Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Sunnudagur 9. mal 1976. Þorvaldur Jóhannesson MINNINGARORÐ Á morgun verður til grafar borinn Þorvaldur Jóhannesson, Kóngsbakka 2 i Reykjavik, sem lést 24. april sl. Þorvaldur var fæddur 22. janúar 1912 að Sælingsdal i Dölum. Foreldrar hans voru Jóhannes Benediktsson frá Fjósum i Laxárdal og Jóhanna Guðrún Steinsdóttir frá Háls húsum við Isaf jarðardjúp. Fimm ára gamall missti hann föður sinn og tveimur árum siðar fór hann til Sigurðar Olafssonar og Agústinu Sigurðardóttur að Bæ i Miðdölum. Hjá þeim átti hann heimili að Bæ og Kvennabrekku til 1932, er hann fluttist til Reykjavikur tvitugur að aldri. Næstu 10 árin stundaði hann ýmiskonar verkamannavinnu, en 1942 hóf hann akstur leigubifreiða og stundaði það starf lengst af næstu tvo áratugina. Vegna heilsubrests hætti hann þvi starfi og var um nokkurra ára skeið auglýsingastjóri Þjóðviljans. Um tima vann hann hjá Vátrygginga- félaginu, en siðustu árin starfaði hann að mestu leyti hjá B.S.A.B. 1940 kvæntist Þorvaldur Odd- nýju Mariu Oddsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Jóhann Guð- mund, Erlu og Ingibjörgu. Þor- valdur og Maria slitu samvistum. 1957 kvæntist Þorvaldur eftir- iifandi eiginkonu sinni, Elisabetu Benediktsdóttur frá Hömrum i Haukadal. Eignuðust þau einn son, Guðberg, sem nú er upp- kominn. Auk þess var Benedikt, sonur Elisabetar, hjá þeim frá 14 ára aldri til fullorðinsára. Enda þótt við Þorvaldur séum upprunnir úr sömu sveit kynntumst við ekki þar vegna aldursmunar og þess hve snemma hann flutti burt. Leiðir okkar lágu fyrst saman á her- námsárinu 1951, þegar ég hóf akstur á bifreiðastöðinni Hreyfli. Fljótt hafði ég kynni af honum sem ákveðnum sósialista, félags- hyggjumanni og hernámsand- stæðingi og tók ég strax eftir þvi að það voru meira en orðin tóm. Alltaf var hann manna fúsastur að aðstoða þá félaga sina sem þurftu þess með, hvort sem var vegna veikinda eða annars og skar þá ekki framlög við nögl, enda þótt hann hefði alla tið úr litlu að spila. Félagsmálaáhugi hans var mjög mikill og ekki er mér grun- laust að mörg stundin hafi farið i ólaunuð félagsstörf meðan aðrir öfluðu fjár. A árunum eftir striðið og fram yfir 1950 var starfandi meðal bifreiðastjóra málfunda- félagið Kyndill. Þorvaldur mun hafa veriö mjög liðtækur félagi þar og formaður þess um tima, þegar starf þess var hvað mest. Seinna tóku aðrir við forystu þess og gengu af þvi svo rækilega dauðu að ekki fyrirfinnast einu sinni fundargerðabækur þess hvað þá annað. Ekki hefur þess- vegna tekist að afla upplýsinga um þennan þátt i ævi Þorvaldar. En þetta var siður en svo eina félagið sem á honum mikið starf að þakka. Hann var formaður Taflfélags Hreyfils 1956-58. og á þeim árum var lagður grund- völlur að samstarfi þess félags við norræna starfsbræður (Nordisk Sporvejs Skak Union). Það samstarf hefur haldist til þessa dags og munu þeir orðnir margir, sem hafa notið þess. A þessum sömu árum beitti Tafl- félag Hreyfils sér fyrir þvi innan Skáksambands tslands að koma á hinni vinsælu skákkeppni stofnana, sem enn er árlegur við- burður og liklega fjölmennustu skákmót á landinu. 1961-66 var Þorvaldur i stjórn Skáksambands Islands, en á þeim árum voru hin alþjóðlegu Reykjavikurskákmót að vinna sér það álit i skák- heiminum, sem leiddi seinna til heimsmeistaraeinvigis i Reykjavik. 1967-69 var hann varaformaður Taflfélags Hreyfils. Um fimm ára skeið 1965-70 störfuðum við Þorvaldur saman i ritnefnd Hreyfilsblaðsins, sem gefið var út af Iþróttafélagi og Taflfélagi Hreyfils. A þeim árum kynntist ég fyrst og að marki. þeim ómetanlegu eigin- leikum hans til félagslegs samstarfs við aðra menn. Sveigjanleiki, en þó festa og trúnaður við þann málstað sem hann taldi góðan. Alltaf var hann tilbúinn að ræða málin á nýjum grundvelli, ef færari leiðir kynnu að finnast, en fyndist honum þau vera að fara i hnút átti hann það til að koma með ákveðna tillögu, sem oft leysti hnútinn. Þessir eiginleikar ásamt áhuga og vand- virkni við undirbúning og fram- kvæmd verða oft i félagsmálum drýgri til árangurs en glamur- yrtar ræður manna, sem e.t.v. koma svo ekki nálægt neinu öðru félagsstarfi, en þakka sér svo jafnvel það sem vel tekst. Hann hafði ánægju af að setja hugsanir sinar fram i rituðu máli og kom það sér vel við þær aðstæöur sem Hreyfilsblaðið bjó við. Þorvaldur var i stjórn B.S.A.B. i rúm 14 ár, 1961-75, ætlð ritari.Frá stofnun félagsins 1947 til 1961 var hann varamaður i stjórn og var hann þvi i stjórn og varastjórn B.S.A.B. samtals i tæp 29 ár. Frá þvi að B.S.A.B. hóf samfellt starf 1966 vann hann hjá þvi meira og minna; fyrst i auka- vinnu og siðar sem aðalstarf. Þrátt fyrir þessa löngu aðild að stjórn by ggingasam vinnu- félagsins eignaðist hann ekki ibúð fyrr en 1968, þá kominn hátt á sextugsaldur og segir það aö minum dómi nokkuð um óeigin- gjarnt starf að félagsmálum. Að leiðarlokum verður okkur oft hugsað til þess hversu skammt okkur bar i þessu stutta lifshlaupi, miðað við það sem við vildum. Alltof viða reyndist þungt fyrir fæti I baráttunni fyrir félagshyggju og jafnrétti allra manna.og enda þótt nokkuð hafi áunnist er hitt svo miklu meira sem fyrirhugað var. Þeir sem að- hyllast hugsjónir bræðralags og jafnréttis finna oft til þess að ,,vort feröalag gengur svo grát- lega seint” og að „framtiðar- landið er fjarri”. Samt er það bót i máli aö „eitthvað I áttina liður” enda þótt með timabundnum afturkippum sé. Þessvegna getum við veriö, eins og Stefán G. sagði: „svo viss, að I heiminum vari þó enn hver von min meö ljós sitt og yl það lifi sem best var I sálu min sjálfs að sólskinið verður þó til." Um leið og ég votta Þorvaldi virðingu mina og þakklæti fyrir langt og gott samstarf á liðnum árum, vil ég tjá aðstandendum samúö mina. Sig. Flosason AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI Wozu ist das Christentum Heinz Zahrnt. Deutscher Taschenbuch Verlag 1975 Höfundurinn stundaði guðfræði við þýska háskóla og doktor i þeim fræðum frá Heidelberg háskóla. Hann hefur ritað nokkrar bækur um guðfræði og stundað fyrirlestrahald og unnið við sjónvarp og útvarp. 1 þessari bók snýst hann öndverður gegn kenningum sumra guðfræðinga um að guð sé dauður, en þær kenningar komu upp meðal hópa guðfræðinga innan mótmælenda- kirknanna fyrir rúmum áratug eða svo. Zahrnt telur að nú séu kenmngar þeirra nopa eKKi lengur timabærar og menn hljóti að endurlifga guðstrúna undir nýjum forteiknum. „Maðurinn er ekki án guðs og guð ekki án manna”. Höf. fjallar um kenningar Peters Bergers um félagsfræði og guðfræði og fleiri kenningar i þeim dúr. Kenningar höfundar minna nokkuð á þá guðlausu trú mótmælenda guð- fræðinga; höfundur kallar kenningar sinar „Theozentris- mus,” þar sem guð er aðalatriðið á sama hátt og öxulgatið. Kenn- ingarnar virðast frávik frá kenn- ingum Vahanians og fylgjenda hans, en niðurstaðan er ekki sér- lega frábrugöin, þegar allt kemur saman. VERÐLAUNAKROSSGÁTA ÞJÓÐVILJANS Leiðbeiningar Stafirnir mynda islensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti, hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á þaö að vera næg hjálp, þvi að með þvi eru gefnir stafir I allmörgum öörum orö- um. Það eru þvi eðlileg- ustu vinnubrögöin að setja þessa s.tafi hvern I sinn reit eftir þvi sem töl- urnar segja tii um. Einnig er rétt að taka fram, að I þessari krossgátu er gerður skýr greinarmun- ur á grönnum sééhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komiö i stað á og öfugt. BROSIÐ / 2 3 S~ & <5> 1 9 10 u !2 <y /3 /Ý i/ 1 lS~ u> l(e /7 <? s z k> (p <5> 10 \r 7 3 <? 12 20 (d !?• 21 7- z IZ 17 I <5> 7S '°P SK V Ý / \Z. <y 1 1? 2 2 \7 V 7 2 U <?> 3 1*1 1 17 IZ CY> n 17 s? 1 n (p !o 17 fó> ?o 3 <9 1? 1 12 17 1o 0? 1\ 2? V (c> w ZCo 17- 1 Q? 12 27 (o II 1 22 1 (<? 17 IZ <P !9 2 / y 7 3o 5 17 U <5P 17 02 Zs ) 2 V 3 17 H (t> 0? 7 zr 2 17 2 (o Q? Zz 1 2. U 11 y 1? n 7 3 / 2 S? 12 zr 2 17- 1/ <? Zo lo /7- V !Z zr / 2 V 2(T <P il /<r (t> 7- tf W 20 )? IÝ (p S2 ) zr 2! 17 a 22 17 rftír IÍRIST.OAV.V miMirxossox Setjið rétta stafi I reitina neðan við krossgátuna. Þá kemur fram gamalt og gott islenskt kvenmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til afgreiðslu Þjóðviljans, Skólavörðustig 19, merkt „Verðlaunakrossgáta nr. 31 1/ / 28 2! // / kinum sem bjuggu þar á jarðar- skika forsjárlaus og litils megnug. Forsvarsmenn héraðsins vildu skipta upp heimilinu og taka unglingana fyrir náð i sina umsjá. En ekki voru allir samþykkir vald- höfunum i þessu máii, og upphefst nú mikil og tvisýn barátta um örlög krakkanna. 29”. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin eru að þessu sinni skáldsagan Brosið eftir Kristmann Guðmundsson i útgáfu Prentsmiðju Jóns Helga- sonar. Sagan gerist i sjávar- þorpi um siöustu aldamót. Hún greinir frá foreldralausum syst- Verðlaun fyrir krossgátu nr. 25 Verðlaun fyrir krossgátu nr. 25, sem birtist 28. mars, hlaut Borghildur Sigurbergsdóttir, Digranesvegi 72A. Verðlaunin eru skáldsagan Flug leðurblökunnar eftir Donald Gordon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.