Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mal 1976. Stjórnarandstaðan á Spáni Vill afsögn Ariasar Að baða Björn bónda Menn láta sér gjarnan annt um að uppræta hvaða óþrif sem leynast í hárum og skinnum, og þess vegna er talið bráðnauðsynlegt að baða Björn á Löngumýri tvisvar sinnum. Handtóku tvö fótboltaliö MADRID 7/5 — Þrir, spænskir stjórnarandstööuleiötogarar kröfðust þess i dag að Carlos Arias Navarro forsætisráðherra segði af sér og sökuöu rikis- stjórnina um að valda óreiðu með stefnu sinni. Andstöðuleiðtogar þessir eru sósialistinn Raul Morodo og kristiiegu demó- kratarnir José Maria Gil Robles og Inigo Cavero. Komu þeir fram með þessar kröfur sinar i kaþólikkablaðinu Ya. Fulltrúar Keflavíkur- göngu i Kópavogi eru þau Ragna Freyja Karlsdóttir, sími 42462 Björn Arnórsson, simi 44122 og Jens Hallgrímsson, sími 40257. Fulltrúar Keflavíkur- Guðfinna Framhald af bls. 2. þar fyrir bestu og að þeir áliti, að það sé bæði hægt og æskilegt að alhæfa alla skapaða hluti frá rika heiminum á hinn fátæka. Einn fulltrúi kvenna frá þriðja heimin- um (Shahwar Jumaid) andmælti þessum hugsunarhætti með þvi að segja um þær konur sem sátu ráðstefnuna af hálfu vesturlanda: „Þær tala til okkar — þróunar- landanna um okkar vandamál. Þær bera fram sinar fullmótuðu skoðanir og röksemdir áður en þær hlusta”. Hvað viðvikur konum þróunar- landanna og konum hins iðn- vædda vestræna heims hefur hinsvegar verið bent á, að hið eina sem sé eins i aðstöðu þessara hópa sé að konan hafi aldrei ná- kvæmlega sömu aðstöðu og karl- maðurinn óháð úr hvaða stétt hún kemur. í þriðja lagi hefur svo verið bent á, að ráðstefnan hafi fjallað alltof mikið um efnahagsmál og stjórnmál einstakra landa. Enn- fremur það, að atriðum eins og efnahagsmálum sé búið að klifa á hundrað sinnum, bæði á stjórn- málamönnum og öðrum og það sé sú hlið málanna sem flestir séu sammála um og það sem sé auð- veldast að kippa i lag. Það hafi ekki þurft að halda alþjóðaráð- stefnu til að konur endurtækju og væru eins og endurómun af yfir- lýsingu karlmanna, þegar þeir viðurkenna i orði hina sanngjörnu réttlætiskröfu um efnahagslegt réttlæti á milli kynja. Hinsvegar hafi verið sleppt að fjalla um raunveruleg vandamál kvenna, þau vandamál sem eru i eðli sinu Mæðrastyrksnefnd Kópavogs Veislukaffi á mæðradag Sunnudagurinn 9. mai er hinn árlegi mæöradagur. Þann dag hefur Mæörastyrksnefnd Kópa- vogs kaffisölu i Félagsheimili Kópavogs að lokinni guðs- þjónustu i Kópavogskirkju. Nefndin hefur nú starfað i 8 ár og leitar nú enn stuðnings velvilj- aöra kópavogsbúa, sem þeir jafnan hafa veitt á undanförnum árum. Kópavogsbúar! Mætum öll i veislukaffi i Félagsheimilinu milli klukkan 3 og 6 á sunnu- daginn um leið og viö styrkjum gott málefni. — Mæðrastyrksnefnd. Spænska stjórnin hefur undan- farið verið i sambandi við stjórnarandstöðuna i þeim til- gangi að athuga möguleika á samningaumleitunum. Sam- komulag stjórnar og stjórnarand- stöðu hefur versnað stöðugt á þvi hálfa ári, sem liöið er frá dauða Francos. Stjórnarandstöðuleið- togarnir þrir segja að stjórnin sé ófær um að koma á umbótum i stjórnmálum og hafi það aukið mjög á vandræðin i landinu. göngu, Haf narf irði,eru þær Ester Kláusdóttir, simi 50342 og Guðrún Bjarna- dóttir, sími 53472. Þeir íbúar Kópavogs og Hafnarf jarðar, sem ætla að ganga í Keflavíkur- göngu eru beðnir að skrá sig hjá þessu fólki. þannig, að ef þau verða ekki leyst, þá verður engin raunveru- leg bót á stöðu kvenna. Betty Friedan, bandarisk kven- réttindakona, hefur haldið þvi fram, meðal annars i grein sem hefur verið þýdd i Þjóðviljanum, að hvenær sem konur kvennaráð- stefnunnar hafi ætlað að snúa sér að hinum jarðbundnu málefnum kvennabaráttunnar og ræða um sin raunverulegu málefni, þá hafi vissir aðilar gripið fram i og reynt að fá umræðuhópana til að tala um yfirborðskennda hiuti. Hún heldur þvi fram að þessir að- ilar hafi verið launaðir útsendar- ar sem var ætlað að eyðileggja slikar umræður. Þegar talið berst að hinum raunverulegu vanda- málum kvennabaráttunnar þá er kannski ekki úr vegi að nefna fyrst nokkur þeirra atriða sem hafa verið efst á baugi siðastliðin ár, þau atriði sem má kalla hin hefðbundnu málefni kvennabar- áttunnar. Hlutverk karlmannsins of litiö rætt A síöustu árum hefur verið varpað töluverðu ljósi á það i hverju misrétti á milli kynja er fólgið. Það hefur réttilega verið bent á, að heimilisstörf væru nær eingöngu yfirráðasvæði konunnar og að ef kona ynni úti þá væri sú vinna bæði minna metin og verr launuð en flest störf karlmanna. Þar að auki hefur verið bent á það, að kona sem vinnur úti hafi oft tvöföldu starfi að gegna, þar sem hún þarf að sjá um heimili, mann og börn þegar vinnunni sleppir. Einnig á það að konur séu álitnar óstöðugur vinnukraftur vegna „kvenlegra skyldna” sinna (blæðinga, þungana o.fl.). Það veldur aftur þvi, að konum hefur veist erfitt að koma sér á- fram i atvinnulifinu og verða gjarnan að sanna það, að þær séu talsvert miklu betri en karlmenn i sömu störfum ef þær eiga að öðl- ast viðurkenningu i starfi. Þar að auki hefur verið bent á að konur hafi minni menntun en karlmenn, minni tök á að leita sér náms og minni tök á þvi almennt að not- færa sér þau tækifæri sem lifið hefur upp á að bjóða. Það hefur einnig komið fram, að konur væru verrsettar en karlmenn lagalega séð, að þær séu aðalfórnarlömb neyslusamfélagsins og að það sé aðallega litið á konuna sem kyn- ferðisveru. Það mætti telja upp <f- tal fleira sem komið hefur fram i sambandi við kynjamisrétti og ranga hlutverkaskiptingu en það hefur borið of mikið á, að klifað hafi veriðá sömu atriðunum og of litið verið gert af þvi að taka hlut- verk karlmannsins til umræðu og hvað það felur i sér af hindrunum gegn þvi að það verði meiri breyt- ingar á aðstöðu kvenna. Hinsvegar eru allar umræður um mál sem snerta jafnrétti á milli kynja sérstaklega erfið við- ureignar i dag, a.m.k. i vestur- 1 spænska þinginu gengu þrir öfgafullir hægrimenn af fundi i gær undir ræðu Fernandez Miranda þingforseta, er hann hvatti þingmenn til aö samþykkja umbætur i stjórnmálum, sem stjórnin hefur stungið upp á. Aðrir hægriöfgamenn gagnrýndu Miranda harðlega, en hann er einn af nánustu ráðgjöfum Jóhanns Karls konungs. evrópskum löndum, þvi að marg- ir álita flest málefni sem snúast um jafnrétti á milli kynja leyst eða hérumbil leyst, og þá þarf ekki að ræða það, og þvi siður að menn telji þurfa að gera neitt i þeim málum. Flestir geta fallist á, að konur og karlmenn eigi að hafa sömu réttindi á vinnumark- aðinum, sömu laun, sömu réttindi til náms, sömu lagalegu réttindi o.s.frv. Margir geta einnig fallist á, að það eigi að ala stúlkur og drengi nokkurn veginn eins upp, a.m.k. hvað snertir hagnýt atriði, þannig að annað kynið þurfi ekki alla ævi að vera þjónn hins og uppfylla frumþarfir þess. Þó að menn ræði enn um og rifist um „hinn svo- kallaða eðlislæga sálfræðilega mismun” á milli kynjanna, þá eru ekki sérstaklega margir sem halda þvi fram nú orðið, að það sé einhver verulegur sálfræðilegur munur sem veldur þvi, að annað kynið sé betur hæft til sumra starfa en annarra. En það að samþykkja ofangreind atriði og fylgispekt við slikan hugsunar gang hefur að miklu leyti verið i orði og ristir ekki sérstaklega djúpt, hvorki i afstöðu né verki. Samþykktir eru ekki það sama og afstöðubreytingar og það hefur kannski verið skorturinn á raun- verulegum afstöðubreytingum sem hefur verið einn af mestu dragbitum jafnréttisbaráttunnar og hefur hamlað þvi að róttækar breytingar ættu sér stað. Rio de Janeiro 4/5 reuter — Lög- reglumenn sem voru að leita að flokki vopnaðra ræningja réðust i dag inn á knattspyrnuvöll i þorpi einu skammt frá Rió og handtóku alla 22 knattspyrnumennina, sem þar öttu kappi saman. Lögreglunni þótti þetta auð- sýnilega vera kjörið tækifæri tii New York 4/5 retuter — Far- þegaþota frá Pan American flug- félaginu setti I dag heimsmet i hnattflugi farþegavéla. Fór hún hringinn á 46 klukkutundum og 30 sekúndum. Vélin er af geröinni Boeing 747 og setti hún metið, þrátt fyrir tæplega fjögurra kiukkustunda seinkun á flugvelllnum í Tókió, þar sem verkfallsmenn lokuðu flugbrautum. Þetta kostaði vél- Pistill Framhald af bls 8. hafa þaulkannað hvern þann hóp sem frambjóðandinn ávarpar og sá hópur fær að heyra það eitt sem hann vill helst heyra. Við sjáum t.d. um þessar mundir mikinn flaum af greinum um sigurför Jimmy Carters sem er sigurstranglegastur um þessar mundir af forsetaefnum demó- krata. Hefur hann nokkuð sem likist stefnu? Hann er i senn frjálslyndur og ihaldssamur, um- bótasinnaður og varfærinn, mild- ur og harður i horn að taka, vinur blökkumanna og um leið hallur undir „þjóðernislegan hrein- leika”, m.ö.o. að ekki skuli unnið að blandaðri búsetu hvitra og svartra meö sérstökum ráðstöf- að ná á einu bretti þetta stórum hópi grunaðra. Voru Iþrótta- mennirnir allir færðir á næstu lögreglustöð en látnir lausir stuttu siðar, þegar i ljós kom að grunur lögreglunnar var á sandi byggður. Staðan var 3-0 heimalið- inu i vil þegar lögreglan gerði á- hlaupið. ina heimsmet fyrir flugvélar, burtséð frá tegundum. Þaö eiga tvær herþotur af gerðinni B-52 sem fóru hringinn á 45 klst. og 19 min. Flugvélin setti tvö önnur met i flugi farþegavéla. Hún flaug 9.150 mllur i einni lotu sem er það lengsta sem nokkur farþegaflug- vél hefur farið án þess að stoppa og hún var fyrsta vélin til að fljúga frá Bandaríkjunum til Ind- lands i einum áfanga. unum i húsnæðismálum. Og hvað þýðir öll þessi súpa? Demókrata- flokkurinn veit það ekki sjálfur, hvað þá aðrir. Carter hefur hins- vegar traustvekjandi bros, hann talar með flosmjúkri rödd, hann trúir á guð, hann segir við fólkið: Ég vil að stjórnin sé eins dugleg og réttsýn og hjatahlý eins og þið eruð, bandariskt fólk... Það hefur verið sagt bandarisk- um fjölmiðlum til hróss að þeir hafi steypt Nixon. En gleymum þvi heldur ekki aö þeir bjuggu hann lika til. Það var „hinn nýi Nixon”, viðsýnn, dugmikill, um- bótasinnaður og traustvekjandi sem sigraði i kosningunum 1968. En eins og einn af auglýsinga- meisturum hans sagði eftir á: Það var enginn nýr Nixon. Hann var barasta settur i nýjar umbúð- Arni Bergmann. ^Einstakt tækifæri" I I I I I I I I ■ I I I I L- Fólksbíla líörubíla Dróttarvéla og Jeppa hjólbaroar á gamla verðinu, án hækkaðs vörugjalds - Takmarkaðar birgðir Sparið þúsundir - kaupið Barum í dag. TEKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLANDIH/E AUÐBfíEKKU 44-46 S/M/ 42606 AKUREYRI: SKOOA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H/F. ÓSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR. GARÐABÆR: NYBARÐI H/F GARÐABÆ. KEFLAVÍKURGANGAN Heimsmet í hnattflugi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.