Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttír ra íþróttiríþróttir H Vr J ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson ^ 3 göngumenn og 3 alpagreinamenn til Lake Placid Milliyeguriim farinn Sigurður Jónsson, Björn Olgeirsson, Steinunn Sæmundsdóttir, Haukur Sigurðsson, Ingólfur Jónsson og Þröstur Jóhannsson verða keppendur Islands á vetrarolympíuleikunum Haukur Sigurösson, ólafsfiröi „Okkur líst illa á þetta val Skíðasambandsins al- mennt, enda erum við ekki beint hressir með það að haf a engan mann í skíðalandsliði íslands, en það hef ur ekki skeð siðan 1968", sagði fvar Sig- mundsson á Akureyri í viðtali við Þjv. í gær eftir að tilkynnt hafði verið hverjir yrðu keppendur íslands á ölympíuleikun- um í Lake Placid. „Þetta eru náttúrlega alveg forkastanleg vinnubrögö i alla staöi, eins konar Sæmundar vinnubrögö Óskarssonar, þar sem gerræöisleg sjónarmiö ráöa yfirleitt feröinni. Stjórn Skiöasambandsins gaf út þá „Gerræðisleg sjónarmið ráða ferðinni” segir ívar Sigmundsson um val Skíðasambandsins á keppendum á olympíuleikana í Lake Placid yfirlýsingu aö 6 keppendur færu á ólympiuleikana, 2 göngumenn, 2 karlar f alpa- greinar og 2 konur f alpagrein- ar. Nanna Leifsdóttir og Asdís Alfreösdóttir fara gagngert út til þess aö keppa um 2 laus sæti fyrir konurnar og t.d. eyddi Nanna um 1300 þús. kr. i þetta ævintýri. Ef aö þær heföu vitaö fyrirfram aö einungis ein kona yröi send efast ég aö þær heföu nokkurn tfma fariö. Þetta er ekki heiöarlegt” sagöi lvar ennfremur. Akureyringarnir áttu þann mannsem stóö næstþvf aö fara á OL ef 3.maöurinn heföi veriö valinn úr hópi alpagreinakarl- manna, en ekki göngumanna. Ivar var spuröur nánar um þetta atriöi og sagöi hann: „Þegar stjórn Sklöasam- bandsins valdi skiöamann árs- ins fyrir skömmu stóö keppn- in milli alpagreinamannsins Steinunnar Sæmundsdóttur og göngumannsins Hauks Sigurössonar. Þá var Steinunn valin og sú skýring gefin aö gangan væri á svo lágu plani hérlendis. Nú þykir okkur „planiö” hafa hækkaö ört á ótrúlega skömmum tima. Þar sem út i þaö var fariö aö senda einungis eina konu til Lake Placid var aö okkar dómi eöli- legast aö velja i staöinn mann úr svigi karla.þviþar erum viö lengra komnir en i öörum greinum” sagöi Ivar Sig- mundsson aö lokum og bætti sföan viö: „Þetta er alls ekki heiöarlegt.” — IngH Á fundi íslensku olympiunefndarinnar i gærdag var formlega samþykkt val Skiða- sambands íslands á keppendum á vetrarolympíuleikana i Lake Placid. Þeir sem þangað fara og keppa fyrir íslands hönd eru: Göngumennirnir Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði, Þröstur Jóhannsson, tsafirði,og Ingólfur Jónsson, Reykjavik, og alpa- greinamennirnir Sig- urður Jónsson, tsafirði, Björn Olgeirsson, Húsavik, og Steinunn Sæmundsdóttir, Reykja vik. Þeim Skföasambandsmönnum hefur vafalitiö veriö nokkur vandi á höndum þegar þeir ákváöu keppendurna, þvi gefin haföi veriö út yfirlýsing um aö á ol færu 2 göngumenn, 2 karlar I alpagreinum og 2 konur f alpa- greinum. Aörar konur en Stein- unn hafa vist ekki þótt standa sig þaö vel I keppnum meö landsliöinu undanfariö aö réttlætanlegt væri aö þær yröu valdar. öngvu aö siöur fóru Asdis Alfreösdóttir og Nanna Leifsdóttir út meö þaö I huga aö þær væru aö keppa um 2 laus sæti i olympíulandsliöinu. Þetta er þvi verulegt áfall fyrir þær. Þegar siöan varákveöiö aö senda 3.göngumanninn I staöinn kemur þaö nokkuö spánskt fyrir sjónir aö 3 þeirra hafa ekki einu sinni veriö I göngulandsliöi þvi sem tilkynnt var á síöasta ári. Þá er þaö álitamál hvort ekki heföi átt I staöinn aö senda þriöja keppanda karla i alpa- greinum I staöinn og eru margir á þeirri skoöun aö þarna ráöi ekki eingöngu árangurssjónar- miö,þvi viö séum mun framar i alpagreinum karla heldur en i göngu. Hvaö um þaö, Þjv. óskar væntanlegum keppendum Islands á olympiuleikunum i Lake Placid góös gengis f væntanlegri keppni. _ ingH Úlfarnir áfram Þrfr leikir voru I ensku bikar- keppninni I gærkvöldi og urðu úrslit þeirra þessi. Aston Villa-Cambridge 4-1 Norwich-Wolves 2-3 Tottenham-Swindon 2-1 Steinunn Sæmundsdóttir er elna konan i Ólympiuliöl tslands. Forest lagði Barcelona Nottingham Forest sigraöi Barceiona i gærkvöldi 1-0,og var þaö Chariie George, lánsmaður- inn frá Southampton, sem markiö skoraöi. Leikur þessi var fyrri vlöur- eign iiöanna i svoköltuöum „super-cup”. _ ingH Starfsmannaíþróttafélög gefi sig fram við K.K.Í. Myndirnar hér aö ofan tók — gel á leik Vals og UMFN fyrir skömmu. A fyrri myndinni sést hvar Torfa mistekst aö biaka bolt- anum i körfu Njarövikinganna. Yst tii vinstri má sjá I Jóhannes,én hann kom á fullri ferð og bætti um betur og kom knettinum I körfuna eins og sést á seinni myndinni. Hvort Valsmenn eiga svona greiöan gang aö körfu Stúdenta i kvöld skai ósagt látiö. í SAALUR í kvöld 1 kvöld verður einn leikur i úr- valsdeiidinni i körfuknattleik og eigast þar viö ÍS og Valur. Leik- urinn hefst i Iþróttahúsi Kenn- araháskólans kl. 20. Valsmennirnir sýndu ákaf- lega gloppóttan leik gegn IR um siöustu helgi, léku eins og meistarar langtimum saman, en eins og byrjendur þess á milli. Stúdentarnir hafa veriö I örri framför frá áramótum og nái þeir sér vel á strik ættu þeir aö geta velgt Valsmönnum hressilega undir uggum. Þaö kann þó aö ráöast mest af þvi hvort Trent Smock veröur orö- inn góöur af meiöslum þeim er hann hlaut I leik KR og IS. — IngH Þjv. hefur borist áskorun frá Stefáni Ingólfssyni, formanni KKt, þess efnis aö allir þeir starfsmannahópar sem iöka körfuknattleik komi sér á fram- færi viö KKÍ. Bréf Stefáns fer hér á eftir: „Viða um land eru hópar manna sem hittast reglulega og æfa iþróttir þó þeir tilheyri ekki ákveönum Iþróttafélögum. Vinnufélagar eöa kunningjar útvega sér oft saman tima I I- þróttahúsum til aö leika blak, innanhúsknattspyrnu, badmin- ton og körfuknattleik eöa hand- knattleik svo nokkuö sé nefnt. Sjaldnast hafa þessir hópar færi á aö leika viö aöra svipaöa hópa eöa taka þátt I mótum. Slikt er þó oftast kærkomin til- breyting þegar gefst. Segja má aö ekki sé um aöra kosti aö velja en firmakeppni, sem oftast eru leiknar sem hraömót á einum eöa tveimur dögum. Stundum hafa starfsmenn á- kveöinna fyrirtækja eöa stofn- ana, stofnaö Iþróttafélög sem ætlaö er aö starfa innan viö- komandi fyrirtækis. Þessi félög sem nefna má fyrirtækjafélög eöa Iþróttaklúbba falla ekki inni I þann ramma sem iþróttafor- ystan setur svo þau veröi lögleg i almennum iþróttamótum. Innan Iþróttasambands Is- lands er meira að segja mikil andstaöa gegn þvi aö þessum klúbbum veröi veitt aöild aö I- þróttasamtökum. Körfuknattleikssambandiö hefur mikinn áhuga á aö ná til þeirra hópa sem leika körfu- knattleik, með þaö fyrir augum aö koma á einskonar „Islands- móti sportklúbba I körfuknatt- leik” og skapa þeim jafnframt vettvang innan KKI svo þeir eins og aðrir áhugamenn um körfuknattleik geti notiö góös af starfi sambandsins. Meö þessu móti vill KKl ýta undir stofnun fyrirtækjafélaga og sportklúbba og reyna aö skapa þeim verkefni viö hæfi. Viö teljum ennfremur aö fyrirtæki ættu aö leggja aö starfsmönnum sinum aö stofna þannig félög, þvi góö likams- hreysti starfsfólks er arðbær fjárfesting. Viö biöjum þá hópa áhuga- manna sem leika körfuknattleik sér til ánægju og heilsubótar aö hafa samband viö okkur sem allra fyrst og láta okkur vita hug sinn um þetta mál. Fram- vinda þess fer siöan alfariö eftir þeim undirtektum sem viö fá- um. Simi KKI er 85949. Skrifstof- an er I Iþróttamiöstööinni I Laugardal og er opin á venju- legum skrifstofutlma frá hádegi á mánudegi til hádegis á föstu- degi.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.