Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. janúar 1980 DlODVIUINN Máigagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsbiaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöÖvérsson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks* son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnils H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eltsson útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handirta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigriSur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Gubriln GuövarBardóttir. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurBar- dóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún BárBardóttir Htismóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiBsla og auglvsingar: Sifiumiila 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: BlaOaprent hf. Markviss mótmœli # Viðbrögð við hernaðaríhlutun Sovétmanna I Afgan- istan eru mjög á dagskrá. Fyrir utan efnahagslegar refsiaðgerðir sem Bandaríkjamenn munu sennilega ein- ir beita með tilheyrandi búsif jum fyrir sovésku þjóðina er afstaðan til þátttöku I Olympíuleikunum í Moskvu og aðgerðir vegna alvarlegs f lóttamannavandamáls I kjöl- far hernámsins það sem hæst mun bera á næstunni. # Pólitík og íþróttum á ekki að blanda saman segja þeir sem verja vilja alþjóðahugsjón Iþróttahreyfingar- innar og Olympíuleikanna fyrir síendurteknum skakka- föllum I alþjóðasamskiptum. Samt sem áður eru stjórn- mál og íþróttir einatt samof in eins og ráða má af útilok- un Suður-Afríku frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda þar og af ríkri til- hneigingu til þess að nota Olympluleikana til þess að sýna máttog megin stórvelda I Berlínarstíl Hitlers-tím- anna. # Hernaðaríhlutun stórvelda verður best mótmælt með þvl að snúa almenningsálitinu I heiminum gegn at- hæfi þeirra og grafa undan siðferðilegri réttlætingu þeirra með markvissri og stöðugri gagnrýni. Þetta fengu Bandaríkjamenn að reyna þegar almenningsálitið gerð- ist þeim andsnúið vegna útrýmingarstríðs þeirra I Indó- kína. Þegar siðferðisþrekið bilaði reyndist hernaðar- mátturinn lítilsmegandi. í þessu sambandi hljóta við- brögðeinsog að hætta þátttöku I Olympíuleikunum sem haldnir eru I landi sem hef ur gert sig sekt um hernaðar- legan yfirgang að koma sterklega til greina. Það væru þá táknræn mótmæli ætluð sem siðferðileg áminning til Kremlarbænda. # Islenska ríkisstjórnin tók rétta afstöðu þegar hún hafnaði tilmælum Carters Bandaríkjaforseta um að stjórnvöld hér kyrrsettu islenska Iþróttamenn og mein- uðu þeim þátttöku I Olympíuleikunum. Það var tvfmæla laust rétt að vísa þeirri ákvarðanatöku til íþrótta- hreyfingarinnar sjálfrar. fþróttamenn og forystumenn jaeirra verða að gera það upp við sína eigin samvisku og meta málið út frá sínum forsendum. í því sambandi hljóta að koma upp mörg matsatriði. # I fyrsta lagi voru engin slík mótmæli uppi höfð af hálfu íþróttamanna þegar Sovétmenn hlutuðust með hervalditil um málefni Ungverjalands og Tékkóslóvakiu 1956 og 1968. Hversvegna þá nú? í öðru lagi er framtlð Olympíuleikanna og annarra alþjóðlegra íþróttavið- burða teflt I tvísýnu ef Vesturlönd hætta almennt við þátttöku nú. í þriðja lagi hefur sovéska þjóðin lagt mik- inn metnað I að halda leikana og íþróttasamskipti hafa fyrstog fremst verið að mati fþróttamanna sjálfra sam- skipti milli þjóða en ekki valdhafa. í fjórða lagi sýnir reynslan frá heimsmeistarakeppninni I knattspyrnu I Argentínu að sú tilætlun valdhaf a að auglýsa eigið ágæti getur runnið út I sandinn þegar kastljós heimsf jölmiðl- anna beinist að þjóðfélagsaðstæðum og kjörum fólks I viðkomandi landi. Þannig mætti lengi telja álitamál I þessu sambandi þótt margir vilji nota tækifærið og endurreisa ólympíuleika með föstum samastað I Grikk- landi og hafa margar óskynsamlegri tillögur komið fram. # Það sem hér hef ur verið rakið er fyrst og f remst tí- undað til þess að vekja athygli á því að það er einmitt með siðferðilegri fordæmingu sem bregðast ber við yfir- gangi Sovétmanna. Miklu óskynsamlegri eru þau við- brögðaðætla sér Ifktog „haukarnir" I fulltrúaráði Sjálf- stæðisf lokksins I Reykjavík að nota tækifærið til þess að innleiða nýjan MacCarthyisma með tilheyrandi ofsókn um gegn sósíalistum og öðrum gagnrýnendum þjóð- félagshátta I vestrænum ríkjum.Jafn óskynsamleg eru þau viðbrögð að krefjast nú hærri hernaðarútgjalda og stigmögnunar vlgbúnaðarkapphlaups. Það mun litlu breyta um stórveldayfirgang gagnvart smáþjóðum nú þegar stórveldin hafa komið sér I þá sjálfheldu að geta ekki notfært sér gjöreyðingarmátt sinn vegna hættu á eigin tortímingu. Það er einnig til bölvunar að kref jast þess nú að Bandaríkin taki að nýju að sér heimslögreglu- hlutverkið f rá síðasta áratug með hættu á að þau f lækist i nýtt Víetnam. Og hættulegast af öllu er ef hægri öflin komast upp með það I skjóli yf irgangs Sovétmanna I Af- ganistan að gera leigjandann I þjóðllfinu, risaveidið I vestri, að alvöldum húsbónda sem hvenær sem er getur vitjað óðala sinna með uppáskrift leiguþýja I vináttu-( eða varnarsamningi. —ekh. klippt Hve mikið étum við? Þótt íslendingar lifi á fiski og tali um fisk upp á dag hvern og skipi honum þá einnig til veg- legs sætis i fjölmi&lum, þá geta menn orðið varir við það meö ýmsum hætti, að það er eins og hér og þar um þjóðlifiö leynist einhver fyrirlitning á þessu fiskstandi. Lengi var vitnaö til þeirrar undarlegu þjóölifs- skrýtlu, aö Islendingar fengust ekki til að éta slld, gáfu hana helst kúm,ef hún var beinllnis að flækjast fyrir fótum þeirra fjölskyldu f landinu. Þvf má þaö furðulegt kallast að ógerlegt er aö fá haldgóðar upplýsingar um fiskneyslu íslendinga. Eng- ar tölur eru til um það hve mik- il hún er, og þaöan af s Iður vita menn hvenær hún skiptist eftir tegundum eða verkunaraðferð- um. Þegar menn velta fyrir sér hvaöa breytingar hafi orðið og séu að verða á fiskneyslu Islendinga, hafa menn nánast ekkert við að styðjast nema brjóstvitið eitt.” Skýring Þessi býsn eru svo skýrö með svofelldum hætti: „1 skýrslu Fiskifélags Islands um fiskaflann á árinu 1978 (Ægir 4. tbl. 1979, bls. 255) er innanlandsneysla á fiski Fiskneysla okkar íslendinga minnkar o/k * e ‘isi/(J? og töldu þetta lostæti ekki fisk — eins og meðal annars kemur fram I frægu firmaheiti: Sfld og fiskur. I nýlegu hefti af Sjómanna- blaöinu Vikingi er vakin athygli á mjög undarlegum hlut, sem sagt þeim, aö við vitum I raun og veru ekki hvaö mikið við ét- um af fiski. Ótrúlegt en satt. Blaðiö segir: Brjóstvit og ágiskun „Þaö er ekki einungis aö Islendingar veiöi mikið af fiski og flytji út feiknin öll af fiski, heldur eta þeir mikiö af fiski, og hefur svo veriðlengi. Fiskur og fiskvörur mega heita ómissandi þáttur f matar- neyslu hverrar einustu ■ ■Ml skráð 5.134 tonn. Hér er miöað við fisk upp úr sjó. Þessi tala er reyndar svo f jarr i réttu lagi að hún má kallast út I hött. Hún er sem sé allt of lág. Kemur þar margt til. Fyrst er að nefna að margir þeir sem kaupa fisk og verka til inn- anlandsneyslu gefa ekki skýrslur til Fiskifélagsins, þó þeim sé þaö skylt lögum samkvæmt. Mikið af ferskum neyslufiski kemur ekki I þessa tölu, t.d. sumt af þeim fisk sem fisksalar kaupa af frysti- húsum. Allur saltfiskur er utan við þessa skýrslu. Eitthvaö af fiski seln seldur er til inn- anlandsneyslu kemur hvergi á skrár, t.d. þaö sem fisksalar kaupa beint af sjómönnum. Þá er enn ótalinn sá fiskur sem sjómenn taka sér I soöið af óskiptu.” Blaðiö reynir slöan að bæta úr likindareikningi og segir: „100 kg af fiski á mann á ári viröist ekki ólikleg tala. Kjöt- neysla mun nú vera um 80 kg á mann árlega, og er þá neysla kjöts og fisks svipuð, þvf að gera má ráð fyrir að meira gangi úr fiskinum en kjötinu, einkum þar sem hér er miðaö viö fisk upp úr sjó. En hvaða fisk eta menn og hvernig matbúa þeir hann? Um það eru heimildir afar ónákvæmar, ekki við annaö að styðjast en eftirtekt og dómgreind þeirra sem selja fisk til neytenda.” Vanreiknaður ýsuafli Það þættu vist ekki smáar rokufréttir ef að Danir vissu ekki hvað þeir ætu mikiö af fleski og Frakkar hefðu týnt vlndrykkjuskýrslum sfnum I einhverri ölteiti. Helst að þessi leyndardómur fiskátsins eigi sér hliöstæöur I þeim slóttug- heitum sovéskra stjórnvalda að gera vodkadrykkju landsins barna að rikisleyndarmáli. En af þvi sem fyrr var sagt um fiskátið leiðir það meðal annars, að tala sú sem skráð er á skýrslum Fiskifélags lslands gæti vel veriö 17—18 þúsund tonnum of lág. Þýðir þetta ekki m .a. aö ýs uaflinn s é i raun allverulega miklu meiri en kemst á skrár? Vlkingur segir: „Nú er sennilega meirihluti þess sem tslendingar eta af fiski, ýsa. Bágt er að hugsa sér að þaö kunni e.t.v. að vera um 10 þúsund tonn af ýsu sem ekki eru skráð I aflaskýrslur. Arið 1978 veiddust samkvæmt tölum Fiskifélags- ins, alls rúmlega 40 þúsund tonn af ýsu. Ætli rétt tala væri nær þvl að vera 50 þúsund tonn? Hafr anns óknas tofnunin byggir tillögur sínar um afla- hámark (1979: 45 þúsund tonn af ýsu) m.a. á aflaskýrslum Fiskifélagsins. Er sá grund- völlur ekki helst til ótraustur I þessu dæmi?” Minnkar Þetta er allt hið merkileg- asta, eins og reyndar ýmislegt fleira sem fram kemur I Vlk- 1 ingi um fiskneyslumál okkar. Þar er llka látin uppi sú reynsla fisksala, aö þótt lslendingar séu smám saman að yfirvinna andúö slna á ýms- um fisktegundum, þá skreppi fiskneysla þeirra saman. Jafn- vel hafi fisksala I fiskbúöum minnkað um 40% á undanförn- um árum. Þar á móti kemur að R ýmsar kjörbúðir hafa selt fisk I | ýmiskonar neytendapakkning- ■ um — en ljóst er að sú sala | vegur hvergi nærri upp það a sem fiskbúðirnar hafa tapað. ■ áb. ■ ^lCjaiU UT i vu Undirbúnar reglur um afborgunarkjör -.og skorið Neytendum auðyeldaður verðsamanburður Eins og kunnugt er tlðkast mjög afborgunarkjör I ýmsum viðskiptum, einkum á heimilis- tækjum og húsgögnum til hag- ræöis fyrir neytendur. A hinn bóginn er verðsamanburður á grundvelli afborgana kaupend- um afar torveldur. I fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu kemur fram, að þar er nú leitað leiða til þess að auövelda neytendum slikan verðsamanburð á afborgunar- kjörum. 1 framhaldi af þessari athugun hefur verðlagsstjóra verið falið að vinna að því aö setja reglur á grundvelli verö- lagslaga sem gera seljendum vöru á afborgunum skylt aö til- greina til hvaða eiginlegra vaxta sérhver afborgunarkjör svara. Jafnframt var verölagsstjóra faliö aö kanna leiðir til þess að auövelda seljendum að mæta þessum skilyröum svo sem með reikniþjónustu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.