Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mal 1976. Umsjón: Vilborg Harftardóttir © Aft loknu kvennaárinu koma nokkrar spurningar upp i huga manna um þaft hvers vegna kon- um var tileinkaft þetta ár og hvort nokkuö iiggur fyrir aö þvi loknu sem geti bætt stööu konunnar al- mennt. Er konan betur sett i byrj- un ársins 1976 en hún var fyrir ári? Jók kvennaárið vift vitund kvenna um stööu sina og hiut- verk, gaf þaft konum meiri tök á að móta eigift iif og hafa áhrif á aöstööu sina, stærri hlutdeild i þróun samfélagsins, efta er allt vift þaft sama og áftur og hefur kvennaáriö kannski að mestu veriö málefni sem fjölmiftlar hafa reynt aö blása lifi i? Haffti þetta ár kannski meiri neikvæft áhrif en jákvæft vegna þess aft þaft gaf konum falska hugmynd og falska tilfinningu fyrir aft allt væri aft verfta betra og aft kvennabarátt- an væri loksins komin á þaö stig aft karlmenn færu aft skilja rétt- mæti þessarar baráttu og sljóvg- aði þaö kannski þar meft baráttu- huginn meftal kvenna I staö þess aft gera þær meftvitaftar um stöftu sina? Mörgum er sennilega óljúft aft viðurkenna að ekkert liggi fyrir að kvennaárinu loknu, en hinir eru sennilega fleiri sem geta fall- ist á það, að kvennaárið hafi ekki haft nein úrslitaáhrif á stöðu kvenna. En var aö búast við þvi, þvi að hvernig var öllu þessu um kvennaárið og tilkomu þess var- ið? Þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna eru nær eingöngu karl- menn, yar það að sjálfsögðu karl- kynið sem efndi til kvennaársins. Þar með gerðu þeir bókstaflega málefni kvenna bæði að sérfyrir- brigði og eins árs fyrirbæri. Það hafa verið raddir uppi um það hvort útnefningin á kvennaárinu hafi ekki verið ráðstöfun sem átti fyrstog fremst að lækka rostann i konum á komandi árum og hvort útnefningin hafi ekki minnt svo- litið á útnefningu krabbameins- viku, viku hinna blindu eða eitt- hvað svoleiðis. Ætlunin með að aðgreina slika hópa er að vekja athygli á sérstöðu þeirra og aö þeir séu frábrugðnir öðrum hóp- um. Það hefur einnig heyrst, að út- nefning kvennaársins beri vott um alvarlegt misrétti gagnvart konum, vegna þess að þar með lögðu karlmenn áherslu á, að það væru konur og hlutverk þeirra og staða sem væri eitthvað athuga- vert við en ekki þeir sjálfir og hlutverk þeirra og staða. Þessi seinni aðfinnsla er miklu alvarlegri en sú fyrri, af þvl að hún sýnir fram á að karlmenn gera hlutverk konunnar að ein- hverju sem er skilið frá hlutverki karlmannsins og þetta er hlutur sem getur verift ein aðalhindrunin gegn þvi að jafnréttisbarátta kvenna nái fram að ganga. Kvennabarátta siðustu ára hefur einnig reynt að sýna fram á, að hlutverk kvenna er ekki aðskilið frá hlutverki karlmanna, en hins- vegar aö það sé karlmaðurinn sem miðli miklum hluta hinna samfélagssköpuðu hefða sem kúga konuna. Þar með hefur bar- átta kvenna æ meira breyst i þá átt, að beina athyglinni aö hlut- verki karlmannsins og þvi samfé- lagi sem karlmenn hafa skapað. Hvað sem má segja um útnefn- inguna á kvennaárinu, þá er það að minnsta kosti hægt að túlka hana sem yfirlýsingu þess efnis, að það hafi verið málefnið konan, staöa hennar og hlutverk, en ekki karlmaðurinn sem slikur sem þurfti frekari meðhöndlunar við. Guðfinna Eydal: Konan — karlmaðurinn Eiga konur hins rfka heims og hins fátæka heims ekki sérstaklega margt sameiginlegt? Yfirlit um ástand kvenna- baráttunnar FYRRI HLUTI Málefni kvenna — rnálefni karla Fyrir utan það, að það er vafa- samt að gera málefni eða umræð- ur um flókna hluti að eins árs fyrirbrigði, og með það i huga hvor hópurinn, kvenmenn eða karlmenn hafa meiri þörf á, að rætt sé um málefni þeirra, hefði valið að minu áliti átt að falla á karlmennina. Karlmenn álita ekki almennt, að nokkuð sé at- hugavert við stöðu þeirra eða hlutverk sem kynveru né þann heim sem þeir hafa búið til, og þess vegna telja þeir ekki að þessi málefni séu hlutir sem þeir þurfa að ræða sin á milli, þaö séu aðeins konur sem hafi þörf á sliku. Fram að þessu hefur það lika verið algjör undantekning að karlmenn hafi myndað umræðu- hópa i þeim tilgangi að þeir ræddu um sjálfa sig, hlutverk sitt sem karlmanns og stöðu sina, um hlutverk kvenna og málefni kvenna, hafa kvenmenn yfirleitt orðað og skilgreint fyrir þá. Tilnefning kvennaársins ber þess glögglega merki, að karl- menn telja að það sé konan og málefni hennar sem beri að ein- blina á, en ekki karlmaðurinn og málefni hans. Enda hafa þeir ekki gagnrýnt eða gert athugasemdir við kvennaárið og réttmæti þess. Að árið 1975 var kallað kvennaár en ekki jafnréttisár, karlmanna- ár eða eitthvað allt annað ber þess lika merki, að karlmenn hafa ekki skilið og vilja ekki skilja að það er ekki gerlegt að breyta neinu svo um munar um stöðu konunnar án þess að það verði róttæk breyting á hugsunar- hætti þeirra, og á skipun þess samfélags sem þeir hafa búið til. Það er eins og flestir karlmenn telji baráttu kvenna fyrir meira jafnréttiog þær málefnalegu um- ræður sem hafa orðið við þá bar- áttu algjörlega einangrað fyrir- brigði sem sé þeim gjörsamlega óviðkomandi og óháð. Jafnréttisár hættu- legt körlum i þessu sambandi má minna á, að val Sameinuöu þjóftanna á al- þjóöa kvennaárinu var annaö i rööinni. i fyrstu var talaft um al- mennt jafnréttisár. Aft kvennaár- ið varft fyrir valinu, en ekki jafn- réttisárift er sennilega ekki tilvilj- un. Aft efna til jafnréttisárs heffti getaft orftift of flókiö og orftift erf- iftara viftureignar i pólitiskum skilningi en hift sakleysislega kvennaár. Jafnréttisár hefði getað beinst meira að karlmanninum og hlut- verki hans og uppbyggingu sam- félagsins og þær umræður og af- leiðingin af þeim umræöum hefðu bæði getað raskað við innviðum þjóðfélagsins og valdaskipan þess. Það hefði getað orðið niður- staða slikra umræðna, aö það yrðu engar stórfelldar breytingar á aðstöðu kvenna fyrr en karl- maðurinn yrði tekinn með i um- ræðurnar um jafnréttismálin af fullri alvöru og umræðurnar hefðu getað endað með staðfest- ingu á þvi, að það er ekki nóg að ræða og ræða um málefni kvenna, heldur verður aðstöðu kvenna þvi aðeins breytt að það verði mikils- verðar breytingar á skipun þess samfélags sem karlmenn hafa búið til. Að vandamálin verða ekki bara leyst með umræðum leiddi kvennaárið vel i Ijós. I fjölmiðlum var þvi veitt mikil athygli og þar með vakti það mikla athygli al- mennt en það leiddi ekki f ljós leiðir til úrbóta að sama skapi. Margir stjórnmálamenn buðu hinsvegar kvennaárið sérstak- lega velkomið og þeir notuðu það gjarnan sem skraut i ræður sinar, en sýndu þvi að öðru leyti ekki sérstakan áhuga, og þvi siður að þeir settu nokkurn timann nokkuð af stað sem yrði til verulegra úr- bóta á aðstöðu kvenna eða þeirra sjálfra. Til þess er áhuginn og skilningurinn á málefninu ein- faldlega alltof litill. En það voru fleiri en stjórn- málamenn sem fannst kvennaár- ið til þess fallið að krydda orð sin með og til að láta aðra vita aö þeir fylgdust svolitið með timanum. Við hin óliklegustu tækifæri mátti heyra konur en þó einkum karl- menn segja: Það er nú kvenna- ár.... ó jú, nú á þessu kvenna- ári..., ...,það er vist kvennaár... o.s.frv., —og menn settu gjarnan upp sérstakan svip og glottu ofur- litiö meinlega og gutu augunum á hina með hálfgerðum striðnis- glampa eins og fyrirbrigðið væri vel til þess fallið að striða öðrum svolitið með þvi eða kannski til að niðurlægja aöra svolitið með. Með þvi að efna til kvennaárs i stað jafnréttisárs losnuðu karl- mennirnir við að þvæla sjálfum sér inn i umræður og aðgerðir varðandi jafnréttismál sem nokk- ur alvara fylgdi. En það atriði kemur vel heim og saman við al- menna óbeit þeirra á, að slikir hlutir gætu farið að koma alvar- legar niður á þeim en reyndin hefur verið fram til þessa. Ef það hefði verið efnt til almenns jafn- réttisárs, og þvi hefði fylgt ein- hverjar raunverulegar óskir um aðbreyta einhverju i jafnréttisátt og ef það hefði verið einblint sér i lagi á hlutverk karlmannsins, þá hefði sennilega ekki verið erfitt að sýna fram á að mikið af þeirri samúð serh flestir karlmenn hafa með kvennabaráttunni er yfir- borðskennd og að hún yrði að engu ef raunverulegar breytingar ættu að eiga sér stað á þeirri að- stöðu sem þeir hafa haft hingað til. Það sem lá helst fyrir eftir kvennaárið á alþjóðavettvangi var alþjóðaráðstefna kvenna i Mexikó. Rikisstjórnir margra landa viðsvegar um heim studdu konur til að fara á ráðstefnuna og öðlast reynslu af þvi að ræða við kynsystur sinar. Það sem hefur komið fram um Mexikóráðstefn- una hefur aðallega verið neikvætt og margir af fulltrúum og blaða- mönnum sem sátu ráðstefnuna hafa haldið þvi fram, að hún hafi verið algjörlega misheppnuð og það hrikalegur misskilningur að halda hana. Kvenna ráöstefnan i Mexíkó Það hafa verið færð fram margskonar rök gegn Mexikóráð- stefnunni en þrjú eftirfarandi at- riði hafa þráfaldlega verið nefnd: I fyrsta lagi hefur þvi verið haldið fram, að ráöstefnan hafi alls ekki verið ráðstefna kvenna heimsins þvi að fulltrúar hinna ýmsu landa hafi verið hinn vel- stæði, velmenntaði hluti kvenna hvers lands og konur sem koma úr forréttindastéttum, en að hinn fátæki, ómenntaði, útslitni og kúgaði hluti kvenna hafi ekki átt neina fulltrúa. I öðru lagi hefur þvi verið hald- ið fram, að það hafi ekki þurft að halda þessa ráðstefnu til að leiða saman konur hins rika heims og hins fátæka heims þar sem þær eigi ekki sérstaklega margt sam- eiginlegt, þvi að konur þriðja heimsins eigi við allt önnur vandamál aö striða en konur vesturlanda, og þess vegna dugi ekki baráttuaðferðir kvenna vest- urlanda i þriðja heiminum. Enn- fremur þaö, að vesturlandabúar hafi yfirleitt alltof mikla trú á, að þeir viti hver séu vandamál ibúa þriðja heimsins, hvað sé mönnum Framhald á 18. siðu. ÓÐUR TIL EIGINKVENNA ortur af nauðsyn út af óöi til eiginmanna sem birtist í Þjóðviljanum 25. apríl 1976 Finnst þér ekki yndislegt aft teygja úr þér og sofna fram yfir seinni morgunleikfimi meftan mafturinn þinn nýútsprunginn sötrar svart kaffi og hendist útl bylinn tilaft ná f strætó meft afganginn af kaffinu á brúsa Finnst þér ekki traustvekjandi aft vita eiginmanninn koma i kvöld tilaft gera við slökkvarann sem bilaðLná stlflunni úr vaskinum hann er svo laginn meft skrúfjárn og drullusokk Finnst þér ekki kynþokkinn geisla af þér og ástúft skina úr augunum finnst þér ekki hlutskipti mannsins þins gott aft vera giftur þér fyrir framan sjónvarpift á kvöldin finnst þér hann ekki ótrúlega daufur vift’hlift svona góftrar konu I rúminu á kvöidin Finnst þér ekki sifthærfti strákurinn á hæftinni fyrir ofan þessi sem á tryllitækift vera ómótstæftilegur þegar hann mætir manninum þinum I dyrunum og seinum i matinn þreyttum drullugum ógreiddum. Finnst þér ekki skritift aft hugsa til þess hversu falleg þú varst einu sinni meft breiftar mjaftmir og ávöl brjóst og hversu þú gekkst i augun á manninum þinum nú sifellt þreytt af amstri vift krakkana vansæl meft mjólkurbúftina sem endamark heimsins sljó eftir kjaftasögur dagsins þegar þú speglar andlit þitt I eldhúsrúftunni vift uppþvottinn og biftur meft matinn eftir eiginmanni i næturvinnu Finnst þér ekki...? Einar ólafsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.