Þjóðviljinn - 17.03.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.03.1977, Blaðsíða 16
DWDVIUINN Fimmtudagur 17. mars 1977 AOalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum slmum-. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Landlæknir um mengunarvarnir í Kísiliöjunni: Krafla: Skjálftum fækkar, landris heldur áfram Landlæknisembættiö hefur sent frá sér skýrslu um mengunar- varnir og atvinnusjúkdóma i Kisiliöjunni við Mývatn. Segir þar ma. að „...frekari dráttur á úrbótum mun óhjákvæmilega veröa þess valdandi aö einhverjir starfsmenn fái s.k. kisilveiki, en þeirrar veiki hefur ekki oröiö vart á tslandi fyrr.” Þessi ummæli koma fram i for- mála sem undirritaður er af Ólafi Ólafssyni landlækni. Segir hann þar ma.: „Skýrslan lýsir margra ára baráttu Heilbrigöiseftirlits rikisins til þess að koma á mengunarvörnum sem nauðsyn- legar þykja. Ljóst er aö nokkuð hefur áUnnist eftir að reglugerö um heilbrigðiseftirlit var sett 1972. Margendurteknum ábendingum Heilbrigðiseftirlits rikisins var þó ekki sinnt fyrr en starfsmenn verksmiðjunnar hót- uöu verkfalli 1975. Færð eru rök fyrir þeirri staðreynd að frekari dráttur á úrbótum mun óhjá- kvæmilega verða þess valdandi að einhverjir starfsmenn fái s.k. kisilveiki, en þeirrar veiki hefur ekki orðið vart á Islandi fyrr...” Landlæknir veltir fyrir sér hvað valdi þvi aðgerðarleysi sem for- ráðamenn og aðrir vandamenn verksmiðjunnar hafa sýnt. Nefnir hann þekkingarleysi islendinga á efnaverksmiðjum sem liklegustu skýringuna. Siðan segir hann: ,,Eg fæ þvi ekki skilið hvers vegna erlendir meðeigendur verksmiðjunnar miðluðu ekki löndum vorum af þeirri þekkingu er þeir hljóta að hafa öðlast af langri reynslu.” Landlæknir reifar siðan nokkuð sinnuleysi það sem einkennt hef- ur mengunarvarnir i Straumsvik ,,t raun getur maöur ekkert um ástandiö sagt, þetta hagar sér allt öðru visi en I þau 3 skipti sem landris og landsig hefur átt sér staö hér viö Kröflu. Nú til aö mynda mældust aöeins 66 skjálftar sl. sólarhring, en á sama tima heldur land risiö áfram og noröurendi stöOvar- hússins hækkaöi um 0,1 mm. siöasta sólarhring og er hann þá kominn uppi 8,5 mm. miöað viö suðurendann”, sagöi Eysteinn Tryggvason, jaröfræöingur er við náðum tali af honum noröur i Mývatnssveit I gær. Eysteinn Tryggvason. Eysteinn sagði að það væri ljóst, að meðan að landris á sér stað, en kvikustreymi i skálina undir yfirborði Kröflusvæðisins getur allt gerst, eða þetta þrennt, sem jarðfræö- ingar hafa bent á að geti gerst, þ.e. aö skálin stiflist og landris hætti, að kvikan hlaupi norður i Gjástykki eða eitthvað annað, og I þriðja lagi að hún brjótist uppá yfirborðið. En eins og er má nota skák- mál og segja að skákin sé i bið og harla erfitt að rannsaka bið- stöðuna. — S.dór Karin Söder. Karin Söder í heimsókn Utanrikisráðherra sænsku borgaraflokkastjórnarinnar kem 'ur i opinbera heimsókn til tslands á mánudag og þriöjudag i næstu viku. t fylgd með ráðherranum verða Sverker Áström og fleiri emb- ættismenn. Auk fundar með Einari Agústssyni og embættis- mönnum utanrikisráðuneytisins mun Karin Söder eiga viöræður við forseta tslands og fara i skoðunarferð um Reykjavik. Þá tekur hún einnig þátt i utanrikis- ráðherrafundi Norðurlanda, sem haldinn verður i Reykjavik á degi Norðurlanda, miðvikudaginn 23. þessa mánaðar. Karin Söder var, áður en hún tók við ráðherra- embætti, þingmaður Miðflokksins sænska. en formála hans lýkur á þessum kafla: „Yfirmaður atvinnuheil- brigðismálastofnunarinnar i Noregi lýsir þvi i bréfi að forráða- menn verksmiðja beri yfirleitt við fjárskorti og vöntun á heppi- legum tækjaútbúnaði, ef óskað er eftir úrbótum. Nánari rannsóknir hafa þó leitt i ljós, að þau rök standast oft á tiðum ekki. Þvi miður er oft ekki nægilegt að heil- brigðisyfirvöld skynji hættuna og óski breytinga. Crbætur fá^t ekki án stuðnings forstöðumanna verksmiðjanna og starfsfólks þeirra.” —ÞH Frá Kisiliöjunni. Saltverksmiðja á Reykjanesi Dráttur á úrbótum veldur kísilveiki Rekstrarhagkvæmni er nú í athugun og ekkert verður gert frekar fyrr en niðurstöður liggja fyrir, segir Oddbergur Eiríksson, stjórnarmaður í undirbúningsfélaginu Sem kunnugt er af fréttum var haldinn stofnfundur undirbún- ingsfélags saltvcrksm iðju á Reykjanesi 15. feb. sl. Stofnendur voru 500, bæði félög og einstak- lingar, ásamt rikinu. Hlutafé var ákveðiö 85 milj. kr.;þar af leggur rikiö fram 40 milj. kr. en einstak- lingar og félög 45 milj. kr. Síðan stofnfundurinn var hald- inn hefur það helst gerst, að stjórn félagsins ákvað, að láta rannsaka ofan I kjölinn, hver kostnaðurinn af byggingu slikrar verksmiðju yrði, hver rekstrar- kostnaður hennar og tekjumögu- leikar yrðu. Flest i sambandi við þetta var óljóst og þeir kostn- aðarliðir, sem búið var að fjalla um, taldir alltof lágir. Oddbergur Eiriksson. „Fyrr en þessi athugun liggur fyrir, verður ekkert gert i þessu máli. Það er i raun ekkert hægt að gera fyrr en málið i heild sinni hefur verið kannað til botns,” sagði Oddbergur Eiriksson i Njarðvikum, einn af stjórnar- mönnum undirbúningsfélagsins. Oddbergur sagði að áætlað væri að svona tilraunaverksmiðja myndi ekki kosta undir 140 mjij. kr. en nákvæmar tölur um verðið eru ekki til vegna þess að athug- unum á málinu er ekki lokið. „Þetta tekur allt nokkurn tima en ég á von á þvi,að rannsóknirn- ar liggi fyrir i vor, og það fer eftir þvi hvernig dæmið litur út, hvort eða hvenær hafist verður handa um byggingu þessarar verk- smiðju”, sagði Oddbergur. — S.dór 1 dag birtist 37. dæmiö um kjaraskcringu siðustu þriggja ára. Dæmin sýna hversu miklu lengur verkamaður er nú aö vinna fyrir tilteknu magni af vöru og þjónustu en fyrir þremur árum. Upplýsingar um vöruverð eru sóttar til Hagstofu islands, en uppiýsingar um kaupið eru frá Verkamannafélaginu Dagsbrún. Er miðaö viö byrjunar- laun skv. 6. taxta Dagsbrúnar. 37. dæmi Rauðspretta, ný 1 kg. Verð Kaup Febrúar 1974 . ...kr. 100 kr. 166,30 Maí 1974 ....kr. 100 kr. 205,40 1 dag# mars 1977 .... ....kr. 300 kr. 425,20 NIÐURSTAÐA: 1. I febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður 36 mínútur að vinna fyrir kílói af nýrri rauðsprettu. 2. I mai 1974 var verkamaður 29 mínútur að vinna fyrir kílóinu. 3. Idag/i.7.3. er verkamaður hins vegar 42 minútur að vinna fyrir kílói af rauðsprettu. Vinnutimi hefur lengst um 6 minútur eðp 17% sé miðaö við febrúar 1974, en um 13 mlnútur eöa 45%,sé miðaö við mai 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.