Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 9. mal 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Klásúlur munu öðru hverju birta greinar undir heitinu Uppskeran þar sem kynntar verða nýjar og nýlegar erlendar hljómplötur sem eru ein- hvers virði. Vegna hinnar gífurlegu plötuuppskeru allan ársins hring verður að takmarka það rúm sem ætlað er hverri plötu og að sjálfsögðu verður þessi upptalning háð því sem kemst í hendur okkar og gæðum uppskerunnar á hverjum tima. UPPSKERAN Jerry Garcia: Reflections (Hugleiðingar) Kingfish: Kingfish. Hér eru á feröinni plötur meö meölimum bandarisku hljóm- sveitarinnar Grateful Dead. Jerry Garcia er sem kunnugt er aðalgitarleikari þeirrar hljóm- sveitar og hér er á ferðinni þriöja platan sem hann gefur út undir eigin nafni og hún veldur engum vonbrigöum. Undirleik annast margir meölimir Grate- ful Dead ásamt Nicky Hopkins og fleirum. Hér skiptast á hröð rokklög og hægar ballööur. Best finnst mér honum takast upp i hægu lögunum svo sem i Mission in the Rain, I’ll take a Melody og Comes a Time. Kingfish er hljómsveit sem Bob Weir, annar gitarleikari Grateful Dead, hefur starfað meö um hriö og hefur hljóm- sveit þessi nú þegar náö tölu- veröum vinsældum á vestur- strönd Bandarikjanna. betta er fyrsta platan sem þeir hafa leik- iö inn á og er auöséö aö vænta má mikils af þessari hljómsveit ef hún heldur sin'u striki. Hljóm- listin sem þeir félagar leika er vesturstrandarrokk með áhrif- um frá kúreka- og sálartónlist. Þótt Bob Weir sé þekktastur af þeim félögum þá snýst platan alls ekki öll i kringum hans hæfileika heldur er hann aðeins einn af fimm meölimum sem starfa saman sem ein heild. Hér eru sem sagt á ferðinni tvær ágætisplötur og ég þarf ekki að fræöa Grateful Dead aö- dáendur um plötur þessar, þeir hafa þegar haldiö vöku fyrir ná- grönnum minum undanfarnar vikur en hinir sem enn hafa ekki ánetjast þessum tónlistarundr- um San Fransiscoborgar og hafa þar aö auki efni á aö stunda þetta dýra tómstundagaman sem plötusöfnun er, ættu aö leggja viö eyrun. Santana Frá Grateful Dead er ekki langt yfir i aöra San Fransico hljómsveit Santana. Frá þeirri hljómsveit hafa nýlega komið tvöalbúm; Lotussem eru þrjár plötur, teknar upp á hljómleik- um i Japan árið 1973 Aigos sem er ný-upptekin plata. Santana á langa og merkilega sögu að HLERAÐ OG SLÚÐRAÐ Allar horfur eru nú á þvi að ekkert erlent popp verði á Lista- hátiö þeirri sem haldin veröur i Reykjavik i næsta mánuöi. Eftir miklar yfirlýsingar Hrafns Gunnlaugssonar framkvæmda- stjóra Listahátiöar um aö rjóminn af poppheiminum stefndi hingaö til lands endaöi baki, hljómsveitin var stofnuð 1966 og var frumkvöðull að nýrri I stefnu innan popptónlistar sem byggir á alþýöútónlist sem þró- ast hefur i Suður-og Mið-Ame- riku og meðal spænsk- og mexikanskættaöra bandarikja- manna, tónlist sem byggir á samblöndun spænskrar tónlist- ar og tónlistar indiána. En er kom fram á þennan áratug fór hljómsveitin að færast nær nú- timajassi með áhrifum frá John Coltrane, Miles Davis og John McLaughlin. A Lotus kom þess- ar hræringar vel i ljós, þar skiptast á eldri verk þeirra i hinum alkunna Santanastil, svo og nýrri verk meb jassáhrifum. A þessari plötu má heyra þann besta hljóöfæraieik sem komið hefur frá Santana. A nýju plöt- unni Amigos verður afturá móti i vart tilhneiginga að færa tónlist þeirra aftur ieldra form. Sumir vilja halda þvi fram að þetta afturhvarf eigi rót sina að rekja til minnkandi sölu á seinustu plötum þeirra, en Carlos San- tana höfuðpaur hljómsveitar- innar heldur þvi fram ab þeir hafi taliö aö þeir væru komnir of langt frá rótum þeim sem tón- list þeirra hafi verið gróin upp úr, það er alþýðú- og götutónlist. Þvi verður ekki mótmælt aö tónlist þessi er auðveldari áheyrnar og mörg lögin góö, svo sem Dance Sister Dance, Gitano, Europa og Let it shine, en þab vantar þá spennu og þaö tilraunasviö sem einkennt hefur seinustu plötur þeirra félaga. Maria Muldaur Kona er nefnd Maria Muldaur, hún hefur lengi stundað söng, var i Jim Kweskins Jugband fyrir um þaö bil 10 árum, og þar kynntist hún Geoff Muldaur sem varö seinna ævintýrið meö þvi að kampa- vinssveitin Sailor féllst á aö koma hingað til lands. Náttúru- lega kom Hrafn þvi strax á framfæri við fjölmiðla. Én stuttu siðar hækkaöi sveitin launakröfur sinar um allan helming þannig að séb var ’fram á að arðurinn yrði ansi litill. Hrafn var búinn að loka fyrir aðra möguleiiia og timinn hlaupinn frá honum. Há- menningin verður þvi einráð á Listahátiö að þessu sinni. -o- Alltaf eru einhverjir að brölta með að halda djammsessjónir þar sem popparar og fleiri leiða saman hesta sina. Fyrir tveim vikum var ein slik haldin að Hótel Loftleiðum á vegum Jass- klúbbs Hafnarfjarðar og að eiginmaður hennar. Þau gáfu saman út tvær plötur, Pottery Pie og Sweet Potatoes, skildu og hafa starfað i sitthvoru lagi siðan. Maria hefur gefið út tvær plötur, Maria Muldaur og Waitress in a DoNut Shop. Nú er komin út sú þriðja, Sweet Harmony. Það sem einkennir allar þessar plötur Mariu er við- leitni að viðhalda hinum banda- risku tónlistarhefðum sem rikt hafa innan dægurlagatónlistar. A plötum hennar skiptast á jasslög frá „gullöld” jassins með útsetningum Benny Carters og undirleik færustu jassleikara, lög með áhrifum frá kúrekatónlist, negrasálmar, poppballöður og siðast en ekki sist lög eftir kvenmenn,en kven- lagasmiðir hafa átt heldur erfitt uppdráttar innan tónlistar- heimsins sem er að langmestu leyti stjórnað af karlmönnum. Má þar nefna Wendy Waldman og systurnar Anna og Kate McGarrigle. Nýjustu plötu Mariu, Sweet Harmony, get ég eindregið mælt með. Hún dregur dám af fyrir- rennurum sinum sem ég hef lýst hér að framan. Bestu lögin eru, Sad eyespoppballaða með gitar- einleik J.J. Cale, hiö gamal- kunna lag Hoagy Carmichaels Rockin Chair, We never could say Goodbye og lag Wendy Waldman, Wild Bird, þar sem eini undirleikurinn er bassi, git- ar og flauta, og þessi einfaldi undirleikur fær laðað fram allt hiö besta i söng Mariu, til- finninganæmi og hófsama not- kun sérkennilegrar raddar. Þessi plata býður upp á það fjöl- breytta tónlist aö hægt er að mæla með henni fyrir fólk á öll- um aldri. Sameiginlegir drættir Þegar ég lit yfir það sem ég hef nú skrifaö þá fer ekki hjá þvi að maður hugleiði að eitt eiga þessar plötur sameiginlegt: Hina miklu hefð dægurlaga- og alþýðutónlistar sem þróast hefur i Bandarikjunum. Vert væri að hugleiða út frá þvi hvort ekki sé kominn timi til að at- huga og kanna islenskar tón- listarhefðir sem einhvers staðar 1 hljóta að leynast, þótt litið beri á þeim i hinu mikla flóöi erlendr- ar eftirhermutónlistar sem is- lenskir tónlistarmenn hella yfir okkur. Er ekki kominn timi til? EÓ sögn náðist þar besta stemmning. Klásúlur ræddu við Pálma Gunnarsson sem er mikill áhugamaður um djamm og spurðu hann hvort hann hefði i bigerð að gera slikar sessjónir að föstum lið i tónlistarlifi borgarinnar. Hann kvað ekkert ákveðið i þvi en til stæði að efna til einhvers konar djamms i næstu viku i samráði við Klúbb 32. Auðvitað væri áhugi fyrir þvi að koma á reglulegum sessjón- um og undirtektir viö þeim sem haldnar hafa verið bentu til þess að grundvöllur væri fyrir þeim. En það væri mikið umstang að safna mönnum saman og koma hlutunum i framkvæmd. Vonandi tekst áhugamönnum um djammsessjónir i röðum poppara og djassmenna að koma reglu á þennan ómissandi þátt i tónlistarlifi hvers lands. ÚTBOÐ Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðir og vél- ar.: 1. Vörubifreið 12 tonna Scania Vabis, ár- gerð 1963. 2. Vörubifreið 12 tonna Scania Vabis, ár- gerð 1964. 3. Mannflutningabifreið 17 manna Mer- cedes Benz, árgerð 1967. 4. Lyftikörfubifreið Trader, árgerð 1964. 5. Lyftikörfubifreið Trader, árgerð 1965. 6. Land Rover Diesel, árgerð 1970. 7. Dráttarvél Massey Ferguson, árgerð 1963. 8. Hjólaskófla 1 1/4 c.y. Weather Hill. 9. Valtari 10-12 tonna Buffalo. Tækin verða til sýnis i porti Vélamiðstöðv- ar Reykjavikurborgar að Skúlatúni 1, n.k. mánudag og þriðjudag. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, miðvikudaginn 12. mai 1976, kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Fríkírkjuvegi 3 — Sími 25800 ' HVERNIG Á AÐ STJÓRNA FISKVEIÐUM? Stjórnunarfélag íslands og Verkfræðinga- félag íslands gangast fyrir ráðstefnu undir nafninu „HVERNIG A AÐ STJÓRNA FISKVEIÐUM?” dagana 14—15. mai n.k. að Hótel Loftleiðum. DAGSKRÁ: Föstudagur 14. maí kl. 15:30 Kaffiveitingar kl. 15:45 Setning: Ragnar S. Halldórsson form. SFI kl. 16:00 Stefna stjórnvalda i stjórnun fiskveiða: Matthias Bjarnason sjávarútvegsráöherra. kl. 16:30 Fiskfræðileg þekking og stjórnun veiða: Dr. Jón Jónsson forst. m. Hafrannsóknar- stofnunar. kl. 16:45 Sjónarmið útvegsmanna: Ólafur Björnsson útvegsmaður Keflavik og Marteinn Jónasson forstj. BtJR kl. 17:20 Viöhorf sjómanna: Páll Guðmundsson skip- stjóri kl. 17:45 Ahrifin á fiskvinnslustöövarnar og sjónarmið þeirra: Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson forstj. SH kl. 18:10 Fyrirspurnir til ræðumanna kl. 19:00 Ráðstefnu frestað Laugardagur 15. mai kl. 09:30 Almennar afleiðingar aukinnar stjórnunar fiskveiðanna : Eggert Jónsson hagfræðingur. kl. 10:00 Fjárfestinga- og verðjöfnunarsjóðir sem stjórntæki i sjávarútvegi: Davið ólafsson kl. 10:30 seölabankastjóri. kl. 12:30 Umræöuhópar starfa. kl. 14:00 Hádcgisverður. kl. 14:30 Umræðuhópar skila áliti. kl. 15:15 Almennar umræður. Stuttar ræður. Kaffi og panelumræöur undir stjórn Kjartans Jóhannssonar verkfræðings. kl. 18:00 Ráðstefnuslit: Jóhannes Zoega form. VFl. Ráðstefnugjald er kr. 4.200,-, og innifalið i þvi er matur og kaffi auk annars kostnaðar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrif- stofu Stjórnunarfélagsins i sima 8-25-30. öllum heimill aðgangur. Stjórnunarfélag íslands Verkfræöingafélag íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.