Þjóðviljinn - 24.01.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.01.1979, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. janúar 1979. 4.0 Sparnaður í hagkerfinu Til aö draga úr hinum gifurlega yfirbyggingarkostn- aöi i þjóöarbúinu veröi geröar eftirtaldar ráöstafanir: 4.1 Ríkiskerfið 4.1.1. Gerö veröi rækileg úttekt á rekstri rfkisstofn- ana og meginþátta i rikisrekstrinum og veröi markmiö hennar aö efla verulega sparnaöarviö- leitni i rekstri rikisins. I þvi sambandi veröi hag- sýslustarfsemi veruiega aukin og tryggt náiö sam- starf ráöuneyta og Hagsýslustofnunar til aö ná fram sparnaöi og hagræöingu jafnhliöa gleggri stefnumörkun á vegum einstakra fagráöuneyta. 1 þessu samhengi veröi litiö á allar helstu stofnanir og fyrirtæki hins opinbera. 4.1.2. Þeir þættir i rikisrekstrinum sem brýnt er aö endurmeta til sparnaöar á almennum rekstrar- gjöldum og til aö auka hagræöingu meö bættu skipulagi eru: a) heilbrigöismál b) orkumál c) simamál d) samgöngumál e) tryggingamál f) menntamál g) dómsmál og löggæsla h) rannsókna- og visindastarfsemi Viö athugun á þessum þáttum veröi lögö rik áhersla á aöbæta nýtingu fjármagns og styrkja þannig viö- leitni hins opinbera til aö tryggja framgang félags- legra umbóta, velferöar og öryggis. 4.1.3. A næstu mánuöum veröi framkvæmdar sérstak- ar sparnaöarathuganir á eftirtöldum stofnunum: Pósti og Sima Seölabankanum Landsvirkjun Orkustofnun Hafrannsóknarstofnun Landhelgisgæslu Rikisspitulunum Tryggingarstofnun rlkisins. Tillögum um sparnaö i rekstri varöandi ofangreind- ar stofnanir og rekstrarþætti rikiskerfisins veröi skilaö jafnóöum og þær geta legiö fyrir þótt aö heildartillögur komi fram siöar. Rikisstjórnin skal jafnóöum gera grein fyrir þvi hvernig slikt sparn- aöarstarf gangi. 4.1.4. Akveöiö skal aö kalla eftir hugmyndum um hag- ræöingu og sparnaö i rikisrekstri meöal starfs- manna rikisstofnana og veröi veitt viöurkenning fyrir þær hugmyndir sem bestar veröa taldar. 4.1.5. 1 ljósi þess hve æöstu stjórnunarstörf á vegum rikisins eru afdrifarik um þaö, hversu til tekst um hagkvæmi og árangur i rekstri, ber aö hverfa frá æviráöningu I slikar stööur og taka þess I staö upp tlmabundnar ráöningar svo sem þegar eru fordæmi fyrir. 4.2 Milliliðastarfsemi 4.2.1. Komiö veröi á einfaldara og ódýrara rekstrar- kerfi I oliusölumálum. Fyrsta skref I þá átt veröi stofnun oliuheildsölu rikisins. Oliuheildsalan skal hafa meö höndum öll innkaup til landsins á bensini og hverskyns oliuvörum til brennslu og smurnings, annast flutning á þeim til birögastööva i landinu og reka slikar innflutnings- og birögöa- stöövar. 4.2.2. Knúiö veröi á um lækkun vátryggingargjalda m.a. meö útbóöi á stórum tryggingaþáttum. Sett veröi I lög ströng starfsskilyröi fyrir trygginga- félög, þeim fækkaöi og iöngjöld lækkuö. 4.2.3. Rækileg athugun fari fram á vöruflutningum til landsins og frá landinu meö þaö fyrir augum aö draga úr kostnaöi viö þá og lækka þannig almennt vöruveröi landinu og minnka útgjöld útflutnings- aöila. Sérstök úttekt fari jafnframt fram á far- skipakosti landsmanna og gerö áætlun um endur- nýjunarþörf hans til 5 ára. 4.3 Innflutningsverslim 4.3.1. Unniö veröi aö þvi aö draga úr þeim gifurlega kostnaöi sem núverandi skipulag á innflutnings- versluninni hefur i för meö sér. Reglulega veröi á vegum opinberra aöila fylgst meö innflutnings- veröi og útsöluverö miöaö viö lægsta fáanlegt innkaupsverö þar sem þvi veröur viö komiö. 4.3.2. Boöinn veröi út innflutningur á vissum stórum vöruflokkum og veröi útboösskilmálar I samræmi viö lægsta verö á erlendum mörkuöum. 4.3.3. Innkaupsastofnun rikisins veröi faliö aö annast innf lutning á helstu vöruflokkum sem rikisstofnan- ir og aörir opinberir aöilar þarfnast til almenns reksturs og framkvæmda. 4.3.4. Lögum um verslunaratvinnu veröi breytt þannig aö útgáfa og endurnýjun verslunarleyfa nýtist sem virkt stjórntæki til eftirlits og aöhalds. 4.3.5. Sett veröi i lög ýtarlegri ákvæöi um heimildir gjaldeyriseftirlits til þess aö fylgjast meö hvers konar gjaldeyrisskilum. 4.3.6. Gjaldeyriseftirlitinu veröi heimilaö aö stööva timabundiö gjaldeyrissölu til þeirra aöila sem brjóta settar gjaldeyrisreglur urn skilaskyldu, notkun erlends gjaldfrests, skýrslugerö og önnur atriöi er gjaldeyrisviöskipti varöa. 5.0 Verðlagseftirlit 5.1. Unniö veröi aö breytingum á lögunum um verölag, samkeppni og óréttmæta viöskiptahætti, þannig aö öll yfirstjórn verölagsmála veröi samræmd sam- kvæmt lögum. 5.2. Hinu almenna verölagseftirliti veröi gjörbreytt. í þvi skyni veröi gert samkomulag viö Neytenda- samtökin þar sem þau starfa.en annars staöar viö fjölmenn hagsmunasamtök neytenda, t.d. verka- lýösfélög, um aö þau taki aö sér eftirlit meö verö- lagi á vörum og þjónustu. 5.3. Upplýsingar um verölag veröi birtar reglulega. Gefiö veröi upp verölag á einstökum sölustööum vöru og þjónustu. Stranglega veröi gengiö eftir þvi aö vörur séu verömerktar, jafnt inni I verslunum og I búöargluggum. Upplýsingar um verölagsmál veröi reglulega I útvarpi og sjónvarpi. 5.4. Fjármagn til þessarar stórauknu starfsemi verö- lagseftirlitsins veröi tryggt meö ákvæöi I nýjum lögum um efnahagsmál. 5.5. Sett veröi sérstök lög um kaup og sölu meö afborg- unum sem tryggi sem best réttarstööu viöskiptaaö- ila. 5.6. Sett veröi sértök lög um þjónustustarfsemi, sem betur en nú er unnt réttarstööu neytenda. Sérstakt átak verði gert til eflingar skipasmíðum,bæði á sviðinýsmíði og viðgerða 6.0 Stjórn peningamála. Bankakerfi 6.1. 1 ljósi reynslunnar af stjórn lána- og peningamála er nauösynlegt aö framkvæma rækilega endur- skipulagningu á bankakerfi landsins. Markmiö sllkrar endurskipulagningar veröi: 6.1.1. Aö fækka viöskiptabönkunum og koma I veg fyrir frekari útþenslu bankakerfisins. 6.1.2. Aö tryggja aö Seölabankinn starfi jafnan i sam- ræmi viö efnahagsstefnu rikisstjórnar og endur- skoöa hlutverk bankans, starfsskipan og lög i þvi skyni aö treysta lýöræöislegt eftirlit meö stefnu- mótun og starfi stofnunarinnar. 6.1.2. Aö gera bankaeftirlitiö aö sjálfstæöri stofnun sem heyri beint undir viöskiptaráöuneyti. 6.2. A meöan endurskipulagning bankakerfisins fer fram skipi rikisstjórnin þriggja manna nefnd sem hafi eftirlit fyrir hennar hönd meö almennri fram- kvæmd peningamála. Verkefni nefndarinnar skal vera: 6.2.1. Aö sjá um aö reglum um almenn stefnuatriöi i peninga- og lánamálum sé fylgt og hafa þannig eftirlit meö lánveitingum viöskiptabanka, lána- sjóöa og Seölabanka. 6.2.2. Aö fylgjast meö þvi sérstaklega aö lánveitingar þessara aöila skapi ekki þenslu né hafi á annan hátt truflandi áhrif á markaöa stefnu rikisstjórnarinnar ( efnahagsmálum. 6.2.3. Aö fylgjast meö lánsfjárframlagi til atvinnu- rekstursins og sjá um aö allur nauösynlegur at- vinnurekstur geti fengiö nægilegt rekstrarfé á viö- ráöanlegum kjörum. 6.2.4. Aö gera tillögur til rikisstjórnarinnar um þaö, hvernig helst megi tryggja verögildi sparifjár, en þó jafnframt tryggja undirstööuatvinnurekstri rekstrarlán meö sanngjörnum kjörum og einnig lán til ibúöabygginga, þannig aö þau teljist viöunandi fyrir almennt launafólk. 6.3. Vextir lækki meö lækkandi veröbólgustigi sam- kvæmt ákvöröun rikisstjórnarinnar. 7.0 Eignakönnun Á árinu 1980 skal fara fram heildarkönnun á eigna- mynduninni I landinu bæöi hjá einstaklingum og fyrir- tækjum. Slik eignakönnun leiöi I ljós skiptingu auösins i landinu meö sértöku tilliti til þess veröbólgugróöa sem myndast hefur á undanförnum árum. 8.0 Orkusparnaður Gerö veröi áætlun um viötækan orkusparnaö m.a. i atvinnurekstri, húshitun og heimilisnotkun, ekki sist aö þvi er varöar innflutta orkugjafa. 9.0 Skattamál 9.1. A árinu 1979 veröi haldiö áfram endurskoöun skattakerfisins á þeim grundvelli sem rikisstjórnin markaöi á árinu 1978. Jafnframt veröi allt tekjuöfl- unarkerfi rikisins tekiö til endurskoöunar meö þaö að markmiöi aö einfalda þaö stórlega frá þvi sem nú er. 9.12. Tollar, vörugjald og önnur óbein gjöld á vörum verði sameinuö. Söluskatti veröi breytt þannig aö hann lækki á ýmsum nauðsynlegum vörum og falli jafnvel alveg niöur á sumum vörum. 9.3. Tekjuskattskerfiö veröi einfaldaö, frádráttarliöum fækkaö mjög og skattstigum breytt. 9.4. Rikisstjórnin beiti sér fyrir sérstakri herferð gegn skattsvikum I samræmi viö tillögur skattanefndar og þingsályktun þingmanna Alþýöubandalagsins. 9.5. Sjúkratryggingagjald veröi fellt niður á árinu 1980. 10.0 Húsnæðismál Gert veröi stórátak til lækkunar á húsnæðiskostnaði sem m.a. feli I sér eftirfarandi aögeröir: 10.1. Ibúöarhúsnæöi á félagslegum grundvelli veröi stóraukiö og komiö I veg fyrir aö þeir sem selji Ibúöarhúsnæöi geti hagnast á þvi aö hafa fengiö opinber lán til ibúöabygginga. 10.2. Lög veröi sett um sölu ibúöarhúsnæöis og leigu ibúöarhúsnæöis. 10.3. Gerö veröi áætlun um ibúöabyggingar á félags- legum grundvelli á næstu 5 árum. 11.0 Kjaramál. Samráð við samtök launafólks 11.1. A árinu 1979 veröi unniö aö samkomulagi um ný- skipan visitöluútreikninga er gildi til upphafs næsta timabils aöalkjarasamninga. Viö ákvörðun slfkrar nýskipunar veröi kannaö hvort heppilegt sé aö breytingar á viðskiptakjörum veröi haföar til hliö- sjónar eöa tekiö tillit til verulegra verösveiflna á innflutningsveröi mikilvægra vara og aörir þættir metnir i samræmi viö samkomulag viö samtök launafólks. 11.2. Samráö rikisstjórnarinnar viö samtök launafólks veröi eflt og taki i reynd til allra meginþátta stefn- unnar i efnahagsmálum, svo sem atvinnumála, kjaramála, skattamála, peningamála, skipulags- mála framleiöslunnar og annarra atriöa sem á- kvaröa þróun lifskjara. I þessu skyni beiti rikis- stjórnin sér fyrir eftirfarandi úrfærslu á núverandi skipulagi samráösins: 11.2.1. Meö nefnd þeirri, sem hafa á meö höndum for- ystu varöandi hagræöingar og framkvæmdarmál 1 sjávarútvegi og fiskiönaöi, starfi 3 fulltrúar til- nefndir af ASI og Samtökum sjómanna. 11.2.2. Meö hliöstæöri framkvæmdanefnd i málefnum iönaöarins, starfi 3 fulltrúar iönverkafólks og iön- aöarmanna. 11.2.3. Með þeim aöilum sem tilnefndir veröa til aö vinna aö úttekt á opinberum rekstri, starfi 3 fulltrú- ar opinberra starfsmanna. 11.2.4. Meö þeim aöilum sem vinna eiga aö endurskoö- un skatta og tollakerfinu, vinni einnig fulltrúar til- nefndir af samtökum launafólks, eftir nánara sam- komulagi. 11.2.5. Fulltrúar launþegasamtaka hafi einnig rétt til aö starfa meö opinberum aðilum varöandi allar breytingar sem ætlað er aö gera I ibúöabygginga- og húsnæðismálum. 11.2.6. Umfjöllun um meginstefnumál stjórnvalda fari svo snemma fram 1 samráösnefndunum aö timigef- ist til aö ræöa þau á hinum almenna vettvangi I félögum launafólks. 11.2.7. Reglulega verði birtar greinargeröir um um- fjöllun mála á samráösvettvangi samtaka launa- fólks og rikisstjórnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.