsspitalanum þriöjudaginn 20. mal. Útförin fer fram I kyrrþei aö hans eigin ósk. Steinunn Arnadóttir Arni Benediktsson Stefán Benediktsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.