Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 9. mal 1976. KJARTAN ÓLAFSSON: Fyrir tveimur dögum voru rétt 25 ár liðin siðan bandariskur her steig hér á land öðru sinni, og tók sér varanlega bólfestu i landi okkar. Þann dag hinn 7. mai 1951, stóðu valdhafar þjóðarinnar uppi sem eiðrofar. Þeir höfðu svarið og sárt við lagt — ekki sist þegar ísland gerðist aðili að NATO 1949 — að hér skyldu þó aldrei verða erlendar herstöðvar eða erlendur hér á friðartimum. En þrátt fyrir alla svardaga, þvert gegn öllum loforðum drógu þeir samt lokur frá hurðum og buðu forysturiki alþjóðlegs auð- valds land feðra sinna að fóta- skinni fyrir bandariska herþræla. Hinn 7. mai 1951, hernáms- dagurinn, er einn svartasti dagur i meira en 1000 ára sögu islensku þjóðarinnar, hliðstæður þeim dögum á fyrri öldum, þegar for- ystumenn þjóðarinnar lutu lægst fyrir erlendu valdi, — nauðugir eða viljugir. Ailt frá inngöngunni i NATO 1949 hefur islenska þjóðin aldrei verið söm og áður heldur klofin i tvær andstæðar fylkingar, ósættanlegar meðan hernám landsins varir.Fyrir ungt fólk á tslandi, sem ekki lifði sjálft þessa tima er sjálfsagt erfitt að skilja hversu djúptæk umskiptin voru. Sjálfstæðisbaráttan við dani var að baki, fögnuður lyðveldis- stofnunarinnar 1944 hafði gagn- tekið þjóðina alla, jafnt unga sem gamla, jafnt sósialista sem Sjálf- stæðismenn Hefði sú fregn borist til Þing- valla á lýðveldishátiðinni 1944, að land okkar yrði hersetið af er- lendu stórveldi i 25 ár að styrj- aldarlokum, þótt alger friður rikti i okkar heimshluta, — þá hefðu fáir trúað slikri frétt, nema máske fulltrúi Bandarikjanna þarna á lýðveldishátiðinni. Og hefði þvi verið bætt við frétt- ina, að hið erlenda herlið dveldi hér i 25 ár með ljúfu samþykki meirihluta alþingis, að á árinu 1974 myndi verulegur hluti þjóðarinnar skrifa undir sérstök mótmæli gegn þvi að herinn yrði látinn fara, að hið sama ár 1974 kæmi fram á alþingi, með stuðn- ingi ráðherra, tillaga um að grát- bæna bandarikjamenn á Kefla- vikurflugvelli að leyfa okkur vesælum mörlöndum að njóta hins bandariska hermannasjón- varps frá Keflavik, — þá hefði alls enginn islendingur trúað þvi, að slik martröð biði okkar, þeirr- ar þjóðar sem þraukað hafði langar aldir og myrkar, þolað allt sem á hana var lagt, en varðveitt lifsneista eigin tilveru. Allt átti þetta samt yfir okkur að ganga. Og nú á siðustu árum, þegar farið var að kanna bandarisk skjalasöfn frá fimmta áratugnum þá hefur reyndar komið fram, aö hátiðleg loforð bandarikjamanna um að hverfa á brott með her sinn frá fslancfi strax að heimsstyrj- öldinni lokinni voru aldrei ætluð til að standa við þau. I grein, sem ungur islenskur sagnfræðingur sem kannað hefur heimildir i bandariskum skjalasöfnum frá þessum tima, skrifaði i timaritið Skirni fyrir svo sem tveimur ár- um, þá birti hann heimildir sem sýna ótvirætt, að öll fleðulæti bandarikjamanna i kringum lýð- veldisstofnunina voru fyrst og fremst viö það miðuð, að tryggja sér hér varaniegar herstöövar að striði loknu, þótt annað væri látið i veðri vaka. Það er vissulega mikið rann- sóknarefni, að kanna hvernig bandarikjamönnum tókst að gera sér undirgefna marga islenska stjórnmálamenn og siðan þó nokkurn hluta islensku þjóðarinn- ar. Sjálfsagt hafa þeir verið til bæði meðal stjórnmálamanna og almennings, sem trúðu þvi i ein- lægni 1951, að án bandariskrar hersetu ættum viö rússneska inn- rás yfir höfðum okkar, að is- lendingar ættu engan annan kost en láta annað hvor{ bandarikja- mönnum ellegar rúsSum i té land undir herstöðvar. Sjálfsagt hafa þeir verið til sem trúðu þvi statt og stöðugt, blindaðir af áróðri Morgunblaðsins og bræðra þess að islenskir „kommúnistar” ynnu ' Hugleiöingar vegna 25 ára hernáms að þvi nótt og dag aö gera Island að rússnesku leppriki, og hygðu jafnvel á valdarán þá og þegar. — Blessaðir sakleysingjarnir. Sjálfsagt hafa þeir verið til, sem trúðu þvi, að Bandarikin og bandariskir stjórnmálamenn væru sérstakir útverðir frelsis, mannréttinda, lýðræðis og friðar i veröldinni og auk alls annars hefðu ráðamenn Bandarikjanna alveg sérstakan áhuga á að forða okkur islendingum frá öllu illu, og það án tillits til eigin hagsmuna. Þeim sem þessu trúðu flestu eða öllu ber vissulega að auðsýna samúð og varast að dæma þá of hart. Sumum ber að fyrirgefa, þvi þeir vissu svo sannarlega ekki hvað þeir gerðu, hvorki 1949 eða 1951. Við þekkjum viðar að bæði úr eigin sögu og annarra dæmi þess, að menn hafi verið of auð- trúa gagnvart tilboðum grimu- klæddra erlendra falspostula um gull og græna skóga. Thoroddsen með handaupprétt- ingu, — maðurinn sem talaði á stúdentafundinum fyrir röskum 30árum svo heyrðist um land allt. Hernám hugarfarsins lætur ekki að sér hæða, — það grefur um sig daglangt og náttlangt og sýkir út frá sér, séu varnir ekki i vaskara Iagi. Vopnin eru ekki blóðistokkin, og eggjar þeirra oft- ar en hitt mjúkar viðkomu en sá sem fyrir þeim fellur ris aldrei upp. Þá er betra Einherjum i Val- höll. Nú þegar hernám bandarikja- manna, á tslandi hefur staðið óslitið i 25 ár, þá má segja að þeir islendingar, sem á annað borð láta sig framvindu mála nokkru varða, séu skiptir i þrjá megin- hópa. Skal fyrst nefna hernámsand- stæðinga, stóran hóp og friðan. Þá eru þeir sem enn telja her- setu Bandarikjamanna illa og timabundna nauðsyn, sem von- vegni okkur best i efnahagslegu tilliti, þegar forræði okkar sjálfra i landi okkar. auðlindum þess og atvinnulifi er óskorað. Við erum gömul nýlenduþjóð. Má vera að stórveldi gætu boðið okkur þann kost, að láta okkur i té ókeypis fæði fyrir 200 þús. i t.d. fimm ár, eða ókeypis oliu, i þvi skyni að ná varanlega taki á landi okkar. Samt er betra að standa á eigin fótum, þvi ndðarbrauðið sem risaveldi og rikjabandalög kunna að fleygja i sina útkjálka- hreppa um sinn, það er fall- valtara en flest annað undir sól- inni. Hins ber að minnast hvern dag, að sjálfstætt þjóðriki 200-300 þús. manna á íslandi mun aldrei lifa á frægð fornrar sögu eingöngu heldur fær það þvi aðeins staðist að fyrir hendi sé siungur einbeitt- ur vilji til að berjast fyrir sigri þess ævintýris sem tilvera okkar i þessu landi er. Þær alþjóðlegar skyldur einar leggur fortið, nútið og framtið okkur á herðar. 1 baráttunni gegn bandarískum herstöðvum á Islandi veltur á öllu aðsem breiðust samvinna takist. Þar mega ekki mismunandi skoðanir i öðrum efnum verða Þrándur i Götu. Ungir og eldri verða að vinna saman hlið við hlið i eindrægni, þannig að reynsla þeirra eldri og kapp hinna yngri komi hvort tveggja að fuiíum not- um, og myndi sigursæla heild. Sist af öllu mega islenskir sösialistar lita á baráttuna gegn bandariskum herstöðvum hér sem eitthvert einkamál sitt, ellegar þá mál sem þeim komi lit- ið við. Það er verkalýðshreyfingin á íslandi, sem á stærra hlutverki að gegna en nokkur annar i bar- áttunni gegn bandariskri hersetu, fyrir fullu og óskoruðu sjálf- stæði Islensku þjóðarinnar. Frá mótmælafundi Sósialistaflokksins 16. mai 1951 gegn hernáminu. En til þess eru vitin að varast þau, og óhjákvæmilegt er að ætla hverjum sæmilegum manni að læra af reynslunni, og átta sig á veruleikanum. Þeir menn eru enn til á íslandi, sem lita á dvöl bandarikjahers hér sem illa og timabundna nauð- syn. — illa nauðsyn en nauðsyn þó. Þessum mönnum hefur þó örugglega farið mjög fækkandi á siðariárum. Hinum hefur aftur á móti f jölgað sem líta á dvöl hers- ins sem varanlegt, eðlilegt og æskilegt ástand, ekki vegna þess að rússar og kínverjar séu á næsta leiti, heldur vegna hins, að það sé hægt að græða á hernum, eða vegna þess, að skilin milli is- lendinga og bandarikjamanna eru smátt og smátt bókstafiega að hverfa I hugarheimi viðkom- andi. Til marks um þetta er undir- skriftasöfnun „Varins lands”. Til marks um þetta er svivirðingar- tillaga Alberts Guðmundssonar á alþingi islendinga um að alþingi sendi frá sér þá bænarskrá til bandariskra stjórnvalda, að sjón- varpsgeislinn frá herstoðinni mætti náðsamlegast falla á okkur alla, ekki aðeins þá, sem byggja Rosmhvalanes, heldur okkur alla, sem rekjum ættir til Egils og Snorra. Þá tillögu studdi Gunnar andi verði hægt að aflétta sem fyrst og er kappsmál að áhrif dvalar hersins á þjóðlif is- lendinga verði sem allra minnst. Þriðji hópurinn er það fólk, sem orðið hefur hernámi hugarfarsins að bráð, þjóðvilltir menn I eigin landi. A öllu veltur að fyrrgreindu hóparnir tveir skilji i tima, hvað þeir þrátt fyrir allt eiga sam- eiginlegt, og reisi i sameiningu nægilega sterkan varnarmúr, áður en það er um seinan. Ævintýrið um islenska lýð- veldið varir ekki inn I framtiðina samkvæmt einhverju lögmáli, sem treysta má i blindni,án þess til þess sé unnið. Samkvæmt skoðunarmáta margmiljónaþjóða, er tilvera sjálfstæðs þjóðrikis 200 þús. manna gamanmál eitt, augna- bliksmynd sem týnist fyrr en var- ir i kraumandi potti sögunnar, — utopia, eða draumur skritinna ævintýramanna, sem engum al- mennum lögmálum lúta. Sjálfir vitum við hins vegar, að viðleitni okkar til að halda uppi sjálfstæðu þjóðriki á tslandi byggist ekki á neins konar ór- um um að loka sig af frá heimin- um, eða láta sig efnahagslega af- komu litlu skipta, heldur þvert á móti ifullvissu þess, að einmitt þá Við munum hvorki komast af án hæfilegs „ofstækis” né án nægilegs raunsæis. Þeir sem hafa sætt sig við 25 ára hernám og biða nú glaðir vaxandi hernáms hugarfarsins næstu 25 ár hafa glatað bæði „of- stækinu” og raunsæinu, — þaö ér að segja þvi „ofstæki” og þvi raunsæi, sem færði okkur is- lendingum að lokum frægan sigur i sjálfstæðisbárattunni við dani, en máski hafa þeir öðlast i staðinn ameriskt ofstæki og ameriskt „raunsæi” sem er allt önnur Anna. Baráttan gegn bandarlskum herstöðvum á Islandi er ekki sist tákn, — tákn um óbrotinn vilja mikils hluta islensku þjóðarinnar til að berjast til þrautar fyrir fullum og óskoruðum yfirráðum okkar sjálfra yfir landi okkar, við hvern sem er að eiga, — fullum yfirráðum okkar sjálfra yfir öll- um auðlindum lands og sjávar innan islenskrar lögsögu, og fyrir eigin forræði i atvinnu- og efna- hagslifi. Allt er þetta saman tvinnað. Með baráttunni gegn banda- riskum herstöðvum rækjum við einnig alþjóðlegar skyldur okkar við alla þá, hvar sem er i heimin- um, sem eiga i höggi við erlent kúgunarvald og erlent auðvald. Án brottfarar bandarikjahers verður ekki barist til sigurs fyrir sósialisma og alþýðuvöldum á Is- landi. Stundum erspurt, hvort brýnna sé — baráttan fyrir sóialisma á Islandi, eða baráttan gegn banda- riskum herstöðvum — fyrir sjálf- stæðu þjóðriki á tslandi. Slik spurning er fávisleg, en menn skulu þó minnast þess, að i baráttunni fyrir sósialisma á ts- landi getum við tapað 100 orustum, en samt unnið loka- orustuna og þar með striðið. Fari hins vegar svo að varan- legt bandariskt hernám á tslandi og fylgifiskar þess nái að valda þeirri sýkingu hugarfarsins með þjóð okkar, sem leiði til upp- gjafar, til hægfara glötunar þeirra verðmæta sem eru for- senda sjálfstæðs þjóðrikis á tslandi, þá verður að lokum ekki aftur snúið. Þjóð sem glatar sjálfri sér verður ekki vakin til lifs á ný, hvað sem sósialismanum i ver- öldinni liður. Þessa aettu byltingarsinnaðir islendingar að minnast. Ameriskur sósialismi á tslandi einhvers staðar úti i fjar- lægri framtið kemur okkur litið við. Verkefnin eru hér og nú. Hittumst heil i Keflavikurgöng- unni á laugardaginn kemur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.