Þjóðviljinn - 24.01.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.01.1979, Blaðsíða 12
12 S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN ’ Mibvikudagur 24. janúar 1979. TILLÖGUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS í EFNAHAGSMÁLUM anir til aö draga úr honum.Þar þarf hvorutveggja að koma til, athugun á rikiskerfinu, þ.e.a.s. rlkissjóði og rikisstofnunum, og á ýmsum þáttum milliliða- oe þjónustukerfisins utan rekstrasviös hins opinbera. A þvi sviöi má t.d. tvimælalaust minnka bankakostnað, vátryggingarkostnað, verslunarkostnað og kostnað við vöruflutninga að og frá landinu og við dreifingu og sölu á olluvörum. Kostnað við þennan rekstur veröur at- vinnureksturinn og almenningur I landinu að borga, Til þess að ná árangri I þessum efnum verður löggjöf að koma til I mörgum greinum, en einnig getur verið um að ræða nýja framkvæmd á gildandi lögum. Aðgerðir I þessum efnum eiga að leiða til þess að vinnuafl þjóðarinnar nýtist betur, — að fleiri fari I framleiðslustörf, en færri séu bundnir I gagnslitlum milliliðastörfum. Tillögur Alþýðubandalagsins um sparnað I hag- kerfinu skiptast í þrjá höfuðþætti. Hinn fyrsti fjallar um sparnað I rlkiskerfinu, en þar er yfirbyggingar- kostnaður tvimælalaust orðinn allt of mikill. Meö umskipulagningu, sameiningu stofnana, einfaldara kerfi og með beinum sparnaði ætti að vera hægt að draga þar úr kostnaði svo að verulegu næmi. Tillögur Alþýöubandalagsins fela I sér bæði almennar breytingar á rekstrarkostnaði við ýmsa meginþætti rikiskerfisins og kröfur um sérstakar sparnaðarathug- anir á næstu mánuðum hjá átta tilgreindum stofnunum I ríkiskerfinu. Jafnframt er lagt til aö virkja hugmyndir starfsmanna ríkisins um hag- ræðingu og hverfa frá æviráöningu I æðstu stjórnunar- stööur til að stuðla að auknu frumkvæði og ferskleika viö stjórn rlkisstofnana. Annar meginþáttur tillagna Alþýðubandalagsins um sparnað I hagkerfinu beinist að þvl að draga úr marg- vislegum milliliðakostnaði svo sem með einföldun rekstarkerfis I olíusölumálum, m.a. með stofnun oliu- heildsölu sem annist öll innkaup til landsins á bensini og hvers kyns oliuvörum, 'með útboðskerfi á stórum tryggingarþáttum til að lækka vátryggingargjöld og margvlslegum athugunum á vöruflutningum til landsins til þess aö draga úr hinum mikla flutnings- kostnaöi. I sjötta kafla tillagnanna er einnig lagt til að fækka viðskiptabönkum og taka starfshætti Seðla- bankans til endurskoðunar, m.a. I þvl skyni að draga úr margvislegum kostnaði, sem stafar af hinni síauknu þenslu bankakerfisins. Þriðji meginþáttur tillagna um sparnað I hagkerfinu felur I sér margvlslegar tillögur um endurskipu- lagningu innflutningsverslunarinnar, m.a. með breytt- um álagningarreglum, útboðum á stórum vöru- flokkum, samræmdum innkaupum á vöruflokkum, sem rikisstofnanir nota I rlkum mæli, öflugra gjald- eyriseftirliti með viðskiptaaðilum og beitingu versl- unarleyfa sem virks stjórntækis I þágu endurskipu- lagningar á innflutningsversluninni. 5. Nýtt verðlagseftirlit Miklar deilur hafa staðið um núverandi verðlags- eftirlit. Fáir munu þó telja að við núverandi aðstæður I verðlagsmálum sé hægt að leggja niöur allt eftirlit með verðlagi. Með þessari tillögu er gert ráð fyrir þeirri grund- vallarbreytingu á núverandi kerfi, að sjálft verðeftir- litið verði fært út til almennings, eða til neytendasam- taka og fjölmennra hagsmunasamtaka almennings. Þá er lögð áhersla á mikla upplýsingaþjónustu um verðlag og um verðsamanburð I verslunum, einnig um verðlag erlendis og um innkaupsverö á vörum. Varðandi veröákvörðunarvald er lagt til, að allar verölagsheimildir, sem verðlagsnefnd, sexmanna- nefnd, opinberir aðilar og aðrir taka, verði aö ganga til yfirstjórnar verðlagsmála til samþykktar þar, áður en þær ganga út I verðlagið. öllum má vera ljóst af þeirri reynslu, sem fengist hefir, að verðákvörðunarvaldið verður að vera á einum stað, fyrir allar greinar, sem einhverja teljandi þýðingu hafa I verðmyndunar- kerfinu. Sjálfsagt er hins vegar, að opinberir aðilar séu ekki að vasast I verðákvörðunum I þeim greinum sem litla þýðingu hafa. 6. Stefnan í peningamálum Enginn þarf að efast um að áhrifin af stjórn peninga- mála geta verið mikil á þróun efnahagsmála og þá um leið á verðbólgumálin. Mikill ágreiningur er hins vegar um stefnuna I lána- og peningamálum, ekki aðeins hér á landi heldur einn- ig I flestum öðrum löndum. Hér hefir Seölabankinn borið höfuðábyrgð á stefn- unni I lána- og peningamálum. Varla veröur um það deilt að margt hefir gengið úrskeiðis I stjórn okkar peningamála um alllangt skeið. Eigi stefna rikis- stjórnar I efnahagsmálum að takast sæmilega, er jafn- nauðsynlegt aö stjórn peningamála sé I samræmi viö stjórnarstefnuna og t.d. stjórn fjárfestingarmála, rekstur rikisfjármála og rekstur atvinnumála og við- skiptamála. Þaö er þvl tillaga Alþýðubandalagsins aö gerð verði athugun á stööu og hlutverki Seðlabankans meö það fyrir augum að tryggja sem best samræmi I stefnu hans I peningamálum og efnahagsstefnu rikisstjórnar- innar. Gert er ráð fyrir skipun sérstakrar nefndar, sem vinni aö slikri samræmingu á meðan endurskoöun bankakerfisins fer fram. 7. Eignarkönnun Lagt er til að á árinu 1980 fari fram almenn eigna- könnun I landinu. Rétt þykir að láta sllka könnun fara fram svo aö raunveruleg skipting þjóðarauðsins komi sem skýrast I ljós. Sllka eignakönnun þarf að undirbúa vel, þvi taka veröur tillit til, að I veröbólguflóöi undanfarandi ára hefir allt eignamat raskast stórkostlega. 8. Orkusparnaður Þótt íslendingar eigi gnótt orku I fallvötnum landsins gætir vlða óhófs I orkunotkun sem bæði knýr á um gífurlegan fjárfestingarkostnað I orkuveitum og inn- flutning á dýrum orkugjöfum, sem kosta þjóöina óhemjumikið i dýrmætum gjaldeyri. Það er þvl nauð- synlegt að hefja hér viðtækar orkusparnaðaraðgerðir llkt og I ýmsum nágrannalöndum okkar. Með sérstöku tilliti tilframtlðarþróunar á þessu sviði leggur Alþýðu- bandalagiö til, að gerð verði áætlun um vlðtækan orku- sparnað, m.a. I atvinnurekstri, húshitun og heimilis- notkun og verði I þeirri áætlun einkum og sér I lagi fjallaö um framtlðarstefnuna 1 innflutningi orkugjafa. Kjami tillagnamia er: að auka framlelðni þýðlngamestu framleiðslugreina þjóðarinnar, fisk- iðnaðar og almenns iðnaðar, um 10 til 15%. Slfk aukning næmi 20 til 30 miljörð- um króna á ári. að spara í yfirbyggingarkostnaði hagkerf isins og rekstri ríkis- og ríkis- stofnana m.a. með: — fækkun banka — fækkun vátryggingarfélaga — fækkun olíufélaga — hagkvæmari innflutningsverslun — ódýrari vöruflutningum að og frá — víötækari hagræðingu í opinber- um rekstri. Með samræmdum ráðstöfunum á þessu sviði mætti spara aðra 20 til 30 miljarða króna á ári. að hagnýta betur en nú er gert ýmsa framleiðslumöguleika m.a. með auk- inni fullvinnslu á framleiðsluvörum og með því að færa inn í landið ýmis framleiðslu- og þjónustustörf, sem nú eru unnin af útlendingum fyrir lands- menn. að stjórna betur f jármunum þjóðar- innar, ekki síst á sviði f járfestinga. 9. Skattamál Einn liður I samræmdri efnahagsstefnu þarf að vera endurskoðun og breyting á öllu tekjuöflunarkerfi rlkis ins. Einföldun skattakerfis og tollakerfis skal vera meðal mikilvægustu markmiða sllkrar endurskoðun- ar. óbeinir skattar eru nú margir á sömu vörutegund. Ekki er lengur hægt aö tala um neina stefnu I skatt- lagningunni samkvæmt þeim ákvæðum. Óbeinu Skatt- ana þarf þvl að sameina I einn skatt með einfaldri framkvæmd þar sem þó er tekið tillit til mismunandi skattprósentu eftir gildi vörunnar. Tekju- og eignarskattskerfið þarf einnig einföldunar við. í þvi skyni ber að fella niður ýmiss konar frá- dráttarheimildir og létta sköttum af tekjulágu fólki og eignalitlu. Stefna skal að þvi að skattar verði lagðir á hvort hjóna um sig. I tillögum Alþýöubandalagsins er lögð rik áhersla á, aö rlkistjórnin beiti sér fyrir sérstakri herferð gegn skattsvikum og er I þvi sambandi vlsað sérstaklega til ýtarlegrar þingsályktunartillögu, sem þingmenn Al- þýöubandalagsins fluttu á árinu 1978.1 þeirri tillögu er að finna ábendingar um margvislegar og vlðtækar að- ferðir til þess að hamla gegn skattsvikum. Er nauðsyn- legt að rikissíjórnin beiti sér þegar I stað fyrir fram kvæmd þeirra hugmynda, enda hefur skattanefnd rlkisstjórnarflokkanna tekið ýmsar þeirra upp I nefndaráliti slnu 1 desembermánúði s.l. 10. Húsnæðismál Ef takast á aö draga úr verðbólgu er nauðsynlegt að breyta þvi ástandi, sem nú rikir I húsnæöismálum al- mennings. Fullnægja þarf húsnæðisþörf þjóðarinnar án þess aö sllkar framkvæmdir séu verulegur orsaka- þáttur i verðbólguþróun. Alþýðubandalagið leggur til að veruleg aukning á byggingu Ibúðarhúsnæðis á félagslegum grundvelli verði forsenda nýrrar stefnu I húsnæðismálum. Sú stefna feli einnig I sér, að komiö veröi I veg fyrir, að opinber lán, sem veitt veröi til Ibúðarbygginga, verði notuð til að græða á þeim við endursölu Ibúöanna. Þannig verði dregiö úr möguleik um til að nota ibúðarhúsnæði I auðgunarskyni á verð- bólgutlmum. Lán til Ibúða verði gerö til langs tlma og greiöslukjörum hagað þannig að þau fari helst ekki yf- ir 10% af almennu kaupi vinnandi fólks. Með nýrri lög- gjöf verði ungu fólki auðveldað að eignast eldra húsnæði og endurnýjunar- og viðgerðarlán stóraukin. Nauðsynlegt er að breyta gildandi lögum I þá veru að stuðla að bættri nýtingu þess húsakosts, sem þjóðin hefur reist sér á undanförnum áratugum, einkum og sér I lagi I eldri byggingarhlutum höfuðborgarsvæðis- ins. 11. Kjaramál. Samráð við samtök launafólks Samráð rlkisstjórnarinnar við samtök launafólks er hornsteinn stjórnarsamstarfsins. Það skal vera grund- vallarregla, að áður en ákvarðanir eru teknar um stefnuna I efnahagsmálum og öðrum mikilvægum málefnaþáttum skulu fara fram ýtarlegar viðræður við fulltrúa launafólks. 1 samráösskipulagi er samtökum launafólks ekki stillt upp fyrir orðnum hlut, heldur skal þaö koma til sögunnar á frumstigi stefnumótunar, þeg ar enn er völ margra kosta og bæði timi og efnislegar aöstæður til að velja og hafna á grundvelli gaumgæfi- legrar skoðunar á mismunandi leiðum. Þótt rlkisstjórn og Alþingi taki hina formlegu lokaákvörðun þurfa val- kostir aö liggja I tæka tfð skýrt og greinilega fyrir á viðræðuborði fulltrúa rlkisstjórnarinnar og samtaka launafólks. Samráöið felst hvorki i einhliða boðskap frá rikis- stjórn' til samtaka launafólks né ákvörðunum stjórn- valda einna á umræðuefnum. Samráðið veitir sam- tökum launafólks bæði réttindi og skyldur til að hafa sjálft frumkvæðið um stefnumótun; stjðrnvöldum ber að tryggja, að slikt frumkvæöi fái I alla staði að njóta sln. Sllk vinnubrögð hafa þegar allt svipmót á feril rlkisstjórnarinnar. Þegar löggjöfin vegna 1. desember- aðgerðanna var til umræðu lögðu Alþýöusambandiö og Verkamannasambandiö fram ýtarlegar tillögur um aukin félagsleg réttindi launafólks, margvislegar um- bætur á vinnuaðstöðu og stórauknar fjárveitingar til fjölþættrar starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Þess- ar tillögur voru vandlega úr garði gerðar. Þær fólu I sér fullbúin frumvörp, sem ráðherrar fengu siðan til framkvæmdar ásamt ýtarlegum greinargerðum og rökstuðningi. Þegar reynslan af samráöi rlkisstjórnarinnar við samtök launafólks á fyrstu mánuöum stjórnartímans er lögð til grundvallar er þó ljóst, að ýmsar endurbæt- ur þarf að gera til að hin nýja aðferð, hornsteinn stjórnarsamstarfsins, verði á afgerandi átt lifandi þáttúr I stjórnkerfinu: Viðræður rlkisstjórnar við fulltrúa launafólks um mótun þeirrar stefnu sem á að setja svip á næsta áfanga efnahagsaögerða, þurfa að hefjast mun fyrr en áður. Það þarf að gefast meiri tlmi til að vega og meta hina ýmsu möguleika, skiptast á gögnum og skoðunum og veita ráðrúm til funda úti I einstökum félögum i samtökum launafólks. Umfjöllun um dagskráratriði samráðsfunda þarf að ná til mun fleiri félagsmanna innan samtaka launa- fólks. 1 raun og veru þyrfti að skapa aðstöðu til þess að fundir I hinum fjölmörgu félögum innan ASÍ og einstökum samböndum þess, BSRB og fleiri samtökum launafólks, gætu tekið stefnumótunina til umræðu áður en að lokaákvörðun kemur. Samráðið þarf að tengja hinu virka starfi félaganna og taka mið af þeirri f jölda- umræðu, sem er forsenda þess, að raunverulegur vilji verkalýðsstéttarinnar birtist valdhöfum I stjórn- stofnunum. Fjöldavirkni og vlötæk umfjöllun þurfa þvl að tengjast samráðsstarfinu I auknum mæli. Hinn jákvæði árangur af frumkvæði ASÍ og Verka- mannasambandsins I mótun laga um félagsleg réttindi I tilefni af 1. desemberaðgerðunum þarf að útfærast nánar og taka til allra meginþátta efnahagsstefnunn- ar. Skapa þarf samtökum launafólks möguleika á að setja fram formlegar tillögur um öll höfuðatriði efna- hagsmálanna og leggja þær tillögur I tæka tlð á um- ræðuborð samráðsfundanna. Til að tryggja að ofangreindar endurbætur á sam- ráðsskipulaginu nái fram að ganga leggur Alþýðu- bandalagið til að auk aðalviðræðunefndarinnar sem nú er þegar starfandi, veröi settar á fót fimm hliðarnefnd- ir sem fjalla skulu um afmarkaða málaflokka. Sllku kerfi hliðarnefnda verði enn fremur beitt á fleiri svið- um. Fyrst i stað skal þó stofnsetja eftirfarandi nefndir: 1) Nefnd fulltrúa ASI og samtaka sjómanna til þess að fylgjast með framkvæmd hagræðingarmála og endur- skipulagninu framleiðslunnar I sjávarútvegi og fisk- iðnaði; 2) Hliðstæða nefnd skipaða fulltrúum iðnverka- fólks og iðnaðarmanna til að fylgjast með framleiðni- aukandi aðgerðum I iðnaöi; 3) Nefnd fulltrúa opin- berra starfsmanna til að starfa með fulltrúum rlkis- stjórnarinnar að úttekt á opinberum rekstri og endur- skipuiagningu rlkiskerfisins: 4) Nefnd fulltrúa sem væru tilnefndir af hinum ýmsu samtökum launafólks til að vinna að endurskoðun skatta- og tollakerfisins: 5) Nefnd samtaka launafólks til að vera rlkisstjórninni til ráðuneytis um fyrirhugaðar aðgerðir og breytta stefnu I íbúðabygginga- og húsnæöismálum. Meö hinu nýja kerfi hliðarnefnda og öðrum breyting- um á samráösstarfinu yrði tryggt að umfjöllun um meginstefnumál stjórnvalda færi svo snemma fram I samráðsnefndum og væri jafnframt svo ýtarleg að tlmi gæfist til að ræða dagskráratriðin á hinum almenna vettvangi I félögum launafólks. 1 því skyni og til að auka vitund og vitneskju launafólksins um mikilvægi samráðskerfisins leggur Alþýðubandalagið til að birt- ar verði reglulegar greinargerðir um umfjöllum mála á samráðsvettvangi samtaka launafólks og rikis- stjórnarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.