Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. janúar 1980 Laugardaginn 2. febrúar kl. 10—12 verða Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður og Guðrún Ágústs- dóttir varaborgarfulitrúi til viðtals fyrir borgarbúa á skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3. Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtals- tíma með þvi aö koma á skrifstofuna á umræddum tíma eða hringja í síma 17500. Viðtalstímar þingmanna og borgarfulltrua Alþýdubandalagid í Reykjavik: Framkvœmdanefnd INSÍ um kröfugerð ASI: Félagsleg rétt- indi ofreiknuð Framkvæmdastjóm INSÍ hefur sent frá sér eftirfarandi álitsgerð vegna kröfugerðar ASÍ i þeim samningaviðræð- um sem nú standa yfir: .í'ramkvæmdastjórn Iön- nemasambands tslands ályktar I samræmi viö kjaraályktun sfö- asta þings sambandsins, en þar segir aB rangt sé aB verkalýBs- hreyfingin kaupi félagsleg rétt- indi meö skeröingu á kaupi, aö of- reiknuö séu þau félagslegu rétt- indi IkröfugeröASI, sem komu til framkvæmda á gildistima slöustu samninga. Af þeim sökum telur stjórnin 5% grunnkaupshækkun engan veginn vega upp á þá kaup- skeröingu sem launþegar þurftu aö þola á slöasta ári. 15% væru nær lagi sem grunnkaupshækkun einungis til þess aö halda i horf- inu. Þá itrekar framkvæmdastjórn INSt þá kröfu sambandsins, aö tryggt sé aö ákvæöi þau sem svo kölluö vinstri stjórn kom á um tengsl launa viö viöskiptakjör veröi numin úr gildi. Framhald á bls. 13 Framtíðin MR: Fordæmir inn- rásina í Afganistan Félagsfundur Framtiöarinn- SovétrIkjanna I Afganistan. ar, nemendafélags Mennta- Innrás þessi sannar enn einu skólans I Reykjavik, samþykkti á sinni hvert eöli Sovétrlkjanna er fundi sinum 17. jan. si. eftir- og aö sjálfstæöi annarra rlkja farandi áiyktun: skiptir þau engu máli. Þess „Fundurinn fordæmir sér- vegna er nauösynlegt fyrir smá- hverja tilraun stórveldanna til : þjóöir aö tryggja öryggi sitt. Þvi aö brjóta undir sig sjálfstæöar skorum viö á rlkisstjórnina aö þjóöir. t þvi sambandi fordæmir mótmæla kröfuglega innrás fundurinn sérstaklega innrás Sovétrikjanna I Afganistan.” 110 hús á Eyrinni hafa veriö tengd. ÍSAFJÖRÐUR: Frá fréttaritara Þjóöviljans á tsafiröi. Merkum áfanga í sögu orku- mála á Vestfjöröum var fagnaö 18. jan. si. þegar fjarvarmaveit- an á tsafiröi var formiega tekin i notkun, meö þvi aö Bolli Kjart- ansson, bæjarstjóri, gangsetti dælur fkyndistöö. Viöstaddir at- höfina voru, auk starfsmanna og stjórnarmanna Orkubúsins, þeir sem unniö höföu aö ýmsum þáttum verksins, bæjarstjórn- armenn á Isafiröi og fréttaritar- ar. Formaöur stjórnar Orkubús Vestfjaröa Olafur Kristjánsson, sem jafnframt er forseti bæjar- stjórnar Bolungarvikur, flutti á- varp og rakti sögu orkumála á Vestfjöröum, einkum þó helstu áfanga frá stofnun Orkubúsins 1977. Sagöi hann aö ákveöiö væri aö stefna aö fjarvarmaveitu á Patreksfiröi (allt nema Mýrar) og I Bolungarvik (neöan Völu- steinsstrætis), auk þess sem lokiö yröi viö 3. og 4. áfanga fjar- varmaveitunnar á Isafiröi. Aör- ir hlutar orkusvæöis Vestfjaröa yröu þar af leiöandi rafhitunar- svæöi, eöa um 60%. Uppi væru hugmyndir um varmaskiptistöö I Bolungarvík, þar sem fyr- irhugaö væri aö nýta afgangs- orku frá fiskimjölsverksmiöju Einars Guöfinnssonar hf. Þá hafa einnig komiö fram hug- myndir um aö nýta afgangsorku frá sorpbrennslustöö I Hnffsdal, fyrir þaö byggöarlag. Framkvæmdir viö lagningu fjarvarmaveitunnar á lsafiröi hófust I ágúst 1978. Tækniþjón- usta Vestfjaröa sá um fullnaöar- hönnun verksins, en aö fyrsta á- fanga þess unnu verktakarnir Kofri h.f., Fjarhitun h.f., og Timburverslunin Björk. Annan áfanga sá Kofri h.f. um og er honum aö mestu lokiö (8% eftir). Hafa nú um 110 hús veriö tengd fjarvarmaveitunni og slfellt bæt- ast fleiri viö. Eftir er aö leggja dreifikerfi I mest-alla hliöina fyrir ofan Eyrina, svo og I Hnlfs- dal. Kostnaöur viö ofangreindar framkvæmdir nemur liölega 500 milljónum króna. Tvöfalt kerfi En hvers konar kerfi er fjar- varmaveitan? Um þaö fórust Ólafi Kristjánssyni svo orö: „Dreifikerfi þaö sem Orkubú Vestfjaröa hefur nú byggt er tvöfalt, þaö er, vatniö er s ent úr kyndistöö eftir framrásarplpu um 80 gráöu heitt, fer slöan á miöstöövarkerfi húsanna, kóln- ar þar og kemur siöan aftur til kyndistöövar eftir bakrásar- plpu, um 40 gráöu heitt. Þar er svo skerpt á þvlupp I ca. 80 gráö- ur og sama hringrásin endur- tekin. Orka til upphitunar vatns- ins fæst sem afgangsvarmi frá rafstööinni hér á tsafiröi, bæöi frá útblæstri og kælivatni, og er þaö aflsem þanniger virkjanlegt um 2 MW, eöa jafnmikiö og þaö rafafl sem stööin gefur. Þessi orka var áöur ónýtt, og rauk út I loftiö engum til gagns. Ennfrem- ur hafa veriö settir upp svart- oliukatlar 3 MW aö afli, til notk- unar á mestu álagstlmum þegar afgangsorka rafstöövarinnar nægir ekki.” Einnig kom fram iræöu Ólafs, aö þegar lagningu Vesturllnu veröur lokiö, væntanlega næsta haust, og orkuflutningur um hana veröur hafinn, mun raf- stööin á Isafiröi ekki lengur veröa keyrö sem grunnaflsstöö og þvl áætlaö aö hita vatniö meö raforku I þartilgeröum raf- skautskötlum, en svartollukatl- arnir notaöir á mesta álagstlma sem toppafl. 80% af raforkuverði til upphitunar Sú nýjung var tekin upp á sölu- fyrirkomulagi orkunnar, aö ekki er selt beinllnis eftir magni, heldur eru I hverju húsi sérstak- ir varmamælar er sýna orku- notkun veitunnar I kllóvattstund- um, ásamt vatnsrennsli á rúmmetrum. Orkan er nú seld á 80% af veröi raforku til upphit- unar, og er á þann máta tekiö til- lit til stofnkostnaöar. Viöathöfn þessa tóku einnig til máls þeir Guömundur Ingólfs- son, forseti bæjarstjórnar lsa- fjaröar og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri, sem svaraöi ýmsum fyrirspurnum. Gagnsemi fjarvarmaveitu og rafhitunar fyrir Vestfiröinga er glfurleg, þvi eins og öllum er kunnugt er kostnaöur viö ollu- kyndingu húsa mjög mikill og þar á ofan er mikill hluti Ibúöar- húsa á Vestfjöröum kominn mjög til ára sinna og illa ein- angraöur. Þegar litiö er fram á viö, munu framkvæmdir sem þessar ekki aöeins spara Vest- firöingum heldur öllu þjóöarbú- inu umtalsveröa fjármuni, jafna orkuverö I landinu og auka ör- yggi neytenda. —H.P. Ólafur Kristjánsson, stjórnar- form. Orkubús Vestfjaröa. Kristján Haraldsson orkubús- stjóri. Manntal 1. desember 1979: Minnst fjölgun í Reykjavík Hagstofan hefur nú sent frá sér bráöabirgöatölur um mannfjölda á tslandi 1. desember s.l. og er hann 226.339 og hefur fjölgaö um 2422 frá árinu áöur. Meöal- fjölgun er 1,08% en hliöstæö fólksfjölgun áriö óöur var 0,84%. Af kjördæmum landsins hefur minnst fjölg- un oröiö I Reykjavik. Þar eru nú 83.365 og hefur fjölg- aö um 273 miöaö viö sam- bærilegar tölur I fyrra eöa um 0,33%. Afeinstökum kjördæmum hefur mest fjölgun oröiö á Vesturlandi. Þar hefur fjölgaö um 328 eöa 2,31%. lbúafjöldinn I kaupstööum landsins er þessi og er þeim raBaö eftir stærö: Kópavog- ur 13.473, Akureyri 13.083, Hafnarfjöröur 12.127, Kefla- vik 6.564, Akranes 4.981, Vestmannaeyjar 4.706, Garöabær 4.702, Isafjöröur 3.305, Selfoss 3.304, Seltjarn- arnes 2.955, Húsavlk 2.409, Sauöárkrókur 2.100, Siglu- fjöröur 2.047, Njarövfk 1.903, Grindavlk 1.847, Neskaup- staöur 1.706, Dalvlk 1.244, Bolungarvik 1.241, ólafs- fjöröur 1.180, Eskifjöröur 1.055 og Seyöisfjöröur 1.024. Þau kauptún sem hafa yf- ir þúsund Ibúa eru: Mos- fellssveit 2.703, Borgarnes 1.561, Höfn 1.394, ölfus- hreppur 1.336, Stykkishólm- ur 1.178 Hverageröi 1.174, ólafsvlk 1.171, Miönes- hreppur 1.101, Egilsstaðir 1.099 og Patreksfjöröur 1.009. Fjölmennasta sýsla landsins er Arnessýsla meö 6.595 Ibúa en sú fámennasta A-Barðastrandarsýsla meö 436 Ibúa. Fámennasti hrepp- urinn er Múlahreppur I A - Barðastrandarsýslu. Þar eru skráöir 15 Ibúar. — GFr. Fjarvarmaveita formlega tekin í notkun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.