Þjóðviljinn - 17.03.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 17.03.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Síöumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Lýðræði Undanfarnar vikur hefur Morgunblaðið hamast gegn kröfum verkalýðssamtak- anna: það hefur hótað kauplækkunum, gengisfellingu, aukinni verðbólgu, efna- hagslegri kollsteypu. Tilgangur Morgun- blaðsins með þessum skrifum er sá að hræða verkafólk i landinu, innan ASÍ sem BSRB, frá þvi að krefjast réttlátrar kaup- hækkunar á þessu ári. Morgunblaðið veit lika að fólk þekkir reynslu fyrri rikis- stjórna ihaldsins hvort sem þar er vitnað til gengislækkana viðreisnarstjómarinnar og helmingaskiptastjórnanna eða kaup- lækkana með verðlagshækkunum i valda- tið þessara beggja stjórna: 1. Á timabili helmingaskiptastjórna ihaldsins og framsóknar lækkaði kaup- máttur launanna um 20 stig frá þvi sem hann var bestur 1947. Með verkföllunum miklu 1951, 1952 og 1955 tókst verkalýðs- hreyfingunni þó að knýja ihaldsöflin til undanhalds og lyktaði átökunum með þvi að helmingaskiptastjórnin siðari sprakk. Það var verkalýðshreyfingin sem sprengdi þá stjórn vegna þess að hún var meginfjandmaður verkalýðsins: stærsta kjarabótin var i þvi fólgin að knýja stjórnina frá völdum. 2. Viðreisnarstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins beitti sömu aðferðum o g helmingaskiptastjórnin: Kauphækkunum verkafólks svaraði hún með hefndarráðstöfunum einsog gengis- lækkuninni 1961 þegar kaupið hækkaði um 13%—var dollarinn hækkaður i islenskum krónum um 13% ! Þessi stjórn kom doll- aranum úr 16,32 i 88 kr. islenskar og kaup- mættinum niður i 80 miðað við 100 1945. 3. Helmingaskiptastjórn framsóknar og ihaldsins sem mynduð var 1974 hefur iðkað sama leikinn. Kaupmáttur launa hefur verið skorinn niður sem samsvarar þvi að 250 — 300 krónur af hverjum 1000 hafi verið hirtar úr launaumslaginu. Dollarinn hefur á valdatima þessarar stjórnar farið úr 90 kr islenskum i 188 krónur. Þessa sögu þurfa allir launamenn að þekkja: Að það eru hefndarráðstafanir en ekki óhjákvæmilegt náttúrulögmál að verðbólguskriða skelli yfir i kjölfar kjara- samninga. En af sögunni verður launafólk einnig að draga þá lærdóma að baráttan sem i hönd fer og er að hefjast er pólitisk barátta gegn rikisstjórn afturhaldsins og auðstéttarinnar. Það er rétt sem Timinn bendir á i gær. að lýðræðislegt starf tafc markast ekki við veggi þinghússins. Það er þingræði, sem ákveðið er með kosning- um á minnst fjögurra ára fresti. Nú þarf einmitt að sýna þeirri rikisstjóm sem í krafti mikils þingmeirihluta hefur í hótunum i málgögnum sinum, að landinu verður ekki stjórnað án samráðs við verkalýðssamtökin. Nú þurfa verkalýðs- samtökin að búast til orrustu sem ekki einasta snýst um kaup og kjör heldur ekki siður það hvernig landinu verði stjórnað. Það þarf nefnilega að kenna rikisstjórn framsóknarihaldsins hvert er vald launa- fólks, þarf að kenna henni lágmarks- mannasiði. Sagan segir okkur að þá fyrst er von mikils árangurs að verkafólk allt sé virkt i kjarabaráttunni. Þess vegna má kjara- baráttan i vor ekki einasta snúast um langdregnar samningaviðræður. Kjara- baráttuna þarf að færa inn á vinnustaðina og félagsfundina, þannig að allir launa- menn verði virkir i átökunum. Þvi aðeins næst sá baráttuþungi sem nú er lifs- nauðsyn: það þarf að sýna valdahroka auðstéttarinnar að „alþingi götunnar” lif- andi lýðræði, er aflið sem úrslitum ræður. Það þarf að ganga þannig frá hnútunum þegar upp verður staðið að ekki hafi einasta tekist að hnekkja láglaunastefnu framsóknarihaldsins, heldur verði reistar skorður við þvi i samningunum að ihalds- öflunum liðist að fara fram með hefndar- aðgerðum eftir kjarasamningana eins og gerst hefur á valdatimabilum ihalds- stjórna. Það þarf að tryggja tengsl kaups- ins við verðlagið og að samningar verði lausir um leið og við verðtryggingu yrði hróflað eða gengið fellt. Nú er timinn til að undirbúa þessa lotu og hefja hana. Launamenn! Látið kveinstafi ihaldsins sem vind um eyru þjóta. Standið saman uns sigur vinnst yfir rikisstjórn aftur- haldsaflanna. —s Eykon gullgrafari. Prókúruhafi gullgraf- aranna Á undanförnum árum hefur fyrirtæki nokkurt, Björgun h.f., leitaö gulls meö mikilli elju aust- ur á söndum. Hefur þó litt gengiö verkið og ekki sést i gulliö enn. Hér er þvi úr vöndu aö ráöa ef fram skal haldið og hefur forysta fyrirtækisins um langt skeiö leit- aö að þeim aðferðum sem likleg- astar væru til þess aö gefa gull i mund. Þessi leit forráöamannanna hefur farið hljótt og ekki veriö getið sem skyldi i fjölmiölum. Er þaö kannski ekki að undra, en hitt er umhugsunarvert hvaö fjöl- miölar, og einkum þá málgögn Sjálfstæöisflokksins, hafa látiö sig úrslit málsins litlu skipta. Og nú hefur litill fjölmiöill skotiö þeim ref fyrir rass og oröiö fyrst- ur með fréttina: Lögbirtinga- T BoiQ.i'Stioi! hefui .KAtíOiA i s.uniiAi uO S’.i' mannaftílag Rtívki. ''ikuiL'oig.n a0> n.ikta FUND þann 31 marz n.k. kl 15''-18-V. þa' sem starfs- monnum borgarinnar verður kynníur borgar- reksturinn. Fundurinn eropinn ÓLLUM STARFS- MONNUM bORGARINNAR an tillits til þess. i hvaða stéttarfélagi þeir eru. Fundarstaður verður auglýstur siðar Vegna skipulagningar er nauósynlegt aó vita um fioida væntanlegra þoútakenda Þ.ttttaka tilkynnist t stma 13000 eða 18300 fyrir 15 inarz (nafn vmnust) DAGSKRÁ 1. MÁL: Ola^ur B Thors. forseti bc rgarstiórnai. fjallar um hma voldu fulit'úa borgarinnar. stoðu þeirra og hlutverk. r*.ö. <nefndir og stjornir borgannnar og mork milli valdra fuiilr.ia og embættis manna UMRÆDUR KAFFiHLÉ 2. MAL: Birgir Isl Gunnarsson, borgarstjóri. fjallar um stjornheild borgarinnar. stofnanir. deildaskiptingu og gerir grem fynr skiptmgu fjármagns. fjólda starfsfólks. helztu verkefnum framtiðarverkefnum o^ nyjum hugmyndum pm stiornun. starfsmannahald o fl UMRÆÐUR 61 þaitiaka verdur i v.kn þa verður að halda fleiri fundi og skipta starfsmonnum »-ft»r stotiu.i' . •’ Þotl fundunnn se i vinnutima aö niuta a m k þa verða fynrtopki stofnanir og Ji.idir po .t.' 'M'da uppi l.igmarksþ|Onustu HjQty«lu»kiil»tola ««»k|<».kuibi>ig.ii Auglýsing Birgis tsleifs Gunnarssonar. blaöið hefur greint frá þessum tiöindum og er sannarlega timi til kominn, aö nýtt blaö blandi sér i samkeppni fjölmiðlanna. 1 Lög- birtingarblaöinu nýlega birtist eftirfarandi frétt: „Hér með tilkynnist til hluta- félagaskrár Reykjavikur aö á stjórnarfundi hjá Björgun hf., Sævarhöföa 13 Reykjavik, sem haldinn var 30. desember 1976 var samþykkt aö veita Eyjólfi Konráö Jónssyni hrl. Brekkugeröi 24, Reykjavik, prókúruumboö fyrir félagiö frá 30. desember 1976 aö telja.” Undirritaöur óskar fyrirtækinu til hamingju meö hinn nýja prókúruhafa gullgrafaranna. Tillaga um Tímaviðtal Jón Helgason,ritstjóri Timans, skrifar frétt I blaö sitt I gær þar sem sagt er frá fundi Styrktar- félags aldraöra i Hafnarfiröi. Þar kemur fram aö afnotagjold sima eru oröin óbærileg og ofviöa öldruðu og tekjulágu fólki. Sem kunnugt er voru á alþingi samþykkt fyrir nokkrum árum lög sem heimiluöu rlkisstjórninni að fella niður simagjöld af öldruöum. Frumkvæöi aö þessari lagasetningu haföi Magnús Kjartansson. Rikisstjórn ihalds- aflanna hefur hins vegar neitaö aö nýta þessa heimild þrátt fyrir eftirgangsmuni, fyrirspurnir á alþingi og blaöaskrif. Mátti raun- ar skilja á samgönguráöherra siöast er hann var spuröur um málið aö af þvi yröi alls ekki aö rikisstjórnin hagnýtti sér þessa heimild. En nú væri fróölegt ef sá góði maöur ritstjóri Timans vildi vera svo vænn aö taka viötal um þetta mál við Halldór E. Sigurösson samgönguráöherra og birta I Timanum hið allra fyrsta. Þá gætu lesendur Timans einnig fengiö aö kynnast þvi hvernig for- ráöamenn Framsóknarflokksins meöhöndla vandamál aldráÖra” Leiðréttingar Gylfi Þ. Gislason hefur beöiö klippara þessa þáttar aö geta þess aö hann kenni ekki bókfærslu i Háskólanum. Þaö geri Valdimar Hergeirsson. Biður undirritaöur . velvirðingar á þessum mistök- um. Þá baö Gylfi um aö þvi yröi komið á framfæri aö þaö heföu veriö mismæli hjá sér er hann sagði I sjónvarpsþættinum aö Samtökin og Alþýöuflokkurinn heföu 1974 haft meira eða svipaö fylgi og Alþýöubandalagiö. Þess- ari leiöréttingu Gylfa er einnig komið á framfæri. Óeðlilegt Frá þvi var greint nýlega I þessum þætti hvernig ihalds- stjórnin i Reykjavik misnotaöi aöstööu slna i borgarkerfinu varðandi húsnæðis- og lóöamál. Sú saga verður ekki endurtekin hér, en natinn borgarstarfsmaöur benti okkur á að oft um aö ræöa auglýsingu þá sem hér er birt til hliöar. Þar boöar borgarstjóri fund meö öllum starfsmönnum borgarinnar um borgarrekstur- inn. Gott og vel. En i alla staöi heföi veriö eölilegra aö á sllkum fundi mættu ekki einasta tveir borgarfulltrúar ihaldsins, Birgir Isleifur og Ólafur B. Thors, heldur einnig fulltrúar annarra flokka i borgarstjórn Reykja- víkur. Birgir og Ólafur eru ekki fulltrúar „nema” 50% kjðsenda og aðrir borgarfulltrúar eru einnig kosnir lýöræðislegri kosningu i sömu kosningum og þeir kumpánar. —s.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.